Margir voru eflaust smeykir við leikinn í dag enda var vitað að vörnin yrði án Phil Jones, Jonny Evans og Chris Smalling sem ótrúlegt en satt eru meiddir. Til að bæta ofan á það þá er leikjahæsti varnarmaður liðsins á tímabilinu Blackett er í leikbanni. Því var vitað að vörnin yrði skipuð mönnum sem ekkert hafði leikið saman. Spurning var bara hvort það yrði Tom Thorpe eða Paddy McNair sem myndu þreyta frumraun sína ásamt Luke Shaw. David de Gea lék sinn 100. leik fyrir United í dag.
Louis van Gall stillti liðinu upp svona:
United byrjaði leikinn mjög vel eins og og var sóknarleikurinn mjög flottur. Miðjuspilið var líka mjög gott og svo voru Shaw og Rafael duglegir að fara upp kantana. Það var einmitt eftir flottan sprett hjá Rafael á 5.mínútu að hann kom boltanum fyrir á Wayne Rooney sem lagði hann laglega í fjærhornið framhjá Adrian í marki West Ham. Það virtist sem Rooney ætlaði að troða sokk upp í gagnrýnendur sína.
Skömmu síðar áttu West Ham dauðafæri sem E.Valencia misnotaði klaufalega. Sóknarleikur United þyngdist og það var svo á 22. mínútu að það bar árangur en Robin van Persie kom United í 2-0 með hnitmiðuðu skoti. Mest gagnrýndu leikmenn liðsins búnir að skora og United virtust til alls líklegir.
West Ham áttu sínar sóknir og það var á 37.mínútu að þeir náðu að minnka muninn. Diafra Sakho náði að skalla boltann í tómt markið eftir hnoð og hrikalegt úthlaup frá annars traustum David de Gea. Staðan í hálfleik 2:1.
Seinni hálfleikurinn var ekki jafngóður af okkar hálfu og sá fyrri en West sótti mikið í sig veðrið og voru mjög duglegir að sækja. Fyrirliðinn okkar Wayne Rooney var orðinn frekar pirraður og ákvað að gefa gagnrýnendum eitthvað til að tala um þegar hann sparkaði niður leikmann West Ham á heimskulegan hátt. Í kjölfarið var Falcao tekinn af velli á 65.mínútu í staðinn fyrir Darren Fletcher og var hann alls ekki sáttur við það. West Ham menn voru búnir að vera fastir fyrir í leiknum en á 74.mínútu brutu þeir á Ander Herrera sem þurfti að fara meiddur af velli og inná í hans stað kom Antonio Valencia. United var það sem eftir var leiks í vörn og sýndi hinn 19 ára McNair frábær tilþrif með einhverri svölustu skallahreinsun sem undirritaður hefur séð. Hann klárlega bjargaði liðinu sínu þar og endurgalt van Gaal traustið.
Kevin Nolan jafnaði svo leikinn í 2-2 eða svo hélt hann. Aðstoðardómarinn flaggaði réttilega enda var Nolan rangstæður. Í Uppbótartíma kom loka skipting leiksins en þá fékk þriðji leikmaður United að leika sinn fyrsta leik fyrir liðið en Tom Thorpe kom inná fyrir Ángel Di María til að þétta liðið fyrir loka andartökin.
Lokastaðan 2-1 og kærkominn sigur. United er ekki nema 3 stigum á eftir Man City sem er í þriðja sæti þannig að meistaradeildarvonir ættu ekki að slökkna. Amk ekki í dag.
Menn leiksins í dag að mínu mati eru Rafael da Silva
og Luke Shaw
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Sókinin = VÚHÚ
Vörnin = úfff
silli says
hver er Pereira?
Magnús Þór says
silli skrifaði:
Hann er einn af leikmönnunum úr unglingastarfi United sem van Gaal er „ekki“ að gefa tækifæri.
Hjörtur says
Ef þessi mannskapur vinnur ekki WH ja þá er e.h. verulega mikið að.
Cantona no 7 says
Rooney kominn með eitt mark
G G M U
Cantona no 7 says
RVP með annað mark
G G M U
Ingi Rúnar says
Hjúkk, segi nú ekki annað.
DMS says
Úff erfiður seinni hálfleikur en 3 stig í hús og það er fyrir ÖLLU!
Flottur sóknarleikur af okkar hálfu fram að rauða spjaldinu fannst mér. Hefðum getað verið búnir að kála þessum leik fyrr. Markið sem við fáum á okkur er ansi klaufalegt og De Gea sýndi okkur mjög slakt úthlaup. Það sást svo í kjölfarið að hann var alltaf límdur á línunni, enda eru krossar hans veikasta hlið.
Hvað varðar rauða spjaldið hjá Rooney þá var það mjög klaufalegt. Fannst eins og hann ætlaði að framkvæma „professional foul“ og stöðva skyndisóknina í fæðingu en virðist fylgja því of mikið á eftir. Erfitt að þræta fyrir rauða spjaldið enda sennilega réttur. Hinsvegar mátti Lee Mason alveg var samkvæmur sjálfum sér og sýna Sakho sitt annað gula spjald þegar tæpar 10 mín voru eftir af leiknum þegar hann sparkaði Rafael niður eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu.
Hrikalega fékk maður í magann þegar Nolan skoraði rétt í lokin, það var svo týpískt. Tæp rangstaða á hann en sennilega rétt engu að síður. Mér finnst við alveg eiga inni að eitthvað falli með okkur í 50/50 dómunum miðað við hvernig þetta hefur verið í upphafi leiktíðar.
Gott að fá þessi 3 stig í hús og klifra aðeins upp töfluna. Núna fyrst nær maður aftur smá andlegu jafnvægi á tilveruna eftir meira en ár í tilvistarkreppu. Hvað er ég að tala um? Jú við erum komnir upp fyrir Liverpool í töflunni og hlutirnir vonandi að detta í sitt vanalega form.
Það má svo hrósa McNair fyrir góðan leik. Hrikalega erfiðar aðstæður sem hann þurfti að díla við í dag. Gaman að sjá stuðningsmennina klappa og hvetja hann eftir hverja aðgerð sem hann framkvæmdi í leiknum. Rojo virtist líka duglegur að hrósa honum sá maður.
Verður Rooney þá ekki í banni gegn Everton í næsta leik? Það er kannski ágætt, hann hefur yfirleitt verið slakur gegn sínu gamla félagi.
Steini says
Þá fær Mata að spila í holunni í næsta leik, sjáum hvernig það gengur, vonandi verður herrera ekki lengi frá.
Algjör baráttussigur hjá okkar mönnum í dag
Hjörtur says
Frábær fyrri hálfleikur, en frekar slakur sá seinni. En hvaða hálfvitaháttur er að setja varamann inn á þegar hálf mínúta er eftir af uppbótartímanum, leikurinn var þar af leiðandi 90 sek. lengri.
Bjarni Ellertsson says
Ja, ekki var þetta fagurt en í heildina góð 3 stig. Líst því miður ekki á framhaldið en það er bara vegna þess að ég er alltaf svartsýnn á gengi okkar manna og nú detta menn út úr byrjunarliðinu hægri vinstri, annað hvort með rauð spjöld, uppsöfnuð spjöld eða meiðsli. Styttist í að meistari Giggs taki yfir miðjuna miðað við þessa þróun. En ef menn leggja sig fram eins og í þessum leik og berjast fyrir hvorn annan hvort sem þeira heita Di Maria, Persie eða McNair þá minnka áhyggjur mínar. Það er bókað hérna að Flets mun byrja á móti Everton, hann er jú varafyrirliði og verður það svakalegur leikur. Væri alveg til í að henda Fellaini í leikinn þó það sé ekki bara nema sálfræðitrix, einhver mun þurfa að fórna sér í báráttunni við Lukaku.
Annars góður sigur og nú hyllir í 4 sætið, ekki nema 2 stig í það. Talning er hafinn.
Rauðhaus says
Mjög sterkt að klára þennan leik og ná þremur stigum, það er það sem skiptir máli. Mér fannst liðið leika mjög vel framan af leik, þó alltaf sé smá skjálfti þarna aftast. Markið skrifast á markmanninn okkar, slakt úthlaup hjá honum. Hann bjargaði hins vegar mjög vel í 1-2 skipti síðar í leiknum.
Fannst Rooney óheppinn að fá rauða spjaldið. Lítið hægt að segja við þessu en mér fannst það samt strangt. Það var augljóst að hann ætlaði að taka á sig gult spjald fyrir liðið og stoppa skyndisóknina. Í raun var hann að éta upp skítinn frá Shaw, sem tapaði boltanum mjög illa þarna. Brotið var hins vegar klaufalegt og því fór sem fór. Slæmt að missa Rooney í leikbann en nú kemur sér vel að hafa góða breidd fram á við og mun Mata væntanlega spila fremst á miðjunni. Afskaplega lítið downgrade þar, amk þegar viðhöfum boltann.
Krosslegg fingur um að Herrera verði ekki frá, hann var að mínu mati búinn að vera okkar besti maður þar til hann þurfti að fara útaf.
Að sama skapi fannst mér RvP eiga sinn langbesta leik á tímabilinu. Vá hvað það væri geðveikt að fá hann í alvöru stand.
Valdemar Karl Kristinsson says
Sá ekki leikinn. Falcao ósáttur með að vera tekinn útaf, getur einhver útskýrt þetta atvik betur fyrir mig? mórall í kallinum eða ósáttur með sjálfan sig?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Var að fatta að eftir þessa ÖMURLEGU byrjun hjá United að þá erum við heilum 2 stigum á eftir fjórða sæti.
Magnús Þór says
Valdemar Karl Kristinsson skrifaði:
Alls ekki þannig. Maður sá bara að hann vildi klára leikinn.