Góðan daginn kæru lesendur. Hér er á ferðinni mín fyrsta upphitun á síðunni svo hún gæti verið í lengri kantinum. Biðst fyrirfram afsökunar á því.
Á sunnudaginn kemur Roberto Martinez með Everton í heimsókn á Old Trafford Á síðasta tímabili gekk United vægast sagt illa gegn Everton, 0-1 tap á heimavelli og 2-0 tap á útivelli. Skelfing. Ef við gleymum leiknum í fyrra þá þurfum við að fara aftur til 1992 til að finna síðasta sigurleik Everton á Old Trafford. Þetta eru 20 leikir á milli sigurleikja og af þessum 20 leikjum vann United 17 þeirra. Eins og alþjóð veit þá endurtekur sagan sig alltaf, svo nú er komið að öðrum 20 leikjum í röð án taps gegn Everton.
Það eru margar jákvæðar fréttir fyrir leikinn en leikurinn ætti að vera endurkoma Chris Smalling, Phil Jones, Marouane Fellaini og Michael Carrick í lið Manchester United en þeir eru allir að koma úr meiðslum. Einnig snýr Tyler Blackett til baka úr leikbanni eftir rauða spjaldið sem hann fékk í þessum blessaða Leicester leik. Það eru því miður einnig neikvæðar fréttir fyrir leikinn, svo virðist sem Ander Herrera hafi brákaði rifbein í síðasta leik og verður hann því ekki með. Svo verður fyrirliði vors og blóma, Wayne Rooney, í banni eftir atvinnumanna brotið sitt gegn West Ham í síðustu umferð. Þrátt fyrir að menn séu að koma úr meiðslum þá býst ég ekki við að neinn af þeim hoppi beint í byrjunarliðið, ég spái því að liðið verði eftirfarandi:
Á meðan okkar drengir mæta væntanlega vel úthvíldir og sprækir til leiks þá eru Everton að skríða heim frá Rússlandi þar sem þeir mættu Ragga Sig og félögum í FC Krasnador í gær í hinni margrómuðu Evrópudeild. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem Everton lenti undir, svo það má reikna með að leikurinn hafi tekið sinn toll á leikmönnum liðsins. Vonandi tekst United að nýta sér þessa frægu „Evrópuþynnku“ sem lið eru oft með helgina eftir erfið ferðalög í miðri viku. Þrátt fyrir frábært jöfnunarmark á Anfield frá fyrirliða liðsins þá hafa Everton menn verið að ströggla í deildinni. Hver ástæðan er skal ósagt látið en liðið hefur lekið mörkum og tapaði meðal annars 2-3 gegn Crystal Palace á heimavelli eftir síðasta Evrópuleik.
Með þetta að leiðarljósi ætla ég að spá því að United vinni 3-1 þar sem hröð sóknarlínan okkar mun hrella dauðþreytta Everton menn en varnarvandræði okkar manna halda áfram og tekst þeim ekki að halda hreinu. Markaskorarar Manchester United verða Robin Van Persie og Falcao á meðan Lukaku potar inn einu fyrir Everton.
Mér skilst að Björn Friðgeir hafi eitthvað verið að æsa í mönnum um að mín fyrsta upphitun myndi snúast að einhverju leyti um Wayne Rooney (þeir sem hafa fylgst með mér á Twitter vita mína skoðun um drenginn) en þar sem hann er í banni þá hef ég ákveðið að sleppa því algjörlega að ræða fyrirliðann og njóta þessarra þriggja leikja sem ég fæ án hans.
Endum þetta svo á einu af mínum uppáhalds mörkum United gegn Everton:
Rauðhaus says
Man alltaf eftir leiknum árið 2002, United liðið sótti án afláts og það var 0-0 þar til á ca. 85. mínútu. Þá skoruðum við loksins og enduðum leikinn 3-0. Þetta geggjaða mark hjá Scholes var það síðasta: http://www.youtube.com/watch?v=4la3Yr5ITl4
En varðandi leikinn um helgina þá verður spennandi að sjá hvernig liðinu verður stillt upp, þá bæði í sókn og vörn. LvG virðist rosalega fastheldinn hvað það varðar að spila með einn réttfættan og einn örvfættan miðvörð. Þess vegna efst ég um að við fáum að sjá liðið sem stillt er upp hér að ofan. Ef Jones er heill þá á hann klárlega að spila. Ef hvorki hann, Smalling né Carrick eru orðnir spilfærir þá tel ég að Paddy McNair spili aftur. Svo er líka sérlega áhugavert hvernig vinstri helmingur varnarinnar verður. Mun Shaw hakda sætinu? Ég vona það enda spilaði hann afar vel gegn West Ham. Mun Rojo byrja í hafsent? Eða mun Blackett koma aftur inn? Erum við að fara að sjá varnarlínu með meðalaldurinn um og undir 20 árum? (Rafael-McNair-Blackett-Shaw).
Fleira áhugavert er miðjan. Mun Fletcher koma inn fyrir Herrera (okkar besti maður hingað til?)? Mun Fellaini spila? Er sjálfgefið að Mata spili í fjarveru Rooney? Eða er Januzaj betri kostur?
Björn Friðgeir says
Van Gaal var að gefa það út að McNair myndi spila, akkúrat af þeim ástæðum sem Rauðhaus fer í, eini réttfætti miðvörðurinn sem er fit.
Herrera spilar ekki og Fellaini er ekki match fit í 90 mínútur
Skúli Páls says
Sælir mikill aðdáandi síðunar. Til lukku með hana, góðir pennar og sérstaklega hrifin af djöfullegu lesefni. Og nú ætla ég að leggja orð í belg. Verður LvG ekki að fara að gefa Januzaj séns í byrjunarliðinu? Veit svo sem ekki hverjum ætti að fórna en hann hlýtur að sjá öll meiðslin í kringum sig og hugsa með sér „ef ekki nú hvenær þá“. Þetta er strákur sem ég vil alls ekki missa. Og ef við tækjum byrjunarliðið sem Runólfur stillir upp og skiptum Blackett út fyrir McNair og svo Fletcher fyrir Januzaj þá væri ég mjög sáttur. Eins og Runólfur minnist á eru Everton menn kannski að þjást af smá Evrópu þynnku og mér finnst við ættum að stilla upp sterku sóknarliði og keyra á þá frá fyrstu mínútu. Ætla spá leiknum 4-1. Falcao með þrennu Rojo eitt skallamark eftir horn og Baines með eitt úr aukaspyrnu.
elmar says
Er stressaður í ljósi þess að við töpuðum báðum leikjunum við þá í fyrra. Það sem er jákvætt fyrir okkur allaveganna er að þeir voru í Rússlandi að spila í gær þannig eins og þið segið þjást þeir kannski af einhverri evrópuþynnku. Auk þess eru mikil meiðsli að hrjá þá, Mirallas, Pienaar og Barkley eru allir mikilvægir menn í þessu liði og eru allir meiddir, auk þess sem Coleman er búin að vera glíma við einhver meiðsli, veit ekki hvort hann verði kominn á Sunnudaginn. Þetta verðum við að nýta okkur auk þess að sýna að við getum unnið eitthvað af þessum top 8 liðum. Í fyrra sem var reyndar mjög slæm leiktíð fengum við aðeins 8 stig á móti city, arsenal, liverpool, chelsea, southampton, tottenham og everton af 42. Þar af var aðeins 1 sigur og 5 jafntefli og 8 töp. Það er hlægilega lélegur árangur og 4 af þessum stigum var á móti arsenal. Verðum í ár að gera betur á móti þessum sterkari liðum.
Það er rosalega slæmt að Herrera sé meiddur það kemur eiginlega meira niður á okkur en að Rooney sé í leikbanni, í ljósi þess að við eigum sterkari menn til að leysa stöðu Rooney en við eigum til að leysa af Herrera. Er búin að vera rosalega sáttur með Herrera á þessari leiktíð. Þvílíkur dugnaður í þessum dreng og þar að auki er hann búin að skora 2 mörk og leggja upp 1. Ég trúi því að þetta séu fanta kaup sem eiga eftir að koma sér vel en mér líst ekkert á að hann sé búin að meiðast tvisvar núna á þessum þremur mánuðum sem hann er búin að vera hjá okkur, vonum það besta að þarna sé ekki enn annar meiðslapésinn.
Annars bara flott upphitun og vonum að við fáum að sjá flottan leik á Sunnudaginn!
DMS says
Sammála með Januzaj, maður vill sjá hann fá sénsa. Er þetta ekki bara málið:
—————- De Gea —————-
Rafael — McNair — Rojo — Shaw
—————– Blind ——————-
—— Januzaj ——– Di Maria —–
—————– Mata ——————
—— RvP ————- Falcao ——-
Reyndar grunar mig að Fletcher verði þarna í stað Januzaj sem LvG vill held ég frekar nota sem framherja/sóknartengilið.
Annars á ég von á hörku leik. Mikill missir í Herrera sem hefur verið mjög vinnusamur á miðjunni hjá okkur. Fletcher hefur ekkert verið mikið að heilla mig í þeim leikjum sem ég hef séð hann upp á síðkastið, hefur aldrei náð sér almennilega á strik eftir veikindin – enda hægara sagt en gert eftir svona mikla fjarveru. Held þetta verði markaleikur, bæði lið að leka mörkum í upphafi leiktíðar.
lampamaðurinn says
Ætla að vera heimskulega bjartsýnn og segja 5-2 Falcao afmeyjar sinn markareikning með tvennu, Engillin okkar setur 2 og Skota Kóngurinn smellir einu í samskeytin af 30 metra færi.
Runólfur Trausti says
Vissi ekki að LvG væri búinn að gefa út að það yrði einn örfættur og einn réttfættur í hafsent en skv. manutd.com þá gaf hann í skyn að bæði McNair og Mata starti. Fyrir mér er auðvitað fásinna að spila ekki Mata – hann er með stórkostlega tölfræði markalega séð og það er gefið að hann getur lagt upp slatta af mörkum á framherja sem eru fyrir framan hann (RvP og Falcao). Annars spái ég því að Fletcher verði á miðjunni eiginlega eingöngu vegna þess að hann er vara fyrirliði liðsins + að ef Martinez dettur í pakkann að hafa Lukaku út á vængnum þá er ágætt að hafa Blind ekki of berskjaldaðan gegn skyndisóknum Everton. En við verðum að bíða og sjá hvað Van Gaal gerir :)
Friðrik says
Fékk blackett 2 gul gegn Leicester eða beint rautt ? er að velta því fyrir mér afhverju Rooney er á leiðinni í þriggja leikja bann og blackett fékk 1 leik ?
Björn Friðgeir says
Blackett fékk rautt fyrir ‘professional foul’, Rooney fyrir ‘violent conduct’. Eins leiks bann fyrir fyrra, þriggja leikja fyrir seinna.