Þetta eru ekkert sérstaklega fallegar myndir hér fyrir ofan. Hvorug þessara mynda lýsir einhverju sem þeir sem tengjast Manchester United á einhvern hátt geta verið stoltir eða ánægðir með. Umræðan undanfarna viku hefur snúist um það sem þessar myndir sýna og verið eitthvað á þessa leið: David Moyes fékk ekki að eyða næstum því jafn miklu og Louis van Gaal en gerði samt betur. Þetta tíst var líkt ansi mörgum sem fjölmiðlamenn og stuðningsmenn annara liða hafa verið að retweet-a og favorite-a yfir á tímalínuna mína á Twitter undanfarna daga. Ég geri ráð fyrir að þessi umræða magnist bara á næstu dögum eftir leik helgarinnar:
Manchester United off to their worst league start since 1986. Moyes did more with less. Most expensive team in PL history sitting 9th.
— Tom (@FourFourTom) November 2, 2014
Ég veit ekki alveg hvað ég að halda. Er verið að segja mér að David Moyes hafi bara staðið sig bærilega hjá Manchester United eða er verið að segja mér að Louis van Gaal sé ekki góður knattspyrnustjóri vegna þess að hann sé að standa sig verr en hinn „handónýti“ David Moyes? Mér finnst þetta skrýtin umræða vegna þess að frá mínum sjónarhóli er Louis van Gaal miklu hæfari og miklu betri knattspyrnustjóri en David Moyes mun nokkurn tíman verða. Ég fylgdist með Manchester United deyja afar hægum og kvalarfullum dauðdaga á síðustu leiktíð undir stjórn David Moyes. Það var sárt að fylgjast með því gerast. Það var sárt að sjá liðið manns gefast upp við hverja einustu ögn af mótlæti. Það var sárt að fylgjast með David Moyes eldast fyrir framan augum á manni við það að glíma við verkefni sem hann réð augljóslega ekki við. Það var sárt að sjá félagið hrynja með tilþrifum af stallinum sínum.
David Moyes tók við Manchester United í þessari stöðu:
Hann tók við ríkjandi Englandsmeisturum. Manchester United tryggði sér titilinn í apríl 2013. Það er ekki oft sem það gerist, Chelsea var síðasta liðið til þess tímabilið 2005/2006. United endaði með 11 stigum meira en næsta lið. Með öðrum orðum:
David Moyes tók við yfirburðarliði í ensku úrvalsdeildinni.
Hann gerði jafnframt engar stórar breytingar á liðinu, allir stærstu póstarnir héldu áfram og Marouane Fellaini og Juan Mata komu inn. Gæðaleikmenn en alls engar dramatískar breytingar á hópnum. Auðvitað vildi maður sjá Woodward og co styðja betur við bakið á okkar manni en það breytir þó því ekki að hann var að vinna með nánast nákvæmlega sama hóp og hafði unnið titilinn 3 mánuðum áður með yfirburðum. Skoðið byrjunarliðið gegn Swansea þann 12. maí 2013 og byrjunarliðið gegn Swansea þann 17. ágúst 2013.
Af 11 leikmönnum sem byrja inná eru 8 leikmenn þeir sömu. Með skiptingum hækkar talan í 11 af 13. Þeir notuðu sömu leikmennina. Það skiptir ekki máli hvaða leik þú skoðar. City í september 2013: 7 af 11. Cardiff í nóvember 2013: 7 af 13. Crystal Palace í febrúar 2014: 8 af 14. Þið skiljið hvert ég er að fara.
David Moyes notaði nákvæmlega sömu leikmenn og urðu meistararar á ansi sannfærandi hátt nokkrum mánuðum áður. Leikmenn sem höfðu spilað saman árum saman og þekktu hvorn annan eins vel og hægt er inn á knattspyrnuvellinum. Samt drógst liðið alltaf meira og meira aftur úr eftir því sem leið á tímabilið. Má segja að það hafi gerst eftir því sem handbragð David Moyes varð augljósara og augljósara? Í október höfðum við ennþá trú á kappanum en vorum samt farnir að hafa áhyggjur af stöðu mála. Þetta skrifaði ég eftir 3-2 sigurleik gegn Stoke á Old Trafford eftir 9. leik tímabilsins í fyrra:
Þetta var nú samt ekkert endalaus flugeldasýning frá okkar mönnum. Það er hægt að lýsa sóknarleik okkar mönnum allan leikinn svona:
- Koma boltanum á kantinn
- Gefa fyrir
- Vona það besta
Aftur og aftur. Rinse and repeat.
Hljómar þetta kunnuglega? Þetta var í október. Maður hélt þó enn í vonina um að þetta myndi blessast, þetta voru jú ríkjandi meistarar, menn gleyma ekkert að spila knattspyrnu á örfáum mánuðum, eða hvað?
Við héngum í restinni fram að áramótum en eftir því sem Moyes náði betri tökum á leikmannahópnum, eftir því sem að leikmennirnir fóru að fylgja hans leikskipulagi frekar en að gera það sem þeir voru vanir fóru úrslitin bara versnandi og versnandi þangað til að hápunktinum var náð. Hver er búinn að gleyma þessu tölfræðigulli:
The hosts […] sent in 81 crosses, the most by a Premier League team since 2006.
Þið vitið alveg hvaða leik ég er að tala um. Þarna var David Moyes búinn að fullkomna sitt handbragð. Einhæft. Hugmyndasnautt. Fyrirsjáanlegt. Drepfokkingleiðinlegt.
Sömu leikmenn, sami hópur. Breytan er David Moyes. Hans hugmyndir, hans þjálfarateymi, hans leikskipulag. Vissulega var aldrei auðvelt að fara að taka við af Sir Alex Ferguson, vissulega hefði hann getað fengið meiri stuðning á leikmannamarkaðinum en það afsakar engan veginn þessa svakalega dýfu sem félagið tók undir stjórn hans. 25 stiga munur, 20+ skoruðum mörkum minna. Engin meistaradeild. Ekki neitt.
David Moyes tók við yfirburðarliði og breytti því í miðlungslið á 9 mánuðum.
En ég meina, fyrir utan þessi smáatriði stóð hann sig bara þokkalega.
Louis van Gaal tekur við liðinu í þessu ástandi. Hann lætur marga af leikmönnum liðsins fara. Stórir póstar á borð við Evra, Vidic og Rio yfirgefa liðið. Auk þess sem að minni spámenn á borð við Nani, Cleverley, Welbeck, Hernandez og Kagawa svo nokkrir séu nefndir fara á brott. Hann rífur upp þetta lið og í heildina fara 12 leikmenn sem spiluðu með aðalliðinu á tímabilinu á undan. Inn í þetta koma 6 nýir leikmenn. Einn af þeim hafði spilað á Englandi, restin kom frá félögum í öðrum löndum Evrópu.
Skoðum byrjunarliðin gegn Chelsea í ágúst 2013 og núna í október 2014:
Chelsea 26. ágúst 2013
Chelsea 26. október 2014
Aðeins David de Gea og Robin van Persie spiluðu báða leikina. 2 af 11. Ef maður skoðar síðasta byrjunarlið David Moyes gegn Everton í apríl 2013 og byrjunarliðin hans Louis van Gaal kemur sama sagan í ljós. Louis van Gaal er að vinna með glænýjan hóp. QPR í september: 5 af 14. Everton í október: 3 af 14.
Á örfáum mánuðum er búið að rífa upp gamla hópinn sem hafði spilað saman í mörg ár og skipta honum út fyrir nýjan hóp. Það eru nýjir menn í vörninni og miðjan okkar er alveg splunkuný leik eftir leik. Í hvaða heimi tekur það ekki tíma fyrir leikmenn að læra inn á hvern annan, að venjast því að spila í nýrri deildi með nýju liði gegn nýjum andstæðingum? Vissulega lítur þetta staða mála ekkert sérstaklega vel út ef maður skoðar bara myndirnar hér af stöðunni í deildinni efst. Það er bara ekki nóg, maður verður að skoða heildarmyndina og heildarsamhengið. Sagnfræðingur sem skoðar bara árið 1934 gæti auðveldlega komist að þeirri niðurstöðu að Hitler væri einhver besti stjórnmálamaður allra tíma. Við vitum öll að það er tómt kjaftæði vegna þess að hvað vantar í þann dóm? HEILDARMYNDINA!
Menn þurfa tíma til þess að spila sig saman og það tekur meira en 10 leiki. Spurjið bara Tottenham og Liverpool, Real Madrid með Galacticos vol. I. Chelsea og City fyrstu árin sem milljarðaklúbbar. Þetta gerist hreinlega ekki yfir nótt. Leikmannahópurinn hans Louis van Gaal er glænýr og hefur spilað saman í rúmlega tvo mánuði. TVO MÁNUÐI. Það er aðeins minni tími en liðið sem David Moyes stýrði hafði spilað saman.
Þetta væri kannski ekki alveg svona slæmt ef það væri ekki fyrir þessa staðreynd:
A list of United’s injuries since Louis van Gaal took charge. Most worrying thing is it seems to be getting worse. pic.twitter.com/zOtvPjDTHc
— Chris Fleming (@Chris__Fleming) November 2, 2014
Leikmenn Manchester United virðast hreinlega vera gerðir úr pappa. Annaðhvort það eða það er einhver Liverpool-maður einhverstaðar með vúdú-dúkkurnar sínar og góðan steikarhníf. Þessi meiðslalisti er einfaldlega galinn og mér þætti gaman að sjá hvernig gengi helstu andstæðinga okkar væri með svipaðan meiðslalista á bakinu. Þetta er afskaplega slæmt vegna þess að þetta hægir á því að leikmenn læri inn á hvern annan. Louis van Gaal getur aldrei stilt upp sama liðinu, hann getur aldrei stillt upp það sem hann telur vera sitt sterkasta byrjunarlið og þetta skekkir gengi liðsins í deildinni töluvert. Þetta hefur gert það að verkum að Louis van Gaal hefur neyðst til þess að nota 30 leikmenn í deildinni, töluvert fleiri en næsta lið á eftir. Vandamálið er hvergi verra en í vörninni þar sem aldrei er hægt að stilla upp sömu varnarmönnum leik eftir leik. Þetta eru þær stöður í liðinu þar sem mikilvægast er að halda stöðugleika. Þetta eru eiginlega einu stöðurnar í liðinu þar sem maður vill að sem minnstar breytingar eigi sér stað. Þetta eru miðverðirnir sem spilað hafa saman á þessu tímabili. Við þetta má bæta Carrick og Rojo og Carrick og McNair en bæði þessu pör fengu mínútur gegn City. Þetta eru 10 mismunandi miðvarðasamsetningar og ef maður bætir við bakvörðunum versnar þetta bara enda ýmsir leikmenn búnir að þurfa að fylla upp í þær stöður vegna meiðsla. Varnarlínan okkar fær aldrei tækifæri til þess að verða stabíl og leikmennirnir fá aldrei tækifæri til þess að spila sig saman. Mikið hefur verið rætt um gæði einstakra varnarmanna United og um þá eru skiptar skoðanir, eðlilega. En það er tómt mál að tala um það ef þeir fá aldrei tækifæri til þess að spila sig saman í vörninni. Það skiptir ekki máli þó að við værum með Hummels, Thiago Silva eða Kompany. Ef þeir eða leikmennirnir í kringum þá væri alltaf meiddir er erfitt að spila heildstæðan varnarleik. Þessi rótering býður bara upp á varnarmistök og það er akkúrat það sem við höfum fengið að kenna á í vetur. Liðið er að spila fínan fótbolta en gerir klaufaleg mistök í vörninni. Það skiptir ekki máli hvaða ofurstjörnur þú ert með fyrir framan þig til þess að skora mörkin ef það er alltaf verið að skipta um varnarlínu.
Þar liggur hundurinn grafinn og þetta er gert af illri nauðsyn vegna þess að varnarmennirnir okkar eru brothættari en gler. Ég veit ekki hverju er um að kenna en það er eins gott að menn komist í veg fyrir það, hvort sem það felur í sér nýjar þjálfunaraðferðir eða hreinlega að skipta þessum meiðslapésum út. Þessi tveir þættir hafa gríðarleg áhrif á gengi liðsins. Nýtt lið og stöðugar róteringar vegna gríðarlegs magn af meiðslum leikmanna. Hvernig myndi Chelsea ganga ef Hazard þyrfti að spila bakvörð, Mikel og Aké í miðverðinum í einum leik og svo í næsta einhverjir aðrir. Hvernig myndi City ganga? Ég skal lofa ykkur því að öll lið í heiminum myndu lenda í erfiðleikum ef það stæði frammi fyrir sömu vandamálum og Louis van Gaal.
Burtséð frá þessu þarf þó engan Gary Neville eða Hjörvar Hafliða til þess að sjá það að Manchester United er að spila miklu betri og skemmtilegri fótbolta en David Moeys gat dreymt um að liðið myndi spila. Menn spila af sjálfstrausti og leikgleði og bogna ekki við minnsta áfall. Liðið lendi í bullandi erfiðleikum gegn Chelsea og City á köflum en menn létu það ekki á sig fá og áttu meira skilið úr báðum þessum leikjum. Undir stjórn Louis van Gaal er maður farinn að kannast við liðið sem maður týndi á síðasta tímabili. Undir stjórn Louis van Gaal bendir flest til þess að framtíðin sé björt og mér finnst mjög ánægjulegt að sjá að menn eru ekki að kaupa þetta kjaftæði sem er verið að tísta hér og þar um David Moyes vs. Louis van Gaal. Ég held að okkar Sigurjón hafi orðað þetta best þegar hann sagði þetta á Twitter í gær:
Skrýtið að liðið mitt er að eiga sína verstu byrjun í 28 ár en samt er ég mjög bjartsýnn á framhaldið. — Sigurjón Guðjónsson (@manndjofull) November 2, 2014
Við stuðningsmennirnir vitum miklu meira um Manchester United en stuðningsmenn annara liða og fjölmiðlamenn og við þurfum ekkert að láta þessa aðila bulla eitthvað um milljónir og stigasöfnun. Þeir þurfa ekkert að segja okkur að Louis van Gaal sé ekki að standa sig vel vegna þess að David Moyes stóð sig betur. Við vitum að það er ekki satt. David Moyes stóð sig illa, verr en verstu spár gerðu ráð fyrir. Louis van Gaal er með nýtt lið, gríðarleg meiðsli og búinn að stýra þessum splunkunýja hóp í tvo mánuði en samt spilar liðið töluvert betri knattspyrnu en nokkurn tíman undir stjórn David Moyes. Vandamálin sem Louis van Gaal eru gígantísk og hvaða stjóri sem er væri í bullandi vandræðum með sömu vandamál.
Þrátt fyrir það sjáum við stuðningsmennirnir öll merki þess á leik liðsins að hlutirnir eru á uppleið. Allir aðrir munu sjá það þegar liðið hefur spilað sig saman og það er kominn mynd á varnarlínuna. Þangað til hvet ég menn endilega til þess að gera grín að United. Það er ekki víst að þið fáið tækifæri til þess þegar liðið er komið á fullt gas undir stjórn Louis van Gaal.
Egill Örn Egilsson says
Frábær pistill, akkurat það sem maður hefur verið að hugsa en ekki komið í orð !
Skúli says
Ef Evra, Vidic og Ferdinand væru með núna (ekki orðnir árinu eldri) þá væri staðan önnur að mínu mati, nánast öll þessi töpuðu stig skrifast á vörnina. Það er allt annað og mikið skemmtilegra að horfa á liðið spila núna og maður er mikið bjartsýnni en nokkur tíman þegar DM var við stjórnvölin
Jón Þór Baldvinsson says
Verulega góð grein og ýtarleg. Fer vel inná það sem ég sé einna helst vera okkur til vandræða, það er að segja meiðsla vandamál og vörnin. Í fyrra og árið þar áður höfðum við 2-3 miðherja sem allir voru leikstjórnendur og gátu hver fyrir sig stjórnað vörninni eins og herforingjar, þá Vidic, Ferdinand, Evans. Í dag erum við bara með einn varnarmannn sem er virkilega hæfur stjórnandi í vörninni og það er hann Evans (Sem hefur verið meiddur lengst af). Svo eru þessi meiðsli algjörlega ónáttúruleg þetta árið og þá sérstaklega hvað varðar varnarmenn. Að ákveðnu leyti hefur það samt virkað á jákvæðan hátt að við höfum fengið að sjá unga og efnilega varnarmenn stíga sín fyrstu skref í leikjum en fyrir liðið að keppa í einni erfiðustu deild heims hefur þetta verið hrikalegt. Og nú bættist Rojo á þennann langa lista og við getum ekkert keypt fyrr en í Janúar. Þegar við fáum Evans tilbaka verður vörnin vonandi heilsteyptari en við þurfum að vera með fleiri en einn leikstjórnanda í vörninni. Ég held við vonum allir að það verði keyptir í það minnsta tveir skólaðir og reyndir miðverðir í janúar.
Ef það gerðist myndi gangurinn breytast mikið en að sama skapi þá tekur það nýja leikmenn alltaf smá tíma að komast í takt við nýtt lið. Rétt eins og við munum með Vidic og Ferdinand osvfr. Jones er sterkur leimaður og verulegt efni sem leikstjórnandi líka en félagi hans smalling hefur verið til verulegra vonbrigða. Eftir öll þessi ár myndi maður búast við að hann hefði þroskast og slípast meir en raun ber vitni. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig vörn við getum stillt upp í næsta leik með nánast alla varnarmenn liðsins meidda eða í banni. Shaw verður líklegast þar en hann eins og allir ungu strákarnir er enn að komast í takt við liðið og það verður enn erfiðara fyrir þá alla þegar liðið er allt meitt og í banni. Ljótt ástand og engan veginn sambærilegt við eyðilegginguna sem átti sér stað með moyes sem stjóra. Hvað svo sem einhverjir tístarar eða vitleysingar gjamma á veraldar vefnum, þá er engan veginnn hægt að bera saman Van Gaal og Moyes. Ég er rosalega ánægður með það sem ég hef séð hingað til af handbragði Van Gaal og þá stefnu sem hann er að taka. Það er miklu skemmtilegra að horfa á liðið í dag, jafnvel í tapleikjum vegna þess hvað þeir eru að leggja sig mikið fram. Fyrir mér er það mitt United lið, lið sem aldrei gefst upp og býður stuðningsmönnum sínum uppá góða skemmtun hvernig svo sem leikirnir fara.
Ég ætla alls ekki að ætlast til að liðið verði í topp fjórum sætum þessa leiktíð, það er einfaldlega ekkki raunhæft með ástandið í huga. En ég mun ætlast til þess að þeir haldi áfram að berjast eins og ljón áfram, rétt eins og þeir hafa verið að gera. Jafnvel með mann útaf voru þeir að skapa færi og valda Shittý vandræðum sem hélt manni límdum við skjáinn. Og eftir tapleik gegn erkifjendunum var maður að vissu leyti fúll upp að ákveðnu marki ( Var bálreiður út í smalling og fannst hann hafa tapað leiknum fyrir okkur sem er ekki fjarri lagi því við vorum að spila rosalega vel allan leikinn, ja allir hinir leikmennirnir allavega) en samt var ég rosalega ánægður með hvað megnið af liðinu var að spila frábæran bolta og þar með gáfu okkur skemmtilegan leik til að horfa á.
Robbi Mich says
Haltu á ketti hvað ég elska þessa pistla þína!
Halldór Marteinsson says
Frábær pistill. Það er bara einfaldlega þannig að þrátt fyrir stigafjölda og meiðslavesen þá er maður virkilega spenntur fyrir því sem er í gangi hjá United núna. Þetta verður veisla!
Sigurður says
Sælir.
Flottur pistill hjá þér Tryggvi, mættu bara vera miklu fleiri svona góðir pistlar. Vatnar samt oft gagnrýni á Gaal hér og á mörgum United síðum. Eins og menn þori ekki að gagnrýna hann útaf því hann hefur þjálfað svo mörg stórlið í evrópu með misgóðum árangri. Allir þorðu að gagnrýna Moyes, þar sem hann var ,,bara,, þjálfari litla Everton. Það yrði óásættanlegt ef liðið myndi ekki enda í topp 4. Fáranlegt ef menn eru að gera minni kröfur en það miðað við það sem Gaal hefur fengið að eyða. Svo má ekki gleyma því að Gaal er að þjálfa mjög svipaðan hóp og varð meistari fyrir tveim árum með 11 stiga mun. Hópurinn hefur ekki breyst það mikið á þessum tíma. Þurfum að fara ná úrslitum og það strax ef það á ekki að fara eins og á seinasta tímabili.
Rauðhaus says
Orð í tíma töluð.
Ég held líka að aðdáendur erkifjendanna sem skemmta sér hvað mest yfir þessum samanburði viti innst inni að United liðið er á réttri leið þrátt fyrir þessa tölfræðina. Þeir skynja það að liðið er smátt og smátt að ná vopnum sínum á ný.
Vandamálið í fyrra var að eftir því sem leið á tímabilið varð alltaf augljósara og augljósara að Moyes var á rangri leið. Liðið varð slakara og slakara.
Á þessum tímapunkti í fyrra stóðu langflestir fast við bakið á Moyes, menn héldu að þetta væru bara smá hikst í frammistöðu liðsins sem myndi lagast. En neikvæða þróunin hélt alltaf áfram og eftir að árið 2014 gekk í garð var nær öllum ljóst að Moyes myndi aldrei ná tökum á þessu. Starfið var honum ofviða, þó hann sé ábyggilega fínasti kall. Árangurinn eftir áramótin 2013/2014 var vægast sagt herfilegur, svo ekki sé minnst á spilamennskuna.
Stóri munurinn liggur í því að í fyrra fannst manni liðið alltaf vera á niðurleið. Andrúmsloftið í kringum liðið, stemmningin í liðinu á vellinum og allt í kringum Moyes var ótrúlega slök. Hann var gjörsamlega bugaður greyið maðurinn og það sást langar leiðir. Átti aldrei svör, gerði til dæmis aldrei neinar breytingar á liðinu í miðjum leik sem heppnuðust. Í stað þess sem áður var misstum við leiki nokkrum sinnum niður í tap eða jafntefli í lok leikja… Þegar það gerist oft þá er það ekki bara tilviljun. Það lýsir þvert á móti lélegri motivation og litlu sjálfstrausti – atriði sem þjálfarinn ber ábyrgð á. Moyes var heldur aldrei með neitt sérstakt plan. Ég veit ekki enn fyrir hvað Moyes stendur, annað en að crossa boltann fyrir – enda er það varla neitt annað.
Núna er andrúmsloftið allt annað. Við skynjum að þetta er í rétta átt. Það er hugmyndafræði í gangi. Menn vinna eftir plani, andstæðingarnir eru greindir í þaula o.s.frv. Baráttan og einingin í liðinu er miklu meiri og við erum að pressa á sterka andstæðinga undir lok leikja – og jafnvel skora mikilvæg mörk. Þrátt fyrir þessa tölfræði sjá allir sem vilja sjá að ManUtd er á uppleið og það er LvG að þakka.
Ég er þó sammála Sigurði nr. 6 að LvG er ekki hafinn yfir gagnrýni. Það er má t.d. spyrja stórra spurninga um þetta 3-5-2 ævintýri í byrjun leiktíðar. Sömuleiðis hvers vegna ekki var keyptur heimsklassa hafsent. Það er hins vegar rangt hjá honum að LvG sé að þjálfa lítið breytt lið frá því sem vann deildina með 11 stiga mun – Tryggvi fer akkúrat yfir þetta í pistlinum að ofan.
En heilt yfir er mjög margt jákvætt í gangi og ég hef enn mikla trú á verkefninu.
G. Neville says
Sæll,
Glæsilegur pistill og gaman að lesa hann – ENN:
LVG hefur gert sín mistök. Oft hefur liðsvalið verið furðulegt og taktín ennþá furðulegri. Þá sér í lagi þetta 3-5-2 dæmi í byrjun. Svo finnst mér ekki rétt að segja að við hefðum átt meira skilið úr þessum leikjum, vorum heppnir gegn Chelsea og hefðum með réttu átt að tapa stærra gegn Man City ef dómgæslan hefði verið góð og 2 vítaspyrnudómar hefðu litið dagsins ljós.
En Moyes tók meistaralið og stútaði því..honum vantaði auðvitað mannskap en fékk hann ekki (nema Fella litla) en mér finnst þetta einmitt kristallast í leikmanninum Fellaini, undir Moyes var hann brandari en undir LVG er hann frábær. Þarna er skýr munur á stjórunum tveimur.
Ég vil sjá liðið okkar byggja okkar sóknarleik í kringum Juan Mata – hvers vegna hefur hann ekki traustið hjá LVG? Við fengum hann frá Chelsea á 37 milljónir punda og hann er eiginlega bara bekkjarmatur og ef hann spilar þá er hann linnulaust tekinn af velli á 60 mín.
INN MEÐ MATA, ALLTAF!
elmar says
There you have it! Það fer óneitanlega í taugarnar á mér þegar stuðningsmenn annarra liða tala um þetta og ég er ekki vanur að láta stuðningsmenn annarra liða fara í taugarnar á mér. Við byrjuðum illa á þessari leiktíð en höfum verið að bæta okkur með hverjum leiknum. 2 jafntefli og eitt tap á móti minni spámönnum í fyrstu þremur leikjunum. Vissulega var Leicester leikurinn klúður ársins 3-1 yfir og tapa honum svona illa en í dag trúir maður að liðið sé að fara að gera eitthvað. Ég man í fyrra þegar maður horfði á leikina þá í fyrsta lagi bjóst maður bara við tapi ef það var eitthvað að toppliðunum í deildinni og aftur á móti bjóst einnig við tapi ef við lentum undir í leiknum. Leikmenn voru einu sinni ekki að reyna þegar þeir lentu undir annað en við sáum til dæmis um helgina þegar við lentum undir og vorum einum færri í þokkabót.
Annars vill ég sjá liðið spila 442 frekar en 4231 finnst Di maria vera mun betri þar en útá kanti.
En mitt mat er að þetta sé allt á réttri leið og vona að við tökum 4 sætið hans Wengers í deildinni fer ekki fram á meira þó að við séum dýrasta liðið í deildinni ef þið hafið ekki séð og heyrt það. Margir nýir menn og trúi ég á góðar breytingar. Varnarmenn liðsins verða samt sem áður að fara taka lýsi eða eitthvað bejesus þeir eru að falla í meiðsli eins og spilaborg hver á fætur öðrum. Stærsta vandamál united og vill ég held ég bara að Rafael, Jones, Rojo og Shaw myndi 4 manna línu. Sé enn margt í Rafael þó mörgum virðist líka illa við hann, hann er grjótharður baráttuhundur þrátt fyrir að missa stundum stjórn á skapi sínu.
GGMU
McNissi says
Það þarf eigilega að þýða þessa grein yfir á ensku og leyfa heiminum að njóta, þetta er skyldulesning fyrir stuðningsmenn annarra liða sem bera LvG og Moyes saman með stigatölfræði.
Ég er búinn að heyra það nokkrum sinnum undanfarna daga hvort LvG sé hafinn yfir alla gagnrýni og svarið mitt er þetta:
Þú ert með 2 menn sem eiga að teikna hús, þeir ráða algjörlega hvernig húsið á að líta út.
Teiknari 1 (köllum hann Moy) hann er vanur teiknari og það sést best á því að hann er með blýantasettið sem hann þekkir vel, þessir blýantar gera þykkar og flottar línur og eru sterkbyggðir og brotna því ekki auðveldlega.
Teiknari 2 (köllum hann Lou) er líka vanur teiknari en hann hefur aldrei teiknað hús áður. Hann þurfti líka að kaupa sér nýja blýanta svo hann gæti teiknað, hann þekkir þessa blýanta ekki vel og það sést vel þegar þeir brotna hver á fætur öðrum og hann á erfitt með að finna bestu stöðuna til að halda á þeim.
Þeir fá klukkutíma til að teikna og hvorugur þeirra nær að klára. Þegar myndirnar eru skoðaðar sést að myndin hans Moy er nánast fullkláruð. Þetta er lítill kofi með veggjum, þaki og gluggum en hann gleymdi að teikna grunninn.
Þegar myndin hans Lou er skoðuð þá sést að hann er að teikna kastala. Vegna erfiðleika hans með blýantana þá er hann ekki nærri því búinn með myndina. Nákvæmnin er hinsvegar ótrúleg, það eru veggir og salir og allt sem flottur kastali hefur. Hann er ekki búinn með myndina en bara við að horfa á þessa hálfkláruðu mynd sést hversu glæsilegur kastali þetta verður, kannski sá flottasti á Englandi.
Núna erum við á þeim stað í tímabilinu að auðvelt er að bera þá tvo saman en fyrir mér var Moyes með heilsteyptan of flottan hóp sem þekkti hvorn annan út og inn og finnst mér oft vanta í umræðuna að Moyes sjálfur hafði þjálfað í Ensku deildinni í mörg ár og vissi um veikleika hvers einasta leikmanns deildarinnar. LvG er með algjörlega breyttan hóp, freakishly mikið af meiðslum og hann sjálfur hefur aldrei þjálfað lið í Ensku deildinni og hefur þar af leiðandi ekki sömu vitneskju og Moyes hafði. Núna og á sama tíma á seinasta ári er einn stór munur…. Moyes var nánast búinn með teikninguna sína, hans hugmyndafræði var komin í liðið en það var að gefa út á kant og þruma inní. LvG á hinsvegar helling eftir til að klára sína mynd og trúið mér, sú mynd verður mikið flottari en myndin hans Moyes gat nokkurntímann orðið.
Hvort viljið þið að teiknaður verði kofi eða kastali úr liðinu okkar?
Btw. Hitler djókurinn summerar þetta vel saman :)
Björn Friðgeir says
McNissi: Þetta er svo flókin samlíking að það er eiginlega frekar að hún sé raunveruleikinn og maður myndi nota Moyes/Van Gaal til að einfalda. En hún stemmir!
Egill says
Þetta er frábær pistill og ég er alveg 100% sammála því sem þú segir. Það er rosa auðvelt að dæma liðið með því að horfa bara á stigatöfluna, rétt eins og það er rosa auðvelt að dæma markmann eftir því hvað hann fær mörg mörk á sig. En maður með örlítið hærri greindarvísitölu en púlari ætti að átta sig á því að þú færð ekki rétta mynd af ástandinu með því að skoða bara tölur á blaði.
Egill says
eitt enn, er séns á að það sé hægt að breyta forsíðunni þannig að allur pistillinn birtist ekki þar? Það er hrikalega böggandi þegar maður ætlar að flétta upp eldri færslu að þurfa að skrolla alltaf í gegnum alla pistlana?
Annars er ég mjög þakklátur fyrir þessa síðu og hef virkilega gaman að þessum færslum hjá ykkur. Nú er það bara hlutverk okkar hinna að koma hingað inn og tjá okkur :)
Steingrimur says
Elska að menn séu að tala um hugmyndafræði og annað slíkt. United menn ætla bara að kaupa sig aftur á toppinn. Krabbamein fótboltans ásamt City og Chelsea
Sigurjón says
Egill: Góður punktur, ég skal skoða þau mál!
Björn Friðgeir says
Steingrímur: Bara staðreynd í fótboltanum í dag, það þarf peninga. Ekkert lið sem fer ekki þessa leið.
Munurinn á United og hinum liðunum er einfaldur: Þau eyða gjafafé, við eyðum ekki einu sinni öllum þeim peningum sem klúbburinn aflar.
elmar says
Heyrðu relaxx Steingrímur, ekki vera svona bitur. United búin að vanrækja leikmannakaup s.l ár og eru loksins að kaupa gæði núna. Öll stærstu liðin í boltanum eru að eyða í dag ef þú borgar ekki almennileg laun fyir góðan leikmann fer hann eitthvað annað. Ekki vera láta það bitna á United að þitt lið stefnir ekki titla á komandi árum.
lampamaðurinn says
og svo má ekki gleyma að þetta eru peningar sem að félagið hefur skapað sér sjálft meðan að city og chelsea fá sína fjármuni hjá mönnum sem moka inn peningum í gegnum svarta gullið.
Ingvar says
Frábær pistill sem fær góð viðbrögð, halda svona áfram og skapa fleir og betri ummæli sem hefur verið svolítil vöntun á hjá okkur. Þetta er allt saman á réttri leið hjá LVG, dettur ekki í hug að bera hann saman við moyes.
GGMU