Landsleikjahléið loks á enda og meiðslahrinan sem því fylgir.
Það voru ekki nema fimm leikmenn sem hafa meiðst síðustu 10 daga, Carrick, Blind, De Gea, Di María og Shaw. Það virðist þó vera að af þessum sé að það aðeins Daley Blind sem er illa meiddur. De Gea og Di María verða með á morgun og Carrick og Shaw líklegir. Shaw og Rafael æfðu báðir í dag.
Að öðru leyti eru það Young, Jones, Evans, Falcao, Rojo og Lingard sem eru á meiðslalistanum og koma ekki við sögu á morgun.
Ég ætla að vona hið besta og stilla upp vænlegu liði:
Það eru held ég flestir á því að vilja sjá demantsteningstígulinn, sérstaklega til að Di María fái betri tækifæri til að sýna hvað hann getur en ég á erfitt með að sjá Van Gaal spila svo glannalega. Ég er að vona að Herrera sé orðinn sýnilegur og er svolítið spenntur að sjá Herrera og Fellaini á miðjunni. Bind engar rosalega vonir við þá þannig séð, en það er smá séns að það gæti orðið nokkuð smekklegt.
Haffsentaparið finnst mér alveg gefið. Paddy McNair er sá eini af miðvörðunum okkar sem hefur staðið sig meira en þokkalega og Carrick er maðurinn til að koma með reynsluna við hliðina á honum. Ég vil ekki sjá Chris Smalling, a.m.k. ekki í bili.
En að Skyttunum. Það eru fá liðin sem hafa verið jafn mikil einsmannslið og Arsenal í vetur. Alexis Sánchez er maðurinn sem hefur haldið þeim á floti en restin af liðinu ýmist verið meidd eða léleg.
Giroud og Arteta eru víst báðir að koma til baka úr meiðslum, Giroud mánuði á undan áætlun og vel gæti verið að þeir byrji á bekknum. Talað var um að Theo Walcott myndi byrja sinn fyrsta leik síðan í janúar, en fréttir í dag segja að hann hafi laskast lítillega aftur og verði ekki með. Þetta þarna er er því síðasta lið Arsenal að öðru leyti en því að Arteta er inni fyrir Flamini. [uppfært] Ég tók mér það bessaleyfi að breyta liðinu yfir í það sem Guardian spáir að öðru leyti en því að Arteta fer inn. Jack Wilshere var ekki með móti Swansea
Eins og hjá United er vörn Arsenal ekki upp á marga fiska. Nacho Monreal sem er víst ekki miðvörður frekar en Rafael hefur engu að síður þurft að leysa það hlutverk og ekki vel. Calum Chambers hefur hins vegar staðið sig ágætlega í bakverðinum þrátt fyrir að vera ekki nema nítján.
Frammi spilar maður sem við þekkjum öll og vonum að hann standi sig ver í dag en hann hefur verið að gera á tímabilinu.
En það verður á miðjunni sem leikurinn ræðst. Ég get ekki sagt ég sé neitt sérstaklega bjartsýnn á að okkar menn muni drottna þar, en krefst þess samt að við gefum hana eftir.
Þetta verður leikur tveggja liða sem hafa staðið sig undir getu og væntingum í vetur og sigurvegarinn mun halda af velli með höfuðið hátt og bjartsýni fyrir komandi leiki.
Það er alveg bráðnauðsynlegt að sá sigurvegari sé lið Manchester United
Thorsteinn says
—————–De Gea—————
Valencia-smalling-blackett-shaw
—————–Carrick—————-
——-Herrera———–Di maria—
——————-Mata—————-
——-Rooney———-Persie——
Hjörtur says
Ég held að Welbeck sýni Van Gal að það hafi verið mistök að láta hann fara, og setji a.m.k. eitt á okkur því miður. En vona að við setjum þá tvö í staðinn, en þennan leik verðum við að vinna, kemur bara ekki annað til greina.