Annað kvöld kemur í ljós hvort United séu komnir á beinu brautina þegar Sparky kemur í heimsókn með Stoke City. Eftir 0-1 tapið gegn City hafa United unnið 3 leiki í röð sem hefur ekki gerst síðan fyrir ári.
Það má vel vera að David Moyes hafi verið með aðeins fleiri stig á þessum tíma í fyrra en það var áður en honum tókst að rífa liðið í meðalmennskuna sem einkenndi liðið eftir áramót. Munurinn er líka sá að liðið er sífellt að bæta sig og mun ekki síður gera það þegar menn koma tilbaka úr meiðslum.
Spilamennskan gegn Hull var til fyrirmyndar og sigurinn hefði svo auðveldlega getað verið stærri og það hefði verið fullkomlega sanngjarnt miðað við gang leiksins.
Robin van Persie hefur verið umdeildur í vetur og hefur engan veginn verið að sýna sínar bestu hliðar. Ég held að botninum hafi klárlega verið náð í leiknum gegn Arsenal þar sem hann var með 12 snertingar ef með eru talin 3 hornspyrnur sem hann tók. Gegn Hull var allt annað uppi á teningnum. Hann var hreyfanlegri og duglegri að koma djúpt og sækja boltann. Þetta var alls ekki frábær frammistaða en hann átti stoðsendingu og frábært mark. Vonandi að þetta sé vendipunkturinn hjá honum. Ef ekki þá eru Falcao og Wilson alveg til í að fá sjensinn.
Hin epíska meiðslasaga hélt áfram á laugardaginn þegar Angel Di Maria meiddist aftan á læri snemma í leiknum og hefur van Gaal staðfest að hann verði ekki með annað kvöld. Hið jákvæða er að Ander Herrera heldur betur nýtti tækifærið og spilaði glimrandi vel. Það er svo mikið betra flæði á miðjunni þegar hann er með. Það er bara eitthvað svo elegant við miðju sem samanstendur af Carrick og Herrera. Rooney fékk ágætis byltu undir lok síðasta leiks en hann ætti að vera heill.
Spái liðinu svona annað kvöld:
DMS says
Líst vel á þetta lið. Ef við höldum boltanum jafn vel og gegn Hull þá ættum við ekki að eiga mikla hættu á að Stoke nái að keyra á varnarlega slöppu bakverðina okkar.
Björn Friðgeir says
Heimaleikur, stók, og væntingar um sigur, jafnvel góðan sigur.
Já það er alveg mögulegt að þetta klúðrist allt, en ég hef fulla trú og ef það gengur eftir þá verður bara gaman að mæta Southampton og Liverpool
Snorkur says
Spenntur fyrir þessum .. sjálfur vona ég að Falcao fái séns .. hann þarf leiki til að detta í gírinn sem við vitum að hann hefur
nú ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er leikurinn víst í opinni :)
http://fotbolti.net/news/02-12-2014/england-i-dag-man-utd-i-opinni-dagskra
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ég hræðist þennan leik mjög mikið. Við erum núna búnir að vinna þrjá leiki í röð og ef við vinnum þennan að þá verða allir mjög jákvæðir EN ef við töpum honum að þá byrjar aftur neikvæðin.
En ég tek undir með Snorkur, vil sjá Falcao í byrjunarliðinu í stað RvP þó að hann hafi verið að skora í seinasta leik
Magnús Þór says
Mér finnst mjög ólíklegt að Falcao byrji í kvöld. Það er engin ástæða til að taka óþarfa áhættu með hann. Líklegast er að hann spili síðasta hálftímann sirka.
Ingvar Björn says
Ég reikna með svipuðu byrjunarliði og síðast. Herrera inn fyrir Di Maria og svo reikna ég með að Young detti út og inn komi varnarmaður sem mögulega færi í miðvörð og Rojo út til vinstri. Ástæðuna tel ég aðallega vera þá að þannig styrki liðið sig varnarlega, bæði í föstum leikatriðum sem og án bolta – en ekki út af því að hægt sé að kvarta undan frammistöðu Young.
Eins kæmi mér ekki á óvart þótt Falcao kæmi inn fyrir Mata og Rooney félli neðar en mér finnst bara ekki þörf á því miðað við síðasta leik Mata. Myndi jafnvel gera meira illt en gott!