Louis van Gaal kom enn á óvart og endurvakti enn á ný 3-4-1-2
Á varamannabekknum: Lindegaard, Evans, Herrera, Fletcher, Januzaj, Wilson, Falcao
Lið Southampton:
Fréttaritari sá ekki fyrri hálfleik af óviðráðanlegum orsökum (takk, s2s2) en í honum gerðist það að Robin van Persie skoraði strax á 12. mínútu eftir hræðilega sendingu Fonte sem átti að fara á Forster. Van Persie komst inní hana og slúttaði af öryggi.
Síðan meiddist Chris Smalling og Jonny Evans kom inná í stað hans. Graziano Pellè jafnaði á 31. mínútu og varð það víst mjög sanngjarnt Southampton mun betri í fyrri hálfleik Paddy McNair átti svo skelfilegan leik að hann var tekinn útaf fyrir Herrera og Michael Carrick var settur í miðvörðinn. United hélt svo út hálfleikinn
Eins og í fyrri hálfleik voru Southampton góðir í seinni hálfleik, pressuðu hátt og United komst ekkert áfram gegn þeim. Shane Long fékk fyrsta færi hálfleiksins en dauðafrír skalli hans fór nær beint á De Gea, vel varið en Long átti að gera betur. Pressa Southampton hélt áfram að gefa færi, Pellè skaut yfir í þokkalegu færi, en United komst varla upp að teig þá sjaldan þeir voru með boltan
Fyrsta hætta hálfleiksins við Southampton markið kom eftir rúmt kortér þegar varnarmaður skallaði sendingu Young yfir og United fékk fyrstu hornspyrnu sína í leiknum. Að sjálfsögðu kom ekkert úr henni. Uppúr þessu fór United að ná aðeins tökum á miðjunni þó að sóknirnar strönduðu á vörninni.
United fékk svo loks aukaspyrnu úti á vinstri kanti. Rooney vildi reyndar að dómarinn hefði látið leikinn halda áfram en einbeitti sér svo að taka spyrnuna. Boltinn sveif yfir alla vörnina út á fjær stöng þar sem Robin van Persie lúrði, lagði boltann með vinstri utanfótar og Fraser Forster fékk boltann milli fótanna. 2-1
Áfram hélt United að halda boltanum betur en vörnin var brothætt. Mané átti fína stungu á nær óvaldaðan Pellé og það var bara DDG Special sem hindrað mark, enn einn frábær varslan í vetur frá David.
Síðasta skiptingin kom á 88. mínútu, Fletcher kom inná fyrir Mata. Síðustu mínúturnar var smá hasar þegar United tafði þegar hægt var. Mané átti að fá rautt fyrir að strauja Van Persie en slapp með gult, Fellaini strauk Wanayama aðeins með olnboga en Kevin Friend sá að það var bara vingjarnlegt og dró ekki einu sinni upp spjald.
En United hélt út og óverðskuldaður sigur staðreynd. Það er frábært að sjá liðið landa svona stigum, nokkuð sem við vorum alveg hætt að sjá í fyrra. En nú er þetta hægt. United er komið í þriðja sætið og hefur ekki náð því sæti síðan Sir Alex Ferguson hætti störfum!
Robin van Persie var besti maðurinn í annars slöku liði, besti leikur hans síðan Sir-inn hætti held ég bara. Rojo var skástur í vörninni þó að a.m.k. tvisvar ætti hann alveg skaðræðis sendingar á mótherja. Það verður að minnast á að Marouane Fellaini spilaði eins og í fyrra, var eins og belja á svelli og gerði ekkert af viti. Rooney var sömuleiðis mjög slakur og lét það fara vel í taugarnar á sér.
Það verður að hrósa Southampton. Þetta er lið sem spilar góðan og áhrifaríkan bolta og margir fínir spilarar. Ég segi fyrir mig að ég myndi alveg þiggja Nathaniel Clyne í United, strákurinn var að spila gullvel sem hægri bakvörður, og kom vel fram á völlinn.
Bætum hér við myndbandi af seinna markinu, teknu úr stúku United manna
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Líst vel á liðið og anda léttar að sjá Fellaini í liðinu. Vona að Falcao fái tíma og sýni hvað hann geti.
Betri Árangur says
Ljótur sigur, en mér er alveg sama.
Hannes says
Eru menn sáttir við þetta ? jújú fínt að vera fá 3 stig útúr leikjum sem við áttum ekki skilið að vinna en hvaða taktík er þetta ?? Southampton sótti látlaust á okkur allann seinni hálfleikinn , sá lítið úr fyrri hálfleik eins og flestir en samkvæmt twitter var svipað uppá teningnum þar líka. Höfum verið arfaslakir gegn Arsenal, Crystal Palace, Everton , West Ham og Stoke og núna Southampton en samt a einhvern ótrúlegan hátt unnið þá alla.
Hjörtur says
Þetta var hreint út sagt ömurlegur leikur hjá liðinu, og ég skil ekki hvernig þeim tókst að knýja fram sigur. Skoruðum annað markið úr þriðja skotinu sá ég skrifað einhverstaðar, en ég horfði á seinni hálfleikinn svona með öðru auganu, þar sem mér fannst sá fyrri vera svona eins og menn væru bara allt annarsstaðar en á fótboltavellinum. Og á maður að trúa því að Utd hafi átt aðeins þrjú skot á fyrstu 70 mín. hvern andskotans voru þeir að gera við boltann? Nei og aftur nei ef við ætlum að leika svona á móti Liverpool, ja þá er bara betra fyrir þá að mæta ekkert til leiks. Við erum með fullt af góðum leikmönnum, og maður vill fara að sjá liðið spila miklu skemmtilegri leik, en hefur verið undanfarið.
Andri H. Oddsson says
Eru menn ekki full neikvæðir eftir 5 sigurleiki í röð? Ég geri mér grein fyrir því að United hefur ekki verið að spila glimrandi bolta en staðreyndin er hinsvegar sú að þau lið sem við höfum verið að spila á móti eru ekki neinir aukvisar. Arsenal, West Ham og Southampton eru verðugir mótherjar og við lögðum þessi lið af velli. Ég er sáttur á meðan stigin skila sér í hús.
Björn Friðgeir says
hér er hægt að lesa viðtalið við Louis eftir leik
http://www.rednews.co.uk/forum/showthread.php/155403-34-Louis-van-Gaal-full-transcript-Q-A-with-Sky-after-the-2-1-win-at-Soton-tonight?p=929083#post929083
Snorkur says
Já já .. þetta var eitthvað
ég er meira glottandi en brosandi núna .. sennilega það versta sem sést hefur til okkar manna lengi en samt sigur og það er bara frábært
3 skot á ramman og 2 inn … það er góð nýting en sk. Sky hafa rammaskot ekki verið færri í 11 ár í það minnsta hjá okkar monnum .. þeir höfðu víst ekki tölfræði lengra aftur
en jamm við brosum… vegna þess að Southampton notaði ekki okkar gjafir en RVP nýtti þeirra gjafir
:)
Hjörvar Ingi says
Ljótur og ósanngjarn sigur er ALLTAF betra en vel spilað tap.
Eg velti fyrir mér hvort við spiluðum illa útaf leikkerfi, eða afþví að við erum ömurlegir á útivelli þetta tímabilið, eða afþví að það er mánudagur og við spilum illa á mánudögum eða afþví að leikmenn voru bara lélegir?
En þá er bara að vinna næsta leik og sjá þá á kop.is froðufella af pirring :)
Heiðar says
Aðeins að koma inn á Fellaini….. það er svo greinilegt að um leið og hann er settur í það hlutverk að detta í afturliggjandi miðjumann slaknar spilamennska hans til muna. Hann fer að jogga stefnulaust um, verður linari í návígjum og spilar hreint út sagt illa. Sendingarnar hans í kvöld voru glórulausar. Þetta væri þó ekki komið til nema út af ástandinu í vörninni og því ber að fagna því að enn einn sigurinn sé í hús þrátt fyrir allt.
Sveinbjorn says
Ég er svo mikill flippkisi að ég fór að skoða leikskýrslur frá síðasta tímabili Ferguson, og las kommentin þar. Um það bil helmingurinn var um hvað liðið var að spila illa og við ættum ekkert skilið úr einu né neinu (sem er mikið til í), síðan var hinn helmingurinn sem var ánægður svo lengi sem við vorum að negla þessi þrjú stig viku eftir viku. Þetta var árið sem að við rúlluðum yfir deildina og vorum 11 stigum fyrir ofan hávaðaseggina í lok maí. Ég er einn af þeim í seinni helmningnum. Núna erum við með 15 stig í síðustu þremur leikjum, sem að Chelsea, City, Southamton, West ham og Arsenal geta ekki státað sig af.
Þú vinnur ekki leiki með því að eiga flestu færin, mesta possession-ið eða flestu hornin. Þú vinnur leiki með því að skora fleiri mörk en andstæðingurinn.
Hvort það sé vegna áðurtalinna atriða, baráttu, eða heppni skiptir jafnmiklu máli og rauði „herinn“ skiptir Premier League máli akkúrat núna. Svo lengi sem stigin koma eigum við að vera glöð.
Ég spái því að við verðum a.m.k. fimm stigum fyrir ofan fjórða sæti um áramótin.
Góðar stundir.
Valdi Á. says
Auðvitað er maður sáttur við 3 stig en ég var að verða brjálaður yfir leik okkar manna. Gaman að sjá að það er seigla og heppni í kringum liðið. Hefur ekki sést í ár. Verðum að stíga upp um helgina. Ég verð mjög sáttur ef United er 3. sæti eftir nýárið.
KG says
Óverðskuldað en flottir 3 punktar. Ég gat ekki séð að McNair væri að spila verr en aðrir. Þetta var meiri taktísk breyting sýndist mér.
Skil heldur ekki í fólki að vera að röfla yfir því að við spilum illa. Yfir leiknum áðan hugsaði ég einmitt um síðasta tímabil SAF. Það var oft á tíðum ekki glæsilegt eða sannfærandi en númer 20 mætti í hús engu að síður. Þannig að ég bið ykkur gott fólk að anda með nefinu, it aint gotta be pretty all the time!
GGMU
Rauðhaus says
Sammála Sveinbirni að það er ævintýralega vel gert hjá okkur að fá 15 stig úr síðustu þremur leikjum.
DMS says
McNair virtist vera á nálum strax í upphafi. Ég hélt fyrst að skiptingin á honum væri til að breyta um taktík en hann henti bara Carrick í miðvörðinn. Kannski til að fá betri sendingar upp úr vörninni, McNair var ekki alveg að valda því að spila boltanum upp og Rojo átti líka nokkrar mjög slæmar feilsendingar.
En þrjú stig í hús sem skiptir öllu máli. Auðvitað meiddist Smalling þegar hann var aðeins farinn að sýna á sér jákvæðar hliðar. Þetta er alltaf sama sagan og mun án efa alltaf vera sama sagan. Jones, Smalling og Evans munu ávallt sjá um að rótera sér sjálfir inn og út úr liðinu. Það er bara þannig.
Við erum talsvert slakari í spilamennsku okkar á útivelli. En það er jákvætt að við höfum tekið 6 stig gegn bæði Arsenal og So’ton núna þrátt fyrir fremur slaka spilamennsku á löngum köflum. Ég trúi því að við munum eflast með tímanum og því er mjög mikilvægt að hala inn stigin í slöppu leikjunum okkar. Ég veit ekki hversu oft maður sá liðin hans Fergie taka 3 stig þrátt fyrir að eiga dapra leiki.
Daniel says
Var ekki McNair tekinn útaf fyrir Herrera og svo var breytt í 4-4-2 með tígulmiðju ?
Runólfur Trausti says
Ég tek glaður 3 stig út úr leiknum en spilamennskan er ekki boðleg, annan útileikinn í röð.
Þetta angar vissulega af Sir Alex – „smash and grab“ á útivelli en eins og Jonny Evans sagði í viðtali fyrr í vetur þá er LvG alveg sama, hann vill FRAMMISTÖÐUR. Og hann getur ekki verið sáttur, en á móti kemur að frammistaðan var líklega honum einum að kenna.
Hér eru allavega mín 2 cent:
A) Hann breytir um leikkerfi (sem gekk vægast sagt illa í síðasta útileik).
B) Hann spilar Fellaini frá byrjun en ekki Herrera – en Fellaini búinn að kvarta undan þreytu í vikunni (ef maður trúir fjölmiðlum) og virðist hafa misst af æfingu í vikunni og Herrera var mjög ferskur í síðasta leik.
C) Hann byrjar ekki með James Wilson.
D) Hann setur Michael Carrick í hafsent – meira samt; Hann tekur Carrick úr DMC hlutverkinu sínu þar sem hann er rosalega effective. En mér fannst þessi skipting koma liðinu í rosalegt basl því þegar Southampton pressaði þá var ekki hægt að koma boltanum upp á Carrick sem kom liðinu svo úr veseni (eins og gerist leik eftir leik).
Ég persónulega hefði viljað sjá Persie og Wilson byrja frammi með Rooney fyrir aftan þá og Herrera og Mata saman á miðjunni – og Carrick í djúpinu (tígul-miðja). Fellaini var líka arfaslakur og á sendinguna sem kostar markið – held að hann hefði haft gott af smá hvíld.
Held allavega að þetta lið hefði höndlað Southampton betur og hrár hraði Wilson hefði geta nýst mjög vel í skyndisóknunum þegar Clyne og Bertrand bombuðu upp völlinn. Gary Neville minntist einmitt á það að gegn Arsenal hefði United haft Di Maria í skyndisóknirnar – í dag höfðu þeir ekkert. Fannst líka liðið ekki vita hvort það ætti að pressa eða ekki – voru allir hálf týndir.
Allavega, léleg frammistaða en stórkostleg þrjú stig! Nú er bara um að gera að fara á Real Madrid „Winning Streak“ takk fyrir!
Kv. RTÞ
PS. Ég elska það að maðurinn sem var „útbrunninn“, „búinn á því“, „þreyttur“, „kaldur“, „lélegur“ og ég veit ekki hvað og hvað sé orðinn markahæsti leikmaður liðsins í vetur!
Elmar says
Já ekki annað hægt en að vera ánægður með 3 stigin miðað við spilamennskuna. Get ekki beðið eftir að fá Di maria inn hann kemur með mikilvægan hraða í liðið sem skortir hjá öðrum leikmönnum. Það var í raun enginn í okkar liði að eiga góðan leik nema þá Persie, De gea og Young. Rooney var slappur sem og fleiri í liðinu. Hrikalegt að missa Smalling í meiðsli núna þegar maður var farinn að treysta honum- það er eitthvað við Evans sem ég treysti ekki alveg á. Annars vonast ég eftir að liðið muni eiga góðan leik á móti liðinu úr bítlaborginni, höfum sem betur fer verið að spila betur á heimavelli í vetur. Aðdáunarvert samt hvað maður heyrði mikið í útivallarstuðningsmönnum United í kvöld. Annars vill ég ekki sjá þessa 3- manna vörn á móti LIverpool jafnvel þó við höfum sigrað Arsenal og Soton í því kerfi. Finnst við beinskeyttari og skapa meira þegar tígulinn er spilaður.
Eeeeinar says
ósanngjarnt, heppni og frábær 3stig. Snilld!
Það mætti halda að við hefðum tapað miðað við sum kommentin hér – Þetta er erfiður útivöllur og Southampton búnir að vera frábærir í vetur – það er ekki alltaf hægt að fara fram á þægilega og sannfærandi sigra. Ég get alveg tekið undir kvabbið með þessa 3-manna-vörn, við höfum ekki getuna í vörninni til að púlla hana en ég ætla leyfa LVG að experimenta og stjórna þessu eins mikið og hann vill – ef eitthvenr tíman er tíminn þá er það núna – hann skilaði 3 stigum í hús og það nægir mér.
Smalling fór meiddur af velli nánast í upphitun og fyrir voru á sjúkrabekknum byrjunarliðs-leikmenn einsog Jones, Rafael, Blind, Shaw, di Maria og annar einsog hópur.
5 sigurleikir í röð og svo er það Liverpool um næstu helgi. Ég er sáttur :)
Thorsteinn says
Ég ætla að halda því fram að Van Persie stal forminu hans Fellaini í gær. Samsæriskenningin er skotheld:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2859978/Manchester-United-Christmas-party-Robin-van-Persie-share-happy-snaps-annual-celebration-Instagram.html