Er eitthvað skemmtilegra en að vinna en Liverpool?
Fyrir leikinn hafði United unnið 5 leiki í röð. Það sem gerir það sætara er að samkvæmt Louis van Gaal hefur liðið ekki spilað vel nema í 2 leikjum það sem af er tímabils, gegn QPR og Hull á Old Trafford. Reyndar má segja að liðið hafi hreinlega verið lélegt í síðasta leik gegn Southampton og þökk sé RvP og David de Gea vannst þar sigur, einhvern veginn.
Liverpool hefur engan veginn náð að fylgja eftir frábæru tímabili þar sem þeim tókst einhvern veginn að klúðra titlinum í síðustu umferðunum. Það er svo augljóst að þeir sakna úrúgvæska bitvargsins og brothættu postulínsdúkunnar eða SaS eins og þeir voru kallaðir. Reyndar má færa nánast alla sökina á stjórann sem hefur fjárfest ævintýralega illa á stjóratíð sinna á Anfield.
United hefur átt í varnarveseni á tímabilinu en þrátt fyrir það hafa einungis 3 lið fengið á sig færri mörk í vetur og bara liðin 2 fyrir ofan okkur sem hafa skorað fleiri. Krísan er ekki verri en það. Það er reyndar ekki algjörlega satt. David de Gea hefur varið þvílíkt vel í vetur og lætur vörnina kannski líta betur út en hún er í rauninni.
Liverpool hafa verið í eintómi basli í varnarleiknum það sem af er og vandamálið er að þeir geta ekki notað planið frá í fyrra sem var að einfaldlega skora meira en hitt liðið. Dejan Lovren stefnir í að vera ein verstu kaup tímabilsins og hversu lélegur er Mamadou Sakho að hann kemst ekki í liðið.
En snúum okkur að leik dagsins.
Louis van Gaal stillti liðinu upp svona:
Á bekknum sátu:
Anders Lindegaard, Paddy McNair (Jones 89′), Radamel Falcao (Rooney 77′), Darren Fletcher, Ander Herrera (Wilson ’71, Tyler Blackett, Adnan Januzaj.
Brendan Rodgers stillti liði gestanna svona upp:
Á bekknum sátu:
Mignolet, Toure (Johnson), Lambert, Lucas, Can, Balotelli (Lallana), Markovic (Moreno).
Fyrri hálfleikur
Liverpool liðið byrjaði leikinn ágætlega og pressuðu vel á United vörnina og það skilaði sér í dauðafæri sem Raheem Sterling fékk en skaut beint á David de Gea. Það var svo nánast strax í næstu sókn sem þetta gerðist:
Antona Valencia ákvað bara að taka mann á og setja hann fyrir á Rooney sem skoraði laglega. Samt verður að setja spurningarmerki við varnarleik Liverpool þarna.
Eftir þetta færðist smá harka í leikinn og Liverpool urðu aðeins sprækari og fyrir vikið voru okkar menn helst til ákafir að brjóta og voru duglegir að safna spjöldum en Fellaini, Jones, Evans og Rooney fengu allir að líta gul spjöld í fyrri hálfleik.
En á 40. mínútu gerist þett:
Ashley Young á fína sendingu inní teiginn sem Robin van Persie fleytir áfram til Juan Mata sem klárar færið. Mata var rangstæður og hefði markið ekki átt að standa. Ef að van Persie hefði ekki snert boltann þá hefði Mata verið réttstæður.
En staðan 2-0 í hálfleik og 4 United menn með gul spjöld og maður bjóst alveg eins við því að United myndi missa mann af velli.
Seinni hálfleikur
Að mínu mati var seinni hálfleikurinn ekki mikið fyrir augað. Amk ekki framan af.
Liverpool héldu áfram að skapa sér færi sem að David de Gea varði á tíðum meistaralega. Raheem Sterling komst einn á móti markmanni en á einhvern ótrúlegan hátt varði de Gea. Og þetta hér gegn Balotelli:
Það var eins og að de Gea ætti hreinlega ekki að fá á sig mark í leiknum.
Það var svo á 71. mínútu að United gerði út um leikinn með þessari frábæru sókn:
Robin van Persie bindur endahnútinn á laglega sókn United.
Eftir þetta var eins og Liverpool menn væru hreinlega búnir að gefast upp og bjóst maður alveg eins við því að United myndu frekar bæta við marki frekar en hitt.
En þrátt fyrir snaggaralegar sóknir United síðasta korterið urðu úrslitin 3-0.
Maður leiksins:
Heat Map of David De Gea saves today. pic.twitter.com/RCiP2IEYuN
— Bleacher Report UK (@br_uk) December 14, 2014
Batman says
Gaman að sjá Wilson þarna
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ennþá fær Falcao ekki séns í byrjunarliðinu, ég kvarta samt ekkert þar sem mér líst rosalega ROSALEGA vel á þetta.
Thorsteinn says
Hvar er Rojo? Evans getur ekkert..
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Las að Rojo væri bara ekta United varnarmaður (s.s. meiddur)
Snorkur says
Þetta er ekki byrjunarliðið sem ég vildi sjá … ætli Rojo sé meiddur??
hefði viljað Herrera inn í byrjunarlið .. og jafnvel Falcao líka ..svona af því að það var pláss fyrir Wilson
Stressið komið .. LVG sennilega að taka BR sér til fyrirmyndar og nota helst ekki leikmenn keypta í sumar :P
Thorsteinn says
Skv. LVG meiddist Rojo á æfingu í gær og Wilson er þarna því hann vill fá inn hraðann sem hann hefur framyfir Falcao. Ennfremur sagði hann að Falcao er heill. Koma svo UNITED!
Siggi Tomm says
Liðið sem loserpool stillir upp er ekki ósvipað að móri stillti upp á síðasta seasoni með engann striker og sennilega vonast BR eftir 0-0 jafntefli enda væri það góð úrslit fyrir hann og hans klúbb.
Hjörvar Ingi says
YESSSSSSSSSSSS
Tony says
Þvílík frammistaða hjá þessum markmanni, De Gea er alveg að stimpla sig fast inn sem einn allra besti markmaður í heimi. Ótrúlegt form á honum.
Eitt sem má samt ekki gleymast í þessu og það eru þessar skelfilega lélegu sendingar tilbaka á markmann eða einföldu sendingar á milli varnarmanna sem klúðrast. Því verður að ljúka því þetta hefði alveg getað endað með allt annarri markatölu.
Góður sigur og frammistaðan í seinnihálfleik mun betri en fyrri hálfleikurinn slakur heilt yfir en ótrúlegt að leikurinn hafi farið 3-0 miðað við færin sem Liverpool fengu. En þvílíka yndislega kjafthöggið sem Liverpool fær í leiknum. Góð hefnd fyrir hörmungina sem í boði á Trafford í fyrra.
Krummi says
Valencia helvíti fínn.
Fellaini helvíti fínn, í seinni hálfleik, og í raun lygilegt að hann hafi komist í gegnum síðustu 85 mínútur á þessu gula spjaldi.
De Gea, þvílíkur maður, klárlega sá besti í deildinni þessa stundina.
Andri H. Oddsson says
Yndislegt alveg hreint! United hafa oft spilað betur en mér er alveg sama, við unnum leikinn og það er það eina sem skiptir máli. Reyndar skal ég viðurkenna að ég er enn að vona að Falcao fái að spila meiri og sýni okkur hvers hann er megnugur. En annars frábær Sunnudagur framundan :)
eeeeinar says
3-0 en markmaðurinn okkar er maður leiksins :)
Miðjan þeirra var gjörsamlega étin og svo virðist Sterling hafa misst alla trú frammi, hann hefði átt að setja 2-3 mörk í dag – betra lið hefði refsað illilega.
Eeen þetta var æðislegt.. gaman að algjörlega slútta tímabilinu hjá liverpool með þessum líkistunagla, það er vonandi að Rodgers fái samt áframhaldandi tækifæri :D
De Gea er að vinna sér inn fyrir riiiisasamningi. Nýjan samning á borðið strax!! Þvílíkt undur!
Síðustu 6 leikir.. WWWWWW
Þetta er allt að koma :)
Snorkur says
Jæja .. þetta var krúttlegt :)
það er víst ekki hægt að biðja um mikið meira
Fannst þetta bara fínn leikur af okkar hálfu … smá stress í upphafi leiks en maður sá fljótlega í hvaða átt þetta var að fara.
BR og slatti af Lpool stuðningsmönnum tala um að það hafi verið jákvætt að sjá hve mörg færi þeir sköpuðu .. er nú sjálfur á því að okkar menn hafi því miður skapað flest færin fyrir þá.
Sem betur fer höfum við De Gea í markinu..
Þetta er númer 1,2 & 3 yfir ath sem þarf að leggjast yfir .. það er hvenær á að taka sénsa í sendingum milli manna
En jamm .. er búinn að skrifa meira í dag hér inn en í ritgerðina sem ég er að rembast við að klára svo það …
Bara til lukku með þetta .. við getum brosað fram að næsta leik í það minnsta :)
Runólfur Trausti says
Maður er hálf orðlaus eftir þetta. Vill ekki vera neikvæður svo ég segi bara DJÖFULL ER GAMAN AÐ HORFA Á UNITED VINNA LIVERPOOL. Hnúturinn í maganum á mér í morgun sannaði að þetta er ennþá mikilvægasti staki leikurinn í deildinni fyrir mér – ótrúlegt hversu mikil áhrif fótbolti getur haft á mann.
Ps. Minni bara á menn sem gagnrýndu Van Persie og Juan Mata hér fyrr í vetur að fótbolti er maraþon – ekki spretthlaup.
Þolinmæði er dyggð!
Valdi Á. says
Þetta eru 3 stig sem eru öðruvísi. Líður eins og þetta séu 6 stig. Sóknin verðlaunaði De Gea fyrir frábæran leik. Verðum að halda honum næstu árin, framúrskarandi. Væri til samt að sjá Falcao meira, er það bara ég ?
Karl Garðars says
Góður dagur!
Það er varla að ég geti viðurkennt það en ég slysaðist inn á hlandkoppinn og las leikskýrsluna þar. Ég vægast sagt grenjaði úr hlátri þar sem skýrslan er algjör gargandi snilld, eiginlega skyldulesning. Ég er ekki svo illa innrættur að ég vorkenni ekki poodles örlítið eftir þessa útreið frá DDG og línuverðinum en það er bara eitthvað svo mikið betra við að vinna þá svoleiðis! ;)
Til hamingju gott fólk, þetta var magnað!
Ég ætla að enda þetta á mola úr skýrslunni fínu:
„…..en það eru mörkin sem telja og okkar menn hefðu ekki skorað í dag þó leikið væri til miðnættis.)
Atlas says
Vonandi fer meiðslahrinunni að ljúka og gaman væri að sjá kafla eftir áramót þar sem óbreyttri vörn væri stillt upp leik eftir leik. Við getum ekki treyst því til lengdar að de Gea geti bjargað vörninni með þeim hætti sem hann gerði í dag.
Þess má geta að Soccernet gefur DDG 10 af 10 mögulegum í einkunn fyrir leikinn.
Það verður líka fróðlegt að sjá hvaða miðvarðapar verður fyrir valinu þegar allir eru orðnir heilir og í formi.
Halldór Marteinsson says
Þetta var stórskemmtilegt. Og verðskuldað!
Maður er orðinn svo góðu vanur frá meistara De Gea að ég var pollrólegur yfir þessum dauðafærum sem Liverpool fékk. Ég hugsaði bara: „De Gea á þennan.“ Og alltaf varð það þannig. Hugsa til þess með hryllingi ef hann smitast af meiðslabakteríunni. Bara óskandi að það verði farið í að klára að semja við hann um framlengingu. Í mínum huga er það mikilvægari en ný kaup, sama í hvaða stöðu það væri.
Svo veit ég nú ekki hvort það er bara ofurjákvæðnin sem fylgir þessum úrslitum, jólagleðin eða einhver önnur ástæða en mér fannst stundum kvikna á ljósaperu hjá mér yfir þessum leik þar sem ég fattaði hvernig þetta 3-5-2 kerfi og heimspeki Van Gaal geti skilað bæði árangursríkum og mjög skemmtilegum fótbolta!
Bósi says
Áður en eg segi meir, djöfull var gaman að lesa kop.is í kvöld.
RVP kominn aftur.
Schmeicle, Van der Sar – aftur.
Massa stjori sem veit hvað hann er að gera – aftur.
Trú – aftur.
Miðja – Aftur.
Theatre of Dreams once again.
Samt, stjora skipti, aftur, meiðsli sem aldrei fyrr.
Og við í þriðja, hef aldrei upplifað jafn neikvætt season MIÐAN við sæti.
ONE , TWO freddy is coming for you,
THREE, FOUR, better lock your door.
FIVE, SIX, crab your crucifix
SEVEN, EIGHT, gonna stay up late.
NINE, TEN, never sleep again.
Conclusion : Watch for United ! ! ! ! !
Atli says
Hahaha kop.is algjörlega möst ađ lesa eins og kom framm hér áđur!
„Okkar menn fengu í 6-7 skipti færi einn gegn De Gea og þó hann sé virkilega góður markmaður er ekki hægt að segja annað en að okkar menn létu hann líta mjög vel út í dag.“ -kop.is.
Algjör gullmoli.
Björn Friðgeir says
Vegna anna sá ég ekki leikinn í gær, en bæti úr því við fyrsta tækifæri.
Það sem mér finnst auðvitað almagnaðast við þessa frammistöðu er að í byrjunarliði er ekki einn einasti leikmaður sem Van Gaal fékk til liðsins.
Þetta vannst meira eða minna á Moyes liðinu.
Þvílík breyting!!
Rauðhaus says
Sammála því að það er gaman að lesa kop.is.
Reyndar hef ég bara gaman af því yfirleitt, enda mjög metnaðarfull síða um Liverpool og enska boltann – rétt eins og raududjoflarnir.is eru varðandi okkar lið. Þeir eiga hrós skilið fyrir sína síðu rétt eins og síðuhaldarar þessarar síðu. Á báðum stöðum fer fram vönduð og (að langmestu leyti) mjög málefnaleg umræða.
Að því sögðu er alveg ótrúlegt að fylgjast með þessum umskiptum sem hafa orðið á Liverpool liðinu milli ára. Hreinlega algjört hrun á liðinu. Brendan Rodgers virkar ráðalaus og er farinn að minna mann á David Moyes í viðtölum eftir leiki. Ég veit fyrir mitt leyti að mér fannst kommentin hans Moyes eftir leiki í fyrra það versta af öllu og afhjúpaði alltaf hversu glórulaus hann var. Er það sama að gerast hjá Rodgers? Ég veit það ekki, mér finnst hann eigi að fá aðeins meiri tíma en það er alveg ljóst að eitthvað þarf að breytast hjá þeim ef hann ætlar að halda starfinu. Verður áhugavert að sjá framhaldið hjá þeim, þeir eiga Arsenal í næsta leik.
En mikið svakalega er gaman að sjá okkar menn vera 10 stigum ofar en Liverpool. Sitjum núna nokkuð þægilega í 3ja sætinu. Ég ætla þó ekki að svo stöddu að fara að tala um titilbaráttu, liðið er enn of brothætt fyrirþað.
Bósi says
Ætli það verði tilefni til að fara með borða á anfield eftir áramót, „Brendan Rodgers a fotball genius“ ?
Karl Garðars says
Ég ligg á bæn að poodles reki BR og haldi áfram þessum stjóra þvælingi sínum. Á meðan þeir eru í þessum vítahring gerist ekkert gáfulegt í Merseyside. Nýr Stjóri – önnur hugsjón – breyttar áherslur – leikmenn keyptir í takti við það – smá brekka – stjórinn rekinn – leikmennirnir sem hann keypti verða eftir… Hring eftir hring, þetta er dásamlegt!!
2.sæti í fyrra í sterkri deild og einu Gerrard clusterfu**i frá titlinum var engin heppni. Þeir voru djöfull góðir og spiluðu flottan flæðandi sóknarbolta.
BR er enginn bjáni og hann gerði sama hlut með óreynt Swansea lið. Ef hann fær of mikinn tíma hjá Poodles þá er ég smeykur um að þeir eigi eftir að rísa. #rodgersout ;)
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Held að einn stærsti munurinn á United og LIverpool bæði þetta tímabil og seinasta er sjálfstraustið.
Í fyrrra fór það í mola hjá okkur en þeir trúðu því að þeir gætu unnið allt. Núna erum við komnir með sjálfstraustið aftur en það er í molum hjá þeim.
Með sjálfstrausti að þá spilar maður betur og andstæðingurinn óttast mann meira, öll lið voru hætt að koma á Old Trafford hrædd, þau komu á svæðið til að vinna United. Trúi því að þetta sé núna að lagast og núna komi aftur óttinn við að koma á Old Trafford :)
Bjarni Ellertsson says
Við skulum halda okkur á jörðinni, erum allt of brothættir sem lið og við vitum að fótboltinn er óútreiknanlegur. Staðan er hins vegar góð en um leið og vörnin heldur velli og við getum spilað á sömu vörn leik eftir leik þá rjúkum við í gang, Greinilegt að LVG breytir liðinu og leikkerfinu leik eftir leik því hann getur aldrei stillt upp sama liði í hverjum leik. Slíkt er mikill ókostur en á meðan sjálfstraustið er í lagi þá verður hópurinn þéttari eftir því sem líður á og þá munum við kannast við gamla góða UTD liðið. Vonandi fer meiðslahrinunni að ljúka.