Gleðileg Jól dömur mínar og herrar.
Jæja, að því sem skiptir máli. Á morgun kemur Alan Pardew í heimsókn með Newcastle United. Newcastle byrjaði tímabilið skelfilega og vildu stuðningsmenn liðsins helst krossfesta Pardew og eiganda liðsins, Mike Ashley.
Ég hef ekki horft á nægilega mikið af Newcastle leikjum til að spá fyrir um byrjunarlið þeirra en samkvæmt Physio Room þá eru aðal- og varamarkvörður liðsins báðir meiddir. Jak Alnwick stendur því áfram í rammanum. Einnig eru Gabriel Obertan, Davide Santon, Ryan Taylor og Siem De Jong á meiðslalistanum. Sem stendur er Stuart Taylor meiddur en talið er að hann verði orðinn leikfær fyrir leikinn. Flestir þessara leikmanna hafa reyndar ekki spilað mikið í vetur svo það ætti ekki að riðla of mikið leikskipulagi Newcastle að þeir séu ekki með.
Fyrir einu ári og tveimur vikum (sirka) kom Newcastle í heimsókn til Old Trafford og vann 1-0 sigur. Manchester United fór reyndar og vann Newcastle 4-0 í seinni leiknum (þökk sé frelsara vorum, Juan Mata). En mér persónulega finnst Manchester United eigi enn eftir að hefna sín almennilega á Newcastle, vonandi eru leikmenn liðsins sammála mér.Gengi okkar manna hefur nefnilega verið mjög gott á Old Trafford, og Van Gaal talaði um að hann vildi gera heimavöllinn að virki. Það hefur gengið ágætlega undanfarið og liðið unnið fjóra af síðustu fimm og skorað 10 mörk í leiðinni. Van Gaal sagði einnig á blaðamannafundinum fyrir leikinn að aðeins Chris Smalling væri líklegur til að spila af þeim leikmönnum sem eru meiddir þessa stundina. Það þýðir að Blind, Rojo, Shaw, Fellaini og Herrera verða allir fjarverandi.
Í síðasta leik byrjaði liðið með þrjá hafsenta en Van Gaal skipti yfir í 4-4-2 tígulmiðju leikkerfið í hálfleik – sem er það leikkerfi sem hefur virkað hvað best á Old Trafford svo ég spái sama leikkerfi gegn Newcastle á morgun. Þar sem liðið á erfiðan útileik gegn Tottenham aðeins tveimur dögum seinna þá spái ég nokkrum breytingum:
Ætla að spá því að Falcao haldi áfram að heilla þjálfarann (og dömurnar) og skori eitt, jafnvel tvö í öruggum sigri heimamanna.
Skildu eftir svar