Það er skammt stórra högga á milli. Eftir fín úrslit í gær eru Louis van Gaal og félagar væntanlega á leið til London þar sem útileikur gegn Tottenham bíður Manchester United. Þessi jólageðveiki er kannski ekki alveg það besta fyrir leikmennina en sem stuðningsmaður er þetta auðvitað bara snilld. Þó að tíminn týnist iðulega í jólafríinu er auðvelt að benda á að hvað þessi leikjadagskrá er galin með því að ímynda sér að þetta prógram væri t.d. sett á í mars. Getið þið ímyndað ykkur United spila leik á föstudegi og svo strax aftur á sunnudegi? Sú var raunin þessi jól og viðbúið að einhver þreyta sitji eftir í okkar mönnum. Eðlilega.
Liðið spilaði afskaplega vel í gær gegn Newcastle. Louis van Gaal er tíðrætt um að hann vilji sjá liðið stjórna leikjum frá A-Ö og það er óhætt að segja að hann hafi fengið að sjá slíka frammistöðu í gær enda var hann nokkuð sáttur eftir leikinn í gær:
I think we have dominated 90 minutes, the game, and we scored fantastic goals and we could have scored much more goals so I have seen an attacking Manchester United. I have seen a defending Newcastle United, a lot of clubs want to play against us also with 5 defenders but that’s more difficult than they think, so I am very pleased with the performance today.
Van Gaal var reyndar í góðu skapi fyrir leik og útdeildi jólagjöfum til stuðningsmanna leiksins. Þvílíkur maður!
Hann gat þó ekki sleppt því að senda knattspyrnusambandinu létta sneið eftir leikinn í gær:
With FIFA and UEFA’s rules it’s forbidden to play within 48 hours. In England, it’s okay. I cannot prepare my team like I have to prepare. We have unit meetings, and team meetings, we have training 11 against 11, and assimilating opponents, we cannot do that now.
Van Gaal stillti liðinu upp í 3-5-2 í gær og þetta var líklega besta frammistaa liðsins á tímabilinu spilandi með það leikkerfi. Hann hefur nýtt sér það í síðustu 3 útileikjum og ég held að það sé óhætt að segja að það kerfi verði brúkað gegn Tottenham. Ef það hefði liðið vika á milli leiksins gegn Newcastle og leiksins á morgun myndi ég hiklaust skjóta á sama byrjunarlið og hóf leikinn í gær enda stóðu sig allir býsna vel. Það er hinsvegar svo stutt á milli þessa leikja og svo stutt í næsta leik að einhver rótering er líklega óhjákvæmileg.
Ángel di Maria meiddist fyrir leikinn gegn Newcastle og það er óvíst með þáttöku hans. Fellaini missir af þessaru jólatörn en Luke Shaw, Daley Blind og Marcos Rojo eru allir að hressast. Blind og Rojo verða klárir í byrjun janúar og Luke Shaw gæti verið í hópnum á morgun. Januzaj er eitthvað slappur og það verður metið fyrir leikinn hvort hann geti verið með. Ekkert hefur verið sagt um aðra og því býst ég við að þeir geti spilið á morgun.
Ég set byrjunarliðið upp svona:
Þetta er þó ekki ritað í stein. Van Gaal gæti hreinlega verið svo sáttur við leik okkar manna í gær að liðið verði óbreytt og hann horfi til leiksins gegn Stoke eða Yeovil til þess að gefa einhverjum af þessum leikmönnum hlé. Rafael og/eða Di Maria gætu einnig komið inn og jafnvel Wilson. Það er þó erfitt að spá fyrir um þetta og líklega ræðst þetta að mestu leyti hversu ferskir einstakir leikmenn eru eftir leikinn í gær.
Hvað varðar andstæðingana í þetta skiptið má segja að tímabilið þeirra hafi verið ágætis rússibanareið. Tottenham byrjuðu ekkert sérstaklega vel undir stjórn Pocchettino og liðið virtist enn vera að líða fyrir kaupæðið á síðasta tímabili. Undanfarið hefur liðið þó verið að spila vel og með sigri á Leiceister í gær vann Tottenham sinn fjórða leik í röð í deildinni. Tottenham menn eru því farnir að skríða upp deildina og komnir aðeins nær markmiðum sínum fyrir þetta tímabil. Liðið er með 30 stig í 7. sæti og með þessum fjórum sigrum er liðið nokkurnveginn á pari það sem er af tímabilsins.
Það er einhver töfralæknir starfandi hjá Tottenham því að það eru ekki ein meiðsli í hópnum og því getur Pochettino stillt upp því liði sem hann vill. Djöfulsins lúxus á honum. Kane og Eriksen eru í aðallhlutverki og svo eru fáir betri í markinu en Lloris þegar hann er í stuði. Það er ómögulegt að segja fyrir um hvaða Tottenham-lið mætir til leiks. Liðið getur tekið sig til og spilað alveg hörmulega en það getur einnig spilað mjög vel. Í undanförnum leikjum hefur síðarnefnda liðið mætt til leiks og leikurinn á morgun verður erfiður fyrir okkar menn.
Það er þó jafn mikil þreyta í þeim og okkur og sjálfstraustið er í botni hjá okkar mönnum. Ef liðið spilar eins og það gerði gegn Newcastle í gær mun okkur vegna vel. Í þessari jólatörn er manni þó minna sama um spilamennskuna sjálfa, maður vill bara sjá þrjú stig á töfluna í hvert skipti enda munu einhver lið misstíga sig núna um jólin. Ég setti liðinu markmið um 10 stig í þessum fjórum jólaleikjum. Við erum komin með 4/10. Markmiðið er að ná í stig nr. 5,6 og 7 á morgun.
Leikurinn hefst klukkan 12.00.
Thorsteinn says
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér með að Smalling verði með en þú ert eitthvað að ruglast með að setja meiddann Herrera inní liðið í staðinn fyrir Mata sem er pottþétt að fara spila þennan leik. Annars góður pistill :) Glory glory
Siggi says
Þessi leikjaniðuröðun kemur jafnt á öll lið. Lið sem er ekki í meistaradeild(né evrópudeild) og dottið úr deildarbikar fyrir löngu ætti ekki að væla yfir leikjaniðuröðun. Svona hefur þetta einfaldlega verið í mörg ár og oft verið erfiðara prógram í des með meistaradeildarleikjum og deildarbikar.
Ég spái annars 2-3 sigur á morgun fyrir utd í stórskemmtilegum leik.