Glugginn hefur verið opinn í tæplega viku og United virðist vera að ganga frá sínum fyrstu kaupum. Allir þessir helstu blaðamenn birtu tíst og greinar í dag um að hann hefði samþykkt 18 mánaða samningstilboð frá félaginu. Hann verður því hjá félaginu út næsta tímabil, hið minnsta. Opinber staðfesting er ekki komin en það er líklega bara formsatriði.
*Uppfært 8.jan*
#mufc is delighted to announce that Victor Valdes has signed an 18-month contract with an option for a further year. pic.twitter.com/zze20zt3E8
— Manchester United (@ManUtd) January 8, 2015
Það er allt klappað og klárt. Victor Valdes er leikmaður Manchester United. Hann er einstaklega ánægður með að hafa fengið tækifæri á því að semja við félagið: „It is a real honour to sign for Manchester United.“ Louis van Gaal var ekki síður ánægður með að hafa nælt í þennan reynda markmann en gaf það skýrt til kynna að hlutverk hans væri að vera varamarkmaður: „He joins the club as the number two goalkeeper and is a great addition to the first team.“ #
Victor Valdes er auðvitað öllum knattspyrnuáhugamönnum kunnur. Eftir að hafa fengið sín fyrstu tækifæri undir stjórn Louis van Gaal hjá Barcelona við upphaf aldarinnar gerði hann markmannstöðu Barcelona að sinni og á árunum 2003-2013 spilaði hann nánast alla leiki Barcelona. Hann var mikilvægur hluti af hinu stórfenglega Barcelona-liði Pep Guardiola sem setti knattspyrnuheiminn á aðra hliðina með því að vinna allt sem í boði var. Með stæl. Titlasafn Valdes er enda ekki af lakara taginu:
- 6 Spánartitlar
- 3 Meistaradeildartitlar
- 2 Konungsbikartitlar
Svo var hann auðvitað í spænska landsliðshópnum sem vann Heims- og Evrópumeistaratitilinn 2010 og 2012. Ásamt Antoni Ramallets er hann sá markmaður sem oftast hefur unnið Ricardo Zamora verðlaunin en þau eru veitt þeim markmanni í spænsku deildinni sem hefur fengið á sig fæst mörk miðað við leiki spilaða. Hann hefur fengið þau 5 sinnum en Iker Casillas hefur t.d. bara fengið þessi verðlaun einu sinni.
Valdés purchased a 7-seater people carrier for his family just before Christmas, who will also move to Manchester. — Craig Norwood (@CraigNorwood) January 7, 2015
Valdes verður 33 ára eftir eina viku og ætti því að eiga nokkur góð ár eftir í boltanum. Eins og allir vita sleit hann krossbönd í mars á síðasta ári og hefur hann verið að æfa með aðalliði United til þess að koma sér aftur í form. Hann þarf þó að sætta sig við það að vera varamarkmaður David de Gea og það verður alls ekki auðvelt fyrir hann að slá samlanda sinn út úr byrjunarliðinu enda líklega enginn markmaður að spila betur í ensku deildinni en De Gea. Það er þó alls ekkert slæmt að hafa svona þungavigtarmann á bekknum og ég man ekki eftir því að United hafi haft svona góða markmenn til taks.
Currently staying at the Lowry Hotel, Valdés is now looking for property in the same street/area as De Gea, Mata & Herrera. — Craig Norwood (@CraigNorwood) January 7, 2015
Victor Valdes og Louis van Gaal þekkja hvorn annan vel auk þess sem að Frans Hoek markmannsþjálfari United þekkir hann vel. Valdes þekkir þjálfunaraðferðirnar og þá leikspeki sem Louis van Gaal er alltaf að tala um. Hlutverk Valdes verður væntanlega fyrst og fremst að veita De Gea samkeppni auk þess sem að reynsla og leiðsögn Valdes ætti að nýtast Spánverjanum okkar unga ansi vel. Hann er með tvo reynslubolta sér við hlið í Hoek og Valdes sem ætti ekki að gera honum neitt annað en gott til lengri tíma litið.
Önnur hlið á þessu er svo auðvitað að David de Gea á eftir að skrifa undir nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út eftir næsta tímabil. Ef hann skrifar ekki undur nýjan samning á næstunni er næsta víst að hann verður seldur í sumar í stað þess að missa hann frítt frá félaginu sumarið 2016. Ef sú er raunin er það alls ekkert slæmt að eiga mann eins og Victor Valdes á bekknum til þess að fylla upp í skarðið sem De Gea mun vonandi ekki skilja eftir sig.
Miguel Delaney, sem er einn af þessum blaðamönnum sem hiklaust er hægt að treysta að sé ekki að bulla einhverja vitleysu í hvert skipti sem hann kveikir á tölvunni sinni, svaraði spurningum lesenda um mögulegar kaup og sölur í þessum glugga á ESPN í dag og þar kom fram ýmislegt athyglisvert. Um framtíð De Gea hjá United hafði hann þetta að segja:
This is the big question. Let’s be fair: the reality is De Gea will *eventually* (I don’t know when) move to Real Madrid. All the signs are there, everyone connected saying the same things. Think it’s probably one United fans have to get used to, not unlike with Ronaldo around 2007-09.
Hann var spurður að ýmsu öðru, m.a. um í hvaða stöður United væri að leita sér að leikmönnum:
United have purposefully been quiet about their transfer business – but I believe this is because of Ed Woodward learning the lessons of previous windows – although I have heard that Van Gaal still wants to bring in a defensive midfielder and at least one centre-back. Getting them, of course, is another issue but, as far as I’ve been told, that’s their „plan“.
Margir spurðu um hvort að United myndi virkilega fara í gegnum þennan glugga án þess að kaupa varnarmann:
Personally, no. Van Gaal doesn’t especially rate his current choice of defenders.
Þar höfum við það. Delaney var einnig spurður um hvaða varnarmenn væru á „listanum“:
I don’t know who exactly, but they have a long list of targets that includes Hummels, Godin (both unlikely), Vlaar and Schar, from what I know.
Um möguleg kaup á Strootman hafði hann svo þetta að segja:
Van Gaal wants Strootman to happen this window. I have that totally confirmed. It will still take a lot to actually make it happen, though, not least United stumping up big cash – but LVG definitely wants it to happen.
Hann var svo spurður út í stöðu mála þeirra leikmanna sem United hefur verið orðað við undanfarna mánuði.
Um Coleman:
I’ve heard absolutely nothing on Coleman from various United sources. That’s not to say it’s not true, but have asked several people and there’s been nothing coming back on it.
Um Bale:
I heard that Van Gaal burst out laughing when he heard the Bale story. I think, to be fair, there may be a deeper issue here and it isn’t impossible that Bale leaves Real in the short-term future, but not now.
Um Hummels:
Don’t think Hummels, the club captain, will leave Dortmund in such trouble mid-season.
Um Pogba:
Pogba’s been a long-term target but isn’t on the agenda right now. There were obviously a lot of reasons for Pogba’s departure from United in the first place, but it’s really beginning to look like one of the great mistakes of the last decade.
Um Varane:
Can’t see Varane moving this January, but both United and Chelsea are really, really interested in him. Last I heard from Spanish side was that any sale was an absolute no-go but, on the other side, the English clubs have at least been told by people close to him it isn’t impossible. I know that sounds like conflicting info, but that’s basically the reality of big transfers! It’s all a game for those involved, a bit of poker. And what’s said „officially“ often isn’t true.
Skemmtilegir molar og margt athyglisvert þarna. Það er nóg eftir af glugganum en eins og við höfum margsagt í Podcast-þáttunum okkar teljum við að búið sé að finna þá leikmenn sem styrkja eigi liðið, áherslan verði á að fá þá í sumar en ef einhver af þeim verður laus fyrir rétt verð í janúar er líklegt að félagið stökkvi á það og gangi frá kaupunum.
eeeeinar says
Frábært að fá Valdes, 32 ára og á nóg eftir (Van der Saar var nú aðeins 34 ára þegar hann kom!) ef eitthvað kemur upp á með De Gea. Ég vona innilega ekki að þetta þýði ekki að De Gea fari til Real, en þetta gerir hann ekki jafn óóómissandi og áður.
Ég skil ekki í erkifjendum okkur að láta hann sleppa.. það segir eitthvað þegar aðal og varamarkmenn Chelsea og United eru betri en þeir sem standa milli stanganna hjá Arsenal og Liverpool.
En okkur sárvantar gæða CB, strax í gær! Hummels er aldrei að fara skilja Dortmund eftir í þeirri krísu sem þeir eru.
Ég bind helstu vonir við Howedes og Strootman í þessum glugga
Bjarni Ellertsson says
Ég græt enn yfir því að Pogba fór þó svo hann var með gorgeir við Sirinn. Sá drenginn margoft rúlla upp miðjunni eins síns liðs með varaliðinu. Hann tók greinilega meiri framförum en SAF vildi sjá því hann vildi halda tryggð við Giggsy og Scholsy en allir hafa sinn vitjunartíma, hálf pínlegt að sjá þá undir lokin á meðan ungir og graðir stráklingar voru að bíða við dyrnar. Ein mestu mistök SAF að hleypa drengnum ekki meira að enda karlinn orðinn hálf galinn undir lokin. Enn það þýðir ekkert að hugsa meira um það en þetta er góða grein hér að ofan og alveg greinilegt að við erum lið í mótum og ef LVG verður hjá okkur út samningstímann þá munum við sjá miklar breytingar milli ára, leikmenn munu koma og fara þangað til hann er orðinn ánægður með hópinn.
DMS says
Ekkert að því að fá Valdes í hópinn, Lindegaard er væntanlega á útleið núna eða í sumar. Vonandi bara að samningamál De Gea komist á hreint. En við erum þá með sæmilegt backup fyrir hann ef kauði ákveður að fara til Real Madrid í sumar. Það mun gerast, bara spurning hvenær. Vona þó að hann hafi trú á verkefninu sem er í gangi hjá Man Utd og vilji vera áfram. Það eru metnaðarfull kaup í gangi á Old Trafford og ef við bætum við okkur heimsklassa varnarmönnum þá gæti De Gea verið hluti af liði sem mun afreka stóra hluti á næstunni. En þetta tekur víst allt tíma.
Keane says
Vinnufélagi sagði mér að hann hefði ekki viljað fara til Liverpool, frekar kosið bekkjarsetu hjá ManUtd. Segir sig sjálft…