Á morgun verður United í austurhluta Lundúna og tekst á við það sem var þangað til nýlega spútniklið West Ham. Leikurinn hefst örlítið seinna en venjulega, kl 16:15. Í síðustu sex leikjum hafa Hamrarnir hins vegar tapað fyrir Chelsea, Arsenal og Liverpool og gert jafntefli við West Bromwich og Swansea. Eini sigur þeirra í þessari hrinu var gegn lánlausu liði Hull.
Diafra Sakho, ekki í leik með Senegal
Þetta hefur fellt þá niður í áttunda sætið og það er ekki alveg jafn mikið talað um spútnika. Hitt stendur þó eftir að Sam Allardyce hefur verið að gera góða hluti með West Ham liðið og má getum að því leiða að þetta sé besta lið sem hann hefur stjórnað. Höfuðkostur liðisins hefur verið markaskorunin og liðið hefur skorað í flestum leikjum í vetur. Diafra Sakho hefur skorað flest þeirra, en Senegalinn hefur átt í vandræðum þar sem West Ham bannaði honum að fara á Afríkumót landslilða vegna meiðsla en lék síðan fyrir West Ham í bikarnum átján dögum síðar. Senegal fór í mál og West Ham fékk sekt. Bristol City er víst ekki sátt við þau málalok og vill að West Ham verði dæmt tap. Þátttöku Senegal í Afríkumótinu er nú hins vegar lokið og Sakho verður með á morgun án vandkvæða.
Meiðslalisti West Ham er nokkuð langur fyrir morgundaginn en flestir hinna meiddu gætu samt verið til í slaginn og erfitt að segja til um hverjir verði með. Andy Carroll er einn hinna meiddu en meðal hinna eru varnarmennirnir Carl Jenkinson, James Tomkins, James Collins og Winston Reid. Ef þeir verða allir frá mun það ekki hjálpa West Ham vörninni sem hefur, sem fyrr segir, ekki verið mjög traust, en á miðjunni verða líklega þeir Song, Noble og Nolan sem er hreint ekki slæm miðja, Stewart Downing hefur verið traustur í 10unni og frammi verða Sakho og Enner Valencia, nema Carroll verði orðin góður.
Þetta er því fjærri því gefinn leikur þó United hafi ekki tapað nema tveim útileikjum í vetur. Það er alltaf erfitt að heimsækja Upton Park og morgundagurinn verður engin undantekning.
Leikurinn gegn Cambridge var samt ágætis upphitun, ef ekki til annars en að komast að því að Paddy McNair er fullboðlegur hægri bakvörður.
Ég ætla að spá liðinu svona
Endurútfærsla á tilrauninni með Fellaini frammi fær að bíða betri tíma, kólombískur blaðamaður var að slúðra um það í dag að Falcao byggist við að byrja og ég treysti á það. Ég sé enga ástæðu til að vera ekki með tvo sentera á morgun, sér í lagi ef West Ham vörnin er meiðslum hrjáð. Juan Mata er ekki útivallar leikmaður, og sannast sagna finnst mér þetta bara mest spennandi kosturinn.
Á blaðamannafundi í gær minntist Van Gaal aðeins á stöðu Ander Herrera í liðinu og sagði að þrátt fyrir vera góður leikmaður væri hann að keppa við menn eins og Rooney og Mata og þyrfti að bæta sig til að komast í liðið. Það er því ljóst að Van Gaal sér Herrera fyrst og fremst sem nr. 10 og skýrir kannske hvers vegna hann hefur ekki komist í liðið. Það kemur kannske á óvart að hann sér Herrera fyrst og fremst í þeirri stöðu frekar en á miðri miðjunni en miðað við fyrri tilraunir Van Gaal með að spila með leikmenn í óvenjulegum stöðum þá er þetta ekkert furðulegra.
En það sem uppúr stóð í gær var minningar athöfnin um slysið í München fyrir 57 árum. Í þetta sinn tók Louis van Gaal þátt í athöfninni og lagði blómsveig að minnismerkinu um hina látnu.
Að athöfninni lokinni tók við vikulegur blaðamannafundur þar sem Van Gaal las úr ljóði um slysið og fórnarlömb þess þar sem sérstaklega er til þess tekið að United skuli ætið leika knattspyrnu eins og þetta stjörnulið lék, hraðan og skemmtilegan og af ástríðu
You are the strength and inspiration, for those who play your roles today.
We look for flair and pace and passion, to play the game United’s way.
Þessi orð tók Van Gaal til sín og við vonum að leikmennirnir geri það á morgun.
Tryggvi Páll says
Ég er alls ekki viss um að þessi ummæli LvG um Herrera þýði það að hann sjái Herrera fyrst og fremst sem leikmann í stöðu nr. 10. Væri hann þá ekki að spila oftar í þeirri stöðu þegar hann fær loksins tækifæri? Þar að auki hafa Mata og Rooney báðir spilað fleiri leiki á miðri miðjunni en fyrir aftan framherjana á þessu tímabili. Nokkuð ljóst að Herrera er að keppa við Rooney og Mata um að fylla það hlutverk að vera playmakerinn á miðjunni. Stöðu nr. 8 sem Herrera segir sjálfur að sé sín besta staða.
En ef LvG sæi Herrera frekar sem nr. 10 er ekkert óeðlilegt við það og alls ekkert nýtt fyrir Herrera. Það var staðan sem hann spilaði langoftast á síðasta tímabili hjá Athletic Bilbao og það var besta tímabilið hans á ferlinum hingað til. Menn geta kynnt sér þetta nánar í greininni sem ég skrifaði skömmu eftir að Herrera var keyptur.
Annars er þetta must-win leikur eins og bara flestir þeir leikir sem eftir eru. Það eru 15 leikir eftir og við megum ekki misstíga okkur mikið, sérstaklega ekki í næstu 5-6 leikjum, Keppinautar okkar eru flestir að spila vel en eru að spila innbyrðis á meðan við erum að fara að spila við Burnley og Sunderland og svona. Þurfum að ná að byggja upp ágætis forskot áður en að leikjatörnin sem hefst með Spurs þann 15. mars og endar með leik gegn Everton úti þann 22. apríl hefst.
Rúnar Þór says
vil liðið svona í demanti: de gea- mcnair/valencia- jones- rojo- shaw- blind- di maria- herrera- fellaini- rooney- falcao.
Fellaini í cam, rooney frammi, og herrera á skilið séns hægra meginn á miðjunni
Bjarni Ellertsson says
Nýr skandall hjá leikmönnum UTD skv slúðurblöðunum, alveg typpikal korter fyrir leik. Hef trú á að þessi leikur við West Ham fari í sögubækurnar.