Stjórnarformenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni eru líklega núna að opna kampavínið og rífa upp kavíarinn því að það var verið að tilkynna úrslitin úr uppboðinu um réttinn til að sýna frá ensku knattspyrnunni frá 2016-2019. Sky og BT Sports hafa átt þennan rétt frá árinu 2013 og það verður engin breyting á því. Þessi fyrirtæki munu greiða ótrúlega upphæð fyrir að fá að sýna enska boltann.
£5.136.000.000 – Fimm milljarðar og 136 milljónir punda
Þetta er einfaldlega gríðarleg aukning frá síðasta samning sem gildir frá 2013-2016 eða um 70%. Þessi fyrirtæki greiddu um 3 milljarða punda fyrir hann. Við þessa tölu má bæta við að BBC hefur samþykkt að greiða um 200 milljónir punda fyrir réttinn á því að vera með markaþátt. Taka skal fram að þetta er eingöngu vegna sýningarréttar innan Bretlands en fyrir sýningarréttinn 2013-2016 bættust um 2 milljarðar punda til viðbótar vegna sölu á sýningarétti í öðrum löndum. Ég veit ekki hvernig staðan er á þeim samningum og hvort að þeir fylgi sömu tímabilum og þessi samningar.
Hvað hefur þetta í för með sér? Ósköp einfalt. Öll liðin í ensku úrvalsdeildinni munu fá miklu hærri sjónvarpstekjur en áður og munu þar af leiðandi hafa mun meira á milli handanna.
Estimated upshot: from 2016-17 season, BOTTOM club in PL will get c. £99 million prize money. And top club will get £156 MILLION. Blimey.
— sportingintelligence (@sportingintel) February 10, 2015
Skiptingin á sjónvarpsréttindunum er mun jafnari í Úrvalsdeildinni en víðast annarstaðar. Helmingur skiptist jafnt á milli liða á meðan 25% deilist eftir árangri og hin 25% eftir því hve oft liðin eru sýnd í beinni. Ofan á þetta bætast svo tekjur vegna sölu sjónvarpsréttinda erlendis, þeim er skipt jafnt á milli allra liða í deildinni.
Table from AS in Spain; Cardiff got twice as much TV£ from PL as Bayern did from BL last ssn. http://t.co/Bh23uidKwQpic.twitter.com/zpz4Ud5ihN
— sportingintelligence (@sportingintel) February 10, 2015
Eins og sjá má fær neðsta liðið í deildinni mun meiri pening en t.d. Bayern München og fleiri stórlið undir núverandi samning. Með nýju samningum er enska úrvalsdeildin einfaldlega að skilja aðrar deildir eftir í reyknum og aðeins Barcelona og Real Madrid, sem semja á eigin vegum um sjónvarpsréttindi, geta talist samkeppnishæf hvað þetta varðar. Með nýja samningnum eykst bilið verulega.
Við þetta má bæta að að frá og með næsta tímabili aukast einnig tekjur ensku liðanna sem komast í Meistaradeildina verulega en BT Sports keypti einkarétt á því að sýna frá Meistaradeildinni frá og með næsta tímabili á 900 milljónir punda. Líklega er það ein af ástæðunum fyrir þessari gríðarlegu hækkun. Sky var áður með sýningarrétt á Meistaradeildinni og hafði því væntanlega ekki efni á því að missa fleiri leiki yfir til BT Sports.
Það er því ljóst að ensku liðin verða ekki á flæðiskeri stödd og á næstu árum munum við líklega sjá liðin eyða enn hærri upphæðum í leikmenn. Vegna þess hve enska deildin er vinsæl og mikill peningur hefur fengist fyrir sjónvarpsréttindi undanfarin ár eru öll Úrvalsdeilarliðin í efstu 40 sætunum á lista Deloitte yfir ríkustu félög heimsins. Líklega munu þau bara klifra hærra á næstu árum.
PL sign £5.136bn TV deal (with £1bn+ overseas to come). Current PL investment into @FootballFoundtn (which builds pitches etc) £12m pa.
— Glenn Moore (@GlennMoore7) February 10, 2015
Just for perspective to those shocked by the 70% increase in Premier League TV rights. The last NBA deal was a 300% increase. — Securing The Game (@SecureGame) February 10, 2015
Astonishing Premier League TV deal means that Sky & BT are paying more than £10MILLION for each & every single match the broadcast live
— Dan Roan (@danroan) February 10, 2015
No club will be fighting FFP ever again with that deal. Sky needed to pay through the nose for the EPL after losing Champions League to BT. — Chris Cooper (@chrislovescass) February 10, 2015
With new TV deal, Premier League further solidifies itself as, by far, the richest domestic league in football pic.twitter.com/Ik4Yl985Cg
— Jake Cohen (@JakeFCohen) February 10, 2015
In 1992-93, broadcasters paid £663,000 per game. In 2001-4, that rose £3.6m. In 2013, it was £6.53m pg. Now – £10.19m pg.
New UK Premier League TV deal announced. Here is how it has developed in terms of # matches & price per match: pic.twitter.com/PdNmD4frwn
— Simon Gleave (@SimonGleave) February 10, 2015
Fyrir Manchester United þýðir þetta það bara sama og fyrir öll hin félögin. Peningar. Og nóg af þeim. Á næstu árum mun félagið líklega fá meira en 200 milljónir á hverju leiktímabili fyrir sýningarrétt á leikjum þess, gefið að liðið komist í Meistaradeildina á næsta tímabili og fái þar með skerf af nýjasta samningnum sem gildir þar.
Svo má auðvitað ekki gleyma að að félagið er búið að slá öll met hvað varðar auglýsingasamninga. Talið er að þegar samningurinn við Adidas taki gildi fyrir næsta tímabil sé liðið að fá rúmlega 150 milljónir punda á ári og það eingöngu fyrir treyjusamning, auglýsingu á búningi og æfingabúningi. Að auki er liðið með fjölmarga minni samninga. Það má því reikna með að frá og með 2016 muni United fá rúmlega 350 milljónir punda á ári vegna þessara samninga. Þetta er ótrúlega tölur og óhætt að segja það að Louis van Gaal ætti að geta styrkt liðið eitthvað næstu árin.
Við þetta má bæta vangaveltum um framtíð eignarhalds Glazer-fjölskyldunnar. Annaðslagið hafa komið upp orðrómar um að að minnsta kosti hluti fjölskyldunnar vilji selja félagið. Það er ljóst að virði Manchester United hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með auknum auglýsinga- og sjónvarpstekjum og ljóst að persónulegur hagnaður fjölskyldunnar yrði stjarnfræðilegar, sérstaklega ef horft er til þess að framlag þeirra til United úr eigin vösum hefur verið í lágmarki í gegnum tíðina. Þetta er líklega freistandi tilhugsun og ekki ólíklegt að við munum sjá orðróma um væntanlega sölu magnast á næstu mánuðum eða árum.
Karl Garðars says
KRÆST ON A CRACKER!!
Hvað er liverpoodles að gera í fyrsta sæti?? Er þetta byggt á væntingavísitölu stuðningsmanna?
Menn hljóta að vera með sólsting þarna.. ;-)
Tryggvi Páll says
Myndin sýnir sjónvarpstekjur liðanna sem voru í deildinni á síðasta tímabili. Liverpool er í fyrsta sæti einfaldlega vegna þess að aldrei þessu vant fékk félagið meiri pening en önnur lið enda var Liverpool í beinni 28 sinnum, mest allra liða. City og United voru t.d. 25 sinnum í beinni.
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Fyrir löngu komin tími á launaþak í ensku deildinni en verður líklega aldrei í hinu mjög svo spillta UEFA umhverfi…því miður :-(
Rauðhaus says
Sé ekki að launaþak komi þessu mikið við… Það myndi sennilegast hafa það eitt í för með sér að eigendur klúbbanna myndu maka krókinn enn frekar.
En þetta eru ótrúlegar upphæðir og ljóst að enska deildin er að stinga aðrar deildir af. Það mun óhjákvæmilega leiða til þess að laun verða hærri þar en annars staðar, sem leiðir svo til þess að bestu leikmennirnir munu fara þangað, sem veldur því að munurinn eykst enn frekar, o.s.frv. o.s.frv.