Eftir úrslitin í gær verða United nauðsynlega að fá þrjú stig í kvöld.
Eftir 2-1 sigur Arsenal á Leicester þá eru þeir komnir uppfyrir okkur í töflunni. Á sama tíma sigraði Liverpool Tottenham 3-2 og eru nú aðeins tveimur stigum frá United en Tottenham aðeins einu. Liðin hafa þó leikið leik meira þannig að sigur gegn fallbaráttu liði Burnley myndi gera heilmikið.
Fyrri leikur liðanna var ekki mikið fyrir augað og var með eindæmum tilþrifalaus fyrir utan fyrstu mínútur Angel Di Maria.
Louis van Gaal hefur verið mikið gagnrýndur undanfarið fyrir leiðilega spilamennsku og náði sú gagnrýni hámarki í jafnteflinu gegn West Ham á dögunum. En til að gæta fullrar sanngirni þá hefur United ekki leikið skemmtilegan fótbolta í rauninni síðan Ronaldo var seldur til Real Madrid. En liðið er amk hætt að gefast upp eins og það gerði svo oft í fyrra.
Burnley hafa ekki verið að gera sérstakt mót og sitja réttilega í fallsæti. En þeim til happs þá virðist vera ágætis samkeppni um að fá að falla úr deildinni eins og sjá á töflunni ofar í greininni.
Á meiðslalista United er einungins einn maður en því miður heitir hann Michael Carrick. Luke Shaw er í leikbanni eftir að hafa fengið 2 gul spjöld gegn West Ham.
Á meiðslalista Burnley eru þeir; Kevin Long, Dean Marney, Stephen Ward og Matthew Taylor.
Hef ekki hugmynd um hvað van Gaal er að hugsa en liðið gæti litið einhvern veginn svona út:
Oli says
Vaeri fint ef Van Gaal myndi henda Rooney fram og hvila annad hvort Persie eda Falcao sem hafa verid faranlega Slakir. Vaeri einnig gott ad gefa Herrera heilan leik a midjunni.
TN says
Ég vil sjá Mata byrja þennan leik og væri fínt að hvíla Persie eða Falcao
Tómas Freyr Kristjánsson says
Henda þessum pappakössum á bekkinnn og láta Rooney og Wilson byrja frammi. Herrera, Di Maria og Blind á miðjuna, Mata í holunni
Stjáni says
Veit ég mun ekki fá ósk mína uppfyllta en mikið rosalega væri ég til í þetta byrjunarlið í kvöld:
4-3-3
De Gea
McNair – Jones – Rojo – Young
Herrera – Blind – Fellaini
Di Maria – Falcao – Rooney
Lítið sem ekkert komið útúr þessum þrem sem ég set fremsta en hef fulla trú á að þeir gætu virkað saman í þessu kerfi.
Daníel says
Vill sjá þetta svona..
De Gea
McNair – Jones – Rojo – Young
Blind
Herrera – Di Maria
Mata
Rooney – Persie
Elias kristjansson says
Ummælin um byrjunarleikmenn að ofan meira og minna góð. Vil þó hvíla Persie og Falcao setja þá á bekkinn og fá wilson inn og Rooney með honum sem fremstu menn.
Tryggvi Páll says
Það er spurning hvort að Young verði í byrjunarliðinu. Hann spilaði klukkutíma með varaliðinu á mánudaginn og er auðvitað búinn að vera frá vegna meiðsla í töluverðan tíma. Ef hann byrjar ekki þarf Rojo væntanlega að fara í vinstri bakvörð sem er ekkert sérstakt, hann hefur ekki heillað mig í vinstri bakvarðarstöðuna auk þess sem að hann er orðinn okkar besti miðvörður.
Eins og maður hefur tönnlast á undanfarnar vikur er hver leikur orðinn að leik sem má ekki tapast eða gera jafntefli. Baráttan um meistaradeildarsætin verður það hörð alveg fram í maí að við megum ekki við því að misstíga okkur mikið meira. Það er því afskaplega mikilvægt að ná sigri gegn Burnley í kvöld.
Bósi says
Ég stóð alltaf í þeirri meininngu að 4-3-3 væri aðal kerfipð hans Louis Van Gaal, hefur hann einhvern timann spilað það síðan hann tók við ?
Rauðhaus says
Held það sé líklegast að Young verði í bakverðinum, þó hann hafi spilað 60 mín á mánudagskvöldið. Ef ekki hann þá sennilega Rojo eða Blackett, enda tel ég mjög líklegt að Blind verði á miðjunni þar sem Carrick er ennþá í burtu. Tel afar ólíklegt að miðjan verði eins og henni er stillt upp hér að ofan í uphituninni.
Ég er sammála mönnum sem vilja sjá 4-3-3 og þá myndi ég jafnvel vilja sjá bæði RvP og Falcao bekkjaða. Rooney svo upp á topp og Di Maria og Januzaj úti á köntunum.
T.d. svona:
——————DDG——————
McNair—-Jones—-Rojo—-Young
—————–Blind——————-
———Herrera—-Mata————-
—Di Maria——————-Januzaj
————–Rooney——————
Svo sem líka mögulegt að setja Fellaini inn á miðjuna og Mata á uppi hægra megin og þá Di Maria á vinstri. Myndi líka vera mér að meinalausu þó Smalling myndi byrja í stað Jones, enda verið illskárri í vetur.
En ég myndi allavega persónulega vilja sjá þessa taktíkt spilaða.
Bósi says
Líst svakalega vel á þessa uppstillingu