Athyglisvert lið sem hér er stillt upp. Miðja og sókn er óbreytt frá því sem var á sunnudag en ef eitthvað er að marka hvernig United tístir liðsröðinni, og það er það oft, þá gæti þetta litið svona út:
1
De Gea
5
Rojo
6
Evans
4
Jones
33
McNair
7
Di Maria
17
Blind
11
Januzaj
10
Rooney
9
Falcao
20
Van Persie
Varamenn: Valdes, Smalling, Valencia, Fellaini, Herrera, Mata, Wilson
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ég bið ekki um mikið, bara sigur, skemmtilegan og fallegan fótbolta. Takk fyrir
Siggi says
Þetta var sigur en alveg skelfilegur leikur. Ég hef aldrei séð liðið leika eins illa og í fyrihálfleik og er ótrúlegt að liðið var yfir. Burnley voru miklu betri framan af leik en það eru mörkinn sem telja.
Ég veit að þetta var sigur en það er eitthvað mikið að þessu liði.
Bjarni Ellertsson says
Sammála, en mikið andskoti er leiðinlegt að horfa á þennan bolta. Það er eitthvað rosalega mikið að flestum leikmönnum eru ekki með hugann við efnið, að mér finnst. Skil ekki enn að við erum í baráttusæti þegar 13 leikir eru eftir miðað við hvernig þetta hefur verið í vetur. Næsti leikur er á móti dýrvitlausum Preston mönnum og þá er eins gott að menn standi í lappirnar og hafi pung til að taka á .þeim. Sigurvegari í þeim leik er sá sem hefur stærri pung. Og svo má LVG alveg droppa einu sinni niður á hliðarlínu til að gefa skipun, þó ekki nema til að sýnast. Hann gæti alveg eins tekið með sér trönur og stillt þeim upp á hliðarlínunni og párað í leikskýrsluna sína þar. Slær þá tvær flugur í einu höggi. Amen
Hjörtur says
Sammála Sigga, ég bara skil ekki hvað er í gangi hjá þessu liði. Að mínu áliti þá stálu þeir þessum sigri, því Burnley-menn voru miklu betri, og úthaldið hjá þeim, þeir voru á fullu allan leikinn allir sem einn í vörn og sókn, á meðan hinir voru svona eins og þeir væru búnir að skíta á sig. Nei menn og konur, ef liðið ætlar að leika áframm á svipuðum dammi, ja þá getum við gleymt einu af fjórum efstu sætunum. Miðað við þennan leik spái ég sjötta sætinu í vor.
Kjartan says
Mikið óskaplega eru framherjar okkar daprir, Danny Ings var út um allt í fyrri hálfleik á meðan Persie og Falcao gátu ekker haldið boltanum. Di Maria leit vel út og Januz þokkalegur. Hinsvegar er Evans stórhættulegur og Rooney er ekki Scholes.
Rúnar Þór says
Hvaða grín er í gangi, Rooney sem aftasti miðjumaður hahahahahahahahahah jesús minn hann fer í vörn fljótlega. LVG hefði getað sett Fellaini inná fyrir Falcao, og sett Rooney upp á topp. En mikið er leiðinlegt að horfa á United :(
Rúnar Þór says
Johnny Evans burt í sumar takk. Væri betra að vera 1 færri heldur en með hann inn á
Bjarni Ellertsson says
Sammála með Evans, hans tími er útrunninn, getur ekki sent boltann eftir öll þessi ár. Jones getur líka farið, er ennþá eins og naut í flagi og lið með svona menn innanborðs er nóg til ða brjóta niður móralinn. En svo spyr maður sig hvað með alla þessa skapandi leikmenn og sóknarmenn, eru þeir útbrunnir. Mætti halda það. Getuleysið er algjört en samt vinnum við leiki af og til, he he.
Tony D says
Skelfilega slappur fyrri hálfleikur. Spurning hvort skortur á leikjaálagi sé að segja til sín? Verst að sjá menn alveg límda á hælanna og tapa næstum öllum seinni boltum um allan völlinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Menn meiga fara að spila knattspyrnu í 90 mínútur og gefa sig alla í leikina. En mjög gott samt að sigla sigrinum heim. En Evans er jafn stressaður og hænsni í refakofa og ótrúlegt hvað það smitar út frá sér.
En vonandi heldur Van Gaal sig bara við 4-4-2 og spilar upp á breiddina, það virðist henta liðinu. Svo má fara að henda Falcao á bekkinn og Rooney fram eða Wilson inn, menn tala um Van Persie sem skili litlu en hann sést varla í leikjum. En svona til að taka það jákvæða, þá dreifir De Gea spilinu vel, Smalling fínn og frábært að sjá hann skora tvisvar, fyrsta víti Man U í deildinni og feikna öruggt, Di Maria með flotta takta í seinni hálfleik og það vottaði í Januzaj frá því í fyrra, svona inn á milli.