Manchester United átti hrikalega slakan leik í kvöld en unnu samt einhvern veginn 3:1 og eru þriðja sæti, fimm stigum á eftir City. Næstu þrír leikir í deildinni eru útileikur gegn Swansea, Sunderland á Old Trafford og svo heimsókn á St James’ Park. Það er algjört lykilatriði að fá hámarksstig úr þessum leikjum. Eftir þá hefst stórleikjahrina þar sem vonandi verði komið á gott skrið.
Liðið sem hóf leikinn
1De Gea5Rojo6Evans4Jones33McNair11Januzaj17Blind10Rooney7Di Maria9Falcao20Van Persie
United ætluðu greinilega að byrja leikinn af kappi og skora snemma í kvöld. Það tókst eftir hnoð í vítateig Burnley á 6. mínútu og þar var á ferðinni Chris Smalling eftir stoðsendingu frá Radamel Falcao. Smalling hafði komið inná á mínútu fyrr fyrir meiddan Phil Jones og skoraði með fyrstu snertingu sinni í leiknum.
Sú sæla varði ekki lengi því á 12. mínútu jafnaði Danny Ings með fínum skalla eftir fína fyrirgjöf frá Kieran Trippier.
Eftir þetta tóku Burnley öll völd á vellinum og gjörsamlega völtuðu yfir United liðið sem virkaði rosalega andlaust.
Á 39. mínútu fór Daley Blind meiddur af velli eftir að hafa fengið Jonny Evans á sig. Inná í hans stað kom langþráður Ander Herrera.
Á 45. mínútu skoraði Chris Smalling aftur og var það algjörlega gegn gangi leiksins eftir sendingu frá Angel Di Maria.
Staðan á einhvern ótrúlegan hátt 2:1 fyrir United í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var töluvert skárri en sá fyrri. Reyndar tókst Burnley mönnum á einhvern furðulegan hátt ekki að jafna snemma í hálfleiknum.
Angel Di Maria átti tilkall til vítaspyrnu þegar hann var tekinn niður í vítateig gestanna en að sjálfsögðu var ekkert dæmt. Á þeim tímapunkti var liðið ekki búið að fá neina einustu vítaspyrnu í vetur.
En á 82. mínútu gerðist þetta:
Dómarinn dæmdi vítaspyrnu eftir að Di Maria var aftur felldur inni í teig.
Robin van Persie steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
Eftir það hélt United áfram að sækja og virtust ætla að bæta við fjórða markinu og voru alls ekki langt frá því enda virtust Burnley algjörlega búnir á því.
Niðurstaðan 3:1 sigur og Burnley geta réttilega verið ósáttir með að fá ekkert úr leiknum en fótbolti er sjaldan sanngjarn.
Nokkrir punktar
- Wayne Rooney er ekki ennþá miðjumaður og leikurinn í kvöld gerði ekkert til að breyta þeirri staðreynd.
- Paddy McNair hlýtur að vera farinn að gera tilkall til vera fyrsti valkostur í hægri bakvörðinn.
- Van Gaal fær hrós fyrir að láta Adnan Januzaj spila áfram. Ungir leikmenn þurfa að spila og var frammistaða Belgans unga töluvert betri en gegn West Ham.
- Jonny Evans er gjörsamlega búinn að vera á þessu leveli.
- Angel Di Maria líktist sjálfum sér í þessum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik.
- Robin van Persie og Radamel Falcao eru gjörsamlega glatað framherjapar
Maður leiksins er Ángel Di María.
Radamel Falcao
Ég tel það nokkuð öruggt að Radamel Falcao verði ekki leikmaður Manchester United á næsta tímabili. Það er ekki algjörlega hans sök. Því þegar þú ert með leikmann með hans hæfileika og getu þá hlýturðu að vilja byggja sóknarleik liðsins í kring um hann. Ef ekki hver er þá tilgangurinn?
siggi utd maður says
Þrír punktar frá mér:
1. Phil jones er of þungur að ofan, of topheavy. Gæti verið ástæða fyrir öllum þessum fótameiðslum.
2. Old Trafford er of stór völlur fyrir lið sem hleypur ekki meira eða hraðar en þetta United lið.
3. Það er ekkert sem mun stoppa Chelsea úr þessu. Móri og liðið eru svo uppfullt af stemmingu að veðbankar geta alveg eins cashað út núna.
Rúnar Þór says
Hvernig gátuð þið ekki valið Smalling sem mann leiksins? Ég meina c’mon hversu oft gerist það að varnarmaður kemur inná/skorar eftir 21 sek og skorar svo aftur
Rúnar Þór says
Ég skil svo ekki af hverju Falcao er svona aumur. Hann er allaveganna með skrokkinn í þetta útlitslega séð, en tapar nánast öllum einvígum. Stórfurðulegt
Luke shaw says
Afhverju í andskotanu ætlar maðurinn ekki að reyna með Rooney og Falcao frammi ???
Hvað er hann að hugsa.
Og ef það sást ekki í þessum leik þá ekki hvað, það var mikill munur á spilinu eftir að Herrera kom inná ?? Leyfa manninum að spila! 89% tilvika ( ca ) skilar hann alltaf sínu í staðinn fyrir að drulla eins og sumir.
bjorn says
Er orðinn frekar þreyttur á þessu Falcao tuði í öllum… Hann sleit krossband í Janúar á síðasta ári. Undir eðlilegum kringumstæðum tekur það íþróttamenn a.m.k ár að koma til baka úr þessum meiðslum, Derrick Rose tók 18 mánuði áður en hann spilaði sinn fyrsta leik eftir svipuð meiðsli.
Falcao kom til baka alltof snemma (pressa frá Monaco??) var byrjaður að spila með Monaco 6-7 mánuðum eftir meiðslin og á því enn langt í land með að ná sér. Vonandi kemst hann heill í gegnum þetta tímabil, ef svo er þá tel ég að hann komi sterkur til baka á því næsta hvort sem það verður með okkur eða öðru liði.
Cantona no 7 says
Falcao er orðinn aðhlátursefni á vellinum.
Það er einfaldlega hræðilegt að horfa á hann og þó hann hafi slitið krossband þá er ekki
hægt að hafa svona farþega í liðinu.
Næsta sumar þurfum við alvöru framherja og meira t.d. ca. þrjá alvöru varnarmenn.
G G M U
Björn Friðgeir says
Spurning um að færa Smalling í sóknina. Ekki er hann varnarmaður
https://vine.co/v/OPuTmAZBetn
ellioman says
@Björn Friðgeir:
Því miður er Evans það ekki heldur :/
1. https://vine.co/v/O7ZDVb55Qmt
2. https://vine.co/v/OPuh3twqrm3
3. https://vine.co/v/Ow0zrLJPgva
Robbi Mich says
Elli: Shit hvað þetta er vandræðalegt …
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Mín skoðun er sú að Smalling er ágætis kostur með virkilega góðan miðvörð sér við hlið, það getur engin litið vel út með Evans sér við hlið ! og jafnvel ekki Jones :-(
Það var ekkert annað í stöðunni en að kaupa miðvörð í janúar en herra þrjóskur sá ekki ljósið, því miður fyrir okkur sem elskum ManUtd :-(
Það alveg á hreinu að lið sem ekki er með starfhæfa vörn er í ströggli…aftur og aftur !
Án DDG þá værum við ekki nálægt CL sæti, það er líka algjölega á hreinu ! Við getum unnið leik og leik með því að skora fleiri mörk en við vinnum ekki mót með þessa vörn, hún skapar óöryggi út um allan völl !
Smá heilræði í lokin, “ LVG hættu að skrifa í bókina, láttu aðra um það og taktu þátt í leiknum á línunni “ please :-)
ps, er þetta ímyndum í mér eða eru Giggs og LVG hættir að tala saman á bekknum ?
kv,
SAF
Bjarni Ellertsson says
Það þarf ekki vitnana við að Evans, Smalling og Jones eru ekki á sama stalli og margir frábærir varnarmenn sem við höfum haft í gegnum tíðina. En það er langt síðan að við höfum haft eins góða 5-6 sóknarsinnaða menn en þeir eru engan vegin að heilla mig heldur og eru leik eftir leik að spila undir getu, eru bara að nafninu til. Sem lið funkerum við ekki og erum langt frá því að ná fyrri stalli, það tekur jú tíma að ná því og því verðum við að sætta okkur við svona leiki, en andskotann ekki leik eftir leik.
Magnús Þór says
Sigurjón Arthur Friðjónsson: Held að öllum sé ljóst að Louis van Gaal ætlar að fá Mats Hummels. Hann var ekki fáanlegur í janúar. Það var greinilega ekki bara keypt til að kaupa og það er fagnaðarefni.
Svo gæti ég ekki verið meira ósammála með þetta hliðarlínuvæl. Þetta er Louis van Gaal sem hefur unnið allt í fótbolta. Þetta er ekki Tony Pulis eða Martin O’Neill.
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Magnús Þór : Ég er búin að halda með okkar liði síðan veturinn 67-68 og þ.a.l. veit ég að allt í lífinu er breytingum háð og hver og einn hefur rétt á sínum skoðunum, bæði ég og þú :-)
Við erum með vörn sem kemur nötrandi af stressi inn á völlin í hverjum einasta leik og lætur öll önnur lið líta út eins og Bayern M, við þurftum á nýjum miðverði að halda í janúar þó að það væri ekki Hummels, bara einhver sem er skárri en Evans,Jones og jafnvel Smalling og getur haldist heill í ca 360 mín í röð !
Varðandi þetta með HLIÐARLÍNUVÆLIÐ :-) þá sérð þú nánst engan stjóra hjá yfirburðar íþróttaliði í heiminum í dag sem situr sem fastast á rassinum og skrifar ótt og títt í einhverja bók, fótbolti,körfubolti,íshokkí,amerískur fótbolti,blak,handbolti, þessir menn eru að koma skilaboðum til sinna manna í rauntíma og láta aðra starfsmenn sjá um að greina leikinn fyrir sig eða gera það sjálfir eftir leik s.b. Gummi Gumm og Sir Alex Ferguson ! Tek það fram að ég fagnaði vel og lengi þegar LVG tók við manutd en ENGIN er hafin yfir gagnrýni ! Og svona að lokum…þegar þó nokkrar mínútur voru eftir af leiknum í gær og staðan var 3-1 þá streymdu áhorfendur heim í te ?
Stjórinn sjálfur kemur inn á þetta í viðtölum er hræddur við missa stuðningsmennina ?
kv,
SAF
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Vil bæta aðeins við þetta, hlutir gerast svo hratt í enska boltanum að þú mátt einfaldlega ekki líta af leiknum þá ert þú búin að missa af einhverju s.b. þegar maður er að skrifa comment inn á Facebook í miðjum leik…ég þarf að hætta því :-)
Og Magnús Þór, kærar þakkir fyrir að vera einn af þeim sem heldur út þessari síðu RD…óeigingjörn,fagleg og frábær vinna :-)
ÁFRAM MANCHESTER UNITED ALLTAF !
KV,
SAF
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ok, núna hljóma ég eins og algjör fáviti en ég kvarta ekkert þó að Falcao sé að klikka hjá okkur. Var ekki hrifin af því hvað það voru að koma allt í einu margar stjörnur inn. Fínt að fá inn stjörnu en að dæla þeim inn er ekki eitthvað sem ég fíla. Hann má alveg fara aftur til baka eftir þetta tímabil.
Ég vil miklu frekar sjá Rooney, RvP, Wilson sem framherjana okkar.
Audunn says
Það á ekki að kaupa leikmenn bara til að kaupa leikmenn, þeir verða að bæta liðið.
Er viss um að United hafi reynt að fá einhverja leikmenn í janúar en við vitum að það er erfitt að fá leikmenn á miðju tímabili.
Við skulum líka aðeins horfa á staðreyndir, aðeins tvö í deildinni lið hafa fengið á sig færri mörk en United þannig að vörnin er nú ekki svo alslæm.
Menn benda jú á að De Gea sé búinn að bjarga okkur oft og mörgum sinnum sem er hárrétt, en til þess var hann keyptur og fyrir það fær hann greitt.
Bæði Peter schmeichel og Van der Sar björguðu liðinu oft og mörgum sinnum líka með frábærum tilþrifum, þeir voru líka fengnir til þess.
Ég er hinsvegar ekkert á móti því að United kaupi hágæða varnarmann en það finnst mér samt ekki vera forgangsatriði, miðjan er klárlega algjört forgangsatriði í þessu liði.
Ég er viss um að með betri og sterkari miðju þá muni vörnin lagast mikið.
Þessi leikur gegn Burnley var jú ekkert spes en okkur tókst á ná þremur stigum þrátt fyrir slappan leik, það er ákveðin styrkur.
Það er bara enginn leikur auðveldur í þessari deild, City átti í vandræðum með Hull heima um daginn, Arsenal var stálheppið að ná þremur stigum gegn Leicester á þriðjudaginn osfr.
Það er ekki hægt að búast við flugeldasýningu á meðan liðið er að fara í gegnum þessar breytingar og á meðan Van Gaal er að finna sitt rétta lið og rétta kerfi.
Hann er greinilega í vandræðum með að finna það og það eru að ég tel nokkrar ástæður fyrir því.
Það er búið að vera mikið um meiðsli. samsetning á hópnum, vantar töluvert upp á gæði sérstaklega miðjumanna osfr.
Menn máttu alveg búast við því s.l sumar að þetta yrði erfitt og mjög erfitt tímabil, liðið var í bullandi vandræðum í fyrra og við sáum þá að það þurfti að ráðast í miklar breytingar, þær breytingar eru alls ekki búnar, þetta er ennþá í bullandi vinnslu, liðið er að fara í gegnum miklar breytingar, breytingar sem verða til bóta, ég efast ekkert um það.
Og þrátt fyrir mikla neikvæðni stuðningsmanna þá má benda á það að liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu 18 leikjum og það þrátt fyrir að vera ekki að leika vel. Þannig að þetta er nú ekki allt svo hræðilegt er það?
Ég held að men þurfi bara að vera þolinmóðir og treysta Van Gaal, hann er topp topp stjóri með mikla reynslu.
Hann bjó til eitt allra skemmtilegasta fótboltalið sem ég hef séð, þá er ég að tala um Ajax liðið.
Mér er slétt sama hvort hann standi á hliðarlínunni og öskri eitthvað út í loftið eða situr í sínu sæti og skrifar hjá sér punkta.
Verð að segja að þessir þjálfarar sem standa stanslaust á hliðarlínunni gera lítið annað en tuða í fjórða dómaranum yfir öllum dómum sem dæmdir eru á þeirra lið, það er frekar þreytt.
Þórður says
Flugeldar væri draumur en er frekja að fara fram á einn góðan leik þar sem liðið er ekki heppið að ná sigri. Hvað hefði þetta botnlið getað skorað mörg mörk í gær á Old Trafford? 5-6?
Audunn Sigurdsson says
United spilaði mjög vel gegn Spurs á útivelli en það dugði því miður ekki til að landa þremur stigum.
Við unnum þennan leik gegn Burnley 3-1 og fengum 3 stig þrátt fyrir að spila ekki vel.
Hvort vilja menn frekar?
Það er erfitt að gera öllum til geðs því miður.
DMS says
Mér finnst eins og við séum að bara að stilla upp RvP og Falcao því þeir heita þessum nöfnum. Í kjölfarið dettur Rooney á miðjuna svo hægt sé nú að koma öllum stjörnunum í liðið.
Svona vil ég sjá liðið í næsta leik:
—————- De Gea ————-
McNair – Smalling – Rojo – Shaw
————- Herrera —————-
— Januzaj ———– Di Maria —
————– Mata ——————-
—- Rooney ——- Wilson ——–
Þarna erum við komnir með sprengikraft og hraða í sóknina. Mata sér um stungurnar og Di Maria og Januzaj sjá um að sprengja þetta upp með því að taka menn á og keyra á þá með boltann. Herrera sér um skítverkin á miðjunni í fjarveru Blind og ber upp boltann.
Við virðumst oftast ná að klára þessa heimaleiki með herkjum þó spilamennskan sé oft á löngum köflum vel undir væntingum. Hinsvegar eru útileikirnir hjá okkur sem við ráðum ekki við og töpum stigum. Verð að viðurkenna að ég er drullu stressaður fyrir törninni sem er framundan, tel okkur góða að ná að hanga á meistaradeildarsæti á þessu tímabili ef ekkert breytist fljótlega.
Keane says
http://sports.yahoo.com/news/man-united-boss-van-gaal-hasnt-cracked-says-072122127–sow.html
Barði Páll Júlíusson says
Er sammála þér DMS að það virðist einfaldlega bara verið að stilla þessu liði eftir nöfnum, eða er svona nokkuð sammála því. Mér finnst verið að stilla upp liðinu eftir nöfnum og einungis til að koma ákveðnum leikmönnum í liðið.
Eins og van Gaal sagði í byrjun tímabils, hann byrjaði með 3-5-2 því það var besta leiðin til að koma Rooney, Mata og Persie alla í byrjunarliðið.
Mér finnst liðið sem þú stillir upp vera algjör þvæla hvað það varðar að það munu öll lið í Englandi valta yfir miðjuna HERRERA. Hann getur engan veginn verið þarna einn og hvað þá með Januzaj, Di Maria eða Mata, alla vonlausa varnarlega og reyna ekki einu sinni að pressa menn, og helst vill maður ekki sjá þá pressa menn því þeir missa mennina hvort eð er alltaf framhjá sér.
Ég vil að við drullum okkur úr því að spila með tvo framherja því það hefur engan veginn virkað og látum Falcao og Persie frekar berjast um þessa einu stöðu og Wilson má berjast með þeim um hana.
Svona vil ég sjá liðið í næstu leikjum
———————De Gea—————–
McNair—Smalling——-Rojo—–Shaw/Young
————————————————
—————Blind—-Herrera————–
Di Maria—————————–Januzaj
—————–Rooney/Mata—————
—————–Persie/Falcao—————
Þarna spilum við með tvo miðjumenn, engan holding sem þarf að spila nánast sem þriðji varnarmaður. með tvo sterka kantmenn sem eiga að geta tekið menn á. Rooney eða Mata í holunni og Persie eða Falcao sem lone striker.
Rauðhaus says
Hjartanlega sammála því hjá Barða að hætta því að spila með tvo framherja. Það á við a.m.k. þegar hvorugur þeirra sem er að spila er að skila neinu sem kemst nálægt því að vera ásættanlegt.
Líst svo sem ágætlega á uppstillinguna sem þú leggur til, en myndi persónulega vilja fara í 433 með Rooney upp á topp. Svona vildi ég sjá liðið gegn Burnley og vil enn sjá þetta prófað:
——————DDG——————
McNair—-Jones—-Rojo—-Young
—————–Blind——————-
———Herrera—-Mata————-
—Di Maria——————-Januzaj
————–Rooney——————
Auðvitað getur þetta breyst inn á vellinum líka þar sem Mata færi kannski aðeins ofar og þá væri þetta mögulega 4-2-3-1, en svona leikur að tölum skiptir kannski ekki öllu.
Rauðhaus says
Ég myndi þó vilja breyta liðinu að ofan þannig að Jones og Shaw kæmu inn fyrir Jones og Young.