Þá er komið að því gott fólk. Á morgun hefst fjörið og með orðinu „fjörinu“ á ég við að United fer í gegnum erfiðasta leikjaprógramm tímabilsins þar sem það kemur í ljós hvort liðið fær að spila í meistaradeildinni á næsta tímabili og hvort Van Gaal nær að vinna sinn fyrsta titil (af vonandi mörgum). Allt þetta hefst með heimsókn Arsenal á Old Trafford í stórleik sjöttu umferðar FA bikarsins.
Svona lítur þetta annars út fyrir okkar menn næstu sjö vikurnar:
Það eru sjö lið eftir í FA bikarkeppninni, Aston Villa, Liverpool, Blackburn, Bradford City, Reading og svo United og Arsenal. Villa er komin áfram í næstu umferð en Bradford gegn Reading og Liverpool gegn Blackburn enduðu báðir með 0-0 jafntefli. Bradford/Reading leikurinn spilast 16. mars en það er ekki komið í ljós hvenær Liverpool/Blackburn spilast og verður fróðlegt að sjá hvernig það endar því Liverpool mætir Swansea 16.mars, United 22.mars og Arsenal 4.apríl og gæti leikur þarna inn á milli haft áhrif á þeirra baráttu um 3/4 sætið. Ef United nær að komast áfram í næstu umferð mun þetta leikjaprógram fyrir ofan breytast eitthvað þar sem umferðin verður spiluð á sama tíma og United á að mæta Chelsea á Stamford Bridge í apríl. En nóg um þetta leikjaprógramm og færum okkur yfir í leik morgundagsins.
Upphitunin
Byrjum þetta á einni spurningu: Eru Arsenal okkar erkifjendur í FA bikarnum?
Fjórtán sinnum hafa liðin mæst í þessari bikarkeppni, United unnið sjö, Arsenal fimm + eina vítaspyrnukeppni. Átján sinnum hafa bæði lið tekið þátt í úrslitaleik bikarkeppninnar, ellefu sinnum hafa þau unnið hann og sjö sinnum hafa þau tapað. Sumsé hnífjafnt sérstaklega ef við tökum frammistöðu liðanna í deildinni á þessu tímabili (Arsenal 3.sæti 58 stig / United 4.sæti 57 stig). Það sem Arsenal hefur samt framyfir United fyrir þennan leik er að liðið er ríkjandi bikarmeistari, eftir að hafa unnið Hull 3-2 og eyðilagt eftirlætis heimasíðu flestra stuðningsmanna annarra liða (sincearsenallastwonatrophy.co.uk), en United hefur ekki unnið bikarinn í heil ellefu ár!
Enginn leikmaður United hefur unnið bikarinn með liðinu og aðeins Van Persie og Mata hafa unnið bikarinn, en þá með Arsenal & Chelsea. Þetta er svo sannarlega eitthvað sem þarf að bæta úr og eigum við ansi góðan möguleika á því þetta árið. Það er því ekki hægt að hafa það meira viðeigandi en að slá út ríkjandi meistara á leið okkar að bikarnum, sérstaklega eftir þessa leiðindaumræður um auðvelda leið United að 8 liða úrslitunum (tvíeggjað sverð þar sem tap myndi einungis ýta frekar undir þær umræður). Fyrir áhugasama þá hafa viðureignir United og Arsenal farið svona:
Liðin eru einnig ansi sambærileg þegar við lítum á form liðanna. Þótt manni líði ekki þannig þessa dagana þá er United samt á ágætis róli, í síðustu sjö leikjum hefur liðið unnið fimm, gert eitt jafntefli og tapað einum. United skoraði a.m.k. eitt mark í þessum sjö leikjum, 13 í heildina og fengið á sig fimm. Aðalvandamál liðsins hefur verið frammistaða liðsins á útivelli (Heima: 14 leikir – 34 stig Úti: 14 leikir – 19 stig) og því er maður nokkuð kátur að sjá þennan leik spilaðan á Old Trafford.
Arsenal á sama tíma hefur unnið 4 leiki, gert 1 jafntefli og tapað tveimur í síðustu sjö. Þeir skoruðu 11 mörk og fengu 9 mörk á sig. Útivallarframmistaða Arsenal hefur verið þó skárri en United (Heima: 13 leikir – 30 stig Úti: 15 leikir – 24 stig). En við skulum hafa í huga að í þessum sjö leikjum mættu þeir Liverpool, Southampton, City og Tottenham þannig að það við skulum taka létt í þennan samanburð þar sem erfiðustu andstæðingar United voru West Ham og Swansea.
Í gær fengum við fréttir af því að Evans hafi fengið sex leikja bann fyrir að hafa hrækt á/að Papiss Cisse í leiknum gegn Newcastle á miðvikudaginn. Sem betur fer er Luke Shaw eini varnarmaður United á meiðslalistanum og samkvæmt PhysioRoom gæti hann spilað á morgun.
Svona vil ég sjá liðið á morgun:
Áhugaverð tölfræði
- United hefur unnið 70% af síðustu 20 heimaleikjum, gert jafntefli í 5% þeirra og tapað fjórðungi, heilum átta leikjum.
- Í þessum 20 leikjum hefur United haldið hreinu í sex og unnið þá alla.
- En í fjórum þeirra hefur United ekki skorað og tapað öllum, sumsé engin 0-0 jafntefli.
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Arsenal hins vegar unnið helming, gert jafntefli í 15% og tapað 35% þeirra.
- Arsenal hefur haldið hreinu í 7 af síðustu 20 útileikjum og unnið þá alla.
- Og í fjórum af þessum 20 leikjum hefur Arsenal ekki skorað og eins og hin staðreyndin sýnir, tapaö öllum, engin markalaus jafntefli þar heldur.
Tilvitnanir
Van Gaal
I want to get always the goals that we have set. And the goals that we have set is the first four. And a title is fantastic, what is important for the club when you win the FA Cup you are not in the Champions League but you have won the title. A title. So, for the players, it is fantastic, for the manager, it is fantastic, but our goal is to reach in our first year together a place in the Champions League.
It’s a game between two teams of 11 players, United and Arsenal are placed third and fourth in the league, so it’s almost like a final, I think. We have the support of our fans but Arsenal shall bring a lot of fans too. Also, Arsenal and United are now in third and fourth place, so it is a big event with two good teams. I hope we can give a fantastic match for the fans. I think if we beat them it is a big blow for them, but if they beat us it is a big blow for us. It is very important game, not only for the FA Cup but also for the rat race.
Rooney
„We have an FA Cup quarter-final against Arsenal on Monday and that is massive for us, we haven’t been to a final for a few years, we want to try to win that game and we are looking forward to that. Of course, I think it is a massive trophy. It is a trophy that, growing up as a youngster, I used to love watching and I was fortunate enough to see Everton lift the FA Cup in 1995 when I was nine years old. It is something which I would love to do and hopefully it can be this year.“
Fellaini
„We always keep going and scored in the last minute, the spirit was good, we continued [probing] and that is important. We have showed it [the spirit] already a lot of times now and we have to continue like that, we have a big game on Monday, so it is good for the confidence. It will be a challenge. Monday is a massive game. We have to win it in one game because playing at Arsenal would be difficult. The FA Cup is a special competition, a big trophy in England. I lost a final. I played in a semi-final. This season, I can win [it].“
Að lokum
Hér er smá upphitunarvídeó frá BBC sem ætti að koma ykkur í gírinn
Audunn Sigurdsson says
Frábær upphitun og takk fyrir hana.
Hlakka mikið til leiksins á morgun, hann gæti verið lykillinn af því sem koma skal.
Sigur mun veita liðinu aukið sjálfstraust en tap yrðu skref tilbaka.
Eitt vil ég hinsvegar benda á að þegar þetta er skrifað þá er leikur Liverpool og Blackburn ekki hafinn og Liverpool því ekki komið áfram eins og sagt er í þessari upphitun.
Það er hinsvegar nánast pottþétt að Liverpool klári það dæmi auðveldlega.
ellioman says
Heyrðu það er bara alveg hárrétt hjá þér! Ég skrifaði upphitunina með því hugarfari að hún yrði birt í kvöld en ákvað bara að bomba henni í loftið fyrr og steingleymdi þessu.
En þar sem við erum sammála um að líkurnar eru 99% á að Liverpool komist áfram, þá bara bara leyfum við þessu að standa :)
ellioman says
Frábært jinx hjá okkur! Blackburn náði bara jafntefli á Anfield. Nú skal ég lagfæra greinina :)