Þvílíkt klúður! Besti möguleiki liðsins í langan tíma að vinna FA-bikarinn en nei, við klúðrum því svona svakalega. Mikið rosalega getur maður verið pirraður og fúll út í þetta lið okkar stundum. En svona er þetta stundum. Arsenal er komið áfram og United situr eftir með sárt ennið.
Leikurinn
Van Gaal ákvað að hafa liðsuppstillinguna nánast eins og á miðvikudag gegn Newcastle. Eini munurinn er að Luke Shaw kom inn í byrjunarliðið í stað Evans, sem gat að sjálfsögðu ekki spilað þar sem hann afplánar nú 6 leikja bann fyrir að nota munnvatnið á ódrengilegan máta.
Svona leit byrjunarliðið út hjá United:
Bekkur: Valdes, Rafael, Jones, Carrick, Januzaj, Mata, Falcao.
Arsenal-liðið var svona:
Byjunarlið: Szczesny, Bellerin, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Coquelin, Cazorla, Oxlade-Chamberlain, Ozil, Alexis, Welbeck
Bekkur: Martinez, Gibbs, Chambers, Ramsey, Giroud, Walcott, Akpom
Þrátt fyrir pirring skýrsluhöfundar þá verður því ekki neitað að fyrri hálfleikur var ansi skemmtilegur. Bæði lið að spila vel og áttu fín færi en það er varla ósanngjarnt að segja að United hafi verið örlítið sterkara. United stjórnaði leiknum ágætlega, náði fljótt að krækja í gult spjald á Bellerin og var maður bara nokkuð bjartsýnn á góð úrslit er mínúturnar liðu. En United ákvað að fylgja trendi síðustu tveggja (þriggja?) ára og leyfa andstæðingnum að skora fyrsta mark leiksins.
Ég veit ekki hvað þessi vörn okkar var að reyna gera á 26′ mín þegar Chamberlain þræddi sig í gegnum alla vörn United á meðan hún horfði og dáðist en gleymdi gjörsamlega sínu hlutverki, að passa upp á Nacho Monreal. Hann var einn og óvaldaður og fékk boltann frá Chamberlain vinstra megin í vítateignum og kom honum snyrtilega framhjá De Gea.
Það tók United samt ekki nema þrjár mínútur að jafna metin. Ekki skemmir fyrir að það var sérdeilis glæsimark. Di Maria átti stórglæsilega sendingu inn í teig á Rooney sem skallaði hann laglega framhjá Szczesny í marki Arsenal
Ekki náðu liðin að bæta við mörkum áður en Michael Oliver flautaði til hálfleiks. Eins skemmtilegur og mér þótti fyrri hálfleikur þá var upplifun mín af þeim seinni algjör andstæða. Van Gaal ákvað að gera tvær breytingar á liðinu í hálfleik. Inn á komu þeir Phil Jones og Michael Carrick fyrir þá Herrera og Shaw. Ekki verður sagt að þetta hafi verið góðar skiptingar hjá kallinum því United komst aldrei á skrið eftir þetta. Má í raun segja að seinni hálfleikur hafi mestmegnis innihaldið alveg andstyggilega mikið af klaufamistökum og sloppy spilamennsku.
Fyrir leik sá maður nokkur tíst þar sem fólk grínaðist með hversu lengi það tæki United að byrja á hinni stórskemmtilegu taktík er við nefnum, „háan bolta á hávaxna hárboltann“. Ég get svarað því, 62’mín eða um leið og Welbeck, fyrrum stórhetja United, náði að koma Arsenal yfir að nýju.
Jones og Valencia lentu í vandræðum með knöttinn sem endað með því að Valencia gefur alveg hræðilega sendingu aftur á De Gea. Welbeck hljóp á eftir boltanum og hafði De Gea engra annarra kosta völ en að hlaupa út á móti en Welbeck, aldrei þessu vant, gerði vel og náði að pota boltanum framhjá De Gea og koma svo tuðrunni í helvítis netið.
Marki undir en samt 30 mínútur eftir á þessum tímapunkti. Ekki gott en alveg möguleiki að sjá United koma til baka úr þessu. United reyndi og reyndi en þessar þúsund háu sendingar fram á Fellaini skila oftast nánast engu og væri gaman að sjá hvað Mata og Falcao hafi verið að hugsa á bekknum.
Arsenal var stálheppið að missa ekki mann af velli er Bellerin, sem var á gulu spjaldi, braut á Ashley Young. Með réttu hefði hann átt að fá sitt annað gula spjald en dómarinn sleppti honum í þetta skiptið. Wenger var svo snjall að taka hann af velli stuttu síðar. Á 77’mín fengum við í staðinn algjöran sirkus er Di Maria sótti að vítateig Arsenal,fór framhjá nokkrum varnarmönnum Arsenal, dró að sér snertingu en datt fullauðveldlega.
Allir héldu Michael Oliver, dómari leiksins, væri að dæma aukaspyrnu á Arsenal en nei. Hann gaf di Maria gult spjald fyrir leikaraskap. Smávegis læti urðu svo í kringum þetta og allt í einu sáum við, sem horfum á leikinn, Di Maria labba af velli. Enginn var viss um hvað gerðist nákvæmlega á þessum tímapunkti en í endursýningu kom í ljós að Di Maria hafði togað í skyrtu dómarans þegar hann vildi rökræða eitthvað frekar við hann. Ótrúlegt en satt þá er þetta fáránlegra rautt spjald en það sem Smalling fékk gegn City fyrr á tímabilinu. Þvílíkir kjánar. Það er því svo sannarlega ekki hægt að rífast eitthvað um þennan dóm, hinsvegar hægt að tala mikið um heimsku Di Maria þarna. (Skulum samt halda því til haga að Sanchez fékk skömmu seinna dæmt brot á Valencia fyrir nánast nákvæmlega eins ‘ekki-brot’ og Di Maria var að biðja um þarna).
Eftir þetta reyndi United eins og það gat að sparka háum boltum inn í teig en það dugði skammt. Januzaj, sem var skipt inn á á 73’mín fyrir Rojo, náði stundum að skapa hættuleg færi en ákvað frekar að dýfa sérog klúðra þeim í staðinn. Á sama tíma fékk Arsenal nokkur dauðafæri sem þeir annaðhvort náðu að klúðra stórkostlega eða langbesti leikmaður liðsins, De Gea, kom í veg fyrir að þeir skoruðu. Þessi hringekja hélt svo áfram og áfram þar til dómarinn flautaði loks leikinn af.
Besti leikmaður United í þessum leik? Verð að velja tvo í þetta skiptið, Rooney og De Gea. Báðir tveir áberandi bestir í dag í þessum ömurlega tapleik.
Pælingar
Þetta var fyrsti leikurinn í erfiðasta leikjaprógrammi tímabilsins og ég ætla bara að játa það að ég er afskaplega svartsýnn á að United nái meistaradeildarsæti þetta árið. Mér finnst alveg ótrúlegt að við séum í fjórða sæti í deildinni, alveg stórfurðulegt jafnvel. Það er nánast í hverjum leik sem maður les hérna leikskýrslur og það er aldrei falleg lesning um frammistöðu liðsins. En einhvern veginn höfum við náð að að safna saman 53 stigum í 28 leikjum þannig að öll von er ekki úti en miðað við leikina framundan og frammistöðu liðsins þá er ég fúli skúli og sé ekki liðið ná þessu. (Mikið vona ég nú að maður hafi rangt fyrir sér).
En til þess að það gerist þá verður að koma einhver hraði í þetta lið okkar. Það er mikil vonbrigði að sjá hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og hvernig það brást við eftir að seinna mark Arsenal kom. Liðið skapaði sér ekki eitt færi enda snerist allt um að negla boltanum hátt á Fellaini. Það verður að vera meiri fjölbreytni og HRAÐI í uppspili liðsins þegar við verðum að skora mark. Það er einfaldlega alltof auðvelt að verjast liðinu eins og er.
Eftir stendur gríðarlega hörð barátta um 3-4. sætið, þrátt fyrir erfiða dagskrá er sú barátta algjörlega í höndunum á liðinu. Nú þarf að bretta upp ermarnar. Annars fer illa.
Hilmar Gunnarsson says
Ég myndi nú frekar halda að þetta sé 433 en það er kannski aukaatriði.
2-0 rooney Smalling
Tryggvi Páll says
Veit ekki alveg hvernig þetta leggst í mig. Ef það er eitthvað spunnið í Wenger stillir hann liðinu upp með það að markmiði að gera nákvæmlega það sem United hefur gert við Arsenal undanfarin ár: Sitja til baka, leyfa andstæðingnum að spila og beita skyndisóknum. Þeir gerðu það með góðum árangri gegn City og ættu vel að geta gert eitthvað svipað í kvöld. Það myndi henta fullkomlega gegn sóknarleik United eins og hann hefur verið undanfarið. Ef Arsenal spilar svoleiðis gæti þetta endað illa.
Ef hið venjulega Arsenal sem breytir aldrei um leikstíl mætir hinsvegar til leiks ættum við að hafa þetta að mínu mati.
eeeeinar says
Góður fyrri hálfleikur, í raun í fyrsta skiptið í langan tíma sem ég hef haft virkilega gaman að spilinu og loks almennilegt tempo hjá United. Rooney vonandi að sanna fyrir LVG að hann á heima frammi en ekki á miðjunni.
Þetta er 50/50 og gæti dottið báðum megin, jafntefli og helvítis replay á Emirates alls ekki ólíklegt. En damn hvað ég verð stressaður í hvert skipti sem boltinn er hjá Smalling. Hann er ágætis varnarmaður en þvílíkur klaufi á boltanum.. Þemalagið í Klaufabárðunum (Pat og Mat) byrjar alltaf að óma í hausnum mínum þegar hann boltinn kemur í 5m radíus við hann.
Hefur eitthver skýringu af hverju er Giroud ekki inni hjá Arsenal? Hann er búinn að vera virkilega sterkur í þeim Arsenal leikjum sem ég hef séð nýlega.
Bjarni Ellertsson says
Jæja ,hvað segja menn. Mér finnst við ekki vera betri en það sem við erum að sýna í dag og eigum ekki mikið skilið, hræddur um að meistaradeildarsætið fjúki í næstu 3 leikjum. Hausinn á mönnum er ekki rétt skrúfaður á, 7 spjöld og klaufagangur einkennir þennan leik, Erum eins og oft áður sjálfum okkur verstir. megi þíð eiga góða nótt.
DMS says
Hvað í fokkanum er að angra Di Maria? Ekki það að Michael Oliver hafi átt góðan leik, algjör rola að hafa ekki rekið Belerin út af með sitt annað gula spjald. Wenger vissi upp á hár að hann slapp fyrir horn og kippti honum strax útaf. Þetta var hreinlega skólabókardæmi um annað gult spjald.
En við getum ekki gert annað en að kenna okkur sjálfum um. Við gefum þeim annað markið á algjöru silfurfati og svo tekur Di Maria upp á svona heimskupörum. Það er klárt mál að þessi maður þarf á sálfræðimeðferð að halda, það er bara þannig. Hvort sem það er innbrotið eða eitthvað annað sem er að valda þessum erfiðleikum. Hann var búinn að eiga ágætan leik fram að þessu, allavega mun betri en í undanförnum leikjum.
Þetta þýðir að hann missir af leikjum gegn Tottenham, Liverpool og Aston Villa. Vel gert Di Maria, vel gert! En það má kannski sjá jákvæða hlið á þessu, Juan Mata gæti mögulega fengið smá spilatíma.
Rúnar Þór says
SKANDALL!!!
Ottó says
Getur einhver reynt að útskýra fyrir mér afhverju Van Gaal þarf alltaf að nota skiptingu í varnarmenn? Og hvað ætli Juan Mata hafi gert honum
Rúnar Þór says
2 mark Arsenal og sending Valencia SKANDALL!!!!
Di Maria rautt spjald SKANDALL!!!!
Bellerin ekki rautt spjald SKANDALL!!!!
Skipting LVG Januzaj fram yfir Mata/Falcao þegar við þurftum mark SKANDALL!!!!
Ashley Young settur í lb þegar hann var búinn að vera hættulegur SKANDALL!!!!
Björn says
Hvers vegna fá bæði Di María og Januzaj gul spjöld en ekki Welbeck þegar hann gerði sama hlutinn (samkvæmt dómaranum) í fyrri hálfleik? Svo við tölum nú ekki um Bellerin…
Adólf Sig says
Guð minn góður hvað það fer í pirrunar á manni hvað Januzaj fær mikinn séns hann hefur ekkert getð í allan vetur og ákvörðunar tökunar hjá þessum dreng eru til háborinnar skammar!!
Jon þór says
hörmuleg frammistaða hjá okkar liði. og svo taka þessir menn uppá því að reya að svindla , hvað fengu þeir mörg spjöld fyrir dýfur 5 ?. er 100 % að di maria hafi fengið beint rautt en ekki 2 gul ?… afhverju eyðir alltaf extreme giant baals gaal skiptingum sínum í varnarmenn ?
Kjartan Tryggvason says
Jæja segið mér hvað er að hjá okkar uppáhaldsliði að vera með boltann 62% móti 38% og tapa þó 1:2 og það ekki ósanngjarnt. Ég verð að segja að það var mjög margt sem var ekki í lagi t.d. var dómgæslan skelfileg án þess að það bitnaði svo mikið á öðru liðinu frekar en hinu og þegar Di Maria nældi sér í rauða spjaldið gerði hann það alveg á eigin forsendum.
Ég er mjög svo svekktur að þurfa endalaust að horfa uppá eitthvað svo vonlitlar lausnir á leikskipulaginu hjá United leik eftir leik og annað hvort að tapa leikjum sanngjarnt eða að vinna leiki með einhverri smá heppni.
Einar T says
Það sem þessum fína þjálfara er að takast illa upp er að auka sjálftraust leikmanna. Að kippa mönnum út af í hálfleik (algjört diss) – spila þeim ekki nokkra leiki í röð (þrátt fyrir þokkalega frammistöðu) – hrósa þeim ekki (þó svo þeir hafi bjargað deginu…t.d. de gea) – þetta er niðurrif fyrir egó manna. Og þetta fer versnandi. Herrera, Mata, Di Maria, Falcao og Januzaj fá t.d. að finna fyrir þessu. Til að spila vel þarf sjálftraustið að vera í lagi, það er eiginlega bara ósköp einfalt og skiljanlegt.
Ekkert til að kvarta yfir ef að liðið sem er á vellinum í þinn stað stendur sig vel.
En málið er að engin uppstilling hefur staðið sig vel í ár. Það er þó alltaf eitthvað til að gleðjast yfir en ekki í því magni sem ætlast er til af stórliði sem þessu.
Ég fæ það á tilfinninguna að margir innan liðsins (í þjálfarateymi sem leikmenn) hafi ekkert á móti því að vindar blási á móti.
Það er ekki útlit fyrir að þetta lið standist áhlaup næstu vikna í deildinni… verð hreinlega hissa ef að liðið nær meistaradeildar-sæti.
En vonandi klikkar þetta allt saman – mannskapurinn verður allur samstíga og neglir þetta. Getan er svo sannarlega til staðar.
5 sæti eða neðar og enginn bikar væri ansi dapurt og erfitt að kyngja.
Koma svo….
Halldór Marteinsson says
Algjörlega sammála þessum pælingum. Arsenal, Liverpool og jafnvel Tottenham hafa verið að spila betur en United. Með sams konar spilamennsku út tímabilið munu öll þessi lið verðskuldað enda fyrir ofan United.
Vonandi notar liðið þetta svekkelsi til að rífa sig upp og fara að spila áræðnari og betri fótbolta.
Orri Freyr says
Hugsa að það séu fá lið sem hafa jafn marga skapandi leikmenn í hópnum eins og Man Utd. Þegar að menn eins og Di Maria, Mata, Rooney, Falcao, Herrara og fleiri eru upp á sitt besta ætti liðið að vaða í færum.
Samt er alltaf farið í að dúndra háum boltum á Fellaini, vissulega nær hann einstöku sinnum að taka á móti boltanum en sjaldan kemur eitthvað útúr því. Finnst fínt að hafa Fellaini á bekknum og henda honum inn á þegar að það þarf meiri baráttu á miðjuna, en í svona leik er hann stöðugt að tefja leikinn með heimskulegum og óþarfa brotum. Virðist aldrei geta farið í 50/50 bolta án þess að brjóta af sér.
Hjörtur says
Ég er eiginlega búinn að missa allt álit á þessu liði, og stjóranum líka, þar sem hann gerir hverja andskotans vitleysuna með inná skiptingar (mitt álit). Það er alltaf það sama leik eftir leik, spilað útá kantana og svo hábolta fyrir, og lítið sem ekkert verður úr, enda hafði ég ekki geð í mér að horfa á leikinn til enda. Með þessu áframhaldi eins og ég hef lýst yfir áður þá verður 6 sætið staðreynd í vor. Og mín skoðun er sú, að það á að hætta að eltast við rándýra leikmenn, kaupa leikmenn sem eru fljótir, sterkir og þora að skjóta á markið, en ekki einhverja veimiltítur sem má varla koma við, svo þeir liggi ekki emjandi í grasinu, samanber Di María, sem mér finnst ansi oft veltast um emjandi við litla snertingu.Það er eh ansi mikið að hjá liðinu.
Hannes says
veit ekki hvort að þið tókuð eftir því en þegar Ramsey fær gult fyrir tæklingu sína þá ætlar united að taka hraða aukaspyrnu en hann sparkar boltanum uppí stúku, það er bara annað gult spjald punktur, en vissi strax að pappakassinn oliver væri aldrei að fara dæma á það miðað við hans frammistöðu. Hvað í andskotanum er beljan LVG að gera með þessum skiptingum ?? þú ert að tapa á heimavelli og þarft mark , þú getur sett mata eða falcao inná, hvad gerir þú ? LVG setur JANUZAJ !!!! ertu að fokkin grínast í mér ? þarna vissi ég um leið að hvíta handklæðinu var kastað fram. Trúi ekki að oliver hafi eyðilagt leikinn, bellerín og ramsey áttu að fjúka útaf og svo gefur hann dimaria rautt fyrir að pota í bakið hans á meðan hann sleppti Hart fyrir að skalla sig í machester derby leiknum fyrr í vetur. Ég er orðlaus ándjoks yfir frammistöðu dómarans og mér dettur ekkert annað í hug heldur en mútur, hélt það væri bara á ítalíu eða í s-ameríku en þetta lyktar ansi ílla, ég trúi því ekki að oliver sé svona lélegur, hef nú fundist hann vera einn af þeim skárri þarna í ensku dómarastéttinni en í kvöld vorum við flautaðir úr keppni. LVG og Oliver skipta þessu tapi á milli sín. Og hvað erum við að spila þetta ógeðslega sam allerdyce taktík með að sparka uppí loftið á fellaini, þetta er sorgleg spilamennska og liggur við að maður felli tár við að horfa uppá þetta. Þetta er bara hundleiðinlegt og arfaslök spilamennska.
Robbi Mich says
Mér finnst pínu gott á LVG að Welbeck kallinn hafi sparkað okkur út úr bikarnum. Welbeck er engu síðri en þessir „markaskorarar“ okkar og að mínu mati var rangt af LVG að henda Welbeck á haugana án þess að gefa honum almennilegt tækifæri, hann hefur kraftinn og hraðann sem liðið svo sárlega skortir. Af hverju ekki að styrkja liðið þar sem þurfti að styrkja, sbr. vörn og miðja, frekar en að taka til í framlínunni? Í Welbeck sló United hjarta og það er miður að LVG hafi ekki séð það eða leyft honum að sanna sig.
Audunn says
Ég mjög hissa á þessari neikvæðu og svartsýnu leikskýrslu verð ég að segja.
Það var fullt af jákvæðum punktum í þessum leik og liðið að spila miklu miklu betur en svo marga marga leiki á þessu tímabili.
Ég tók eftir því að Giggs öskraði amk 3 sinnum á Herrera í fyrrihálfleik og var að benda honum á einhverjar staðsetningar, tók samt ekki alveg eftir því hvað hann var að meina með þessum bendingum. Veit ekki hvort það var ástæðan fyrir því að honum var skipt útaf, hvort hann var meiddur eða hvort það var vegna þess að hann var á gulu spjaldi.
Mér skilst að Shaw hafi meiðst eitthvað, en það á eftir að koma í ljós.
Er hinsvegar sammála því að þessi ákvörðun að setja Januzaj inná kom mér á óvart, ég hefði viljað sjá Mata koma inn á frekar.
Sjálfsagt var Van Gaal að spá í að Januzaj er bæði hraðari og meiri vængmaður en bæði Mata og Falcao, hefði samt viljað sjá Mata frekar þó svo að það sé frekar ósennilegt að það hefði skipt einhverju máli.
Ég vildi reyndar sjá hann koma inn á í hálfleik í stað Fellaini sem gerði eins og svo oft áður ekkert inn á vellinum nema að tuddast, enda eina að því fáu sem hann kann greyið.
Þetta var eftir allt saman algjör 50/50 leikur sem réðust af einstaklings mistökum eins og maður átti alveg eins von á.
Hvorugt liðið var eitthvað áberandi betra í þessum leik að mér fannst, mjög jafn og skemmtilegur leikur.
Ég er ósáttur við úrslitin en sáttur með spilamennskuna, sá marga jákvæða punkta og þróun í rétta átt.
Jú það má gagngrína þessa hálofta spyrnur inn í vítateig en málið er að ef menn ætla að spila Fellaini upp á topp þá verða lið að spila svona, hann er ekki leikmaður sem vill fá boltann í fæturnar. Hann er leikmaður sem vinnur boltann í loftinu.
Eins og ég hef svo mörgum sinnum komið inn á þá á hann ekkert heima í Man.Utd.
Bjarni Ellertsson says
Sjálfstraustið í liðinu er ekki mikið þó svo við erum með 70% af boltanum í sumum leikjum, erum allt of passífir og tökum enga sénsa, heyri og les þetta stöðugt frá fyrrum leikmönnum sem og fyrri andstæðingum. Ástríðan er lítil, allt of margir að hugsa um eigin frammistöðu, í þessum leik mátti sjá áframhald af slökum varnarleik og þá er það ekki bara varnarmennirnir og sóknin var líka bitlaus á köflum, en allt er þetta samt í rétta átt en það tekur tíma með nýjum mönnum. Gef LVG séns út samningstímann en það mun samt taka hann meira en 2 ár að byggja upp sitt lið og spurning er hvort það muni duga til að ná í meistaradeildarsæti, náum því ekki í ár en ég veit ekki heldur með næsta ár miðað við hve þróunin hefur verið hæg. Önnur lið í kringum okkur eru mun betur spilandi og meiri ástríða þar í gangi og það fleytir mönnum ansi langt.
Ef LVG hreinsar meira til í sumar og við fáum fleiri nýja leikmenn, tekur það þá ekki annað ár að kenna þeim hans fílasófíu og þá um leið verður annað ár í uppbyggingu? Er ansi hræddur um það. Það tekur alltaf á að vera UTD aðdáandi, hef upplifað það í 35 ár, og það mun aldrei breytast. Erum á svipuðum slóðum með liðið og þegar Big Ron var með liðið, fullt af ungum talentum og stjörnum en sjálfstraustið er lítið og leikmenn virðast utangátta hvernig á að spila fótbolta saman, sem er frekar skrítið. Fótbolti er ekki geimvísindi.
Stefán says
Bæði lið voru mjög nervous en Arsenal voru mun betri aðilinn þar sem Wenger vissi miklu meira hvað hann var að gera, frekar en Van Gaal. Hann ownaði hann frekar vel.
Arsenal spilaði 33% með boltann með þennan Counter bolta sem þeir notuðu gegn City og þetta virkar mjög vel.
Þeir hafa verið að struggla varnarlega eins og við en þeir eru samt með betri vörn, ekki spurning.
Skiptingarnar í hálfleik og leikskipulagið er alveg glatað en það sem fer mest í taugarnar á mér er ekki tapið heldur peningarnir og mistökin sem þetta félag er búið að gera síðan Fergie fór.
Fergie fór að því hann taldi Moyes eiga að byrja að taka við af sér, fannst hann vera ready.
Það klúðraðist alveg og við tekur Van Gaal sem er ekkert að gera betur í raun og veru en þeir eiga eitt sameiginlegt: Þeir þurfa mikinn tíma með þetta lið.
Öll vörnin á seinasta ári er farin, öll reynslan, meirasegja fjórði varnarmaðurinn sem var yngstur af þeim sem var lykilmaður Ferguson er alltaf á bekknum og fær engin tækifæri meðan sumir fá endalaus tækifæri.
Ég verð nú að viðurkenna að ég treð sokk uppí mig með Young, hann hefur alltaf verið einn af örfáum sem ég hef alltaf viljað fá frá félaginu en hann hefur verið einn af þeim í þessu liði sem hefur sýnt character og constistency. Samt sem áður finnst mér hann ásamt mörgum vanta first team skills sem þarf að hafa þannig hann væri frábært backup.
Stefán says
Svo fær Valencia endalaus tækifæri, og er notaður í RB á móti Sanchez og Rafael fær aldrei tækifæri, hann gat ekki neitt á móti honum og þessi vörn var mesta rusl sem ég hef séð
Tryggvi Páll says
Það er gríðarlega svekkjandi að detta úr bikarnum á þessu stigi keppninnar, sérstaklega vegna tveggja einstaklegra heimskulegra og óþarfa mistaka. Meistaradeildarsæti og bikar hefði verið frábært veganesti fyrir næsta tímabil.
Þetta er þó enginn heimsendir. Það hafa verið ýmis merki undanfarið um að leikmennirnir séu farnir að skilja sín hlutverk betur og hvernig Louis van Gaal vill að liðið spili. Það er kominn meiri hraði í uppspilið og liðið er að skapa sér fleiri færi í hverjum leik. Vissulega er dagskráin erfið framundan en það er bara gott. Menn munu einbeita sér algjörlega að verkefninu framundan og ég er viss um að ákefðin á æfingum sé og verði mikil.
Betur má þó ef duga skal. Það er ennþá alltof auðvelt að verjast liðinu. Það eina sem lið þurfa að gera er að sitja til baka og verjast. Við erum alltof passívir og fyrirsjáanlegir. Hvenær skoraði United t.d. síðast mark eins og fyrra mark Arsenal þar sem varnarmenn okkar voru dregnir úr stöðu? Við eigum í miklum erfiðleikum með það að gera það við varnir andstæðinganna. Ég hef áhyggjur af þessu og þessvegna hef ég t.d. mikla þolinmæði gagnvart Di Maria og Januzaj sem eru stöðugt að reyna að brjóta upp spilamennskuna með því að taka menn á og gera eitthvað óvænt.
Leikurinn í gær var endurtekning frá hinum tveimur tapleikjunum á árinu. United er miklu meira með boltann, nær þó ekki yfirhöndinni í leiknum, annaðhvort vegna þess að liðið nýtir ekki færin sín eða skapar ekki góð færi. Það eina sem andstæðingurinn þarf þá að gera er að sitja til baka og vera þéttir á vítateigslínunni. Svo þurfa þeir bara að nýta þau færi sem munu óumflýjanlega bjóðast þeim vegna klaufalegra mistaka varnarmanna okkar. Þannig var markið hjá Southampton, þannig voru bæði mörk Swansea og bæði mörk Arsenal, sérstaklega síðara markið.
Varnarmenn okkar virðast hreinlega ekki ráða við það hlutverk sem þeim er ætlað, þeir þurfa mikla vernd og kannski er það að hafa áhrif á þann leikstíl sem Louis van Gaal vill láta liðið spila, maður veit það ekki. Þetta er klárlega eitthvað sem verður að bæta fyrir næsta tímabil og einn öruggur og helst reynslumikill miðvörður hlýtur að vera efstur á innkaupalistanum.
Varðandi Fellaini þá er hann gagnlegur leikmaður til þess að hafa í hópnum en hann á aldrei að vera fastamaður í byrjunarliðinu. Það er alltof freistandi að negla bara háum boltum á hann í staðinn fyrir að reyna eitthvað alvöru spil sem skilar sér alltaf í fleiri mörkum til lengri tíma litið. Nokkrum sinnum í leiknum í gær átti hann fína möguleika á að koma með hættulegar sendingar á samherja sína sem voru í fínni stöðu en hann bara réði ekki við það og valdi auðvelda kostinn. Í því kristallast kannski vandamál United á tímabilinu, menn velja alltaf auðvelda kostinn.
Einar says
Mata og Carrick verða byrja inn á ef united ætlar að vinna leiki.
Rauðhaus says
Tek undir allt sem Tryggvi segir hér að ofan.
Ég nenni eiginlega ekki að ræða mikið meir þennan leik í gær nema að litlu leyti. Hann tapaðist á einstaklingsmistökum sem ekki verður klínt á þjálfarateymið eða einhvern annan. Við vorum óheppnir með dómgæslu, en að mínu mati var samt ekkert hneyksli í því sambandi. Nokkrar stórar ákvarðanir féllu gegn okkur og með Arsenal og maður verður bara að kyngja því, hversu svekkjandi sem það nú er. Danny Welbeck skoraði sigurmarkið sem var örugglega sætt fyrir hann. Hins vegar átti hann að öðru leyti ekkert sérstakan leik og markið hans var einungis gjöf frá okkar mönnum til hans. Þess vegna get ég engan veginn skilið fjölmiðlaumræðu um að þetta tiltekna mark sé einhver sönnun þess að LvG hafi gert mikil mistök í að selja hann. Get tekið undir að það er leiðinlegt að sjá á eftir uppöldum leikmönnum, en fer ekki af þeirri skoðun minni að Danny Welbeck er langt frá því að vera nógu góður til að vera aðalframherji hjá Man.Utd. Ætla að láta þetta duga um leik gærkvöldsins og spá aðeins í næstu mánuði framundan.
Maður hefur það á tilfinningunni að stærsta vandamál LvG sé að leikmennirnir sem hann hefur úr að moða hafa ekki gæðin eða eiginleikana sem þarf til að spila hans „fílósófíu“. Það á náttúrulega alveg sérstaklega við um hafsentana okkar. Mér hefur fundist Rojo og Smalling skástir af þeim í vetur, en hvorugur þeirra er þessi dóminerandi leiðtogi sem okkar vantar svo sárlega – einhvern leikmann sem er jafnframt vel spilandi. Ég sver það, ég væri tilbúinn í að leggja persónulega út 100-200 þúsund krónur fyrir ungan Rio Feridinand :)
Ég tel það nokkuð ljóst, hvort sem við náum þessu blessaða meistaradeildarsæti eða ekki, að LvG verður áfram stjórinn okkar á næsta tímabili. Að mínu mati hefur hann gert mörg mistök í vetur, en ég er samt alveg 100% á því að hann eigi að fá lengri tíma. Að því sögðu tel ég alveg öruggt að hann muni taka verulega til í leikmannahópnum. Eftir á að hyggja held ég að þessi góði árangur Hollands á HM í fyrra hafi verið verri fyrir okkur en við gerðum okkur grein fyrir. Af þeim sökum kom hann síðar til starfa en ella. Og að mínu mati gerði hann sömu „mistök“ og David Moyes – hann vildi gefa öllum leikmönnum tækifæri til að sanna sig o.s.frv. Þessir sömu leikmenn, svo og aðrir sem ættu að vera lykilmenn í liðinu, hafa brugðist í vetur. Ég held persónulega að LvG vilji kaupa: i) heimsklassa hafsent, ii) alvöru stál á miðjuna – einhvern sem er óumdeilanlega byrjunarliðsmaður, iii) nýjan hægri bakvörð, iv) fljótan kanntmann og v) fljótan og leikinn senter. Allt leikmenn sem kæmu til með að styrkja byrjunarliðið.
Ég held að svona breytingar muni ekki eiga sér stað allar í sama glugganum en held samt að næsta sumar verði mjög athyglisvert. Tek það sérstaklega fram að ég væri persónulega hrifinn af svona breytingum, þó kannski ekki alveg öllum í einu. Ef eitthvað svona lagað myndi gerast er líka ljóst að það væru margir leikmenn sem myndu yfirgefa klúbbinn í sumar.
Ef ég fengi að ráða þá myndi ég án vafa losa mig við (amk ef ég ætti að velja núna): Falcao, Jonny Evans, Rafael, Phil Jones, Chicarito, Nani, Cleverley. Þeir sem ég myndi íhuga alvarlega að losa mig við en möguleg halda til að tryggja breidd í hópnum: RvP, Valencia, Fellaini. Þeir sem að ég vil ekki missa en er hræddur um að gætu farið: Mata, Herrera og jafnvel DDG.
Steini says
Núna er United búið að mæta 4 ágætis liðum á þessu ári.
Stoke á Brittania 1-1 jafntefli
Southampton á Old Trafford 0-1 tap
Swansea á Liberty Stadium 2-1 tap
Arsenal á Old Trafford 1-2 tap
1 stig af 12 mögulegum en hinir leikirnir á þessu ári eru einfaldlega leikir sem United á að vinna.
Miðað við prógramið sem að kemur í næstu leikjum,
Spurs,
Liverpool,
Aston Villa,
City,
Chelsea,
Everton
þá er United ekki að fara að hala inn mikið af stigum.
4 sætið er draumur sem að er hægt og rólega að fjara út