Það eru landsleikir á fullu og því er hálfgerð gúrkutíð hvað varðar Manchester United. Björn Friðgeir fór yfir helsta slúðrið á föstudaginn og sú umræða er í fullu gildi ennþá.
Leikmenn United hafa verið hér og þar með landsliðum sínum og hér er stutt yfirferð yfir hvað menn hafa verið að brasa:
Radamel Falcao bar fyrirliðabandið þegar Kólumbía kafsigldi Bahrein 6-0. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Kólumbíu-menn spiluðu einnig gegn Kúveit á mánudag. Falcao reimaði á sig markaskónna á nýjan leik og skoraði á eins öruggan hátt og hægt er af vítapunktinum. Falcao er þar með búinn að jafna markamet Arnoldo Iguarán. 25 stykki.
Wayne Rooney, Michael Carrick og Phil Jones spiluðu þegar England lagði Litháen auðveldlega 4-0. Chris Smalling sat á bekknum á meðan Rooney færðist enn nær markameti Sir Bobby Charlton með því að skora eitt mark auk þess sem hann lagði upp mark fyrir Raheem Sterling. Á góðum degi hefði Rooney skorað þrennu en auk marksins átti hann skot í stöng og skalla í slá. Innkoma Carrick þótti mjög góð.
England spilaði svo við Ítalíu í Tórínó í kvöld. Chris Smalling byrjaði í miðju varnarinnar en fékk högg á höfuðið og fór útaf rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Vonum að það sé ekkert alvarlegt. Michael Carrick kom inn á fyrir hann. Phil Jones spilaði í varnarmiðjuhlutverki þangað til að Carrick kom inn en þá datt Jones niður í vörnina. Wayne Rooney spilaði í hlutverki framliggjandi miðjumanns en færði sig framar eftir því sem leið á leikinn. Leikurinn fór 1-1 en Carrick átti stóran þátt í jöfnunarmarki Englendinga. Flugvél enska liðsins er biluð og þeir þurfa að gista eina aukanótt í Ítalíu.
Technical issue with #eng plane. Staying overnight. "We hope to leave relatively early in the morning' said Hodgson. Noon slot.
— Henry Winter (@henrywinter) March 31, 2015
David de Gea sat á bekknum í 1-0 sigri Spánverja á Úkraínu-mönnum. Daley Blind og félagar hans í Hollandi slysuðust á 1-1 jafntefli gegn Tyrkjum á laugardaginn eins og flestir Íslendingar ættu að vita. Þessir leikmenn mættust svo í vináttuleik á þriðjudagskvöld. Blind hafði betur en Holland vann 2-0. Blind spilaði í 73. mínútur og De Gea spilaði allan leikinn. Memphis Depay sem á að vera eitt helsta skotmark United fyrir sumarið átti þennan leik og lék sér að varnarmönnum Spánar aftur og aftur.
Antonio Valencia og liðsfélagar hans í Ekvador máttu þola 1-0 tap gegn Mexíkóum í vináttuleik. Enginn annar en Javier Hernandez skoraði sigurmarkið og það var ekki af lakara taginu. Angel Di Maria var fyrirliði liðsins í vináttuleik gegn El Salvador sem endaði með 2-0 sigri Argentínumanna. Di Maria lagði upp fyrra markið en Marcos Rojo sat á bekknum.
Argentínumenn mættu svo Ekvadorum í nótt. Valencia sat á bekknum allan leikinn en Di Maria og Rojo spiluðu fyrir Argentínu. Rojo spilaði allan leikinn en Di maria var skipt útaf á 79. mínútu. Argentína vann 2-1.
Paddy McNair nældi sér í sinn fyrsta landsleik fyrir N-Írland í 1-0 tapi gegn Skotum á miðvikudaginn en sat á bekknum í 2-1 sigri á Finnum um helgina. Jonny Evans hélt sér í leikformi í banninu og spilaði báða leikina.
Nani spilaði í 2-1 sigri Portúgala á Serbum. Hann þótti ekki spila vel.
Marouane Fellaini hélt hinsvegar áfram að spila vel er hann skoraði ekki eitt, heldur tvö mörk, í 5-0 sigri Belga á Kýpverjum. Hann hélt svo uppteknum hætti og skoraði sigurmarkið gegn Ísrael á þriðjudagskvöld. Ótrúlegt form á drengnum.
Hér er yfirlit yfir það hvernig okkar mönnum gekk:
Falcao spilaði reyndar ekki gegn sterkustu andstæðingunum en engu að síður fagnar maður því að hann sé að skora mörk. Fellaini heldur uppteknum hætti og er orðinn markahæstur af núverandi leikmönnum Belgíu. Rooney var sprækur og Michael Carrick hefur fengið mikla ást eftir frammistöðu sína með enska landsliðinu í þessu landsleikjahléi. Chris Smalling er sá eini sem nældi sér í meiðsli en það er ólíklegt að þau séu alvarleg.
Allt í allt nokkuð gott landsleikjahlé hjá okkar mönnum, engin alvarleg meiðsli og nokkrar mjög fínar frammistöður.
Býsna gott.
siggi utd maður says
Rojo á bekknum, fullkomlega eðlilegt að hann sé þar eftir að hafa verið inn á United top5 í vetur. Gæjinn verður massívt beast eftir 3-4 ár í PL. Minn uppáhalds í dag.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Aston Villa næst og Falcao að skora og spila vel með Kólombíu. Finnst mönnum að við ættum að byggja upp sjálfstraustið hjá honum og setja hann í byrjunarliðið? Kannski kveiknar loksins í honum með liðinu þar sem allt liðið er einnig farið að spila betur.
En hvernig ætti þá að breyta byrjunarliðinu?
Tryggvi Páll says
Skil hvert þú ert að fara og hef íhugað þetta sjálfur. Þessi pæling stoppar samt alltaf á þessu:
Afhverju að breyta sigurformúlu?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Svipað og ég lendi alltaf á :D