Þetta er búið að vera hreint ótrúlega gaman undanfarið! Sex sigurleikir í röð í deildinni, liðið verið meiðslalaust og farið að ná saman, leikaðferðin að smella, og meira að segja skemmtileg spilamennska.
En við vissum að þessi gríðarerfiða leikjahrina myndi enda á einum þeim erfiðasta. Síðustu 11 árin hefur United tvisvar unnið á Stamford Bridge. Í Meistaradeildinni vorið 2011 tryggði Wayne Rooney liðinu sigur með þessu marki
og fyrsta ár Rauðudjöflanna.is fór liðið og hirti öll þrjú stigin í deildinni þar þökk sé m.a. skemmtilegu rangstöðumarki og tveim rauðum spjöldum.
Sigurjón var á skýrsluvaktinni þann daginn og við settum hann aftur núna og vonum að það beri árangur.
En nú er árið 2015 og Chelsea hefur verið gufuskipið í deildinni. Þeir stíma þétt og örugglega að titlinum, önnur lið eru eins og seglskip í samanburði, sveiflast til og frá og ná ekki að halda í við Chelsea þó að þeir síðarnefndu séu langt í frá á fullum dampi. Frá septemberlokum hafa bara tvö lið náð að vera innan við 5 stigum frá Chelsea; Southampton og City. Fall City hefur verið mikið og nú eru það helst Arsenal og United sem eru að nálgast Chelsea.
En United og Arsenal eru einmitt næstu tveir leikir Chelsea þannig að það er tækifæri fyrir þá að gulltryggja sér deildina með sigrum í þeim.
Jason Burt skrifaði nýlega að United sé eingöngu að sýna þann lágmarksárangur sem krafist er. Skiptir hann þá engu að nýr stjóri tók við brotnu liði, keypti seint og lenti í herfilegum meiðslavandræðum.
Þess vegna væri flott frammistaða á Stamford Bridge á morgun endanlega sönnun þess að liðið sé á réttri leið.
Eitt af lykilatriðinum í góðri frammistöðu Chelsea er að þeir hafa getað stillt fram sömu leikmönnum í gegnum allt tímabilið. Tíu leikmenn hafa byrjað í 23 eða fleiri af þessum 31 leik þeirra, og þrír þeirra, Terry, Ivanovic og Hazard hafa byrjað þá alla. Það er hreint magnað á þessu síðustu tímum rótasjónar og meiðsla. Fyrir leikinn á morgun er þó Diego Costa meiddur og óvíst er hvor Loïc Rémy verði leikfær. Ef ekki kemur það í hlut gamla mannsins Didier Drogba að leiða línuna hjá Chelsea.
Þeir eru því með gríðarsamæft lið sem undir venjulegum kringumstæðum liti svona út
en þar sem liðsuppstilling United er líka mjög stöðug núna þá hefur mikið verið rætt í vikunni hvernig José Mourinho muni taka á okkar mönnum. Eitt af því sem nefnt hefur verið að Kurt Zouma komi inn á miðjuna í stað Ramires og þá til að hjálpa Nemanja Matić að taka á Fellaini, og til að Matić þurfi ekki að færa sig hægra megin á miðjuna til að taka á móti Fellaini.
Ramirez gæti síðan farið út á kantinn í stað Willian og unnið meiri varnarvinnu hægra megin en Willian, til að taka á vinstri kanti United þar sem þríhyrningurinn Blind-Fellaini-Young hefur verið gríðaröflugur.
United ætti sömuleiðis undir venjulegum kringumstæðum að líta svona út:
en þá er stóra spurningin: Mun Louis van Gaal hrista aðeins upp í liðinu til að styrkja liðið á þessum erfiða útivelli og ekki síður til að reyna að koma Mourinho aðeins á óvart?
Hvað er þá til bragðs að taka? Tryggvi Páll er búinn að skrifa um upprisu Antonio Valencia sem hægri bakvarðar og ef það er eitthvað sem mun reyna á þolrifin á honum þá er það að taka á móti Eden Hazard. Hazard er næstmarkahæstur Chelsea-manna og eini maðurinn sem hefur skorað fleiri en 6 mörk fyrir utan Diego Costa. Oscar er maðurinn með sex mörk og hann er úr náð hjá Mourinho eftir slaka frammistöðu í leikjum undanfarið. Þetta er því næstum hægt að leggja upp þannig að ef United stöðvar Hazard, þá stöðvar það Chelsea
Ég hef samt enga trú á að Van Gaal reyni t.d. að nota Smalling frekar en Valencia. Liðið er sem fyrr segir í gírnum og það myndi bara raska því að reyna að skipta út þeim megin, sérstaklega þar sem það er ekki eins og Smalling sé eitthvað afgerandi skárri kostur.
Michael Carrick verður vonandi með, en ef ekki þá stendur Van Gaal frammi fyrir vandamáli. Daley Blind ætti að geta leyst stöðuna undir venjulegum kringumstæðum en á móti Chelsea þá er ansi mikils til hans ætlast. Luke Shaw er líklega ekki orðinn alveg heill og þá væri Young næsti bakvörður. Reyndar er vara-vinstri kanturinn okkar alveg af þokkalegum kaliberi, en þessi hringekja fer ekki af stað nema brýna nauðsyn beri til.
Ég ætla því að spá óbreyttu liði og treysta því að þessi vika hafi farið í að undirbúa menn rækilega undir hlutverk sín gegn toppliðinu. Því miður er að það svo að United þarf ekki sárlega að vinna leikinn, en það er hins vegar skylda að komast vel í gegnum hann. Jafntefli og góður leikur er heimtingin, sigur væri bónus.
Leikurinn hefst kl 16:30 á morgun laugardag!
Uppfært kl. 11.00
Á blaðamannafundi er Louis van Gaal að segja okkur að Michael Carrick, Marcos Rojo, Phil Jones og Danny Blind séu allir frá vegna meiðsla þannig að allar væntingar um óbreytt lið eru foknar út í veður og vind
Við verðum að gera ráð fyrir Shaw í vinstri bakvörðinn og Blackett í haffsent. Ég ætla að giska á að Di María komi inn og Mata komi inn á miðjuna með Herrera, en annars er ég ekki alveg að sjá hvernig þetta mun spilast. Ykkar ágiskun er jafngild mínum!
Viðbót:
Louis van Gaal reveals injuries elsewhere may require Wayne Rooney to play as a holding midfielder at Stamford Bridge. #mufc
— Manchester United (@ManUtd) April 17, 2015
Oh boy. ohboyohboyohboy
Stefán says
Þetta verður erfiður leikur án þessara mikilvægu leikmanna.
Fellaini,Herrera og Di Maria verða örugglega í 3 manna miðju meðan Young og Mata verða á vængnum, Rooney enn frammi.
síðan verður vörnin Valencia,Smalling, Blackett/ McNair, Shaw
Verður nóg að gera hjá De Gea
Bjarni Ellertsson says
Meiðsli leikmanna koma nú á versta tíma en það kemur maður í manns stað, leikurinn verður samt erfiður fyrir vikið. chelsea eru án Costa, hann er 2 manna maki. Ef sami hugur er í mönnum og í síðustu leikjum hef ég litlar áhyggjur, það þarf að berjast um hvern bolta frá fyrstu mínútu hvort sem er. Sammála að það gæti verið nóg að gera hjá DeGea. Stóra spurningin er hvort ég hafi taugar til að horfa á leikinn :)
Tryggvi Páll says
Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik vegna þess að mig hlakkaði til að sjá hvernig liðið myndi bregðast við taktíkinni hjá Mourinho sem var alltaf að fara að reyna að núlla út Fellaini og Carrick. Þessi meiðsli setja verulegt strik í reikninginn. Það er nógu slæmt að missa Carrick en að missa jafnframt eina manninn sem gæti mögulega koverað fyrir hann? Bætum svo við Jones og Rojo og þá er eftir einn heill miðvörður! Gæti varla verið verra.
McNair kemur inn fyrir Jones, Shaw fyrir Blind, Rooney tekur líklega Carrick og Falcao/RvP fyrir Rooney. Persónulega vil ég sjá RvP, held að hann geti fúnkerað betur þarna frammi en Falcao. Að auki má velta því fyrir sér hvort að Falcao eigi nokkuð að vera spila mikið meira, gefið að félagið sé ekki að fara að kaupa hann?
Eina huggunin sem ég sé í þessu er að LvG sagði að þessir leikmenn hefðu meiðst í leiknum gegn City. Menn hafa því haft alla vikuna til að æfa og undirbúa sig undir þetta. Hefði sætt mig við jafntefli áður en að meiðslin voru tilkynnt og það breytist ekkert núna.
Óli says
Því miður þá töpum við þessum leik útaf þessum fréttum. Carrick er of mikilvægur. Því miður.
Halldór Marteinsson says
Damn, aldrei þessu vant hefur maður ekki gaman af blaðamannafundi hjá Van Gaal. Carrick meiðslin eru rándýr.
Auk þess held ég að það að missa svona marga menn gæti hafa haft áhrif á undirbúningsvinnuna að því leyti að það er erfiðara að skipa í öflugt aukalið á æfingum sem getur spilað eins og Chelsea þannig að aðalliðið geti æft sitt gameplan gegn þeim.
En þetta er þá líka kjörið tækifæri fyrir þá sem koma inn að sýna sig og sanna. Vonandi að þeir grípi það báðum höndum.
Runólfur Trausti says
Þessi meiðsli hefðu ekki geta komið á verri tíma. Það helsta sem þetta gerir er samt ef til vill að skemma fyrir Mourinho en þessi meiðsli orsaka mannabreytingar og mig grunar að Mourinho hafi verið búinn að kortleggja United liðið ágætlega fyrir þennan leik.
Annars get ég ekki ákveðið mig hvort ég vilji sjá Rooney færðan niður á miðjuna og þá þurfa að starta Falcao / RVP / Wilson. Ég reikna með að RVP starti nú ekki sökum meiðsla undanfarið og Wilson virðist alveg horfinn en ég aðhyllist þó helst hraðann í Wilson gegn hægum hafsentum Chelsea liðsins. Ég nenni í rauninni ekki að sjá Falcao byrja leikinn því ég er vægast sagt ekki á þeim vagni.
Hin pælingin – sem ég er í rauninni hrifnari af væri sú að færa Valencia upp á miðjuna – setja Herrera í Carrick stöðuna og Rafael í hægri bakvörðinn. Þannig gæti Valencia hjálpað Rafael að díla við Hazard en persónulega treysti ég Rafael mun betur til að díla við hann en Valencia.
Annars verður þetta líklega gífurlega taktískur leikur. Það gæti vel verið að Fellaini verður færður til þar sem „long ball“ taktíkin gæti ef til vill ekki virkað þar sem Ivanovic og Cahill verða líklega á því svæði sem hann er vanur að fá boltann + ég reikna með Zouma á miðjunni.
Það eina sem ég get sagt er að ég er gífurlega spenntur fyrir MNF næsta mánudag. Það ætti að vera algjör veisla.
Eymi says
LVG sagði á fundinum að tveir þessara fjögurra ættu góðan séns á að ná leiknum. Ég býst fastlega við að Blind og Rojo/Jones sé um að ræða þannig að þetta reddast krakkar mínir.
Rúnar Þór says
vá hvað bjartsýnin tók stórann skell við þessar meiðslafréttir!
Carrick og maðurinn sem kæmi í hans stað (Blind)
Nú bara veit ég ekki hvað segja skal… nema kannski fokk, þessi tímasetning gæti ekki verið verri!!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Er ég eini sem er ágætlega sáttur við tímasetninguna á þessum meiðslum víst að þau komu.
Ef þetta hefði gerst gegn, Tottenham, Liverpool eða Man CIty og við tapað þeim leik að þá hefði sjálfstraustið okkar og trú á fjórða sætinu geta hrunið alveg. Núna erum við með trú á verkefninu, þó að við töpum einum leik núna vegna meiðsla að þá töpum við ekki trúnni. Vonum bara að þeir sem komast núna inní liðið ætli sér að nýta það vel :D
Hef ennþá trú á sigri en fer ekki að gráta þó það gangi ekki upp núna
Halldór Marteinsson says
Valencia á miðjuna er hreint ekki galin hugmynd.
Önnur pæling væri að setja Fellaini hægra megin á miðjuna og Di Maria vinstra megin. Ég vona að Herrera verði frekar færður í Carrick stöðuna en Rooney.
Runólfur Trausti says
Fellaini hægra megin er hreint ekki galin hugmynd. Aðallega vegna þess að ég tel Azpilublablabla verri í loftinu heldur en Ivanovic. Ég væri þá frekar til í að sjá Di Maria á hægri vængnum (hraði) og Mata niðri á miðjunni með Herrera (possession).
En eins og ég hef sagt áður – þessi leikur mun örugglega minna meira á skák en fótboltaleik – fast leikatriði eða varnarmistök munu líklega vinna þennan leik.
Halldór Marteinsson says
Sammála með skákina. Hugsa að Móri hafi fyrirfram lagt upp með að finna gameplan sem kæmi fyrst og fremst í veg fyrir tap sinna manna, hann myndi alveg sætta sig við jafntefli. En miðað við þessar fréttir þá gæti hann mögulega viljað keyra á United-liðið og stefna á 3 stig.
Var svakalega spenntur fyrir leiknum. Er það alveg ennþá en ekki jafn bjartsýnn og ég var fyrir meiðslafréttirnar.
Björn Friðgeir says
Nýjustu fréttir herma að Falcao byrji. Þetta er víst frá einhverjum sem hefur lekið liðinu síðustu 10 leiki á spjallborð Red News
Björn says
Herrera er aldrei að fara að spila sem varnartengiliður, hann er allt of villtur og sóknar sinnaður í það, einu mennirnir sem koma til greina þar ef hvorki Carrick né Blind ná leiknum eru Rooney eða mögulega McNair.
Annars lýst mér mjög vel á að setja Rooney þangað og láta Falcao byrja frammi, hann hefur nú tætt í sig Chelsea áður, frábær séns að sanna sig í úrvalsdeildinni.
Björn says
Bara bæta því við að auðvitað gæti Fellaini auðvitað líka verið færður niður, en ég held að enginn vilji missa hann sem vopn ofar á vellinum. Ótrúlegt en satt þá er hann örugglega orðinn okkar mikilvægasti leikmaður, hver hefði trúað því fyrir ári síðan!
Auðunn A Sigurðsson says
Rooney verður látinn bakka og Falcao fer á toppinn, grunar mig.
þetta einhverskonar 4-3-3 útfærsla með Fellani – Rooney – Herrera og svo Mata – Falcao – Young.
Hann gæti líka mögulega fært Valencia framar og sett þá Rafel í bakvörðin, þá myndi Rooney vera upp á topp á kostnað Falcao og Mata færi meira í no 10 hlutverkið.
Þriðji möguleikinn er að halda Valencia í bakverðinum og setja Di Maria í liðið.
Það er kannski það sem ég myndi helst vilja.
Young – Herrera – Fellaini – Mata – Di Maria og Rooney á toppnum.
hvað sem hann gerir þa verður þetta alltaf drullu erfiður leikur, svona fyrirfram og miðað við hversu margir mikilvægir póstar eru frá þá yrði jafntefli mjög góð úrslit.
Birkir says
FÁLKINN okkar hefur afgreitt chelsea áður og afhverju ekki aftur?
Cantona no 7 says
Það styttist í sigur á Chelsea í London.
G G M U
Rúnar Þór says
af hverju ekki prófa Valencia á miðjunni? Ef ég man rétt þá spilar han þá stöðu oft með Ekvador