Búið er að tilkynna dagsetningar og staðsetningar fyrir undirbúningstímabilið í sumar. Annað árið í röð er förinni heitið til Bandaríkjanna. Svona lítur ferðalagið út hjá United:
Við þetta gæti svo bæst einn úrslitaleikur ef United ber sigur af hólmi í sínum riðli. Athygli vekur að ferðin er styttri en venjulega og þar kemur tvennt til:
- Louis van Gaal var ánægður með æfingaraðstæður Í Bandaríkjunum en óánægður með skipulagið. Fyrir skömmu komu fregnir um að hann hafi fengið það í gegn að stytta ferðina og það hefur nú komið í ljós.
- Tímabilið í enska boltanum byrjar fyrr en venjulega. Fyrsti leikur tímabilins er settur á 8.ágúst en ekki um miðjan ágúst eins og undanfarin ár.
Æfingarferðin fyrir síðasta tímabil gekk mjög vel en það var margt við hana sem fór í taugarnar á van Gaal. Liðið ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin, frá vestur til austurs með viðkomu í miðríkjunum og fór því mikill tími í ferðalög. Aðstæður voru misgóðar eftir borgum og var van Gaal sérstaklega pirraður yfir því að þurfa að spila við Roma í Denver í erfiðu loftslagi, hátt yfir sjávarmáli.
Samkvæmt fregnum hefur Louis van Gaal því verið með puttana í öllu sem viðkemur þessari ferð og hafa skipuleggjendur International Champions Cup, undirbúningsmótsins sem United vann í fyrrasumar, m.a. þurft að bíða með að tilkynna fyrirkomulag mótsins í ár þangað til að van Gaal yrði fyllilega sáttur með aðkomu United að mótinu. Styrktaraðilar á borð við Chevrolet hafa einnig þurft að lúffa en þeir vildu að för United yrði heitið til Asíu. Van Gaal lætur ekki beygja sig svo glatt.
Allavega, United mun reyna að verja hinn mikilsvirta Alþjóðameistarabikar og líkt og í fyrra eru andstæðingarnir ekki af veikara taginu:
Eins og áður sagði erum við með PSG, Barcelona, Club America og San Jose Earthquakes í riðli og þá eru NY Red Bulls, Chelsea, LA Galaxy, Fiorentina og Porto í hinum riðlinum. Sigurvegar riðlanna mætast í úrslitaleik.
Lítur vel út og það verður gaman að sjá liðið mæta alvöru liðum eins og PSG og Barcelona á miðju sumri. Yfirleitt hefur liðið spilað einn vináttuleik á Old Trafford áður en að deildin byrjar. Það á eftir að koma í ljóst hvort verði af því og þá gegn hvaða liði.
Jón Þór Baldvinsson says
Ég er búinn að skrá mig á listann til að fá miða á leikinn við Barcelona í Kaliforníu enda ekki erfitt fyrir mig að ferðast þangað þar sem ég bý hér vestra. Þetta yrði minn fyrsti United leikur á ævinni svo ekkert smá spenntur. Og svo er bara að gera sér ferð einhvert árið til hins allra heilagsta, Old Trafford en það kemur að því. :)
Björn Friðgeir says
Það eru til verri leikir en United – Barcelona sem fyrsti leikur!