Til að byrja með vill ritstjórn votta Rio Ferdinand og fjölskyldu alla sína samúð en Rebecca Ellison, eiginkona hans, lést í nótt eftir stutta baráttu við krabbamein. Á 5. mínútu leiksins klöppuðu stuðningsmenn liðsins og sungu nafn hennar. Gífurlega vel gert hjá stuðningsmönnum liðsins. Einnig spiluðu leikmenn með svört sorgarbönd.
En að leiknum, Van Gaal stillti upp þessu liði gegn lærisveinum Tony Pulis.
Manchester United
Bekkur: Valdes, Blackett, Jones, Di Maria (’64, Blind), Januzaj, Pereira, Falcao (83, McNair).
West Brom
Myhill, Dawson, McAuley, Olsson, Lescott, Brunt, Yacob, Gardner, Mulumbu, Fletcher, Berahino.
Leikskýrslan
Leikurinn byrjaði mjög rólega og ekkert markvert sem gerðist fyrstu mínútur leiksins. Eftir 10 mínútur hafði í raun hvorugt lið átt skot á markið en W.B.A menn litu virkuðu þó skeinuhættari en okkar menn.
Það má segja að leikurinn hafi lifnað við á 12. mínútu en þá kom fyrsta hálf færið hjá Manchester United. Juan Mata og Ander Herrera unnu vel saman á miðjunni þar sem endaði með að Herrera setti mjög flottan bolta á Ashley Young úti á vinstri vængnum. Young kom inn á völlinn og flaug fram hjá einum, ef ekki tveimur varnarmönnum og átti skot sem fór af varnarmanni í Robin Van Persie og þaðan aftur fyrir endamörk. Upp úr því fóru W.B.A í sókn sem endaði með því að þeir fengu horn þar sem Jolean Lescott fékk svo gott sem frían skalla sem betur fer fór beint í hendurnar á David De Gea. Hornið kom eftir að okkar menn lentu í basli með pressuna frá W.B.A og De Gea endaði á að setja boltann í innkast. Eftir að hafa hreinsað hornspyrnuna fóru United menn í sókn sem endaði með því að boltinn endaði hjá Van Persie sem átti fyrsta skot United á markið. Boaz Myhill í marki W.B.A varði boltann út í teginn og Ashley Young skaut í varnarmann og þaðan í horn. Úr horninu endaði svo boltinn aftur hjá Van Persie sem átti slakt skot sem Myhill varði.
Þessi borðtennisleikur hélt svo áfram og fékk W.B.A annað hálf færi þegar Mulumbu átti skalla sem De Gea varði. Stuttu eftir það fékk Van Persie svo fínt skotfæri eftir lága fyrirgjöf frá Young en hann skaut framhjá. Hættulegustu sóknir liðsins komu af vinstri vængnum á þessum tíma leiks. Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins, United var þó nálægt því að skora rosalega fallegt mark á 25 mínútu þegar Wayne Rooney átti unaðslega utanfótar snuddu í átt að Juan Mata en boltinn var skallaður beint fyrir fætur Van Persie, á vítateigslínunni, en hann náði ekki skoti á markið þar sem varnarmaður W.B.A tæklaði boltann í burtu. Leikurinn róaðist talsvert þarna og hætti að minna á borðtennisleik.
United fékk svo tvö horn með skömmu millibili á 32 mínútu en það kom ekkert úr þeim. Það sem eftir lifði hálfleiks þá gerðist bókstaflega ekki neitt fyrir utan fyrirgjafar-skot frá Antonio Valencia vini mínum sem Myhill varði út í teiginn og Ander Herrera tók sína bestu Karate Kid tilraun en skaut yfir.
Hálfleikstölur 0-0
W.B.A byrjuðu síðari hálfleikinn betur og fengu horn strax á 46. mínútu sem endaði sem betur fer í höndunum á De Gea. Stuttu síðar átti Wayne Rooney fínt langskot sem Myhill átti þó í litlum vandræðum með.
Það virðist sem Van Gaal hafi breytt aðeins til í hálfleik en í byrjun síðari hálfleiks var Fellaini að spila sem fremsti maður með Rooney og Van Persie þar rétt fyrir aftan. Ástæðan gæti verið sú að Van Persie var ekki alveg að ná að standa sig gegn fjögurra hafsenta línu W.B.A. Hann átti þó ágætis skot f löngu færi á 54. mínútu en sóknarleikur United var mjög brösugur í byrjun síðari hálfleiks, og í raun út leikinn. Á 59. mínútu mátti sjá tilgang Fellaini upp á topp en þá fékk hann boltann og lagði hann til baka á Herrera sem átti slakt skot framhjá. Tveimur mínútum síðar braut Paddy McNair á Darren nokkrum Fletcher rétt fyrir utan vítateig og fékk fyrir vikið gult spjald. Upp úr aukaspyrnunni lúðraði Chris Brunt boltanum í afturendann á Jonas Olson og það fór boltinn í netið. 0-1 fyrir West Brom. Strax í kjölfarið kom fyrsta skiptingin; Angel Di Maria kom inn á fyrir Daley Blind.
Á 72. mínútu gerðist ótrúlegur hlutur. Eftir að hafa sleppt tveimur frekar augljósum vítum þá fékk Manchester United vítaspyrnu eftir að Saido Berahino fékk fyrirgjöf Valencia í hendina. Robin Van Persie fór á punktinn og ákvað að auka sjálfstraust Boaz Myhill aðeins og setti lausa spyrnu í það horn sem hann var löngu búinn að ákveða að fara í. Staðan því ennþá 0-1. Örskömmu seinna fékk United aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og Van Persie skaut á markið og Myhill varði.
Þessi leikur angaði allan tímann af leikjum eins og þeir voru hérna fyrr í vetur. Wayne Rooney á miðjunni, lítið um opin færi, gífurlegt magn af misheppnuðum sendingum, mikið um possession sem gerði ekki nokkurn hlut og hitt liðið skorar á auðvitað á einhvern ótrúlegan hátt. Það var svo sannarlega málið í dag og 0-1 lokatölur. Þriðji leikurinn í röð þar sem United skorar ekki, núna hefur ekki liðið skorað síðan það skoraði fjögur mörk gegn City. Einnig er þetta þriðji leikurinn í röð þar sem United tekst ekki að vinna W.B.A. Hrein og bein skelfing. Það er eins og við höfum farið í tímavél, þessi frammistaða var nánast alveg eisn og slökustu frammistöðurnar fyrir áramót.
Svo gæti ég líklega skrifað heila bók um hvað ég skildi ekki þegar kom að taktík í leiknum en að spila Fellaini sem fremsta manni á meðan Rooney og Van Persie voru inn á skildi ég ekki. Að taka Blind útaf sem hefði geta leyst miðjuna og færa Young í bakvörð skildi ég heldur ekki.
Núna eru þrír leikir eftir af deildinni og United VERÐUR að vinna tvo af þeim ef þeir ætla ekki að hleypa Liverpool í þetta fjórða sæti. Það þýðir einfaldlega ekki annað en að girða sig almennilega og rífa sig í gang.
Maður leiksins; Boaz Myhill
Þrátt fyrir allan þennan pirring sem myndaðist við að horfa á þennan ömurlega fótboltaleik þá fellur það algjörlega í skuggann af þeim fréttum sem komu í morgun. Þetta var aðeins einn fótboltaleikur, sama hversu illa gengur þá maður ekki gleyma því að þetta er aðeins fótbolti. Ég vona að menn verði fljótir að jafna sig. Góðar stundir.
Kv. RTÞ
Viðar Einarsson says
úffff þrjú töp í röð og núll mörk skoruð. Það þarf eitthvað að skoða Sóknarleikinn hjá liðinu, finnst við nánast aldrei vera að skapa alvöru færi.
Reyndar vorum við nokkuð óheppnir í þessum leik, Persie klúðrar víti og við lágum í sókn en finnst alltaf vanta svona seinasta skrefið til að klára dæmið.
Hannes says
Þetta var svo lélegt að ég á ekki til aukatekið orð. Stundum er ég alveg gáttaður a van gaal, hvað í ósköpunum var maðurinn að leggja upp með í dag ?!? RVP á miðjunni þegar það vantaði hreyfingu inn í teig og svo bara sparka upp í loftið á fellaini, það virkar ekki að spila tony pulis bolta gegn tony pulis. Og svo nátturulega að gaal var pakkað saman á heimavelli gegn tony pulis er efni í uppistand og alveg nógu góð ástæða til að vera rekinn en það verður væntanlega beðið með það þangað til við dettum út í umspili fyrir meistaradeildina í ágúst.
bjarni says
Algert getuleysi, pulis fann ekki upp fotboltann, held ad leikmenn hafi truad tvi. Topum naesta leik svo endum vid a 2 jafnteflum. Einhæf spilamennska og andleysi erum ekki betri en þetta, andlega.
Ingi Utd says
Já farðu úr bænum hvað þetta var glatað. Skál, segi nú ekki annað.
Hjörtur says
Jamm og jæja, þá færumst við nær fimmta sætinu, og ekkert léttir leikir eftir, ég tala nú ekki um ef tvö af þessum liðum spila 10 manna vörn, sem liðið virðist enganveginn ráða við, miðað við síðustu leiki. CP þarf einn sigur þá eru þeir sloppnir við fallið, Hull í fallsæti og Arsenal að keppa um annað sætið. Liverpool á eftir Chelsea, Stoke og CP, gefum okkur að þeir vinni þessa leiki, þá er það sko ekkert elsku mamma, Utd verður að vinna 2 af sínu leikjum, tekst það?
Runólfur says
Jæja. Þetta tók á.
Það eina jákvæða sem ég get tekið út úr þessu er að allir þessir tapleikir hljóta að vera massíft learning curve fyrir Van Gaal. United er að yfirspila lið hvað varðar possession etc etc en vinna ekki leiki. Oftast því það vantar „clear cut“ færi. Þetta hlýtur hann bara að laga á næsta ári – hann er jú fullkomnunarsinni.
Hvað varðar leikskipulag, og að spila framherjum á miðjunni … Ég vona að það lagist líka :) Ég hreinlega næ ekki þeirri pælngu. Stundum finnst mér Van Gaal taktík-rúnka yfir sig.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er hversu lítinn (engan) spiltíma Januzaj fær og hversu mikið Di Maria minnir mig á Valencia. Ég treysti hins vegar á það að eitt mark og hann fljúgi í gang.
Kv. Bjartsýni RTÞ
Cantona no 7 says
Hvílík skelfingar hörmung.
Ég er bara orðlaus
Rags says
Vill þakka utd mönnum fyrir að gera þetta spennandi síðustu umferðir þó ég haldi að við munum ekki ná meistaradeildasæti (er poolari) en engu að síður þá er þetta vinsamlegt boð svona í blálokin :)
Getiði samt sagt mér hvað er Rooney að gera á miðjuni hjá ykkur var það ekki þegar hann notaði hann frammi sem liðið náði loks að spila sinn bolta almennilega.
Er þetta bara til að pota inn arfaslökum van persey inní liðið eða hvað?, Ekkert illa meint bara furðulegt að hætta nota það sem virkaði.
með kveðju Poolarinn að austan
DMS says
Hrikalega hugmyndasnauðir í dag. Algjör skítamark sem við fáum á okkur, hundaheppni hjá Olsson að fá tuðruna í sig. Hann vissi ekkert hvað var í gangi. Fannst við ekki eiga skilið að tapa, spilamennskan hjá WBA verðskuldaði í mesta lagi stig en svona er fótboltinn.
RvP er sennilega ekki með mikið sjálfstraust. Ef hann hefði horft á markmanninn þá hefði hann smellt boltanum í mitt markið. Myhill var löngu farinn af stað áður en RvP skaut. Hef séð Hazard taka víti og hann er alltaf með augun á markmanninum enda hrikalega örugg skytta.
En hvað um það, 4 stiga forskot, 3 leikir eftir og 9 stig í pottinum. Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í næstu umferð. Ég horfði á þá gegn QPR í dag, fannst þeir ekkert sérstakir, en þeir gætu mætt Chelsea í kæruleysisgír ef þeir verða búnir að tryggja sér titilinn.
Hlutirnir eru fljótir að breytast í fóboltanum. Fyrir 3 leikjum síðan voru flestir í þvílíkri sigurvímu og ánægðir með Van Gaal, núna sér maður #vangaalOut pósta fljúga um á Facebook.
En hvað gerðist? Jú Michael Carrick meiddist og leikur liðsins hrundi. Rooney, Falcao, RvP eða De Gea eiga ekki að vera launahæstu leikmenn liðsins, Carrick ætti að fá þeirra upphæðir, það er mitt mat. Hann er algjör lykilmaður hjá okkur.
Mér fannst okkur líka skorta kosti á bekknum. Jú við gátum hent 65milljón punda manninum Di Maria inn á í dag, en sá var slakur sem fyrr. Falcao er gjörsamlega vonlaus og mun sennilega aldrei ná sér í gang nema hjá öðru liði upp úr þessu. Að öðru leyti vorum við ekki með nein almennileg tromp á bekknum. Held að Januzaj eigi alveg skilið séns miðað við frammistöður manna eins og Falcao og Di Maria undanfarið. Varla versnar það…
Það er held ég alveg ljóst að sumarið verður annatími hjá Woodward og Louis van Gaal.
Ingvar says
Mér finnst mikið áhyggjuefni að það virðist sem LVG sé kominn með ákveðinn hóp af mönnum sem hann heldur uppá. Þar af leiðandi skiptir ekki máli hvernig þeir spila, þeir byrja alltaf næsta leik á eftir. Yong er búinn að eiga fínt tímabil og leikurinn gegn city sennilega sá besti frá honum en hann hefur ekki verið sérstaklega góður eftir það en það fær enginn tækifæri þrátt fyrir það. Eins með Fellaini og Valencia, hann er farinn að stóla virkilega á Fellaini og það eru bara engar aðrar hugmyndir en að reyna fínna hann í spilinu.
Er farinn að vorkenna greyið Di Maria, er búinn að vera slakur þegar hann kemur inná, en hvernig í ósköpunum á hann að komast í gang ef hann fær aldrei meira en hálftíma í vonlausum leikjum ? Held að Gaal sé löngu búinn að ákveða að selja hann í sumar.
Ótrúlega lélegur leikur og bara óskiljanlegt afhverju LVG gerir ekki fleiri breytingar á liðinu eftir hörmungarnar um síðustu helgi. Einu breytingarnar sem hann gerir eru tilneyddur vegna meiðsla.
Spái því að við missum af þessu helvítis fjórða sæti með þessum aumingjaskap.
Sigurjón says
Þetta var auðvitað hirkalega dapurt í dag, virkilega pirrandi á að horfa. Þó svo United hafi haldi boltanum 80% af leikjum og verið með sendingagetu upp á 90% (sem ég trúi varla því mér fannst menn algjörlega út á þekju með sendingarnar í dag) þá var þetta ansi bitlaust á síðasta þriðjungi vallarins. WBA voru sallarólegir í sinni varnarvinnu (um tíma fannst mér eins og þeir væru með 15 leikmenn inn á vellinum) og létu United bara senda og senda og senda rétt fyrir utan teiginn, síðan kom sá punktur þar sem menn vildu reyna eitthvað og þá var gripið í „Hail Mary sendingar“ inn í boxið, helst í áttina að Fellaini eða RVP, sem 6 varnarmenn WBA réðu léttilega við. Þetta auðvitað virkar ekkert gegn andstæðingum sem liggja til baka eins og í síðustu leikir hafa sýnt okkur.
Nokkrir punktar:
1. Ég er auðvitað sammála því sem hefur verið sagt aftur og aftur um Carrick og hversu mikilvægur hann er fyrir liðið. Ég er hinsvegar farinn að pæla í því hvort sú ákvörðun um að láta Rooney EKKI spila á miðjunni sé jafn mikilvæg og vera með Carrick á miðjunni. Það hefur nákvæmlega ekkert komið út úr honum í vetur á miðjunni á meðan hann blómstrar frammi, það hljóta allir þjálfarar liðsins að sjá þetta og ég veit að LVG sér þetta líka, það er bara eitthvað við það að hafa Carrick ekki í liðinu sem gerir það að verkum að LVG sér enga aðra lausn en að henda Rooney á miðjunni, sem hefur hingað til verið disaster. Ég er líka með kenningu um að Rooney er ekki jafn eigingjarn þegar hann er á miðjunni, til dæmis í dag þá fékk hann færi í fyrri hálfleik þar sem hann ákvað að gefa boltann í stað þess að skjóta, sem hefði verið mun betri kostur og hann hefði alla jafna gert. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður sér hann gera þetta.
2. Mér fannst RVP vera mjög sprækur í byrjun leiks og hélt virkilega að hann myndi hnoða í eitt mark í dag. Hann hinsvegar fjaraði allverulega út í þeim seinn, kannski er ástæðan fyrir því skortur á spilatíma undanfarið. Ég hef ekki trú á því að RVP sé „búinn“ (hann er „bara“ 31, ekki +34 eins og sumir vilja láta) en Rooney er bara að leysa framherjan mun betur og það verður hreinlega að taka mið af því.
3. Paddy McNair er frábært efni, engin spurning, hann er hinsvegar langt frá því að vera nægilega góður til að vera í byrjunarliðinu. Hann er allavega 3 árum of snemma í þessari stöðu og það gat verður að stoppa ef liðið ætlar sér eitthvað meira á næsta ári. Hann gerir of mikið af random hlutum sem skapar hættu, það er auðvitað hægt að skrifa á reynsluleysi.
4. Sjálfstraustið er í HENGLUM hjá Di María, það er nokkuð ljóst. Ég trúi því að hann spili fyrir okkur á næsta tímabili, ég vil bara að hann bara fari í gott frí í sumar og komi til bara afslappaður (búinn að gleyma ensku pressunni) og fullur sjálfstrausts. 2012-2014 Di María er akkúrat sá leikmaður sem okkur vantar í sóknina.
5. Draumur minn um Falcao er dauður.
Auðunn Sigurðsson says
Það er nokkuð merkilegt að spila Fellaini sem framherja og Rooney inn á miðjunni. Hversu oft er búið að reyna þetta?
Di Maria verður að koma inn í liðið í stað Fellaini oo Rooney upp á topp.
Það verður að gefa Di Maria nokkra leiki til að komast í gang.
Veit svo ekki afhverju RVP labbar beint inn í liðið aftur, hefur ekkert getað í 2 ár.