Í gær fengum við ansi skemmtileg sprengju þegar tilkynnt var að félagið hefði gengi frá kaupum á Memphis Depay frá PSV. Hann kemur í sumar og það er frábært að sjá hvað menn ætla sér að vera snemma í að ganga frá þessum málum, eitthvað sem menn hafa klárlega lært af síðustu tveimur sumrum. Næsta tímabil er því ofarlega í huga hjá stjórnarmönnum Manchester United en það þarf þó að klára tímabilið sem er í gangi áður en menn missa sig alveg í hugleiðingum um alla titlana sem United ætlar að vinna á næsta tímabili.
Það eru þrír leikir eftir og verkefnið í þeim er alls ekki flókið: Meistaradeildarsæti
Tapleikirnir þrír hafa því miður gert það að verkum 2. og 3. sætið eru utan seilingar en 4. sætið er okkar og sigur í leiknum um helgina ætti að fara langleiðina með það að tryggja Meistaradeildarbolta á Old Trafford næsta haust. Mótherjinn um helgina er Crystal Palace en áður en ég fer yfir andstæðinginn ætla ég að koma því á hreint hvað United þarf að gera til þess að ná markmiðum sínum fyrir þetta tímabil:
Ég er ekki að finna upp hjólið þegar ég segi að United þurfi fleiri stig en Liverpool, Tottenham og Southampton til þess að tryggja sér Meistaradeildarbolta, það er frekar augljóst. Það eru þrír leikir eftir og því 9 stig í pottinum:
- United er með 65 stig og getur því mest náð í 74 stig
- Liverpool er með 61 stig og getur því mest náð í 70 stig
- Tottenham er með 58 stig og getur því mest náð í 67 stig
- Southampton er með 57 stig og getur því mest náð í 66 stig
Staðan er því ósköp einföld. United þarf 5 stig af 9 mögulegum til þess að tryggja sér Meistaradeildarsætið. Einn sigur ætti að fara langleiðina með þetta, einn sigur og Tottenham og Southampton eru úr leik, einn sigur og Liverpool má ekki tapa einu einasta stigi í þessum þremur leikjum sem eftir eru.
Dagsverkið er því sigur á morgun, það er það eina sem kemur til greina og ætti að setja þunga pressu á Liverpool-menn sem eiga leik á sunnudag gegn nýkrýndum Englandsmeisturum Chelsea sem fengu reyndar fjögurra daga frí frá æfingum í vikunni, takk kærlega fyrir það José.
Þetta verður þó ekki einfalt, andstæðuringinn á morgun hefur verið í miklu stuð frá áramótum.
Pardew, Pardieu, Pardiola?
Crystal Palace spilaði merkilega stórt hlutverk í titilbaráttunni í fyrra. Liðið vann Chelsea á Selhurst Park auk þess sem að við getum verið þeim ævinlega þakklátir fyrir að hafa keyrt yfir titilvonir Liverpool með því að púlla reverse-Istanbul á þetta á lokametrum tímabilsins. Það var undir stjórn Tony Pulis og vitum alveg hvað það getur verið erfitt að ná í stig gegn liðunum hans. Af einhverjum ástæðum þótti stjórnarmönnum Palace algjör óþarfi að ráða Pulis til frambúðar og við tók Neil Warnock, einn af ‘the good old boys’ sem alltaf getur treyst á það að fá ágætis vinnu í boltanum.
Öllum að óvörum [footnote]Engum að óvörum[/footnote] var Warnock fyrsti stjórinn til þess að verða rekinn á þessu tímabili, ekki í fyrsta sinn sem hann er rekinn frá Palace og alveg örugglega ekki í það síðasta. Hann skildi við liðið í fallsæti. Palace-menn leituðu þá til Alan Pardew, fyrrverandi leikmanns Palace, sem þá var í óðaönn við að finna leiðir til að yfirgefa hið míglekandi Newcastle-skip. Afskaplega góð ákvörðun hjá öllum aðilum [footnote]Nema þá kannski helst Newcastle en það segir kannski allt sem segja þarf um félagið að þar voru menn bara ánægðir með að vera lausir við Pardew.[/footnote] því að svona lítur taflan í deildinni út frá því að Pardew tók við þann 2. janúar sl.:
Þetta er ekkert annað en undraverður árangur og undir stjórn Pardiola hafa Palace-menn lagt bæði City og Spurs á heimavelli sínum. Þeim líður þó aðeins betur á útivelli enda hafa 15 stig af þessum 25 komið á útivelli. Eitthvað hefur þeim reyndar fatast flugið því að eftir nokkra sigurleiki í mars og apríl hafa þeir tapað síðustu þremur leikjum. Hljómar nokkuð kunnuglega. Engu að síður er Pardew að gera frábæra hluti með þetta Palace-lið og það virðist vera töluvert spunnið í þetta lið þegar rétti stjórinn er við stjórnvölinn.
Ég hef ekki horft á marga leiki með Crystal Palace í vetur en í þeim fáu sem ég hef horft á hefur vængspil þeirra vakið athygli mína. Kantmenn Palace eru þeirra bestu leikmenn og þeir fá heldur betur að njóta sín, þetta er old-school og það er gaman að horfa á leikmenn eins og Bolasie og Gayle fá að hlaupa á fullum hraða eins og þeim sýnist á varnarmenn. Pardew lætur liðið spila á styrkleikum sínum og er ekkert að flækja hlutina of mikið. Boltinn á að fara út á kant og hann á koma aftur til baka inn í teiginn þar sem Glenn Murray hirðir skallaboltana.
Bolasie, Gayle, og Puncheon eru þeirra aðalmenn en leikmenn á borð við Mile Jedinak og Joe Ledley eru vanmetnir, þeir vinna vinnuna sem gerir Bolasie og félögum kleyft að níðast á bakvörðum andstæðinganna. Ég býst fastlega við því að liðið stilli upp í 4-5-1/4-4-2, sitji til baka líkt og WBA og treysti svo á að Bolasie og Gayle geti gert Valencia og Blind/Shaw lífið leitt á köntunum.
Frazier Campbell og Marouane Chamakh eru einu leikmennirnir sem eru að glíma við meiðsli hjá Palace.
United
Eins og ég minntist á hér fyrir ofan er mikilvægt að United nái í þessu þrjú stig á morgun, það fer langleiðina með að tryggja Meistaradeildarsætið. Við munum væntanlega sjá samskonar leikaðferð hjá Palace og liðin þrjú sem hafa sigrað okkar að undanförnu beittu okkur. Það er ekkert að því og ég hlakka bara til að sjá hvernig van Gaal og leikmennirnir hafa nýtt vikuna í að finna lausnir við því. Van Gaal virðist reyndar alveg vera með það á hreinu hver sé ástæðan fyrir því að United gangi illa að brjóta niður þessi varnarsinnuðu lið:
We have more time on the ball, they have more time to break, we need to play with higher ball speed and that is difficult, to do that against so many bodies in front of you.
We have to disorganise that organisation but that is the next step in the process.
Næsta skref í ferlinu segir hann. Viljum við ekki sjá það á morgun? Ég held það. Eins og við ræddum um í síðasta podkasti og ég talaði um á mánudaginn vil ég sjá Fellaini á bekknum. Hann nýtist ekki jafnvel gegn liðum sem skilja eftir sig ekkert pláss á sóknarþriðjungi United auk þess sem hann gæti verið gagnlegur sem plan B af bekknum ef breyta þarf til. Ég vil sjá Mata koma inn á miðjuna í stað hans og einhvern af Di Maria, Januzaj eða Young á köntunum. Kantmennirnir okkar þurfa að eiga toppleik og vera mikið í boltanum svo að kantmenn Palace, sem eru þeirra bestu leikmenn, þurfi að sinna varnarvinnu.
Að sögn Louis van Gaal eru meiðsli Michael Carrick verri en talið var í fyrstu og hann mun ekki spila meira á þessu tímabili. Þetta eru virkilega slæmar fréttir enda margkomið fram hvað liðinu gengur töluvert verr án Carrick. Þetta er mikill missir út tímabilið og því ennþá mikilvægara að klára leikinn gegn Palace. Jonny Evans og Luke Shaw eru klárir í slaginn ásamt Phil Jones sem spilaði varaliðsleik í vikunni og átti þessa svakalegu stoðsendingu á Ashley Fletcher. Rojo og Wilson gætu einnig setið á bekknum. Það þýðir að allir leikmenn United eru að ná heilsu að undanskildum Rafael og fyrrnefndum Carrick.
Mér þætti gaman að sjá eftirfarandi lið hefja leik á morgun:
McNair fær hvíld eftir að mörgu leyti ágætar frammistöður, Young og Fellaini víkja fyrir Januzaj og Di Maria til þess að brjóta þetta aðeins upp og koma Palace-mönnnum á óvart. Við þurfum hraða í þessum leik og þeir félagar Di Maria og Januzaj ættu að vera ólmir í að minna aðeins á sig nú þegar Memphis Depay er að ganga til liðs við félagið. Mata kemur inn á miðjuna og hann og Herrera eiga að spila hringi í kringum miðju Palace og Rooney er auðvitað sjálfkjörinn frammi.
Þetta er eftirmiðdegisleikurinn á morgun og hefst hann klukkan 16.30. Dómari er góðvinur Angel di Maria, Michael Oliver.
Bjarni Ellertsson says
Góð útlistun, en er ansi hræddur um að liðið verði óbreytt og LVG noti sömu fílasófíu og í síðustu leikjum ef menn eru heilir. Hann virðist ekki enn trúa því að liðið hafi ekki náð fram góðum úrslitum í síðustu leikjum (tölfræði vinnur ekki leiki) og ætlar því að reyna einu sinni enn. Þó þetta sé enn í okkar höndum þá er ég efins um að leikmenn komi borubrattir til baka og því mun þessi leikur verða ströggl frá upphafi því sjálfstraustið fyrir framan markið er farið í augnablikinu. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Annars ef ekki tekst að komast í meistaradeildina í haust þá er alltaf séns að ári og við verðum reynslunni ríkari (er að reyna að selja mér þá hugsun).
Þetta er jú bara fótbolti.
Björn Friðgeir says
Svo er hálsbólga að ganga… þetta lið gæti orðið eitthvað skrýtið!
Er orðinn soldið stressaður fyrir leiknum
Hjörtur says
Jú þetta er bara fótbolti eins og Bjarni segir, en maður tekur hann alltof mikið inn á sig, og er í því oft á tíðum að stressa sig í leikjum, þó þetta sé bara fótbolti. En hvað leikinn á morgun varðar segi ég bara eins og Björn, maður er aðeins farinn að stressast. En þessi leikur verður að vinnast, og Chelsea að taka púllarana (þá þarf maður ekki að stressa sig yfir síðustu leikjunum) en ég held þetta verði bölvað strögl hjá okkur eins og í síðustu leikjum, og svo er spurning hvað Chelski gerir, verða þeir með sitt sterkasta lið, eða fá leikmenn sem lítið hafa komið við sögu að spreita sig? Ég sagði fyrr í vetur að við myndum lenda í fimmta sæti, og einhvern veginn situr það í mér, en ætla samt að vona að ég hafi rangt fyrir mér. Sigur á morgun, já takk. Góða helgi.
Ingvar says
Hef bara endalaust slæma tilfinningu fyrir þessum seinustu þrem leikjum. Held að LVG breyti akkúrat engu og haldi áfram að possession-ast eins og hann elskar. Afar hentugt fyrir palace sem elskar að keyra hratt á fámennar varnir. Þurfum breytingar á liðinu eftir seinustu katastrófur en held samt að það verði ekki.
Sé fyrir mér að liverpool vinni næstu tvö leiki og við fáum í mesta lagi 2 stig í næstu tveim, sem þýðir bara verulega óþægilega loka umferð.
Hef vonandi alrangt fyrir mér :)
Keane says
Engar áhyggjur!
eeeeinar says
Ég hef frekar óþægilega tilfinningu fyrir þessum leik. Crystal Palace á útivelli verður ekki fagurt. Og að sjá Michael Oliver með flautuna verður enn verra. En ég vonast eftir sigri, hann má alveg vera ‘scrappy’ 0-1 sigur fyrir mér – 3stig og smá pressa á L’pool fyrir morgundaginn