Rauðu djöflarnir
- Memphis Depay var keyptur frá PSV Eindhoven.
- Í gær birti Manchester United uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung fjárhagsárs félagsins.
- Mánudagspælingar vikunnar snerust um markaskorun liðsins.
United
- Kemur nú varla á óvart hvaða félag í deildinni gefur ungum leikmönnum flest tækifæri.
- Og í framhaldi af því, þá vilja Ryan Giggs og Nicky Butt að ungir leikmenn fái tækifærið gegn Hull í lokaleik tímabilsins.
- Manchester Evening News fer yfir U-21 leikinn gegn City.
- 5 ára samningurinn sem Nani fékk í september 2013 gæti reynst United dýrkeyptur.
- Andy Mitten skrifar um framherjamál United.
Leikmenn
- Gary Neville tjáir sig um kaupin á Memphis Depay .
- Memphis hlakkar til að spila fyrir Manchester United.
- Memphis var nálægt því að skrifa undir hjá PSG en Van Gaal sannfærði drenginn um að koma til United.
- Memphis Depay og Nathaniel Clyne geta komið með drifkraftinn sem skortir hjá United.
- Squawka fer yfir afhverju mikilvægi Fellaini fyrir United sé ekkert til þess að fara í fýlu yfir.
- Móðir Falcao segir hann ósáttann við stöðu sína hjá United.
Leikmannaslúður
- Van Gaal íhugar að bjóða Tottenham 45m punda fyrir Harry Kane.
- Squawka tekur saman og fer yfir helstu orðrómar varðandi Bale til United.
- United virðast vera taka sinn tíma í að kaupa Mats Hummels og eru stjórnarmeðlimir Dortmund orðnir frekar óþolinmóðir.
- Bernard Mensah, leikmaður Vitoria Guimaraes og kúnni Jorge Mendes, segir að hann sé á leið til United.
Mynd vikunnar
Lag vikunnar
Soundgarden – „Blow Up The Outside World“
panzer says
Snilldar samantekt einsog alltaf.
Silly Season er brostið á – Harry Kane fyrir 45m :D Hver fær borgað fyrir að skálda svona bull? Nei takk, frekar vil að Wilson fái sénsinn.
Rauðhaus says
Andy Mitten segir auknar líkur á að David De Gea fari til Madrid í sumar https://uk.eurosport.yahoo.com/blogs/pitchside-europe/update-on-de-gea–future-101845075.html
Það er að verða rosalega ólíklegt að hann skrifi undir nýjan samning, sem þýðir bara að hann verður seldur í sumar. Vonandi náum við að kreista út almennilega fjárhæð fyrir hann (sem er erfitt þar sem það er svo stutt eftir af samningnum) og fá Bale jafnvel í hina áttina (30-40m fyrir DDG, 80m fyrir Bale?).
Hannes says
Hahaha án djóks hver fékk hugmyndina um að láta Nani hafa 110 k á viku til 2018 ?
Ef við missum De Gea hvern vill fólk sjá í staðinn ? Ég hef verið að spá í H.Lloris en mér finnst hann stundum gera svo klaufaleg mistök.
Ingvar says
Sammála með Loris, getur verið virkilega öflugur en getur svo verið afar klaufskur, minnir mann svolítið á Bartez. Sorglegt að sjá á eftir DeGea, leikmaður sem kemur efnilegur en við gerum að heimsklassa. Ættum ekki að selja hann fyrir minna en 40 mills, láta testa á real. Þeir vilja ekki bíða í eitt ár þannig að þeir verða að kaupa markmann í sumar, eru augljóslega búnir að fá nóg af Casillas.
Annars líst mér best á að fá einhvern úr Bundes línunni. Rene Adler eða Bernd Leno yrðu báðir mjög öflugir þó mér litist betur á Leno , ungur og er að bæta sig á hverju ári.
Svo er bara spurning hvort að það sé ekki eitthvað eftir í Valdes.