Það er erfitt að vera spenntur fyrir leiknum á morgun þegar United fer í heimsókn til Hull. Jú, þessi leikur skiptir reyndar öllu máli fyrr vin okkar Steve Bruce og hans menn í Hull, en það á enginn von á öðru en að Hull falli. Til að svo verði ekki þarf Hull að vinna og Newcastle að tapa. Og Louis van Gaal er ekkert að fara að tapa viljandi á morgun
Það yrði reyndar verulega magnað ef Newcastle félli, þeir hafa fengið 1 stig í síðustu 10 leikjum og ekki unnið leik frá í febrúar. Það voru hins vegar Leicester sem bjargaði sér snilldarlega, Hull hefur ekki verið jafn duglegt að hala inn stig og því kemur það í hlut United að fella þá á morgun.
Það er að litlu að keppa fyrir United, ef svo fer að United vinnur og Arsenal tapar á heimavelli gegn West Brom þarf samt átta marka sveiflu til að United nái þriðja sætinu og við getum því alveg afskrifað það.
Van Gaal hefur gefið út að hann muni mæta með sitt sterkasta lið en leikmenn hafa að litlu að keppa. Þeir sem eru á leiðinni burt af Old Trafford vita það flestir og leikurinn á morgun mun litlu breyta þar um, enda verða þeir ekki með.
Liðið á morgun verður líkt liðinu gegn Arsenal.
Hull er búið að tapa síðustu fjórum leikjum, þrir þeirra reyndar erfiðir gegn Tottenham, Arsenal og Liverpool, en þeir þurfa að lita á tapið gegn Burnley sem leikinn sem sendi þá niður. Í síðasta leik gegn Tottenham voru þeir líka afskaplega slakið. Kókaínneysla Jake Livermore var síðan ekki til að bæta ástandið.
Það eru afskaplega fáir í Hull liðinu sem við þurfum að hafa áhyggjur af, Nicola Jelavic hefur verið slakur. Vörnin hjá Hull gæti kannske staðið í okkar mönnum ef við höldum áfram að ströggla gegn liðum sem pakka í vörn en ég hef fulla trú á okkar mönnum. Liðið mun enda leiktíðina með stæl og skora nokkur mörk.
Leikurinn hefst kl 2 á morgun.
Atlas says
WBA er nýbúið að rúlla yfir Chelsea og fylgja því eftir með 1:3 sigri á Arsenal.
Við vinnum svo Hull 8:0 og tökum 3ja sætið.
Have a little faith :)
Björn Friðgeir says
I like the way you think!
Karl Garðars says
0-4 í hálfleik.
Þá taka okkar menn sig til og skipta út markverðinum fyrir framherja til að launa Bruce fyrir tvennuna góðu á móti Wednesday í apríl ’93, sem lagði hornsteininn (ásamt komu Kóngsins) að endalokum 26 vetra biðarinnar eftir titlinum og gefur okkur enn einn banterréttinn á Poodles að ári!!
Leikurinn endar svo 7-6. (Staðfest) :)
Helgi P says
en vann Hull ekki Liverpool