Rauðu djöflarnir
- Tryggvi tók að sér það erfiða verkefni að útskýra fyrir okkur mögulega andstæðinga United í umspili meistaradeildarinnar.
- Í þriðja hluta uppgjörs Rauðu Djöflanna (1. hluti, 2. hluti), svöruðum við spurningum um tímabilið sem var að ljúka.
United
- Michael Carrick segir United eigi ekki að fagna 4. sætinu .
- United var að auka skuldir sínar, Andy Green fer yfir afhverju það er hið besta mál:.
- Það þarf enginn að vaka frameftir á lokadegi gluggans í haust.
- Scott hjá ROM skrifar um stöðuna í varnarmálum United.
- Moyes sagði Sky frá því að hann hafi reynt að krækja í Bale áður en hann fór til Real Madrid.
Leikmenn
- Di Maria segir fjölmiðlum að hann verði hjá United á næsta tímabili.
- Scott hjá ROM segir að United ætti að selja De Gea dýrt eða halda honum í eitt ár í viðbót.
- The faithful MUFC skrifar um fimm hægri bakverði sem United er nú þegar líklega að skoða.
- Valencia glímir við ökklameiðsl og mun því ekki taka þátt í Copa America.
- Van Gaal og United voru ekki ánægðir að sjá Memphis Depay spila síðustu deildarleiki PSV.
- Nemanja Vidic og Patrice Evra hafa átt ólík tímabil eftir að hafa yfirgefið United.
- Er Schneiderlin rétti maðurinn til að taka við af Carrick?
- Gerard Pique rifjar upp tímann sem hann var leikmaður Manchester United.
- Gordon Hill segir að hann myndi selja Di Maria ef honum yrði boðnar 50m punda.
- Chelsea hefur hafið viðræður við Mónakó um kaup á Falcao .
- Fjölskyldan verður í forgangi hjá Robin van Persie þegar hann tekur ákvörðun um framtíð sína.
Ýmislegt
- Rio Ferdinand hefur lagt skóna á hilluna og þakkaði hann Alex Ferguson sérstaklega í tillkynningunni.
- Van Gaal tók þátt í kveðjumyndbandi til Xavi.
Leikmannaslúður
- Woodward hitti, að sögn MEN, umboðsmann Benzema í þessari viku.
- Guardian greinir frá því að United sé að kanna möguleikann á því að kaupa Raheem Sterling og að leikmaðurinn sé mjög opinn fyrir því að vinna með Louis van Gaal.
- Januzaj er á leið til Real Sociedad á lán.
- United virðist sýna Dani Alves mikinn áhuga.
- United ætlar að bjóða í Schneiderlin, leikmann Southampton.
- Samkvæmt spænskum fjölmiðlum á United að hafa boðið 100m punda í Bale og Varane sem Real Madrid hafnaði.
- De Gea á að hafa sagt liðsfélögum sínum hjá United að hann muni skrifa undir hjá Real Madrid.
- Franskir fjölmiðlar hafa verið að orða Alexandre Lacazette, framherja Lyon við United og PSG.
Mynd vikunnar
Lag vikunnar
Faith No More – „Motherfucker“
Rauðhaus says
Mér finnst sérstakt tilefni til þess að minnast meira á Rio Ferdinand á þessum tíma. Hann tilkynnti um það fyrir stuttu að skórnir væru komnir upp í hillu eftir magnaðan feril sem fáir geta toppað.
Að mínu mati er Rio Ferdinand besti hafsent í sögu Man.Utd., svo mikið álit hef ég á honum. Þegar hann var upp á sitt besta var hann algjörlega stórkostlegur leikmaður. Öflugara miðvarðarpar en hann og Vidic man ég ekki eftir að haf séð, enda lagði það grunninn að þeim frábæra árangri að spila 3 úrslitaleiki í CL á 4 árum.
Ég myndi glaður styðja það að Man.Utd. myndi borga 100 milljónir punda fyrir ungan Rio Ferdinand í dag.
Hér eru tvær ágætar greinar sem birtust á dögunum um Rio:
http://www.espnfc.com/club/manchester-united/360/blog/post/2474486/rio-ferdinand-was-a-manchester-united-great-andy-mitten
http://www1.skysports.com/football/news/11096/9870797/rio-ferdinand-retires-former-man-utd-defender-was-one-of-the-greats
Og hér er gott video af honum, fyrri parturinn inniheldur varnartilburði en seinni hlutinn fókusar meira á framúrskarandi boltatækni og sendingagetu:
https://www.youtube.com/watch?v=rQONFGYr_10
óli says
Vá hvað ég vona að það sé ekkert til í þessum Sterling-slúðri. Held að hann sé skilgreiningin á kettinum í sekknum.
ellioman says
@Rauðhaus
Takk fyrir þetta. Ég er alveg 100% sammála þér með gæði Rio. United var án efa með bestu vörn í heimi þegar hann og Vidic voru upp á sitt besta. Good times.