Það eina sem er að frétta er að það er eiginlega ekkert að frétta.
*uppfært* Og þó. Þetta var að gerast:
Dani Alves has signed a new contract at Barça until 2017. Option for a third season, too.
— Andy Mitten (@AndyMitten) June 9, 2015
Dani Alves hefur verið sterklega orðaður við United á undanförnum vikum en nú er ljóst að af því verður ekki. Einhverjir munu anda léttar en þarna er þó á ferðinni góður leikmaður sem vissulega hefði styrkt United. Miðað við sögusagnir sem hafa verið í gangi frá því í janúar er alveg á krystaltæru að félagið er að leita sér að nýjum hægri bakverði. Nú er spurningin hvort að menn snúi sér aftur að Nathaniel Clyne? Hann hefur verið sterklega orðaður við United í allan vetur en áhuginn á víst að hafa kólnað, ef til vill vegna þess að menn töldu sig geta nælt í Alves?
*/uppfært*
Helsta slúðrið snýst allt um David de Gea og að United vilji fá að kaupa einhvern af bestu leikmönnum Real Madrid í skiptum fyrir að selja De Gea í sumar. Sjáum hvað setur en AS á Spáni segir að United sé ekki í miklum samningaham hvað varðar David de Gea:
Man United playing hardball on De Gea, saying not for sale even with contract situation. Benzema or another could sweeten things. [AS]
— Sport Witness (@Sport_Witness) June 6, 2015
United hefur í raun engu að tapa hér. Ef Real Madrid ætlar sér að fá De Gea ódýrt er alveg eins gott fyrir United að halda De Gea eitt tímabil í viðbót og leyfa honum svo að fara frítt þegar samningurinn rennur út. Hann yrði hvort sem er að standa sig vel á næsta tímabili með United ef hann ætlar sér að vera markmaður nr. 1 hjá Spáni á EM 2016.
Hvað um það. Í augnablikinu er verið að orða alla helstu leikmenn heimsins við United og það er ómögulegt að greina hvað af því er bull og hvað af því gæti innihaldið sannleikskorn. Við treystum því bara að Woodward & co séu að vinna hörðum höndum að því að klára leikmannakaupin.
Annars er auðvitað landsleikjavika um þessar mundir og nokkrir af leikmönnum United hafa verið að spila fyrir landslið sín:
Helst ber að nefna að Marouane Fellaini gekk frá Frökkum á Stade de France á sunnudaginn. Hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og lagði upp það þriðja en leikar fóru 4-3 fyrir Belga í hörkuleik.
Angel di Maria var einnig í stuði gegn Bólivíu en undirbúningur argentíska landsliðsins vegna Copa America stendur nú yfir. Di Maria bar fyrirliðabandið og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 5-0 sigri Argentínu-manna. Marcos Rojo spilaði einnig allar 90 mínúturnar.
Wayne Rooney, Chris Smalling og Phil Jones spiluðu fyrir England í drepleiðinlegum leik gegn Írlandi sem endaði 0-0. Smalling og Jones spiluðu 90 mínútur en Rooney í 76.
Memphis Depay skoraði eitt og lagði upp eitt í 3-4 tapi Hollendinga gegn Bandaríkjamönnum á föstudaginn. Markið hans var nokkuð skrautlegt.
Andreas Pereira er jafnframt að spila með u20 ára liði Brasilíu á HM u20 sem fer fram um þessar mundir í Nýja-Sjálandi. Riðlakeppnin er að klárast og Brasilía vann sinn riðil nokkuð auðveldlega. Pereira hefur staðið sig vel og komið við sögu í öllum þremur leikjum Brasilíu hinga til. Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp tvö. Brasilía mætir Úrugvæ í 16-liða úrslitum á fimmtudaginn. Verður spennandi að sjá hvaða hlutverk Pereira fær á næsta tímabili en hann er tvímælalaust einna mest spennandi leikmaðurinn sem er að koma upp úr unglingastarfinu hjá United um þessar mundir.
Það eru fleiri landsleikir framundan og svo vonum við að einhverjar alvöru hreyfingar í leikmannamálum fari að sjást á næstu dögum eða vikum.
Ívar says
Ég verð að viðurkenna að ég er verulega ánægður með að Dani Alves sé ekki á leiðinni. Frábær leikmaður og allt það en ég einfaldlega þoli hann ekki.
Hafsteinn says
Ég er svo innilega sammála Ívari! Nema að ég skil ekki af hverju við ættum að fá hann þegar við erum með Rafael. Þeir eru næstum sami leikmaðurinn, þ.e. góðir sóknarlega en shaky varnarlega. Stærsti munurinn er kannski sá að Dani Alves er ekki alltaf meiddur.
panzer says
Ég botnaði ekki í þessum leikþætti Dani Alves undanfarinn mánuð – hélt blaðamannafund um ekki neitt – hann er góður fótboltamaður en eiginlega óþolandi týpa. Alveg sáttur að sjá hann halda sig á Spáni, að fá 32 ára leikmann sem fer að nálgast niðurleiðina yrði bara bara tímabundinn plástur og alls ekki sú bæting sem þarf í vörnina, frekar vil ég Clyne og svo traustan CB. Ef enginn almennilegur RB kemur þá bara láta Jones/McNair leysa þessa stöðu á næsta tímabili.
Annars er enska pressa ólesandi þessa daganna, maður sér sitt á hvað fréttir sem stangast á við hvor aðra. Síðasta skáldsagan er að við séum að fara kaupa Sterling! Ég held það muni fyrr frjósa í helvíti en að Liverpool selji þeirra vonarstjörnu til United.
Tryggvi Páll says
Þetta hefur líklega verið hið klassíska ‘Best að segjast ætla að fara til United svo ég fái betra samningstilboð frá núverandi félagi’ hjá Dani Alves. Hvað höfum við eiginlega séð þetta oft? Það er alveg ótrúlegt hvað nafn United er mikið notað í þessum tilgangi.
Rauðhaus says
Alveg sammála Ívari, þessi leikmaður hefur farið svo verulega í taugarnar á mér í mörg ár að ég hreinlega fagna þessu. Hann má þó eiga það að hann er mjög góður í fótbolta og miklu miklu betri en Rafel Da Silva verður nokkurn tímann.
Það er spurning hvað gerist í þessum málum núna í framhaldinu. Ég var spenntur fyrir Clyne fyrr í vetur en er farinn að hafa efasemdir núna hvort hann sé nógu góður. Sjáum til dæmis að Clyne var á bekknum allan tímann í landsleiknum um daginn og Phil nokkur Jones í stöðu hægri bakvarðar… Fyrir mitt leyti þá er þessi staðreynd bara red flag og ekkert annað…
Persónulega er ég mjög hrifinn af því sem ég hef séð af hinum ítalska Matteo Darmian. Vissi ekkert hver þetta var fyrr en á HM í fyrra, þá heillaði hann mig mikið og er virkilega góður leikmaður. Svo eru gaurar eins og Coleman, Carvajal (Danilo kominn til Real), o.fl. sem kæmu til greina.
Hjörtur says
Mér finnst það alveg útúr kú að halda De Gea næsta tímabil, og láta hann svo fara frítt. Það á bara að setja honum stólinn fyrir dyrnar, annað hvort skrifarðu undir nýjan samning, eða seldur hæstbjóðanda. Mér hefur fundist gegnum tíðina alltof margir leikmenn hjá Utd klára sinn samning, og fara svo frítt. Þetta De Gea mál er að verða jafn hundleiðinlegt og vesenið í kringum Ronaldo á sínum tíma, sem sagt jafn andskoti pirrandi og það mál.
panzer says
Það sem ég hef séð af Clyne í vetur þá er hann mjög solid RB og einnig hættulegur fram á við. Hann myndi allavega gera sterk tilkall í byrjunarliðið miðað við núverandi varnarlínu United.
Það er reyndar hálfgert rannsóknarefni af hverju í ósköpunum Phil Jones var valinn framyfir Clyne (sem RB) í þessum landsleik. En vegir Roy Hodgson er órannsakanlegir :D
Hafsteinn says
Ég vil fá Darmian í RB! Hvað DDG varðar þá eigum við að láta hann spila næsta tímabil frekar en að selja hann á slikkið sem Real vill borga (þ.e. ef eitthvað er að marka slúðrið)!
DMS says
Ef Real vilja bara borga 15-20 mills fyrir De Gea þá getum við alveg haldið honum eitt season og hann svo farið frítt eftir það ef hann kýs að gera það. Það að selja hann hæstbjóðanda er sennilega ekkert í boði, leikmaðurinn verður líka að samþykkja samningstilboð annarsstaðar frá. Ef CSKA Moskva myndi bjóða 40 mills í De Gea og hann vill ekki fara til þeirra, þá er lítið sem United getur gert.
En já annars er ekki hægt að taka mark á neinu þessa dagana. Þvílíka ruslið og click-bait fyrirsagnir í gangi núna hjá slúðurmiðlum.