Rauðu djöflarnir
- Tryggvi tók stöðuna á leikmannamálum sem og hvað okkar menn hafa verið að gera með landsliðunum.
Slúður
- Best að byrja þetta á einni skyldulesningu um leikmannaslúður.
- The Telegraph greinir frá því að De Gea er ekki fyrsti valkostur Real Madrid, það ku vera Thibaut Courtois.
- United ætlar sér ekki að selja De Gea til Real nema það fái Karim Benzema á móti.
- Samkvæmt The Independent þá ætlar Real að koma með tilboð í De Gea eftir helgi.
- Forseti Lazio blæs á orðróma um að Van Persie sé á leiðinni þangað.
- Nathaniel Clyne er aftur kominn á óskalista United eftir að Alves skrifaði undir nýjan samning hjá Barcelona.
- United hefur sýnt Rodrigo Dourado mikinn áhuga. The Peoples Person tók viðtal við brasilískan blaðamenn um drenginn.
- ROM skoðar aðeins Mario Mandzukic eftir að United var orðað við leikmanninn í vikunni.
- Chicharito vill fara til félags sem leyfir honum að spila reglulega.
- Van Persie telur að United muni eyða í kringum 200m punda í sumar.
United
- Louis van Gaal tekur það ekki í mál að liðið spili sérstakan æfingarleik í ágúst til að kynna nýju Adidas-búningana.
- Scott hjá ROM fer yfir framherjamálin hjá United.
- United mun ekki bjóða Ben Amos og Tom Thorpe nýja samninga og er þeim frjálst að fara frá félaginu.
- Chris Smalling er alveg handviss um að hann og Phil Jones geti myndað saman framtíðarmiðvarðarpar Manchester United og Englands.
- manutd.com ræddi við Thijs Slegers hjá Voetbal International um Memphis Depay .
- Scholes vill frekar sjá Jones spila sem hægri bakvörð en miðvörð.
- Scott hjá ROM vill sjá Van Persie fara frá United.
- Jurgen Klopp ætlar sér að taka við United einn daginn samkvæmt fyrrverandi samstarfsmanni.
Mynd vikunnar
Lag vikunnar
Slipknot – „Killpop“
Ási says
Ég ætlaði bara að hrósa ykkur fyrir að vera svona duglegir að skrifa pistla, fleira var það ekki!
Fannst leiðinlegt að sjá „Engin ummæli“ :)