Rauðu djöflarnir
- Leikjadagskráin fyrir komandi tímabil var kynnt í vikunni. Við rýndum aðeins í hana.
- Memphis Depay var opinberlega kynntur sem leikmaður Manchester United.
Slúður
- The Mirror segir Inter hafa boðið 8 milljónir punda í Chicharito.
- Roberto Firmino hefur verið orðaður við United. Blaðamaður Telegraph kíkti nánar á þennan leikmann.
- Hummels er ennþá skotmark nr. 1 í miðvarðastöðuna þrátt fyrir hávært Otamendi slúður.
- Miguel Delaney veltir fyrir sér muninum á Hummels og Otamendi.
- United ætlar að hafna fyrsta boði Real Madrid í De Gea sem hljóðar upp á pakka af tyggjó og notaða Mözdu (13 milljónir punda).
- United vill fá Varane í skiptum fyrir De Gea.
- Nathaniel Clyne er að öllum líkindum á útleið frá Southampton.
- Robin van Persie er of dýr fyrir Galatasaray.
- Harry Kane verður ekki seldur til United samkvæmt heimildarmönnum ESPN.
- Romelu Lukaku gæti verið nýjasta skotmark United .
Leikmenn
- Umboðsmaður Januzaj segir að Belginn ungi verði hjá United á næsta tímabili og að United muni hafna öllum tilboðum í hann.
- Andreas Peireira hefur staðið sig vel með u20 ára liði Brasilíu sem er komið í úrslit á HM u20.
- Scott hjá ROM skrifaði nokkur orð um Memphis Depay.
- Ben Amos er búinn að skrifa undir hjá Bolton.
United
- Woodward þarf að tryggja að United fái einhverja leikmenn Real Madrid í skiptum fyrir David de Gea að mati Samuel Luckhurst.
- Louis van Gaal telur að skipulagið á æfingarferðalaginu í sumar sé mun betra í fyrra og muni verða þess valdandi að liði nái fljúgandi starti í deildinni.
- Talandi um æfingarferðalagið, Van Gaal ætlar að taka með sér marga unglingaliðsleikmenn til Bandaríkjanna.
- Manchester United íhugar að kaupa Hotel Football af Gary Neville og Ryan Giggs
- Darren Richman telur að Andy Cole eigi skilið að vera ofar á listanum yfir bestu framherja í sögu United.
- Fyrrum Liverpool leikmaðurinn Michael Owen var vonsvikinn með frammistöðu United á síðasta tímabili.
- Sjúkraþjálfarinn sem United nældi í frá Southampton í haust er farinn frá félaginu, óvíst er hvort hann var rekinn eða hvort hann sagði upp.
Annað
Hér má finna skrá með öllum leikjum United á næsta tímabili fyrir dagatalsforrit á borð við Calendar frá Apple og Google Calendar. Hún uppfærist sjálfkrafa með öllum breytingum á leikjadagskrá sem gerðar verða.
Mynd vikunnar
Lag vikunnar
Modest Mouse – Lampshades on Fire
Birkir says
Á ekkert að fara að versla? Maður er orðinn óþreyjufullur
Karl Garðars says
Erum við að tala um Herr Schweinsteiger..?? Þá yrði ég sáttur! Þvílíkur meistari þessi leikmaður!!
Helgi P says
Schweinsteiger er búinn að vera minn uppáhalds maður í mörg ár
panzer says
Varðanid þetta Ramos slúður, heldur eitthver að þetta sé Woodward að spila hardball við Real Madrid útaf De Gea? Er þetta ekki aðallega bara umboðsmaður Ramos að reyna fá betri samning?
Það er fara verða frekar þreytt útspil hjá umboðsmönnum leikmanna að orða þá við Man. Utd. í hvert skipti sem þeir fara í samningsviðræður. Dani Alves um daginn og nú Sergio Ramos. Sergio Ramos á tvö ár eftir af samningnum og vill skv. eitthverju slúðri tvöfalda laun sín í 10m evra ári. Gott og blessað og gangi honum vel í þeirri baráttu. Nú keppast öll slúðurblöðin að selja þær fréttir að hann sé með tilboð frá United og þetta sé bara allt saman mjög líklegt.
Í næstu viku kemur svo pottþétt frétt um nýja samninginn hans Ramos og hann hafi ekki getað annað en hafnað ‘næstum-því’ tilboðin frá United.