Hollenski framherjinn Robin van Persie hefur náð samkomulagi við tyrkneska úrvalsdeildarliðið Fenerbahce. Umboðsmaður van Persie hefur verið í Istanbul undanfarna daga að ræða við forráðamenn liðsins. Talið er að samningurinn muni vera til 4 ára. Manchester United og Fenerbahce eiga enn eftir að ná samkomulagi um kaupverð.
Jón Þór Baldvinsson says
Vonandi að þetta fáist staðfest fljótlega. Ég mun ekki fella nein tár þó hann fari, hann var góður eitt tímabil en virtist ekkert nenna meiru eftir að hann vann titilinn sem hann vantaði.
Helgi P says
jebb ekki þess virði að hafa hann með öll þessi laun sem hann er að fá klárlega hægt að fá betri mann en hann
Heiðar says
Þetta eru klárlega engar dómsdagsfregnir fyrir okkur. Jafnvel þó van Persie hefði náð sér eitthvað á strik aftur þá hefði það ekki orðið langur tími er ég hræddur um. Ég vona bara að það fáist þokkalegt verð fyrir hann. Spennandi að sjá hvað gerist í framherjamálum Man.Utd það sem eftir lifir sumars!
Robin van Persie fær samt risastórt high five fyrir 2012/2013 tímabilið þar sem hann af öðrum ólöstuðum reddaði okkur titlinum :)
panzer says
Frekar ömurlegar kveðjur í commentunum hér að ofan. Þetta er Robin van Persie, ekki Anderson.
Gæðin bókstaflega leka af þessum leikmanni þó hann hafi átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla í fyrra. Ég er viss um að hann muni standa sig stórvel í Tyrklandi. Tímabilið þegar hann kom frá Arsenal (þar sem hann var btw kominn í algjörlega legend-stöðu) þá bókstaflega vann hann titillinn upp á sínur eigin spítur. 20ugasti titilinn og treyja númer 20 – skrifað í skýin. Eruði þið búnir að gleyma þrennunni á móti S’ton og volley’inum á móti Villa?
Ef ekki verður keyptur *heimsklassa* framherji von bráðar mun ég setja spurningar við þessa sölu satt best að segja. Falcao var ekki keyptur og verður í „láni“ hjá Chelsea (nokk sama um þann kappa), Hernandez á líkalega ekki heimakvæmt eftir útlegðina í Madrid og nú RvP seldur.
31árs þarf ekki að að þýða að hann sé ‘búinn’. RvP er ekki leikmaður sem hefur þurft að stóla á hraða og sprengikraft. Ég vil minna á að við keyptum Teddy nokkurn Sheringham þegar hann var ‘bara’ 31árs. Hann átt heldur betur ágætis tíma eftir, sælla minninga.
Fyrir mína parta segi ég takk fyrir allt Robin!
Óskar Óskarsson says
sammála seinasta ræðumanni ! þetta eru hræðilegar fréttir nema það verði keyptur heimsklassa striker !
DMS says
Þessi leikmaður átti stóran þátt í 20 titlinum okkar og á inni miklar þakkir frá okkur fyrir sitt framlag. Hann er í heimsklassa en meiðslin hafa alltaf truflað hann. Vonandi hans vegna þá nær hann að halda sér heilum. En það er klárt að United hljóta að vera með einhvern framherja í sigtinu. Persónulega þá bjóst ég ekki við því að RvP myndi fara, hélt að hann myndi fá meiri tíma hjá Van Gaal en kannski vill hann sjálfur meiri spilatíma.
Klárt mál að Fenerbache eru að styrkja sig mikið með RvP og Nani. Hvernig var það, gátum við ekki fengið þá í umspilinu í meistaradeildinni?
Núna langar manni samt að fara að sjá einhverja staðfesta detta inn hjá okkur á móti áður en æfingaferðin hefst. Van Gaal var búinn að gefa það út að hann vildi helst klára öll kaup fyrir ferðina, tel nú að það sé ólíklegt markmið upp úr þessu.
Held að það sé að verða ljóst að De Gea muni verða í Madrid á næsta seasoni og Valdes verður keeper nr. 1 hjá okkur. Spurning samt hvenær þetta standoff hjá félögunum endar. Á móti kemur þá fáum við styrkingu í vörnina í formi Ramos ef þetta verður að veruleika. You win some, you lose some. Ramos, Schneiderlin, Seamus Coleman og framherji og þá er ég nokkuð sáttur.
Stefan says
Getum klárlega haft leikmenn í staðinn fyrir Nani og RVP fari þeir þangað.
Held samt mikið uppá þá og myndi vilja hafa þá lengur
Auðunn says
Fer nú að verða spurning um að hætta að skrifa /lesa eða amk taka mark á „fréttum “ fyrr en það kemur STAÐFEST. .
RVP mun mæta á æfingu hjá Man.Utd á morgun þannig að hann er ekki farinn ennþá amk.
United virðist vera með allt niðrum sig í leikmannamálum þetta sumarið en það er svo sem ekkert nýtt .
Tryggvi Páll says
Robin van Persie hefur ekki verið sami leikmaðurinn eftir að Sir Alex hætti og það virðist hafa talsverð áhrif á hann. Hann virtist ekki nenna að spila undir stjórn David Moyes (lái honum það hver sem vill) og var einhvernveginn alltaf á hælunum á síðasta tímabili þrátt fyrir að skora nokkur mörk. Við stöndum honum þó í ævarandi þakkarskuld fyrir algjörlega frábæra frammistöðu á tímabilinu 2012/2013 þar sem hann keyrði áfram atlöguna að titli nr. 20.
Svo ég svari nú Auðunni varðandi fréttaskrif þá reynum við að birta ekki hvað sem er þegar kemur að leikmannaorðrómum og slúðri. Þessi síða er að verða þriggja ára gömul og á þeim tíma höfum við nokkurnveginn sigtað út hvaða miðlum og blaðamönnum er hægt að treysta. Við reynum svo að miðla því áfram til okkar lesenda.
Í þessu tilviki og t.d. í tilviki Sergio Ramos höfum við skrifað greinar upp úr fréttum frá blaðamönnum The Guardian og þar vinna engir bullukollar sem búa til fréttir, þar vinna alvöru blaðamenn. Það er hiklaust hægt að taka mark á því sem þeir segja, þó að allt gangi ekki eftir alltaf, hlutirnir breytast stundum. Við munum við halda áfram að vitna í þá þegar þeir koma með eitthvað stórt, eins og til dæmis að Robin van Persie hafi samið við annað félag, frekar en að alltaf að vera bíða eftir opinberu síðunni.
Hvað varðar leikmannakaup sumarsins myndi maður auðvitað vilja að eitthvað væri orðið staðfest en það var gefið út að Louis van Gaal vildi fara með fullmótaðan hóp til Bandaríkjanna. Það er ennþá rúm vika í það þannig að ef menn ná að klára 1-3 stór kaup í vikunni verð ég alveg rólegur. Það er hinsvegar verulega slæmt ef menn ætla að draga þetta eitthvað langt fram í júlí og ágúst. Eins og ég hef sagt í podköstum okkar treysti ég ekki Woodward fyrir leikmannamálum og því býst ég frekar við því að Memphis Depay verði eini nýji leikmaðurinn sem fer með til Bandaríkjanna. Hef vonandi rangt fyrir mér í því.
Auðunn says
Slúður er slúður þangað til það er staðfest sama hvaðan það kemur.
Það eru allir að skrifa sömu „fréttirnar“ og enginn marktækari en annar.
Sumir vilja trúa einhverjum ákveðnum miðlum eða einhverjum á Twitter frekar en öðrum en það er bara eins og pólitík.
Þessir svokölluð traustu (ekki bullukollar) blaðamenn hafa birt ófáar fréttir sl 2 ár um endurkomu Ronaldo, kaup United á mönnum eins og Bale, Pogba, Gundogan osfr. . Þannig að. ..
Birkir says
Vonandi bara haldið þið stjórnendur síðunnar ykkar striki og haldið áfram að gera frábæra hluti eins og hingað til og er ég mjög þakklátur fyrir;) Auðunn hlýtur að hafa farið öfugt frammúr rúmminu sínu og vantað eitthvað að röfla yfir því alls kynns slúður bull fréttir er ekki það sem við erum vanir hér sem skoðum þessa frábæru síðu;)
Tryggvi Páll says
Menn geta auðvitað tekið hvaða pól sem er í hæðina í þessum efnum, kannski er farsælast að bíða bara þangað til að manutd.com staðfestir kaupin en það er auðvitað ekki jafn krassandi.
Ég er hinsvegar ósammála því að allar vangaveltur og fréttir sem birtast um leikmannakaup sé slúður sem ekki er mark takandi á nema það komi frá Louis van Gaal sjálfum á síðu félagsins. Auðvitað eru til blaðamenn og blöð sem byggja tilvist sína á því að apa eftir og magna upp það bull sem fer óhjákvæmilega stað. Líklega er meirihlutinn af því sem er birt einhverskonar endurvarp miðla á milli þar sem enginn veit hvar hringavitleysan hófst og hvar hún endar.
Það breytir því ekki að það eru nokkir blaðamenn sem vinna á nokkrum blöðum sem vilja láta taka sig alvarlega og birta þar af leiðandi ekki einhverja tóma steypu. Þó að tiltekinn blaðamaður sem er traustur birti t.d. grein um að United hafi áhuga á að kaupa Pogba en ekkert verði svo úr því þýðir það ekki að það hafi verið hreinræktað slúður sem ekki sé mark takandi á. Hlutirnir ganga ekki alltaf eftir, áætlanir breytast, leikmaður vill ekki ganga til liðs við félagið etc…
Tökum sem dæmi Sergio Ramos málið. Það er alveg klárt að þar er áhugi fyrir hendi hjá United. Það er hinsvegar ekki víst að það gangi upp. Er það þá slúður sem ekki er mark takandi á? Nei. Það er risamál og mjög áhugavert. Eigum við þá að sleppa því að fjalla um það vegna þess að þetta kemur ekki beint úr munni Ed Woodward eða Louis van Gaal?
Nei.
Við gætum léttilega sett hér færslu á dag með yfirliti yfir alla þá leikmenn sem eru orðaðir við United en þá myndum við drukkna í slúðrinu og vera engu nær. Eins og ég sagði áðan reynum við því að sigta út það sem er þess virði að tala um, það sem við teljum að sé raunverulega að gerast hjá United. Ef menn hafa ekki áhuga á slíkum vangaveltum er mjög lítið mál að skauta framhjá þeim.
Sigurjón says
Það sem Tryggvi sagði! ↑
Bjarni Sveinbjörn says
Sammála þér Tryggvi með Woodward, treysti ekki þeim peyja, fæ klígju þegar ég sé mynd af honum brosandi. En hvað um það, get engu breytt hér heima í sófanum, en hlutirnir þurfa að gerast hratt næstu vikur annars verða bara panikk kaup þegar deildin byrjar.
Til ykkar stjórnendur síðunnar er ég afar þakklátur að hafa vetfang til að tjá sig og lesa skoðanir annarra aðdáenda um okkar lið, því allir hafa mismunandi skoðanir á málunum, svoleiðis á það að vera. Höldum í vonina að einhverjir bætist í hópinn næstu vikurnar svo allir verða glaðir :). Tek fagnandi á móti hverjum sem er.
Auðunn says
Það má nú samt ekki taka þessu þannig að ég sé að gagngrína ykkur sérstaklega, hef sagt það áður og segi það aftur að þið eruð að standa ykkur mjög vel.
Málið er að það eru búnar að vera svo margar fréttir um leikmannamál United eftir að Ferguson fór að það hálfa væri alveg nóg.
Mér hefur persónulega alltaf fundist mjög erfitt að festa fingur á hvað er marktækara en annað, þess vegna hef ég tamið mér það undanfarna mánuði og kannski ár að taka ekki mark á einu né neinu fyrr en ég sé það staðfest.
Twitter og Facebook og þá aðalega Twitter hefur lítið annað gert en að auka slúðrið að mér finnst, ég yrði sennilega kominn langleiðina á hæli ef ég myndi fylgjast með því líka ofan á allt annað.
Já já það er svo sem ekkert leyndamál að maður er orðin nett pirraður á hvað hlutirnir ganga hægt fyrir sig þessa dagana.
Maður gerði einhvernvegin ráð fyrir því að United færi á fullum krafti í leikmannamál strax eftir að síðasta leik og myndu klára 3-4 kaup einn tveir og þrír.
Alltaf er maður jafn hissa á hvað þetta tekur langan tíma, ég neita að trúa öðru en að Van Gaal hafi vitað fyrir amk 3 mán hvaða menn hann vildi þetta sumarið þótt einstök (Ramos) mál detti óvænt inn á borð hjá mönnum. Það er ekki hægt að eyða endalausum tíma í að eltast við mann eins og hann, á einhverjum tímapunkti verða menn að gefa honum og Real einhver tímamörk og halda síðan áfram eftir það.
Liverpool hefur t.d gengið miklu betur á markaðinum og þar virðist (amk að sjá úr fjarlægð) undirbúningur vera miklu betri, þeir hafa gert amk þrenn mjög spennandi kaup á meðan United virðist ekki vita í hvorn fótinn á að stíga.
Ítreka þó að svona lítur þetta út fyrir venjulegan leikmann eins og mig, þarf alls ekki að vera tilfellið.
Tryggvi Páll says
Tökum þessu alls ekkert persónulega. Mig langaði bara til þess að koma mínu mati á slúðurvertíðinni á framfæri. 90% af því sem sagt er líklega bull og þar hafa Twitter og aðrir bara magnað upp vitleysuna. Þetta snýst svolítið um að grisja þessi 10% frá bullinu og þá er maður kannski einhverju nær.
Annars geri ég orð Auðuns af mínum varðandi stefnuna í leikmannakaupum hjá United eins og hún blasir við í dag. Þetta er svolítið pirrandi og miðað við yfirlýsingar bjóst maður við því að meira væri búið að gerast. Þeir hafa þó þessa viku til þess að laga þetta og eins og ég sagði áður er staðan ágæt ef menn ganga ca. 2 kaupum áður en farið er til Bandaríkjanna í næstu viku. Sjáum hvað setur.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
RvP að fara, þrír sóknarmenn í liðinu núna. Rooney, Wilson og Chicarito (sem er líklega á leið út). Víst að RvP fær að fara að þá hlýtur einhver annar að vera að koma öruggt inn