Við bíðum nú eftir mynd af Bastian Schweinsteiger í United treyjunni en síðla kvölds í gær bárust þær fréttir að Morgan Schneiderlin hefði einnig verið í læknisskoðun og að United væri nú loks að ganga frá 24m punda kaupum á honum frá Southampton. Þetta kemur væntanlega í ljós í dag og þá ætti hann að fara með liðinu í æfingarferðina til USA ásamt Matteo Darmian, Bastian Schweinsteiger og Memphis Depay.
Þetta væri magnaður endir á magnaðri helgi
Ási says
Eigum allt í einu nóg af miðjumönnum, ekki oft á síðustu árum sem við höfum haft það lúxusvandamál, tek því fagnandi.
Svo er spurning hvernig goggunarröðin verði á miðjunni ef allir eru heilir, mun Fellaini vera mikið á bekknum? Eða Mata? Verður gaman að sjá hvernig Van Gaal fer að þessu.
Væri til í allavega einn hafsent, myndi setja það í forgang, og þá væri Otamendi betri kostur myndi ég segja, heldur en Ramos, aðallega þar sem Otamendi er fjórum árum yngri og var kosinn besti varnarmaður La Liga á síðustu leiktíð.
Björn Friðgeir says
Myndir á twitter (sjá hér til hliðar!) af Schweinsteiger og Schneiderlin að máta nýju United jakkafötin!
Staðfest er rétt ókomið greinilega!
United fer í loftið kl 13:40 að íslenskum, og David de Gea með.
Bjarni Ellertsson says
Sammála, ekki veitir af góðum miðjumönnum þar sem hægt er að vera með mismunandi afbrigði í varnar og sóknarleik. Hef ekkert á móti Otamendi, er hrifinn af attitudinu í argentískum leikmönnum og vil hafa þá nokkra í liðinu. Hef trú að við eigum eftir að kaupa einn varnarmann og sóknarmann áður en mótið hefst.
Björn Friðgeir says
M.v. frammistöðuna síðustu daga þá held ég að það verði ekkert mál að klára Otamendi þegar við viljum það (þeas þegar Ramos/De Gea málið verður útkljáð). Hann er enn í fríi og kæmi hvort sem er ekki strax til Bandaríkjanna.
Svo er mig farið að gruna að Woody fái að kaupa stjörnustriker. Vona bara það verði ekki á kostnað Di María
Bjarni Ellertsson says
Einmitt Björn, vona að Di Maria verði ekki seldur, Hann mun nýtast okkur í vetur í meistaradeildinni (geri kröfu á að komast þangað), þó svo hann hafi átt erfiða tíma í fyrra. Það hræðast flestir hraða hans og útsjónarsemi. Verst að hann fær ekki að taka þátt í undirbúningstímabilinu vegna meiðsla og að vera í fríi. En hann er þetta extra sem Utd hefur alltaf haft.
Sjáum til hvað gerist næstu vikurnar en staðan á liðinu er góð í flestum stöðum. get ekki beðið eftir fyrsta æfingarleiknum.