Ég tók þá skyndiákvörðun að henda mér til Chicago, frá New York, í þeim tilgangi að sjá okkar menn spila gegn PSG. Þetta var kannski ekki alveg það skynsamlegasta sem mér gat dottið í hug þar sem ég var að vinna til miðnættis á þriðjudeginum og átti svo að vera mættur aftur á föstudeginum. Ég hafði því 48 tíma til að keyra til Chicago og til baka, samtals 2600km.
Þetta hafðist allt saman og þó svo spilamennskan hjá okkar mönnum hafi verið arfaslök þennan daginn, þá var stemmningin í mannskapnum góð og umgjörðin hin flottasta. Ég tók nokkra ramma og má sjá afraksturinn hér að neðan:
Þröstur Steinþórsson (Thordarson) says
Ég sat víst rétt hjá þér – af myndum að dæma.
Við byrjun leiksins virtust okkar men ætla að spila skemmtilegan bolta. Ég sagði við bróðir minn, ‘Það eru nokkur mörk í þessum leik’. En svo gerðu þeir stór og klaufaleg mistök, og fylgdu því eftir með sama spili fram og til baka og undanfarið ár, með ekkert bit í sóknarleiknum. Hvenær sem Rooney tók við boltanum, stoppaði hann, snéri sér til baka og gaf á aðra. Með þessu spili og þessum mannskap ná þeir ekki að vinna deildina. Þýðir ekkert að pútta fram og aftur, og þora ekki að ráðast til atlögu. Þeim vartar snerpu og yfirgrip. Ungu strákarnir höfðu skemmtilega takta og reyndu að gera eitthvað, en vantar leikreysnlu. Munurinn á liðunum tveimur var Zlatan or Rooney! Gjörólík spilamennska og viðhorf til leiksins.
Tóró says
Gaurarnir á fyrstu myndinni virðast hafa góð sambönd. Mér sýnist hvíta treyjan ekki enn vera komin í opinbera sölu og sú rauða bara frá því í gær. Kannski góðar eftirlíkingar?
Rúnar Þór says
18 þús hva bara aðeins dýrara en hinar ;)