Loksins fer boltinn að rúlla aftur og á morgun kl 11.45 kemur Tottenham Hotspur í heimsókn á Old Trafford.
Spennan fyrir að sjá fyrsta leik hefur sjaldan verið meiri. Breytingarnar á liðinu hafa verið fáar en stórar og við megum búast við að sjá 3 til 4 nýja leikmenn í fyrsta sinn í alvöru leik. Sú ákvörðun Van Gaal að stilla upp liðinu á undirbúningstímabilinu að stórum hluta eins og hann bjóst við að sjá það í fyrsta leik þýðir að það er auðvelt að giska á hvert byrjunarliðið verður
Louis van Gaal gaf það upp að David de Gea verður ekki í marki. Það gæti þýtt að að ferill hans sé á enda hjá United. Þá gæti allt eins verið að maðurinn í hinu markinu verði í marki United í næsta leik þessara liða, slúðrið um Lloris er byrjað aftur.
Vörnin verður eins, Rojo er ekki kominn í form, hvort sem þessi mynd af honum á æfingu í vikunni þar sem hann leit nokkuð út fyrir að hafa bætt á sig í sumarfríinu gaf rétta mynd eða ekki. Við kvörtum ekki undan Shaw og Darmian en spurningamerki verða áfram við Blind og Jones í miðvarðarstöðunum.
Rojo hlýtur að koma inn fyrir Blind fyrr en síðar og ef Smalling nær sér á sama strik og seinni hluta síðasta tímabils, þá þarf Jones að bæta sinn leik verulega til að halda sætinu. Ef David de Gea fer ekki og einhverjir tveir þessara ná að spila almennilega saman og búa til almennilegt tvíeyki þá þurfum við ekkert að hafa neinar sérstakar áhyggjur af vörninni
Önnur ástæða til að hafa ekki áhyggjur af vörninni er að Carrick og Scweinsteiger verða akkerin á miðjunni. Annar þeirra mun samt spila aðeins framar en hinn. Schneiderlin á eftir að koma inn í liðið og hefði kannske gert það ef mótherjinn væri aðeins lakari í þetta sinn en Tottenham. Ander Herrera kom sér inn í liðið með þrautseigju í fyrra og hann þarf að gera það sama í ár, og ef liðið leggur upp með 4-1-2-3 eða 4-3-3 frekar en 4-2-3-1 eins og verið hefur þá er ekki spurning að hann mun koma þar inn.
Fremstu stöðunar eru alveg læstar miðað við upphitunarleikina og kemur á óvart ef það breytist. Ungu drengirnir Januzaj og Pereira munu berjast um að komast inn í liðið og það þarf eitthvað mikið að gerast til að Pedro komi ekki og þá verður samkeppnin um stöðurnar þrjár fyrir aftan Rooney gríðarleg.
Wayne Rooney er fyrirliði Manchester United og spilar alla leiki sem hann hefur heilsu til.
Bekkurinn verður ungur og spennandi, sérstaklega framherjarnir, Pereira, Januzaj og Wilson verða vonandi þar ásamt Smalling, Herrera, Valencia og Romero.
Mótherjinn
Tottenham hefur einhverra hluta vegna verið í stórundarlegum upphitunargír. Þeir fóru í leikferðalag strax og tímabilinu lauk, léku sinn fyrsta æfingaleik eftir sumarfrí í síðustu viku og eyddu þessari viku í München á Audi Cup þar sem þeir töpuðu 2-0 fyrir Real Madrid og unnu Milan 2-0. Síðan klúðraðist heimförin og liðið flaug í gær frá München til London. Getur ekki talist góður undirbúningur fyrir leik á laugardagsmorgun og við vonum að þetta hafi þreytt þá vel.
Liðið er ekki mikið breytt í sumar. Toby Alderweireld kom frá Atlético (eftir lán hjá Southampton) og fer í miðja vörnina og Kevin Trippier kemur frá Burnley til að reyna að taka hægri bakvörðinn af Kyle Walker
Þetta er sterkt lið og það verður auðvitað lykilatriði í vetur hvernig Harry Kane stendur sig. Liðin spila áþekka taktík og þetta gæti orðið mikil barátta.
Þessi leikur verður mjög góður prófsteinn á það hvort að United geti spilað eins og við höfum verið að spila á undirbúningstímabilinu, og í fyrra, haldið boltanum mikið en jafnframt er nauðsynlegt að sýna að liðið geti skorað mörkin. Það tókst svo um munaði í leiknum í vor, þannig að búast má við að Tottenham leggi áherslu á varnarleikinn.
Þetta er hörkubyrjun á tímabilinu, en við erum á heimavelli og það lítur út fyrir að undirbúningur Tottenham hafi ekki verið eins og best verður á kosið. United á að vinna alla leiki á heimavelli og með góðum sigri á morgun verður frábær upptaktur fyrir geysilega spennandi tímabil sleginn.
panzer says
Loksins nýtt tímabil!
„Það verður afskaplega fróðlegt að sjá hvort David de Gea verður í marki.“
De Gea verður ekki í markinu. Van Gaal gaf það út á frekar mögnuðum fréttamannafundi fyrr í dag. Sagði hausinn hans ekki vera kópa við þetta (eða þá að hugur hann sé öllu heldur á Spáni núna). Virkilega farsakennd staða satt best að segja. Van Gaal sagði einnig að leikmenn væru unfit vegna þess að þeir væru að berast seint frá keppnum í sumar (Rojo) eða ýmist keyptir of seint (Basti) – nú verður Woodward að svara fyrir sig og setja í fimmta gír.
Það lítur út fyrir að Blind sé fyrsti kostur í CB og leikmaður sem Sampdori sleppti á frjálri sölu er líklegast að fara verja markið á mörgun (með fullri virðingu fyrir ágæti Romero).
United hefur De Gea og Valdes í hópnum en aðal spurningin virðist vera spurning hvort Johnstone eða Romero spili á morgun?! Finnið fimm rökvillur í þessari setningu!
En þrátt fyrir þessa óvissu spái ég 2-1 sigur. tæpan.
Magnús Þór says
Upphitunin var skrifuð í morgun fyrir blaðamannafundinn. Færslan var uppfærð en breytingirnar duttu út. Þetta hefur verið lagað núna.
Auðunn says
Eins og staðan er á liðinu í dag þá er ég alls alls ekki bjartsýnn á komandi tímabil.
Það vantar ennþá helling í þetta lið svo það sé nógu gott til að berjast á topp 3.
Hélt svei mér þá að menn væru með allt á hreinu þegar kæmi að leikmannamálum en þvímiður eru menn alveg úti að skìta enn eitt sumarið.
Doremí says
Fyrir ykkar hönd er ég mjög spenntur að sjá hvernig kaupin ykkar þetta sumarið kemur út, trúi ekki öðru en Gaal sé með sóknarmann í huga sem hann kaupir í ágúst. En eins og Bjössi segir þá er vörnin ykkar helsti veikleiki og gæti orðið ykkur að falli til að byrja með.
Spái ykkur 2-1 sigri, í erfiðum leik.
Björn Friðgeir says
Auðunn: Ég veit að þú skilur ekki söluna á Di María og við verðum bara að vera alveg hjartanlega ósammála þar. M.v. síðasta tímabil er Memphis alveg fínn í staðinn. En að hvaða öðru leyti erum við úti að skíta?
Markvörður: Verður keyptur ef De Gea fer, annars ekki. Ekki vandamál.
Miðvörður: Verður keyptur ef De Gea fer, annars ekki, Ekki vandamál með De Gea í markinu.
Framherji: Verðum bara með einn í vetur, Hernandez, Memphis og Wilson verða varamenn. Ef á að kaupa verður hann að vera jafngóður og Rooney og keppa umþá stöðu. Við höfum reynt við þá bestu, þeir liggja ekki á lausu.
Höfum svo keypt fjóra toppmenn sem eiga eftir að vera í byrjunarliði í allan vetur.
Þannig sé ég þetta, hvað hefðir þú vilja sjá??
Björn Friðgeir says
Minni svo á fantay deildina
http://fantasy.premierleague.com/my-leagues/305122/join/?autojoin-code=1279703-305122
Karl Garðars says
Sammála Birni. Við eigum líka stórefnilega leikmenn í Wilson, Perreira, Januzaj, Lingard og Varela. Ég myndi vilja sjá þá fá tækifærin á þessari leiktîd.
Ég er einna helst ósáttur við að ekki sé búið að ganga frá haus á miðvarðaherinn hjá okkur. Fyrst Hummels og Ramos voru ekki í boði þá hefði átt að næla í Otamendi eins fljótt og kostur var. Spurning hvort að inn í þetta spili hvort viðkomandi sé rètt- eða örvfættur.
En segið mér Ritstjórn góð, er von á læktakkanum aftur? Það er stundum svo þægilegt að láta meiri spámenn um skrifin og vera þeim sammála. :)
Karl Garðars says
N.B! Við erum að fara meiðslalausir af stað. http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php
Björn Friðgeir says
Varðandi Otamendi, þá eru amk tveir blaðamenn sem þykjast verulega vel tengdir (og eru án efa með heimildamenn í innsta hring, hvort sem þeir heimildamenn eru að segja þeim rétt frá) alveg stífir á því að Otamendi hafi aldrei verið á radarnum hjá United og þetta sé allt agentaþvaður.
Það var eitthvað vesen á læktakkanum, setjum vefstjórann í að skoða málið.
McNissi says
Skrifaði alla romsuna með linkinn á fantasy deildina en deildin sést ekki hjá mér. Getur einhver sagt mér League code?
Björn Friðgeir says
1279703-305122 er kóðinn
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Þið sem þekkið þetta betur, við þið hvar maður fer til að finna stream á leikina í gegnum netið?