Leikurinn
Leikurinn fór alveg ágætlega af stað. United til að mynda byrjuðu töluvert betur en gegn Spurs. Augljóst var að menn voru ekki alveg komnir í leikform. Í fyrri hálfleik er ekki hægt að segja United hafi vaðið í færum en þeir voru töluvert betri aðilinn. Það var svo á 29.mínútu að Adnan Januzaj fær sendingu frá Juan Mata og leikur síðan glæsilega á Micah Richards og skorar. Boltinn fór af Villa manni og í fjærstöng og inn. Eftir markið varð allt frekar varfærnislegt og hægt. En liðið leiddi þó í hálfleik.
Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og virtust ætla að takast að jafna leikinn. United var alveg fyrirmunað að ná upp einhverju spili og áttu einfaldlega í vandræðum með einfaldar sendingar. Á 60.mínútu gerði Louis van Gaal tvöfalda skiptingu og tók þá Januzaj og Michael Carrick af velli og þeirra stað komu þeir Bastian Schweinsteiger og Ander Herrera. Þetta reyndust frábært skiptingar hjá stjóranum en í kjölfar þeirra náði United miklu betri tökum á leiknum. Liðið virtist fara í 4-3-3 með Morgan Schneiderlin sem akkerið á miðjunni. Það var augljóst að Villa menn voru farnir að þreytast sem og gestirnir. Dómari leiksins bætti við þremur mínútum í leikslok og voru þær nokkuð fjörugar en United náði þó að sigla sigrinum í höfn.
Liðið
Sergio Romero átti frekar náðugt kvöld en Villa átti aðeins eitt skot á markið. Í nokkur skipti greip hann inní fyrirgjafir Amavi í liði Villa en hann var sennilega þeirra besti maður í kvöld.
Varnarlínan stóð sig vel í kvöld. Chris Smalling var mjög traustur og virðist vera orðinn fyrsta val í hjarta varnarinnar. Daley Blind stóð sig ágætlega þó maður hafi orðið óöruggur þegar skallavélin Rudy Gestede kom inná. Luke Shaw heldur áfram að leika vel í vinstri bakverðinum og mikilvægt er að hann haldist heill. Vá, hvað Matteo Darmian er að smellpassa í þetta lið og þessa deild.
Miðjan var ágæt í fyrri hálfleik en var töluvert of passív. Michael Carrick stóð sig vel og lék í 60 mínútur í kvöld en mikilvægt verður að nota hann sparlega í vetur. Morgan Schneiderlin virðist ætla að smellpassa í liðið. Bastian Schweinsteiger kom með yfirvegun þegar hann leysti Carrick af hólmi og Ander Herrera kom með smá neista á miðjuna.
Sóknarleikurinn var ekki nógu góður í kvöld. Juan Mata átti ekki sinn best leik fyrir Manchester United en var samt mest skapandi maður liðsins. Adnan Januzaj skoraði flott mark en annars ekkert sérstök frammistaða. Memphis Depay lofar góðu en hann náði ekki alveg að finna sig í kvöld. Slakasti maður liðsins í kvöld var án spurningar fyrirliðinn Wayne Rooney. Ekkert sem hann gerði gekk upp. Fyrsta snertingin hans í kvöld var hrikaleg og sendingarnar hans einnig daprar. Hann virðist vera í afskaplega lélegu formi sem er mikið áhyggjuefni fyrir United þar sem hann er aðalframherji liðsins og Louis van Gaal búinn að veðja miklu á að Rooney skori mörkin. En samt sem áður má ekki gleyma því að einungis eru búnir tveir leikir hjá liðinu og hann hefur svosem átt þetta til en náð að hrista sig í gang.
Maður leiksins
Ætli ég leyfi ekki bara Matteo Darmian og Chris „Mike“ Smalling að deila nafnbótinni í kvöld.
Byrjunarlið kvöldsins
Bekkur: Javier Hernandez, Ashley Young, Ander Herrera, Antonio Valencia, Bastian Schweinsteiger, Paddy McNair, Sam Johnstone.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Félagi minn hann Januzaj sýnir núna afhverju ég hef haldið uppá hann og mun spila vel. Líst vel á þetta lið þó að ég hefði viljað sjá Herrera inná.
0-2 sigur þar sem Memphis og Rooney skora :)
Keane says
Massífur sigur. Akkúrat það sem þurfti eftir Tottenham leikinn. Bakverðirnir frábærir, miðjan solid, miðverðir öruggir (reyndi lítið á þá).
Rooney enn nokkrum skrefum of seinn.
Laddi says
Sammála þessari skýrslu. Kannski rétt að bæta við hvað leikurinn gjörbreyttist þegar Ander og Basti komu inná, eftir það átti Villa ekki séns. Klárt að þegar Basti er kominn í 100% leikform gæti Carrick hreinlega endað á bekknum…
Rúnar Þór says
Ég er hrikalega ósáttur!! 1 mark baráttusigur á móti AVL er ÖMURLEGT!!! eigum að vinna svona lið 4-0 sakna gömlu tímanna! Eitt af fáu jákvæða við þennan leik er að hann staðfesti að við þurfum striker STRAX!! Rooney getur ekki leitt framlínu lengur, hann gat ekkert!!
og er einnig ósáttur með að sama hvað Rooney spilar illa er hann ósnertanlegur, er ekki einu sinni skipt útaf. Það er ekki gott ef 1 maður er alltaf öruggur. Vil Sjá United fara að dominera leiki aftur og skjóta á markið!! Manchester United er hraði, spenna, dominering, færasköpun og mörk á færibandi þurfum að minna fólk á það. Vil sjá amk 3 marka sigur í næsta deildarleik ekkert helvítis 1-0 slef!!
að skora 1 mark í 2 leikum er ekki nógu gott
leikir United eru ekki lengur skemmtilegir og geggjaðir
Laddi says
Myndi nú aldrei kalla þetta mikinn baráttusigur, eitt mark var bara nóg í dag og eiginlega pínu hressandi að sjá að Villa átti í raun aldrei nein færi til að koma til baka. Þetta var eiginlega það sama og Chelsea gerði á löngum stundum á síðasta tímabili, vörnin MJÖG solid, miðjan að stýra þessu og það eina sem var ekki „up to par“ var sóknin. Þegar hún dettur inn líka verður annað hljóð í strokknum.
Kannski líka ágætt að rifja það upp að eftir tvo leiki í fyrra var United með eitt stig og fimm stig eftir fimm leiki. Kannski er ég eitthvað skrýtinn en ég er alveg ágætlega sáttur við að spila illa og vinna leiki, það eru einmitt þannig úrslit sem skila bikurum í hús…
Karl Garðars says
Ljótur sigur eða lítið spennandi leikur… Who gives a flying f***. 3 punktar og hreint lak í fyrstu 2 leikjunum!! Það er sko alveg grjótnóg í mig! Rooney kemur sterkur inn vitiði til og við fáum mörk frá Depay, Mata, Januzaj og fleirum. Smalling, Shaw, miðjan solid og Matteo Darmian er að öðrum ólöstuðum svo hreint út sagt frábær í öllum þeim leikjum sem hann hefur spilað fyrir United. Hvað er þetta mikið flott moment??!! http://www.talkingbaws.com/2015/08/14/gif-manchester-uniteds-mattio-darmian-is-the-king-of-distractions/?
Hjörtur says
Jú jú 3 stig en 1-0 sigur er jafn ömurlegt og 3 stigin góð. Eftir þessa tvo fyrstu leiki, þá sýnist mér á öllu að Rooney sé best geimdur á bekknum, það er alveg ömurlegt að sjá til hans. Að borga honum þessi svaka laun, fyrir að gera nánast ekki neitt er ekki gott. Nú þurfum við mann sem er fljótur kann að fara með bolta, og skora mörk, það virðist alveg vefjast fyrir Rooney.
Helgi P says
sáttur við 3stig en við verðum að fara spila betur og þarf ekki ekki fara prufa setja Ronney á bekkinn til að sýna honum að hann sé ekki ómissandi
Ingi Utd says
Frábært að vera með 6 stig eftir 2 leiki.
Hefði tekið því fyrirfram :)
‘Afram Man Utd
Atlas says
Er vel sáttur við leikinn og þessi úrslit. Það tók okkur 6 leiki í fyrra að ná 6 stigum. Liðið er mjög massíft varnarlega en líka mjög stirt fram á við. Hef enga trú á öðru en að sóknarleikurinn slípist til. Rooney vantar snerpu, en ekki dæma hann of snemma, hann á eftir að verða fínn.
Fáum flottan framherja og fáum svo Rooney í holuna, Held jafnvel að hann skori meira í þeirri stöðu.
Það er æðislegt að sjá meiðslalistann, aðeins einn maður þar. Munið hvernig þetta var í fyrra!!!
Við erum að nota 5 nýja leikmenn í þessum tveimur fyrstu leikjum (Romero, Darmian, Sneiderlin, Memphis og Schweinsteiger. Þetta slípast, þurfum meiri hraða í spilið fram á við.
Fagna því ef við fáum Pedro, fljótur og duglegur leikmaður.
Notum svo de Gea þegar glugginn lokast, annars virkar Romero mjög traustur :)
Og við erum á toppnum í deildinni eins og er :)
panzer says
Hef fulla trú á að það verði bætt við hópinn.. nettó eyðsla í þessum glugga bara í kringum 10m.
Ég kvarta ekki eftir þessa leiki. Það er ekki hægt að dæma leik liðsins eftir tvo fyrstu leiki tímabilsins.. notabene tvo sigurleiki. Þetta þarf að slípast og snilld að það séu 6 stig komin í hús. Ekki hægt að vera hoppandi brjálaður með 6 stig og 2 clean sheet eftir tvo leiki. Liðið vinnur ekki deildina með því að toppa í ágúst með glimrandi sóknarleik ;)
Hanni says
Ég er búinn að vera velta því fyrir mér síðan Rooney vildi fara til Chelsea sumarið 2013 hvort það hafi verið mistök að selja hann ekki og fá 40-45 millur fyrir hann. Núna ætla ég að vera kaldur og lýsa því yfir að næsta sumar, (sumarið þar á eftir í síðasta lagi), verði flest allir Man Utd-menn sammála um að best hefði verið best að losa sig við hann þá.
Auðunn A Sigurðsson says
Svo sem ekki mikið að segja um þennan leik nema góð þrjú stig í hús.
Nokkuð ljóst að leikmenn United eru ekki komnir í leikform og það vantar svoldið upp á sóknarleikinn, held samt að það komi hægt og bítandi.
United þarf að ná góðri sigurhrinu, það eflir sjálfstraustið og þá kemur hitt á eftir.
Hvað Rooney varðar þá verð ég nú bara að segja alveg eins og er að hann hefur svo sannarlega ekki verið upp á sitt besta í tvö ár núna.
Van Gaal vill eflaust spila honum til að koma honum í leikform en það má gefa öðrum sénsinn líka. Ef leikmenn eins og Hernandes og Wilson fá ekki sénsinn þegar frammlínan og þá aðalega Rooney er svona máttlaus þá veit ég ekki hvenær þeir eiga að fá einhverjar mín.
Ég ætla að vona að Rooney verði settur á bekkinn gegn Club Brugge því hann á ekkert annað skilið. Skil ekki öll þessi hlaup hjá Rooney út á kannta, aftur osfr. Þegar liðið spilar þetta kerfi þá verður framherjinn að vera þessi target framherji, hann verður að vera mættur í markteiginn vera miklu meira ógnandi, Rooney er alveg út á túni.
United verður að finna sér almennilegan framherja, þetta er ekki hægt svona.
DMS says
Tek undir það Auðunn. Rooney er oft ekkert inn á teignum þegar þörf er á. Finnst okkur vanta þessa Nistelrooy týpu aftur, alvöru striker sem hangir í sníkjunni og er alltaf tilbúinn að refsa fyrir öll mistök í teignum og mættur á staðinn þegar boltinn dettur laus t.d. eftir frákast eða þess háttar. Mér finnst Rooney vera meira þessi týpa sem er fyrir aftan fremsta mann og djöflast þar frekar heldur en að vera sjálfur fremsti maður.
En ég er viss um að Rooney mun komast í betra form með tímanum. Hann hefur átt það til að koma frekar þungur á sér úr fríi, hann hlýtur að slípa þetta af sér á næstu vikum.
Það er hrikalega gott að vera komnir með 6 stig úr þessum leikjum þó spilamennskan hafi ekki verið neitt sérstök. Við munum verða betri og þetta er flott fyrir sjálfstraustið. Winning breeds confidence.
Runólfur Trausti says
Fínn sigur. 3 stig eru alltaf vel þegin.
Vorum líklega heppnir að mæta Aston Villa svona snemma því þeir eru í svipuðu transition og United liðið er þessa dagana, margir nýjir leikmenn og menn að slípast saman. Þetta er samt allt að koma. Ef Depay hefði náð að slútta færinu sem Mata bjó til þá hefði maður ekki getað kvartað yfir neinu. 2-0 sigur og liðið nánast aldrei í hættu að fá á sig mark.
En tveir 1-0 sigrar er talsvert betra en 2-1 tapið og 1-1 jafnteflið í fyrra. „It´s a process“ eins og viss Hollendingur segir.
Varðandi hópinn þá virðast flestir reikna með Pedro – með tilkomu hans er liðið komið með andskoti góða breidd í stöðuna á bakvið framherjann sem og á miðja miðjuna.
Hvað varðar framherjann þá virðast margir hérna vera sömu skoðunar um Rooney og ég hef verið síðustu 2-3 árin. Hef viljað losna við hann lengi núna. Hann er vissulega lengi í gang og allt það en ef menn horfa á Match Of The Day frá því í dag (laugardag) þá er hann gjörsamlega WAY OFF. Feilsendingar, feilmóttökur – þetta er út í hött. Kórónar þetta með því að taka einhvern hring á miðjunni og eiga svo lélegustu „vippu-sendingu“ sem ég hef séð. Einnig verð ég að vera sammála Auðunni, hann er aldrei í helvítis teignum. United þarf ekki endilega target framherja en United þarf framherja sem er að taka hlaup í „rásirnar“ og á bakvið varnarmenn, sem býr þá til pláss fyrir kantmenn eða „second forward“.
Sem stendur virðist Rooney bara vera taka pláss (og sendingar) frá miðjumönnum.
Að því sögðu þá verður hann að starta gegn Club Brugge, ef hann hins vegar er ósýnilegur í þeim leik, þá má alveg leyfa Hernandez / Wilson að spreyta sig.
Ps. Hversu ógeðslega góður er Chris Smalling?
#Smalldini
(Líklega stærsta jinx sögunnar)
-RTÞ
Davidinvar says
EPub Books EPub Books>>>
brandcon1 says
http://brandcont.pl
CyberryLow says
cyberry hosting
jenniek says
My name is Lynsey. And I am a professional Content writer with many years of experience in writing.
My primary goal is to solve problems related to writing. And I have been doing it for many years. I have been with several groups as a volunteer and have assisted people in many ways.
My love for writing has no end. It is like the air we breathe, something I cherish with all my being. I am a passionate writer who started at an early age.
I’m happy that I`ve already sold several copies of my works in different countries like USA, Russia and others too numerous to mention.
I also work in a company that provides assistance to many people from different parts of the world. Clients always come to me because I work no matter how complex their projects are. I help them to save energy, because I feel fulfilled when people come to me for writing help.
Professional academic Writer – Lynsey Velasquez – http://book512.com/ – Book512 Team
tracyaw4 says
Sexy pictures each day
http://blackshemale.trannysearch.lexixxx.com/?montana
free amature blowjob porn movies private porn vids full length gay porn tube videos sexy naked teen porn porn movies tube