Heilir og sælir lesendur góðir. Þar sem Mánudagspælingarnar voru í fríi þessa vikuna sökum endurkomu liðsins í Meistaradeild Evrópu þá bjóðum við upp á Miðvikudagspælingar í staðinn. Pælingar vikunnar snúast að spilamennsku liðsins í byrjun tímabils og markmannsmálum liðsins, þá aðallega Sergio Romero.
Frammistaða liðsins
Frammistaða Manchester United hefur verið á milli tannana á fólki í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Spilamennskan þykir minna full mikið á leiki liðsins í fyrra sem voru ekki beint sú skemmtun sem United stuðningsmenn hafa átt að venjast undanfarin ár. Það á sér þó allt sínar skýringar, ný andlit ásamt því að menn eru ekki komnir í alveg nægilega gott leikform spilar hvað stærstan hluta. Í umræddum leikjum hafa allir nýliðarnir verið inn á einhverjum tímapunkti en það eru fimm ný andlit, það segir því sjálft að það mun taka tíma fyrir þá að slípa sig saman. Ef til vill sáum við byrjunina á því í gær en þar átti Memphis frábæran leik og hefði í raun átt að skora þrennu en hann klúðraði algjöru dauðafæri eftir frábæran undirbúning Luke Shaw og Wayne Rooney. Það verður þó að taka fram að liðið var að spila við vægast sagt vængbrotið Club Brugge lið en það á að hafa vantað 4-5 leikmenn í byrjunarlið þeirra. Nú bíður maður bara spenntur eftir næsta leik, sem er í hádeginu á laugardag gegn Newcastle.
Í fyrra virtist Van Gaal ætla að byggja upp eitt rosalegt sóknarlið. Hann samþykkti kaupin á Ander Herrera, sóknarsinnuðum teig-í-teig miðjumanni, keypti ónefndan kantmann frá Argentínu ásamt því að hann fékk sóknarmanninn Radamel Falcao á láni. Það var eins og Van Gaal ætlaði sér að byggja hús en byrja á þakinu. Af þessum þremur leikmönnum er aðeins Herrera eftir. Hinir tveir floppuðu vægast sagt harkalega.
Í sumar var annað upp á teningnum en leikmannakaupin snérust meira að byggja öflugan grunn. Með tilkomu Matteo Darmian í hægri bakvörð virðist liðið hafa fundið leikmann sem skilar góðri varnarvinnu en er einnig frambærilegur fram á við. Svo var miðjan styrkt til muna með þeim Morgan Schneiderlin og heimsmeistaranum Bastian Schweinsteiger.
Þrátt fyrir að liðið hafi fengið miðjumenn á borð við Marouane Fellaini, Ander Herrera, Daley Blind og Juan Mata til liðs við sig undanfarið eitt og hálft ár þá hefur því miður engum af þeim tekist að fylla skarðið sem Michael Carrick skilur eftir sig þegar hann er fjarri góðu gamni. Í fyrra sást mikilvægi hans bersýnilega en liðið gat varla unnið knattspyrnuleik án hans, nú hefur umræddur grunnur liðsins verið styrktur til muna og ætti miðjan að geta veitt varnarlínu liðsins talsvert meira öryggi en oft áður. Það virðist vera nákvæmlega það sem Van Gaal vill gera, í stað þess að bæta við hafsent og styrkja vörnina þannig þá hefur hann styrkt leikmennina fyrir framan vörnina. Á því svæði sem Carrick var einn að verjast í fyrra eru nú komnir tveir leikmenn. Það munar um minna. Það er samt augljóst að Van Gaal treystir ekki Herrera í þeirri stöðu þar sem hann setur hann frekar inn á sem fremri miðjumann. Það gæti þó verið að með endurkomu Fellaini þá fari liðið í svipað 4-1-4-1 leikkerfi og það gerði á lokakaflanum í fyrra. Allavega í sumum leikjum. Valmöguleikinn er til staðar.
Varðandi leikstíl liðsins þá má áætla að um leið og nýjir leikmenn félagsins hafa aðlagast leikstíl Manchester United sem og ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að vera komnir í betra leikform þá ætti liðið að spila betri knattspyrnu.
Sergio Romero
Saga sumarsins fyrir Manchester United stuðningsmenn er David De Gea & Sergio Ramos ástarsagan endalausa. Real Madrid vill De Gea og United vill Ramos eða 30 milljónir punda. Real er ekki tilbúið að láta hvorugt af hendi og United neitar að leyfa Real að valta enn einu sinni yfir sig í leikmannamálum. Og nú er Ramos búinn að skrifa undir nýjan samning svo að það er ekki að fara gerast. Þetta hefur leitt til þess að Van Gaal telur De Gea ekki vera nægilega einbeittan til að spila fyrir félagið, allavega á meðan glugginn er opinn. Sökum þess ákvað Van Gaal, eftir að hafa ráðfært sig við Frans Hoek geri ég ráð fyrir, að setja Sergio Romero í markið í fyrsta deildarleik félagsins. Þó svo að Romero hafi ekki spilað staka mínútu á undirbúningstímabilinu.
Romero stóð sig með prýði í báðum deildarleikjum. Hélt hreinu, greip vel inn í þegar á þurfti og varði nokkur skot. Almennt mjög fínar frammistöður, sérstaklega fyrir mann sem spilaði 3-4 leiki allt síðasta tímabil. Gegn Club Brugge komu þó nokkrir veikleikar í ljós; a) Hæg fótavinna í markinu. Vissulega var markið óheppni en með aðeins hraðari fótavinnu, eða ef til vill betri staðsetningu hefði alveg mátt bjarga Carrick frá því að skora þetta slysalega sjálfsmark. b) Hann bíður svo lengi með að sparka frá marki. Það er eins og Romero vilji finna fyrir sóknarmanninum anda ofan í hálsmálið á sér áður en hann sparkar frá marki. Þetta kostaði hann, og liðið, næstum í gær en hann fékk sendingu til baka og var einstaklega lengi að átta sig á því að það kom mótherji askvaðandi að honum. Hann átti lélega hreinsun og sem betur fer steig leikmaður Club Brugge á Romero og hann fékk aukaspyrnu því hreinsunin var það léleg að Club Brugge voru nánast búnir að jafna í 2-2. c) Bæði þessi dæmi má í raun rekja til einbeitingarskorts en það er talið helsti veikleiki Romero. Hann á það til að gleyma sér alveg inn á vellinum og útaf því þá má deila um hvort hann sé tilbúinn að vera númer 1 hjá Manchester United. Ef hann heldur hins vegar þessari tölfræði áfram þá gæti reynst erfitt að taka hann úr liðinu.
Markmannsmál liðsins eru þó í meira lagi undarleg þessa dagana. Sam Johnstone var eini leikmaður liðsins sem kláraði heilan leik á undirbúningstímabilinu en er svo settur á bekkinn í fyrsta leik tímabilsins fyrir mann sem hafði spilað 0 mínútur og talar litla ensku.
Smalling: "Romero's been terrific. He's come straight in & made an impact. His English isn't fluent but he's shown that nothing phases him."
— Rahul Singh (@forevruntd) August 16, 2015
Victor Valdes, sem margir reiknuðu með að yrði aðalmarkvörður félagsins ef De Gea færi, er á útleið hvað á hverju, sökum þess að honum lenti upp á kant við Van Gaal. Svo virðist sem De Gea sé einnig í kuldanum en sögusagnir segja að hann hafi æft með varaliði félagsins fyrir leikinn gegn Aston Villa.
Það hefur reyndar ekki verið staðfest og við tökum því með fyrirvara en það virðist hinsvegar vera misræmi í því sem Van Gaal hefur sagt og því sem De Gea hefur sagt sjálfur. Van Gaal vill meina að Dea Gea vilji ekki spila en De Gea segist vilja spila. Það gæti því verið að við þurfum að horfa upp á Romero í markinu áfram en ef það gerist þá fáum við allavega mann sem er gjörsamlega að rifna úr stolti yfir því að spila með Manchester United.
Romero: “I owe LvG so much. I find it incredible that I am now at this club after the year that I have had. I wasn’t wanted anywhere else."
— Rahul Singh (@forevruntd) August 16, 2015
Romero: "I'm so proud of where I stand today. My wife & kids are so proud & I know for sure that my father, who is in heaven is also proud.”
— Rahul Singh (@forevruntd) August 16, 2015
Þó svo að ég persónulega vonist til að sjá De Gea í markinu sem fyrst þá veit maður aldrei hverju Van Gaal tekur upp á og ef Romero og varnarlínan halda áfram að spila jafn vel og í síðustu tveimur leikjum verður erfitt að að skipta honum út. Við hjá Rauðu djöflunum munum fara betur yfir þessi mál þegar glugginn lokast en þá ætla að það verði einhver hreyfing í markmannsmálum United á þeim tíma.
Ps. Þessi maður er mættur aftur.
Auðunn Atli says
Það er nú bara bull og þvæla að Di Maria hafi floppað harkalega, var hann ekki sá leikmaður sem lagði upp flest mörk á síðasta tímabili og það á sínu fyrsta ári?
Menn verða að geta tekið af sér United gleraugun stundum
Keane says
Jæja, Pedro á leið til Chelsea, þar fór það.
Siggi says
Di Maria er top 10 leikmaður í heiminum og náði LVG engu úr honum. Pedro var leikmaður sem myndi styrkja liðið enda áræðinn og tilbúinn í hörkuna í Enska boltanum(Di María var ekki alltof hrifinn af henna) en nú virðist Chelsea ætla að ná í hann.
Rooney hefur verið skelfilegur það sem af er tímabilinu og ég trúi ekki öðru en að það komi sóknarmaður inn í liðið.
Rúnar Þór says
nú er verið að orða okkur við Sadio Mane!! það er ekki framherji í heimsklassa
ef Arsenal fær Benzema en við kaupum Mane verð ég brjálaður
Stefan Agnarsson says
Mjög góð skrif, Di Maria var harkalegt flopp með Falcao, þótt hann hafi átt fína byrjun á tímabilinu. Það var ekki endilega frammistaða hans overall sem var flopp heldur hversu mikill peningur (pressa) var lagt í hann og hvernig hann guggnaði undir álaginu/ástandinu og vildi spila leikinn í easy mode.
Núna er hann í PSG í easy mode á betri launum og er hæstánægður með það. Til hvers að spila í hard hugsar hann auðvitað.
Ramos líka kominn með betri laun eftir að vera orðaður við United..
Ríku liðin hagnast mikið af United þar sem við venjulega seljum ekki leikmenn fyrir upphæðir en kaupum oft fáranlega mikið og erum eins og youth academy fyrir Real Madrid.
Runólfur Trausti says
Di Maria var vissulega frábær fyrstu 5 leikina þegar hann lagði upp svona 6-7 af þessum 10 mörkum sínum ásamt því að skora markið gegn Leicester. En það er hægt að floppa á marga vegu og sem Man Utd leikmaður þá floppaði hann harkalega. Ég bakka það samt alveg upp að Van Gaal notaði hann líklega bandvitlaust og hefði ég viljað sjá hann sem hluta af þriggja manna miðju en að stökkva frá borði eftir innan við ár … mjeh. Flopp í mínum augum.
Ps. Það eru engin United gleraugu til hérna, eingöngu gleraugu á tiltekna leikmenn.