Stóra Pedro málið
Fyrir utan sigurleikina tvo síðustu vikuna hefur aðalmálið verið að Pedro Rodríguez. Fátt annað lesefni er til að dreifa og rétt að líta aðeins á málið. United er búið að vera að eltast við Pedro í nokkrar vikur, ef hægt er að kalla það eltingarleik ef rétt er að United hafi verið búið að ná samkomulagi við hann um kaup og kjör en ekki viljað borga allar þær 22 miljónir punda sem Barcelona vildi í einu, heldur tengja um 3,5 milljónir af því árangri.
Á mánudag byrjuðu að heyrast raddir um að Chelsea væri komið í hóp City og United og vildi Pedro og í gær komu þær fréttir að United hefði ekki lengur áhuga og að Chelsea yrði áfangastaðurinn.
Twitter trompaðist og látið var eins og United hefði gjörsamlega klúðrað hlutunum og talað er um að Pedro hafi ekki komið vegna þess hvernig farið var með Valdes. Daily Telegraph fer yfir málið og segir samtöl við Mourinho og Fábregas hafi snúið Pedro. Guardian tekur undir það en bendir líka á að eftir sigurinn á Club Brugge hafi United hætt við.
Það er alveg ljóst að Pedro hefði verið fín viðbót í hópinn. Það er líka jafn ljóst að United leist ekki betur en svo á þann möguleika að þeir drógu hælana í 2-3 vikur yfir klinki. Áhuginn var ekki yfirþyrmandi. Í leiknum gegn Brugge er síðan Memphis að brillera og Mata og Januzaj að ná þokkalega saman og það er ákveðið að hætta við. Ég segi að það sé fínt. Pereira bíður á bekknum og ef Pedro hefði komið hefði það fækkað tækifærum hans.
En hvað með Sadio Manè?
Í gær sögðu svo blaðamenn Manchester Evening News að það væri staðfest að United hefði boðið í Sadio Manè hjá Southampton. Southampton vill meina að um fyrirspurn hafi verið að ræða og segjast ekki ætla að selja. Ólíkt Pedro spilar Manè fyrst og fremst sem tía. Hann væri því hugsaður sem ódýr valkostur í stöðuna sem Januzaj hefur verið að spila og yrði aldrei mikill þröskuldur á vegi Januzaj ef Adnan nær að koma leik sínum á það plan sem við ætlumst til. Telegraph fjallar hér um Manè án mikillar alvöru.
Við þurfum helst framherja og miðvörð og á meðan þeir eru ekki keyptir titra margir. En United hefur staðið sig ágætlega í fyrstu leikjunum og ef kaupa á þessa leikmenn þurfa þeir að vera í heimsklassa. Slíkir menn liggja ekki á glámbekk, en United virðist staðráðið í að hrista rækilega upp í Thomas Müller og láta reyna á þolmörkin í forráðamönnum Bayern þegar boðið hækkar og hækkar.
Það eru enn 13 dagar eftir af glugganum, United er að spila vel og ef toppleikmenn eru keyptir þá væru þeir að koma inní traust og vel spilandi lið, ólíkt því þegar keypt var á síðustu stundu og nýju mennirnir áttu að breyta kofa í höll.
En að frekara lesefni.
Rauðu djöflarnir
Runólfur skoðaði uppbyggingu liðsins og Sergio Romero í miðvikudagspælingum.
Leikur liðsins
- Jonathan Wilson segir að leikur United lofi góðu fyrir tímabilið
- en í lengri grein á Bleacher Report skoðar Wilson hvers vegna leikur liðsins virkar hægur
- Squawka sýnir hvernig Luke Shaw og Memphis Depay eru frábært tvíeyki
Wayne Rooney
- Samuel Luckhurst á Manchester Evening News segir að United þurfi að losa sig við Rooney
- Ef þú skrunar framhjá umfjölluninni um Balotelli þá segir Daniel Taylor að United treysti um of á Rooney
- Sjálfur segir Wayne Rooney að hann hafi átt einn lélegan leik.
Annað
- Fólk á Twitter gerði mikið grín að Michael Owen eftir leik United gegn Brugge
- Samuel Luckhurst hjá MEN rifjar upp og lætur myndband af öllum leiknum fylgja.
Mynd vikunnar
Tíst vikunnar
Tobias Schweinsteiger fékk draum sinn uppfylltan og horfði á Bastian bróður sinn á Old Trafford
Tobias Schweinsteiger at the game tonight
Supporting his club and brother #MUFC pic.twitter.com/5kSdnU4hoT
— Totally Man Utd™ (@TotallyMUFC) August 18, 2015
Myndband vikunnar
Hver getur ekki horft aftur á þetta?
Lag vikunnar
„Queiro a bailar salsa“? Það held ég nú.
Thorsteinn says
Þetta er nú semi rugl með þetta miðjumanna tal. United er með leikmannahóp sem sem er orðinn mjög þéttur eftir að Darmian, Schweinsteiger, Schneiderlin og Memphis komu til liðsins.
Eina sem vantar er striker og Rooney droppar niður í tíuna. Enginn ástæða til að taka hægri kantinn af Mata, hann er að spila mjög vel. Memphis til Vinstri sem hentar honum vel. Breiddin í sóknarlegu miðjunni er í fínu lagi og að hafa menn eins og Januszaj, Young, Valencia, Pereria, Fellaini og Herrera ætti að vera alveg nóg.
Það sama má segja um vörnina, Smalling er búinn að vera í beast mode og Blind hefur skilað sínu. Til vara eru Rojo og Jones sem báðir geta skilað sínu. Svo er virkilega gaman að sjá bæði Darmian og Shaw spila þessa dagana. Það er allavega nokkuð ljóst ef að vörninn er að smella saman eins og í síðustu leikjum og þá er markmaðurinn bara aukaatriði, Romero getur alveg staðið þá vakt, meira að segja Johnstone getur staðið þá vakt.
Er ennþá að bíða eftir að Zlatan verði tilkynntur, alvöru striker sem á alveg nóg eftir í tanknum.
—————-Romero————-
Darmian – Smalling – Rojo – Shaw
—–Schweine-Schneiderlin——
Mata————————-Memphis
—————-Rooney—————
—————ZLATAN—————
Meistaralið vor 2016 ;)
Bjarni Ellertsson says
Til að verða meistari þarf að vera fyrir ofan City, eins og staðan á liðunum er í dag. Þeir verða ógnarsterkir í vetur og eru staðráðnir í að hirða dolluna. Við getum svo sem unnið þessa deild en þá þarf margt að ganga upp hjá okkur, vörnin þarf að sleppa að mestu við meiðsli. En ég vona að sóknin fari nú að taka við sér þar sem menn munu tvímenna á Depay í næstu leikjum og þá ætti að opnast fyrir Rooney og co. Um að gera að nýta sér það ekki bara treysta á að hann geri allt. Annars er mín trú sú að þetta sé allt að koma og við munum vera orðnir klárir fyrir L’pool leikinn sem fyrir mér er mikilvægasti leikurinn af öllum leikjum, það er mjög djúpt á því hvers vegna :)
Auðunn Atli says
Sko ég á mjög erfitt með að sjá og skilja það að United hafi hætt við Pedro eftir eina góða frammistöðu Memphis, Mata ofl í leik gegn liði frá Belgíu sem er álíka sterkt lið og miðlungs lið í ensku deildinni eða eitthvað álíka. Það væri öskrandi vitlaust með öllu!
Þetta Pedro mál er enn ein skitan hjá United þegar kemur að því að kaupa leikmenn, við erum að verða vitni að þessu núna þriðja árið í röð eða öll árin sem herra Woodward tók núverandi hlutverk að sér.
Tíminn sem fer í sum mál er ævintýralega langur, svo langur að menn gefast upp á þessu og fara annað.
Ég er hinsvegar ekki svo viss um að United vanti vængmann og alltaf verið hugsi yfir hlutverki og stöðu Pedro í liði United, hvar átti hann að spila og hver þyrfti þá að víkja?
Heldur ekki fundist það góð skipti að selja Di Maria og kaupa Pedro.
Það sem liðinu vantar að mér finnst eru tveir leikmenn, pjúra nía (markaskorari í anda RVP og RVN í stuði) og classa miðvörð í anda Stam.
Ég er svoldið súr yfir því að United skuli ekki hafa keypt Otamendi, mér finnst hann virkilega góður leikmaður.
Og þótt ég sé mjög hrifinn af Blind þá sé ég hann ekki fyrir mér sem miðvörð, hann les leikinn vel, fínn tæklari og er með góðar staðsetningar en hann er ekki sterkur í loftinu, ekki hraður og bara ekki nógu líkamlega sterkur í þessa stöðu.
panzer says
Gæti ekki verið meira sammála Auðunni hér að ofan.
Nú er tækifærið fyrir januzaj og Perreira og það er þeirra að grípa það. Pedro hefði verið augljós styrking á hópnum, sérstaklega fyrir komandi átök (vonandi 7-9-13) í meistaradeildinni en það var allt óeðlilegt við þessa ‘sögu’. Kaupi ekki að eitt ríkasta lið heims hafi verið að prútta 3-4m pund einsog sumar sögur segja.
Hefði viljað sjá United reyna við Otamendi – sú kaup eiga eftir að reynast frábær fyrir City og akkúrat það sem United vantaði. Einn besti varnarmaðurinn í La Liga undanfarið og algjör kapteinn. Miðvarðarparið Kompany/Otamendi (og Mangala sem ‘varaskeifa’) er nokkrum level’um í getu fyrir ofan Smalling og Blind. Því miður, mín fimm cent. United vörnin var á tímabili í fyrra einsog gatasigti og alltof oft var það ótrúlegum markvörslum De Gea að þakka að liðið fékk ekki á sig fleiri mörk. Er ekki sannfærður um að þetta sé ein besta vörnin í deildinni þrátt fyrir ágætan sannfæringakraft Gary Neville.. það er munur að spila á móti bitlausu Villa liðið eða topp framherjum.
Björn Friðgeir says
„Ég er hinsvegar ekki svo viss um að United vanti vængmann og alltaf verið hugsi yfir hlutverki og stöðu Pedro í liði United, hvar átti hann að spila og hver þyrfti þá að víkja?“
Er þetta ekki bara nákvæmlega málið? LvG var með sömu efasemdir?
Steini says
#didn’twanthimanyway
Runólfur Trausti says
Á Pedro ekki að vera frekar fljótur andskoti? Mig grunar að það hafi verið aðal ástæða fyrir áhuga LvG á honum. Það vantar stundum smá hraða í þessa United framlínu, sérstaklega þegar liðið vill sækja hratt.
Hvað varðar vörnina þá gleyma menn oft að Darmian er kominn inn í hægri bakvörðinn og hann er ljósárum á undan Tony V hvað varðar varnarleik, bara það lagar vörnina helling. Svo ef (7-9-13) Smalling og Shaw haldast meiðslalausir þá erum við a) Smalling í „beastmode“ eins og Rio kallaði það – og ég þori að fullyrða að hvorki Mangala eða Otamendi séu jafn góðir og Smalling á góðum degi. Og svo b) Luke Shaw er langt því frá sami leikmaður og í fyrra, hann virkar 10x betri, svo þetta bæði ætti að lagfæra vörnina helling. Svo má ekki gleyma því að núna eru tveir miðjumenn fyrir framan vörnina í staðinn fyrir einn. Þannig að þó það vanti hafsent (sem það geri) þá er það ekki eina liðin til að laga vörnina og það er nú þegar búið að lagfæra hana helling með því að laga allt í kringum hafsentana.
Hvað varðar sóknarmann … þá áttum við aldrei að selja Van Persie. Simple as that.
Rúnar Þór says
finnst þetta eitthvað svo týpískt United, orðað við leikmenn svo mánuðum skipti og svo gerist ekkert. Svo í framhaldinu annað hvort „panic kaup“ í lok gluggans nú eða bara ekkert gerist. Ég veit ekki með ykkur en ég hef miklar áhyggjur af komandi tímabili. Sóknarlega ef Rooney meiðist eða verður bara drullulélegur og svo einnig ef varnarmeiðsli verða (sem er alltaf pottþétt að fara að gerast)
Guðni Albert says
Við þurfum klárlega heimsklassa striker einsog Zlatan, Benzema, Lewondowski jafnvel Lukaku. En ég óttast ekkert að þurfa treysta á meistara Rooney uppá topp. Hann hefur verið slakur 2 leiki en ég get nánast lofað því að hann skorar gegn Newcastle um helgina og verður í fanta formi eftir það. Ef hann meiðist þá er lítið mál að henda Hernandez inn sem virkaði mjög sprækur þær mínutur sem hann hefur spilað og ég tala nú ekki um að setja bara Fellaini uppá topp !! Útlitið er ekki jafn slæmt og menn vilja meina þó svo að auðvita vanti okkur helst striker og CB en bara ef það er heimsklassi annars notast bara við það sem við höfum. Stóra Pedro málið var allan tímann rugl fyrir mér enda myndi hann ekki bæta liðið á neinn hátt nema breikka hópinn sem er stór fyrir. Otamendi er líka spilari sem hefði bara stækkað hópinn hef það á tilfinningunni að hann sé ekki jafn góður og menn vilja meina þrátt fyrir að hafa átt mjög gott síðasta tímabil.