Áður en við á höfuðborgarsvæðinu förum í bæinn á morgun til að njóta menningarnætur setjumst við niður og horfum á United taka á móti Newcastle United á Old Trafford kl 11:45.
Newcastle gekk ömurlega í fyrra, en þó aðallega eftir að Alan Pardew fór frá félaginu, töpuðu meira að segja átta leikjum í röð og ráku auðvitað á endanum stjórann, John Carver. Steve McLaren er tekinn við og er hann okkur auðvitað að góðu kunnur síðan hann var aðstoðarstjóri United þrennutímabilið góða. Hann hefur nú ekki alveg slegið í gegn sem stjóri, nema í Hollandi, enda ekki verið með albestu liðin, og tel ég enska landsliðið þar með.
Newcastle er aðeins með eitt stig úr fyrstu tveim leikjunum, gerði jafntefli við Southampton. í fyrsta leik og töpuðu svo fyrir Swansea. Daryl Janmaat var einmitt rekinn útaf í þeim leik og verður í banni gegn okkur. Eins og fleiri lið eru Newcastle aðallega að líta til meginlandsins með styrkingar í sumar, Georgino Wijnaldum ein af stjörnum hollensku deildarinnar í fyrra er kominn, framherjinn Aleksandar Mitrović og varnarmaðurinn Chancel Mbemba eru komir frá Anderlecht og í vikunni keyptu Newcastle kantmanninn Florian Thauvin frá Marseille sem gæti leikið sinn fyrsta leik gegn United.. Wijnaldum skoraði gegn Southampton og Mbemba stóð sig ágætlega, en gegn Swansea var allt liðið slakara, ekki síst vegna brottreksturs Janmaat.
Fyrir eru þarna menn eins og Jack Colback sem átti þokkalegt síðasta tímabil og Papiss Cissé sem Jonny Evans kannast ágætlega við eftir hrákamálið í vor.
En það verða nýju mennirnir sem verða lykilmenn í því að koma liðinu í gang eftir ófarirnar síðasta vetur og byrjunin er ekkert að reynast þeim sérstaklega auðveld. Swansea yfirspilaði þá gersamlega og nú er komið að United að pakka þeim saman, ekkert annað er í boði.
Manchester United
Liðið hefur byrjað vel eins og við vitum, og einu breytingarnar verið smá tilfærslur. Nú búumst við við einni slíkri í viðbót, Bastian Schweinsteiger hlýtur að byrja í stað Michael Carrick. Að öðru leyti verður liðið eins, við sjáum svo kannske Herrera fá séns til að hlaupa aðeins á Newcastle liðið í seinni hálfleik.
Á blaðamannafundinum áðan staðfesti Van Gaal að Jones væri enn frá, að Rojo vantaði leikform en Schweinsteiger væri nálægt því að byrja leik, „jafnvel á morgun“ og við gerum ráð fyrir því. Af þessum blaðamannafundi var það helst að frétta að Van Gaal varði Woodward, gaf í skyn að ef við hefðum viljað Pedro hefði það ekki verið vandamál enda klásúla og að Woodward sæi alfarið um Mané og önnur mál sem væru í gangi.
Það er erfitt að ofmeta kosti þess að vera með stöðugleika í liðsuppstillingu og það er það sem Van Gaal mun halda sig við. Rooney fær að spila sig áfram í form og ungu mennirnir Memphis og Januzaj fá áfram að vera með. Það verður frekar í seinni leiknum gegn Brugge á miðvikudaginn sem við munum sjá einhverjar breytingar.
Bjarni Ellertsson says
Fínasta samantekt, já sammála þér Björn, ekkert annað en sigur kemur til greina gegn liði sem virðsit ekki vera alveg komið af stað. Hins vegar finnst mér við hafa verið 10 að spila inná í fyrstu leikjunum, minn maður Rooney hefur verið einsog farþegi en hann reynir og reynir og það mun skila sér að lokum. Vonandi kemur það á morgun. Annars skýrast ekki leikmannamál fyrr en við erum búnir að tryggja okkur inn í meistaradeildina í næstu viku og koma þá 1-2 nýjir leikmenn, er alveg klár á það einsog afi gamli sagði forðum.
stefan says
Rooney dettur inn og treður sokk í áhorfendur
Óskar Ingi says
Hvar eru menn að taka leikinn í RVK ?
Björn Friðgeir says
Heimavöllurinn er víst Spot,
Helgi P says
fer ekki að koma að podkast því bróðir minn heldur með Liverpool og maður er að vera þreyttur á því að þurfa hlusta á þetta einu sinni í viku hjá honum
Auðunn Atli says
Menn hafa líklega mjög misjafnar skoðanir á hvaða pöbb á að horfa á þessa leiki, það er frekar súrt að stuðningsmenn Man.Utd á íslandi geta ekki komið sér saman um þetta mál.
Ég hef reyndar tekið þá ákvörðun að mæta frekar á Ölver en Spot þótt Spot sér nær þar sem ég á heima. Ástæðan er einföld, Spot er leiðinlegur staður þegar kemur að því að horfa á fótbolta.
Hann er bara of stór í þetta (nema það séu alveg risa leikir) og það myndast engin stemmari þarna finnst mér.
Ég hef enga hagsmuni á að velja einhvern einn stað frekar en annan og ég vel ekki einhvern stað bara vegna þess að þessi fari þangað og ekki hinn osfr. Ég vel bara þann stað sem mér líður betur á, það er ekkert flóknara en það.
Ég hef líka alltaf átt mjög mjög erfitt með að viðurkenna Liverpool bar sem „heimavöll“ Man.Utd, það hefur ekki verið nein samstaða um þetta, þetta mál er búið að vera upp í loft svo árum skiptir, það var verið að deila um þetta þegar undirritaður flutti til Manchester í febrúar 2010 og það er ennþá verið að deila um þetta þegar ég flyt svo aftur heim 5 og hálfu ári seinna c.a.. sem er magnað… :)
pillinn says
Já ég er sammála með Spot, það er minn local en ég fíla hann ekki. Ég borga alltaf í stuðningsmannaklúbbinn og veit varla hvaða staður er Utd staðurinn. Það hefur verið Spot en ég hef ekki fengið tilboð þar eins og maður á að fá ef maður er meðlimur Utd klúbbsins. Sýndi Árna (eiganda Spot) skírteinið fyrr á þessu ári og hann bara nei engin tilboð, þannig að ég veit ekki hvað er staðurinn.
Pedro málið er svo feitt klúður held ég að ég fatta ekki hvað er í gangi. Utd er með einn útbrunnan framherja, sem mun lílklega skora álíka mörg mörg og Balotelli á síðasta tímabili, og svo Chicarito (sem Van Gaal vill ekki nota) ásamt ungum Wilson sem fær heldur ekki séns. Vantar nauðsynlega framherja því að Fergie vissi það á sínum tíma að Rooney væri búinn og ætlaði að selja hann til Chelsea fyrir 50, því miður hæddumst við ekki að Chelsea þar heldur eru við aðhlátursefnið. Halda eftir útbrunnum feitum Breta sem hefur engan metnað virðist vera.
Að leiknum á morgun þá er þetta sigur og ekkert annað, Newcastle hefur ekkert getað og við eigum að vinna þá. Ég hef verið mjög jákvæður á sóknarlínuna hingað til og það heldur áfram, 3-0 sigur og Memphis, Mata og Herrera verða með mörkin. Ég hef enga trú á að Rooney skori mark á þessu tímabili.
pillinn says
Gleymdi þessum link :(
http://www.goal.com/en/news/11/transfer-zone/2015/08/21/14631622/manchester-united-fell-asleep-in-pedro-chase?ICID=HP_HN_HP_RI_0_3
Sindri says
Myndi taka Ölver, þá geta menn rölt kjölfarið niður á Valbjarnarvöll í kjölfarið.