Manchester United er komið í dráttinn fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið verður í potti 2 ásamt, Arsenal, Atlético Madrid, Bayer Leverkusen, FC Porto, Manchester City, Real Madrid og Valencia. Dregið verður á morgun.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði ekkert alltof traustvekjandi. Ander Herrera kom óvænt inn í byrjunarliðið í stað Bastian Schweinsteiger/Morgan Schneiderlin. Hann átti vægast sagt hræðilegan fyrri hálfleik. Misheppnaðar sendingar, lét hirða af sér boltann og toppaði það svo með því að næla sér í gult spjald strax á 12. mínútu.
Heimamenn í Club Brugge ætluðu að liggja djúpt og beita skyndsóknum. Enda var alveg fræðilegur möguleiki að liðið ætti sjens á því að komast áfram. Memphis og Wayne Rooney sáu svo til þess að slökkva í vonum heimamanna þegar sá fyrrnefndi átti frábæra stungusendingu á fyrirliðann sem sýndi ekta framherjaeðli og skoraði sitt fyrsta mark í 10 leikjum.
Eftir þetta mark þá fékk United aukið sjálfstraust og að sama skapi minnkaði það hjá Club Brugge. Það komu upp augnablik þar sem mér fannst ég vera að horfa á Manchester United. Þessi tilfinningu hefur ekki komið í töluverðan tíma og er hún velkomin. Þrátt fyrir það var staðan í hálfleik aðeins 0:1 United í vil.
Louis van Gaal skipti Bastian Schweinsteiger inná í hálfleik eins flestir bjuggust kannski við en það óvænta var að í stað Herrera þá var Adnan Januzaj tekinn af velli. Belginn hafði ekki verið mjög áberandi í fyrri hálfleiknum sem er ekki frábært fyrir leikmann spilar í holunni. Þetta gerði það að verkum að Herrera var færður framar með snillingana Carrick og Schweinsteiger fyrir aftan sig.
Seinni hálfleikur
Sjaldan hef ég séð jafnmikla bætingu á einum leikmanni á milli hálfleikja. Hann var mjög óeigingjarn þegar hann fékk færi inni í teig en ákvað frekar að senda á Rooney sem var í betra færi. Besti vinur hans og sálufélagi Juan Mata lagði svo upp þriðja mark Rooney í leiknum. Brugge voru búnir.
Meistari Bastian átti svo frábæra sendingu fram völlinn á Ander Herrera sem skoraði örugglega og augljóslega hafði hálfleiksræða þeirra félaga Louis van Gaak og Ryan Giggs áhrif.
United fengu ansi ódýra vítaspyrnu þegar leikmaður Brugge skallaði boltann í höndina á sér inni í teig. United hefðu getað fengið aðra vítaspyrnu fyrr í leiknum en ekkert var dæmt í það skiptið. Wayne Rooney leyfði Javier Hernandez sem hafði komið inná sem varamaður fyrir Herrera að taka spyrnuna. Hún heppnaðist ekki betur en það að Mexíkóinn rann í spyrnunni og setti boltann þrælöruggt framhjá markinu.
Þessi orðlausu samskipti LvG og Giggs segja ansi mikið.
Niðurstaðan varð 0:4 útisigur og samtals 7:1.
Maður leiksins
Byrjunarliðið
Bekkur: Johnstone, McNair, Schneiderlin, Schweinsteiger (Januzaj ’46), Young (Mata ’62), Fellaini, Chicharito (Herrera ’64)
Karl Garðars says
Koma svo Magga!!!!
Einar T says
Herrera!!!!!!!
Rauðhaus says
Fyrri hálfleikur, tvö atriði:
1. Flott fyrir Rooney að skora, held það geti breytt miklu fyrir hann.
2. Herrera augljóslega mjög ryðgaður, þessi hálfleikur er (eitt) það slakasta sem ég hef séð frá honum. Held því miður fyrir hann að ef LvG ætlar bara að notast við 4-2-3-1 þá sé bekkurinn staðurinn hans í vetur, því miður. Hann passar ekki alveg inn í það kerfi virðist vera, er hvorki holding midfielder né natural 10. Myndi vera fullkomið fyrir hann að spila sem einn af 3 miðjumönnum í 433.
Helgi P says
hvað er að ske Rooney kominn með þrennu
Rauðhaus says
Vá, þvílík breyting á liðinu í seinni hálfleik, sérstaklega á Herrera sem er kominn með mark og assist eftir að hann var færður framar á miðjuna. Tek til baka sem ég sagði að ofan um hann :)
PS þvílíkur leikmaður sem Schweini er.
Hjörtur says
Loooksins Rooney kominn í gang þrenna og hver veit kanski ferna? Vonandi að á þessu verði framhald hjá honum.
kampfpanzer says
Snilld. Allt frábært við þennan leik nema þetta vítaspyrnu-prinsipp LVG (sjá http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/rooney-van-gaal-relegated-fifth-choice-9328734). Auðvitað átti sjóðheitur Rooney að taka þetta. Ég vona að hann endurskoði þetta kerfi því hefði þetta verið í mikilvægum leik þá hefði maður verið nett pirraður að sjá Hernandez þarna á puntkinum :p
Krummi says
Chica á ekkert heima í þessu liði. Letingi
silli says
Ætli þetta hafi verið síðasti leikur Chica fyrir ManU?
Mikið er leiðinlegt að sjá hann svona gjörsamlega sneiddann öllu sjálfstrausti…
Annars flottur leikur og „við“ erum komnir í CL :-)
Keane says
Snarlagaðist í seinni hálfleik eftir að Januzaj var tekinn út og Schweinsteiger inn. Herrera framar í kjölfarið. Frábær leikur.
Vonbrigði dagsins Januzaj. Þarf að herða sig og sýna miklu meira ef hann ætlar að eiga séns!
Halldór Marteinsson says
Miðað við kommentin frá LvG eftir leik þá gaf Rooney eftir vítaspyrnuna og leyfði Chicha að taka hana
Rúnar Þór says
hvenær kemur næsta podkast strákar? er orðinn spenntur að heyra ykkur fjalla um fyrstu leikina á þessu tímabili
verður það kannski þegar glugginn lokast og allir nýjir menn (vonandi) komnir?
Tony D says
Chicarito hefði haft svo gott af því að renna tuðrunni í netið frekar en á punktinum og hann er næstum alveg gerilsneyddur af öllu sjálfstrausti og leikformi. En staðsetningarnar hjá honum góðar og kom sér vissulega í mjög gott færi í lokin þar sem boltinn fór langleiðina á Trafford. Vona að hann fái fleiri sénsa því að hann getur skorað mikilvæg mörk þegar þetta fer að detta inn hjá honum.
Shaw er alveg að standa undir verðmiða, Schweini er alveg stórkostlegur, Herrera er ekki holding miðjumaður og blómstrar framar á vellinum, Heilt yfir mjög góður leikur og seinni hálfleikur frábær. Set ennþá spurningarmerki við vörnina sem er að halda hreinu enn og aftur en á eftir að sanna sig gegn sterkum andstæðingum.
Vona að þessi spilamenska verði ekki eftir í Belgíu þegar menn mæta Swansea…
Gummi T says
United komnir þar sem þeir eiga heima, meðal þeirra bestu 😀👍.
Helgi P says
klárlega einn besta framistaða síðan ferguson hætti með liðið
Pillinn says
Ég er alveg sammála mönnum hér að þetta var góð frammistaða. Ég ætla hins vegar að vera alveg rólegur yfir þessu því þetta var bara einn leikur og á móti slöppu liði sem var einnig með lykilmenn meidda. En samt góð úrslit og gott að vera kominn í CL. Ég skal viðurkenna að ég átti von á erfiðari andstæðing, það er hélt að Club Brugge væru betri.
Ég er ekki alltaf að skilja LvG eins og með Januzaj, hann á að vera á kantinum ekki í holunni og Mata á að vera í holunni ekki á kantinum. Get vitnað í Andy Cole í gær og verið sammála honum
„Mata at his best when playing through the middle! Makes things happen 👊“
Rooney skoraði loksins mörk en hann getur samt ekki verið okkar eini framherji í liðinu, hann er ekki nógu góður í það. Vörnin heldur áfram hreinu og það er gott en um helgina fer að reyna meira á þá þar sem Gomis mun vera að djöflast í þeim. Vonandi að Blind ráði við það en við ættum allavega að sjá eftir þann leik hvort að svona öflugir framherjar eins og Gomis valti yfir vörnina. Ég er auðvitað á þeirri skoðun að vörnin er svona góð vegna þess að það eru tveir öflugir miðjumenn fyrir framan Schneiderlin/Schweini/Carrick og það verndar vörnina.
Herrera sýndi svo líka að hann er ekki holding midfielder eins og komið hefur verið inná. Hann er öflugur sem þriðji miðjumaðurinn með tvö öfluga með sér, tvo af þeim þremur sem ég nefndi áðan.
Liðið lítur ágætlega út nema frammi þarf að bæta gæðin, fer ekki ofan af því. Vörnin má svo ekki við miklum skakkaföllum og ef De Gea fer vantar markmann, annars erum við solid í markmannsmálum þetta tímbil ef De Gea verður eftir.
Auðunn Atli says
Það er svo sem alveg rétt með Mata, hann er bestur í þessu svokallaða 10 hlutverki.
En vandamálið er að United er með svo marga leikmenn sem vilja spila það hlutverk (hef nefnt nokkrum sinnum að holningin á hópnum mætti vera betri) og því verður að spila einhverjum út út stöðu.
Hinsvegar má alveg benda á að leikmaður eins og Mata á að hafa gæði til þess að færa sig um einhverja metra á vellinum, það er stundum of mikið gert úr þessi með stöður.
Við erum ekki að tala um að setja miðjumann í vörn eða varnarmann á miðju eða sóknarmann á miðjuna osfr, heldur að láta mann sem er vanur að spila 10-una í 7 eða 11 hlutverkið.
Gæða maður á að ráða við það og Mata gerir það, hann er þá bara öðruvísi vængmaður og þróar þá sitt hlutverk á vellinum.
Runólfur Trausti says
Áður en menn missa vitið yfir þessum sigri þá vann Meistaradeildar Moyes líka stórsigur í Evrópu. Gegn Bayer Leverkusen, 5-0. Þvílíkur maður.
En þetta Brugge lið var aldrei að fara vera alvöru mótherji að mínu mati, þeir eru búnir að vera í svipuðum meiðslapakka og United var í fyrra og vantaði 3-5 leikmenn í byrjunarlið þeirra í báðum leikjum.
Hvað varðar United þá var samt gaman að sjá menn vinna leikinn sannfærandi, hefði auðvitað mátt vera stærra (Chicharito) en það sem ég tók helst eftir var uppspils-útfærslan á liðinu í leiknum. Nú missti ég af Newcastle leiknum og hef ekki horft á hann endursýndan en í gær var augljóst að þegar United hélt boltanum lengi og byggði upp sókn að þá fóru bakverðirnir mjög hátt upp. Depay og Mata komu aðeins innar á völlinn og Carrick datt niður hægra megin við Smalling í vörnina. Við þetta opnaðist gífurlegt pláss fyrir Herrera sem hann nýtti sér þó ekki almennilega í fyrri hálfleiknum en frábærlega í þeim seinni þegar honum var ýtt aðeins framar (og aðeins nær Mata). Ég verð spenntur að sjá hvort liðið geri eitthvað svipað gegn Swansea en það er ljóst að Van Gaal ætlar sér að hefna fyrir ófarirnar gegn Swansea í fyrra.
-RTÞ