Þáttur nr. 14 er kominn í loftið. Að þessu sinni mættu Sigurjón, Magnús, Björn Friðgeir og að þessu sinni var sérstakur gestur þáttarins Halldór Marteins. Við ræddum létt um fyrstu leiki tímabilsins og síðan hinn tíðindamikla glugga.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 14.þáttur
Eiríkur says
Hvernig stendur á því að ég geti ekki hlustað á nein podköst nema þetta?
Kemur alltaf :Oops, we couldn’t find that track.
Eru fleiri að lenda í þessu eða er þetta einhver aulaháttur hjá mér…
Magnús Þór says
Eiríkur: Þú getur alltaf sótt gömlu þættina sem mp3 skjal.
Eiríkur says
Þakka fyrir þetta Magnús, þá byrjar veislan!
Halldór Marteinsson says
Kærar þakkir fyrir að bjóða mér að vera með ykkur. Búinn að vera mikill aðdáandi podkastsins síðan það byrjaði. Það var pínu skrýtið að taka svona þátt sjálfur, kom alveg fyrir að ég gleymdi því að ég var ekki bara að hlusta á ykkur :D svo var líka nett stress í manni en ég hafði samt bara gaman af þessu
Sindri Þ. says
Gæða podcast að vanda.
Einn ykkar er að tala miklu lægra hinir, annars er þetta fullkomið.
Takk!