Hópferð á leik Liverpool gegn United
Kollegar okkar í Kop.is hafa beðið okkur að benda á hópferð þeirra til Liverpool í janúar n.k. þar sem Manchester United heimsækir þá á Anfield. Þetta er stór og vegleg ferð og tilvalin fyrir aðdáendur beggja liða, ekki síst vini eða vandamenn sem halda með sitt hvoru liðinu. Kop.is-gengið lofar faglegri framkomu í garð United-manna, allt þar til United vinnur leikinn og þeir tapa sér í gremju.
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar
Rauðu djöflarnir
- Við tókum upp fjórtánda podkast Rauðu djöflanna
- Runólfur velti fyrir sér hvort Louis Van Gaal sé of varfærinn í leikaðferð sinni.
United
- Hættið að einblína svona á leikmannagluggann og farið að njóta fótboltans.
- Independent vill meina að Bastian Schweinsteiger hafi aðeins kostað 6.3 milljónir en ekki 15m eins og var alltaf talað um.
- Jonathan Wilson skrifar um Van Gaal og hans philosophy.
- Hreyfingar Depay – Januzaj / Herrera – Mata voru ástæðan fyrir því að flóðgáttirnar opnuðust hjá Wayne Rooney.
- Jason Burt skrifar um leikmannastrategíu United.
- Ferguson viðurkennir að áherslur hans á aga gætu hafa kostað United nokkra bikara, en myndi þó ekki breyta neinu.
- Mirror vitnar í Philippe Auclair og franska fjölmiðla og segir frá aukagreiðslunum tengdum Martial.
- Sigrarnir hjá Van Gaal kosta sitt.
- Umboðsmaður Sam johnstone gagnrýnir Van Gaal og segir skjólstæðing sinn ekki vilja sitja á bekknum lengur.
- United er í win-win stöðu núna með De Gea að mati ROM.
- Thierry Henry segir að kaupin á Anthony Martial séu mikil áhætta.
- De Gea þarf að spila til að komast með spænska landsliðinu á Euro 2016.
- Hætti Real við að kaupa De Gea á síðustu stundu?
- Andy Mitten skrifaði um farsann í kringum United og Pedro.
- Miguel delaney gerði það einnig.
Annað
- Áhugaverð grein frá Jermaine Jenas um það hvernig er að vera eftirsóttur leikmaður eftir að tímabil hefst en áður en leikmannaglugginn lokar.
- Thierry Henry segir Scholes hafa verið betri leikmann en Steven Gerrard.
- Pedro er ekki ánægður með framkomu United gagnvart Valdes.
Myndbönd vikunnar
https://www.youtube.com/watch?v=Rups8obfpKI
Tafla vikunnar
Keyptir og seldir í leikmannaglugganum
Inn |
Út |
|||
Memphis Depay | £25.000.000 | Tom Cleverly | Frjáls sala | |
Matteo Darmian | £12.700.000 | Ben Amos | Samningur útr. | |
Morgan Schneiderlin | £24.000.000 | Tom Thorpe | Samningur útr. | |
Bastian Schweinsteiger | £14.400.000 | Nani | £4.250.000 | |
Sergio Romero | Frjáls sala | Robin van Persie | £4.200.000 | |
Anthony Martial | £36.300.000 | Angel Di Maria | £44.300.000 | |
Rafael | £2.500.000 | |||
Javier Hernandez | £7.300.000 | |||
Jonny Evans | £5.800.000 | |||
Ángelo Henriquez | £1.200.000 | |||
Anders Lindegaard | Frjáls sala | |||
Reece James | ||||
Saidy Janko | ||||
Lán | ||||
Adnan Januzaj | ||||
Will Keane | ||||
Ben Pearson | ||||
Joe Rothwell | ||||
Tyler Blackett |
Lag vikunnar
Ghost – „Cirice“
Skildu eftir svar