Rauðu djöflarnir
- Chris Smalling er leikmaður ágústmánaðar að mati lesenda okkar.
United-Liverpool á laugardaginn
- Snýr De Gea aftur í rammann gegn Liverpool?
- Leikurinn fer fram síðla dags á laugardag og stuðningsmenn gætu verið komnir í of mikið stuð og lögreglan varar þá við að haga sér.
Leikmenn
- Náðu United að halda De Gea viljandi? spyr Paul Wilson.
- Fyrsta félag Schweinsteiger staðfestir að hann kostaði United mun minna en í fyrstu var talið.
- Anthony Martial þarfnast tíma og þolinmæði, en mun líklegast fá hvorugt.
Liðið
- Á fundi með stuðningsmönnum í gær staðfesti Van Gaal að James Wilson yrði lánaður út. Derby County þykir líklegur áfangastaður.
- Á sama fundi sagðist Van Gaal vilja að Ryan Giggs yrði eftirmaður sinn og að hann hefði keypt Martial fyrir Giggs til að nota. Van Gaal sagði einnig að verðið fyrir Martial væri augljóslega út í hött, en svona væri þetta bara. Um þetta og fleira má lesa í grein frá Times.
- Í annari grein Times er sagt frá slúðri um að leikmenn hafi kvartað um að æfingar og leikstíll væru ekki nógu frjálsar.
- Carlos Queiroz veltir fyrir sér hvar stjörnunar hjá United séu.
- Miguel Delaney skoðar stöðuna á akademíum úrvalsdeildarliðanna. Eru liðin að gefa ungum leikmönnum næg tækifæri?
- Alan Shearer segir United spila leiðinlega knattspyrnu og að klúbburinn sé með óskiljanlega stefnu í leikmannamálum.
- Daily Mail heldur því fram að af öllum úrvalsdeildarliðum hafi United sóað mestum pening í leikmenn sem lítið hafa spilað.
Annað
- Andy Mitten skoðar mótherja United í Evrópukeppninni og segir þá geta orðið erfiðari andstæðinga en við höldum.
- Munið þið eftir Rodrigo Possebon? Hann er 26 ára og er í Englandi að leita sér að liði.
- Paul Hayward telur að Ryan Giggs verði að taka við af Louis Van Gaal.
- Þessi grein um Financial Fair Play er aðallega um Manchester City en er skýr og nauðsynleg lesning þeim sem vilja skilja það til hlítar.
Myndband vikunnar
Skildu eftir svar