Á morgun fer Manchester United í heimsókn til Southampton.
Sem betur fer er leikurinn á sunnudegi en leikmenn liðsins eru eflaust þreyttir eftir ferðalagið í miðri viku. Ekki nóg með að tapa leiknum heldur tvífótbrotnaði Luke Shaw og eru margir skeptískir á að hann verði meira með á þessu tímabili. Við hjá Rauðu Djöflunum óskum honum góðs bata og vonumst til að sjá hann sem allra fyrst, enda einn besti leikmaður liðsins það sem af er tímabili. Á sama tíma vonum við að Marcos Rojo nýti tækifærið og sýni sínar bestu hliðar, liðið þarf á því að halda.
Fyrri viðureignir
Á síðustu leiktíð þá tókst Southampton að vinna á Old Trafford með því að spila sama leik og United hafði gert fyrr á tímabilinu á St. Mary’s. Bæði lið unnu sína leiki nokkuð ósannfærandi og hefði verið mun eðlilegra ef bæði lið hefðu unnið heimaleikinn og tapað útileiknum. Úrslitin á St. Mary’s voru 1-2 þar sem Robin Van Persie skoraði bæði mörk okkar manna.
Dusan Tadic skoraði svo eina mark Southampton á Old Trafford. Árið á undan, undir stjórn David Moyes og síðar Ryan Giggs, gerðu liðin 1-1 jafntefli í báðum viðureignum sínum, þar sem Van Persie og Juan Mata skoruðu mörk okkar manna. Það má því segja að Southampton hafi ágætis tak á United en í fjórum leikjum, gegn þremur mismunandi knattspyrnustjórum, hafa þeir aðeins tapað einu sinni. Við vonum svo sannarlega að það breytist á morgun.
Mótherjinn
Southampton virðast enn vera að koma sér í gang eftir miklar mannabreytingar annað sumarið í röð. Eftir fimm leiki hafa þeir aðeins unnið einn leik en á móti kemur að þeir hafa aðeins tapað einum. Þeir hafa því gert þrjú jafntefli og sitja í 11. sæti deildarinnar með markatöluna 5-5. Það er þó vert að taka fram að þeir hafa haldið hreinu í síðustu þremur leikjum.
Þeir sem þekkja enska boltann vita að Southampton er vel spilandi lið og eru alltaf hættulegir. Sóknarlega eru þeir mjög fjölhæfir en þeir eru með stóran, en lipran, leikmannmann í Graziano Pellé. Að öllum líkindum mun hann leiða sóknarlínu þeirra í leiknum, á vængjunum verða svo hinn brögðótti Dusan Tadic og hinn leiftur snöggi Sadio Mané en sá síðari var orðaður við United í lok félagaskiptagluggans.
Meiðslalistinn hjá Southampton telur fjóra leikmenn, þar af þrjá sem væru að öllum líkindum í byrjunarliðinu.Markmaður liðsins Frasier Forster er meiddur og verður það líklega í talsverðan tíma í viðbót. Þeir fengu hins vegar Hollendinginn Maerten Stekelenbuug til að standa í búrinu og má reikna með honum þar. Vinstri bakvörðurinn Ryan Bertrand er einnig fjarri góðu gamni svo að hinn ungi Matthew Targett byrjar að öllum líkindum í vinstri bakverði. Einnig er miðjumaðurinn Jordy Clasie meiddur. Undirritaður spáir því líklegu byrjunarliði Southampton einhvern veginn svona;
Okkar Menn
Eins og áður sagði er eflaust ennþá einhver pirringur innan hópsins eftir tapið í miðri viku. Það er vonandi að menn komi tvíefldir til baka en liðið er nú búið að tapa tveimur af síðustu þremur leikjum, og þar af síðustu tveimur útileikjum.
Á blaðamannafundinum í gær sagði Louis Van Gaal að Wayne Rooney væri leikfær eftir að hafa fengið frí alla síðustu viku. Talaði Van Gaal um að það væri frekar varúðarráðstöfun frekar en eitthvað annað. Mig grunar að Van Gaal hafi verið að sparka í rassinn á Rooney en ekki viljað að fjölmiðlar myndu blása þetta upp og því var Rooney „meiddur“. Einnig virtist Van Gaal ýja að því að Rooney myndi byrja á morgun.
Einnig er Phil Jones byrjaður að æfa aftur með liðinu en eraugljóslega ekki í neinni leikæfingu. Varðandi Luke Shaw þá sagði Van Gaal að aðgerðin hefði heppnast vel en hann væri enn mjög svekktur þar sem þetta hefði átt að vera „season of Luke Shaw“. Varðandi hver kemur inn fyrir Shaw þá nefnir Van Gaal Daley Blind, Marcos Rojo og Ashley Young alla í sem möguleika.
Með þetta að leiðarljósi væri ég til í að sjá byrjunarliðið svona á morgun;
Rök á bakvið byrjunarlið;
- Í fyrra komu bestu leikir United oftast með Blind í bakverði, einnig er leikformið hjá Rojo eflaust ekki upp á 10 og talsvert minni hlaup í hafsent en bakverði. Því vill ég sjá Rojo í hafsentnum og Blind í bakverðinum.
- Varðandi miðjuna þá er langt síðan Schneiderlin byrjaði leik, og þetta er hans gamla lið. Hann byrjar því ásamt Carrick á miðri miðjunni.
- Á hægri vængnum væri ég til í að sjá Antonio Valencia mæta aftur í sína uppáhaldsstöðu, ég efa þó að Van Gaal sé sammála mér. Ástæðan er einfaldlega sú að það litla sem ég hef séð af Matthew Targett þá virkar hann ekki á mig sem rosalega traustur, né sterkur, varnarmaður. Það væri því kjörið fyrir Valencia að keyra á hann gjörsamlega non-stop í 45 mínútur og sjá til hvað gerist. Með því að hafa Martial frammi og Rooney á bakvið hann ættu skot-fyrirgjafir Valencia vonandi að lenda á samherja eins og einu sinni eða tvisvar.
- Hvað varðar þreytu í leikmönnum þá ætti meiri hlutinn að fá frí gegn Ipswich í Deildarbikarnum þann 23. september og því um að gera að keyra mannskapinn út í leiknum á morgun.
Frikki says
Sælir ég er med away fans a morgun. Hvada lög er must ad kunna ? Ég kann uniiiii-teeeed og we’ll never die og svo gömlu góðu lögin.
Elias says
Þessi Martial lýtur alveg gríðarlega vel út. Snöggur sterkur og tilbúinn að taka menn á. Finnst þetta vera það sem hefur vantað uppá topp hjá okkur í