Hingað til hefur Louis van Gaal aðeins stýrt liðinu í einum leik í deildarbikarnum og sá leikur reyndist ansi örlagaríkur. Við skulum vona að leikurinn gegn Ipswich á morgun í 3.umferð deildarbikarsins reynist ekki jafn hrikalegur og tapið gegn MK Dons á síðustu leiktíð.
Það er talað um að í leiknum gegn MK Dons hafi framtíð ansi margra leikmanna sem voru um og í kringum leikmannahópinn verið ráðin og sé mið tekið af þessari mynd af liðinu í leiknum er erfitt að mæla gegn því:
Það er ekki mikið eftir, 5 leikmenn af þeim 18 sem voru í hóp. Þetta er í raun ágætis mælikvarði á þær miklu breytingar sem orðið hafa á leikmannahópnum undir stjórn Louis van Gaal. Aðeins einn þeirra telst lykilmaður í dag en á morgun fáum við vonandi að sjá þá þrjá sem sátu á bekknum fá tækifæri. Það er eitthvað sem þeir verða að grípa.
Menn hafa furðað sig að undanförnu afhverju Wilson og Pereira fái ekki tækifæri á bekknum enda ekki mikið um framherja hjá United eins og allir vita. Ég get tekið undir þessa furðu. Menn hafa lengi talað um Wilson sem eitt mesta efni sem komið hefur fram hjá United á undanförnum árum og Pereira átti frábært sumar. Peireira horfði á leikinn og því mun hann líklega að byrja gegn Ipswich á morgun. Það er hinsvegar stórfurðulegt ef sú ákvörðun að láta Wilson spila með u21-liðinu í gær verður til þess að hann fái ekki að spila á morgun.
Playing at this level is a waste of time for Wilson. He was too good for U21s football before he even played it. Class goal. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) September 21, 2015
Hann mátti ekki fara á lán og því verður hann einfaldlega að fá að spila nákvæmlega þessa leiki til þess að þróa sinn leik áfram. Martial hefur einnig gott af hvíldinni þrátt hafa komið inn eins og stormsveipur en hann mun fá nóg af leikjum á tímabilinu. Ég nenni svo ekki að horfa á Fellaini í fremstu víglínu.
Andstæðingurinn
Ipswich er eitt af þessum liðum sem flestir kannast við, fornfrægt lið sem eins og mörg önnur man betri daga. Vissuð þið t.d. að liðið hefur aldrei tapað leik á heimavelli í evrópukeppnum þrátt fyrir að hafa mætt liðum á borð við AC Milan, Real Madrid og Barcelona?
Liðið komst upp í úrvalsdeildina í byrjun aldarinnar og var spútnik-lið deildarinnar tímabilið 2000/2001 með Hermann Hreiðarsson fremstan í flokki. Það var aðeins á síðasta degi deildarinnar sem liðið missti af sæti í Meistaradeildinni en liðið endaði í 5. sæti! Adam var ekki lengi í paradís því liðið féll árið eftir og hefur síðan marað í kafi í næstefstu deild án þess að gera neitt merkilegt.
Mick McCarthy er stjóri liðsins sem virðist einhvernveginn vera vel við hæfi af einhverjum ástæðum. Ipswich er í ágætis málum í deildinni, í 5. sæti eftir átta umferðir. Þeirra hættulegasti maður virðist vera framherjinn Freddy Sears sem hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu. Einnig hefur þó franskur leikmaður að nafni Kevin Bru komið sterkur inn að undanförnu ásamt því að Christophe Berra er eins og klettur í vörninni.
Ég ætla að ekki hafa fleiri orð uppi um þetta Ipswich-lið sem verður örugglega ólseigt en ég skil samt eftir eitt myndband sem elstu menn ættu að muna eftir:
United
Stóra spurningin er auðvitað hverjir verði hvíldir og hverjir ekki. Leikmannahópurinn er ekki sá þykkasti og auðvitað á að nota leiki í þessari keppni til þess að hvíla lykilmenn og gefa hinum sem eru á bekknum tækifæri til þess að sanna sig.
Spurningin er hvaða ungliðar fái tækifæri. Eins og áður sagði hvíldi Pereira gegn u21-liði Everton og fær líklega sénsinn. Wilson og Lingard spiluðu heilar 90 mínútur á mánudaginn og verða líklega á bekknum, allt annað væri auðvitað fáranlegt. Að öðru leyti er þetta fullkomið tækifæri fyrir leikmenn eins og Rojo og McNair til þess að ná sér í smá leikæfingu og fyrir Ashley Young og Antonio Valencia til að banka á sæti í byrjunarliðinu. Ander Herrera og jafnvel Phil Jones gætu minnt á sig.
Louis van Gaal gæti þó allt eins tekið upp á því að spila með nær óbreytt lið frá Southampton-leiknum enda hefur hann ekki mikið verið að hræra í leikmannahópnum þurfi hann þessi ekki.
Ég spái liðinu svona og reikna með að United taki þennan leik nokkuð auðveldlega 3-1.
Leikurinn hefst klukkan 19.00. Dómari leiksins er Simon Hooper.
Uppfærsla; Louis Van Gaal hefur sagt að bæði Paddy McNair og Marcos Rojo séu meiddir og verði ekki með. Vegna meiðsla þeirra tveggja og Luke Shaw mun Phil Jones vera á bekknum en Van Gaal tók fram að hann væri ekki leikfær. Einnig hefur Van Gaal gefið í skyn að James Wilson og Jesse Lingaard munu ekki spila eftir að hafa spilað 90 mínútur í gær. Louis Van Gaal sagði orðrétt við ManUtd.com; „I don’t need them so they can have a day off and then Thursday they will be fresh and can train.“
Óskar Óskarsson says
eina sem ég vill sjá er Pereira og wilson i byrjunarliðinu,,,annars er mer nokk sama…þetta er leikurinn til að gefa wilson, pereira og lingard (er hann nokkuð farinn á lán?) tækifæri til að sýna sig og sanna
Steini says
myndi vilja skipta á stöðum á Fellainho og Herrera
McNissi says
Ætlar stöð2sport ekki að sýna þennan leik?
Elvar Már says
Ég er alveg sammála því að Rojo þurfi leikæfingu,en er ekki alveg óþarfi að spila honum í bakverði og miðverði í sama leiknum? :)
Halldór Marteinsson says
Góð upphitun að vanda. Var að vonast til að sjá bæði Lingaard og Wilson í þessum leik, kemur mér á óvart ef þessi keppni er ekki nýtt til að gefa þeim spilatíma.
En að öðru, veit einhver um stað sem getur sýnt þennan leik?
DMS says
Sýnist 365 ekki vera með þennan leik á dagskrá.
Hilmar says
Er einhver með góðan link á leikinn?