Septembermánuður var að mörgu leyti ágætur fyrir United. Liðið spilaði sex leiki og vann fimm af þeim og í fyrsta sinn í langan tíma er Manchester United á toppi deildarinnar!
Leikirnir í september
- Manchester United – Liverpool: 3-1
- PSV – Manchester United: 2-1
- Southampton – Manchester United: 2-3
- Manchester United – Ipswich: 3-0
- Manchester United – Sunderland: 3-0
- Manchester United – Wolfsburg: 2-1
Leikmennirnir sem tilnefndir eru
David de Gea hefur komið frábærlega inn í þetta eftir að hann krotaði undir nýjan samning í september. Hann spilaði alla leiki liðsins í september og var eins og eðlilegt er orðið, frábær í þeim öllum. Var hann í sérstaklega góðu formi gegn Southampton og varði einnig vel gegn Liverpool.
Leikmaður ágústmánaðar hjá okkur og ekki hefur hann verið síðri í september. Chris Smalling hefur tekið stórstígum framförum frá því að hann lét reka sig út af gegn City fyrir tæpu ári síðan. Líkt og við ræddum í síðasta þætti af podkastinu okkar er erfitt að segja að einhver annar miðvörður í ensku deildinni sé að spila betur. Hann kórónaði svo fínan september með því að skora sigurmarkið gegn Wolfsburg í gær.
Það voru flestir sem fussuðu og sveiuðu yfir því að Daley Blind ætti að spila í miðverðinum á tímabilinu. Hann hefur heldur betur troðið blautum sokki ofan í alla þá sem efuðust Frammistaða hans gegn Liverpool, þar sem hann pakkaði saman tröllinu Christian Benteke, var stórkostleg auk þess sem hann hefur átt frábærar stoðsendingar í september. Hver þarf Mats Hummels? Ekki United, það er á hreinu.
Juan Mata, líklega hinn fullkomni tengdasonur, spilaði gríðarlega vel í september. Hann skoraði þrjú mörk og átti þrjár stoðsendingar í þessum sex leikjum. Frammistaða hans gegn Wolfsburg var í hæsta gæðaflokki þar sem hann skoraði mark og átti stoðsendingu ársins á King Mike Smalling. Hann er að breytast í hálfgerða markavél og líklega ekki margir sem bjuggust við því að hann myndi eigna sér hægri vængstöðuna þegar Moyes keypti hann á sínum tíma.
Thierry Henry? Patrick Kluivert? Nicolas Anelka? Nei, Anthony Martial. Örvæntingin sem virtist einkenna kaupin er farin að breytast í örvætingu varnarmanna sem þurfa að mæta honum. Innkoma aldarinnar gegn Liverpool, ótrúleg yfirvegun gegn Southampton. Hann hefur komið inn eins og sprengja og kveikt duglega í sóknarleik United. Kemur með nýja vídd inn í sóknarleik liðsins og virðist vera fullskapaður leikmaður. Þvílík kaup!
Kosningin
[poll id=“15″]
Stefán (Rauðhaus) says
Er Rooney ekki tilnefndur?
lol.
Halldór Marteinsson says
Þetta er skemmtilega erfið kosning í þetta skiptið.
Miðvarðaparið ætti þetta sannarlega skilið. Martial hefur komið með nýtt blóð inn í liðið.
En ég verð að gefa Mata þetta. Hann berst vel og nánast allt sóknartengt af viti fer í gegnum hann.
Og líka, þessi friggin stoðsending!!!
Bjarni Ellertsson says
Mata er eini alvöru skapandi leikmaðurinn í okkar liði auk Martial, það er alltaf eitthvað í gangi hjá honum fram á við. Aðrir þurfa að stíga upp, sérstaklega Memphis og Rooney. Og svo er það Smalling, ekki sá liprasti, tekknískari né sendingabesti leikmaðurinn en hann vinnur þetta allt upp með hörku og krafti, gefur ekki tommu eftir.
Mata á þetta fyllilega skilið að mínu mati þó sem gamall varnarmaður vil ég sjá Smalling og varnarmennina blómstra.
Runólfur Trausti says
Þessi könnun er sönnun skammtíma minnis knattspyrnuaðdáenda (og ég engin undantekning).
Martial frábær í öllum þessum leikjum en Mata með mark + stoðsendingu í síðustu tveimur (síðustu þremur?) en overall spilamennska hans hefur reyndar einnig verið til fyrirmyndar.
Ég er samt alveg sammála Bjarna hér að ofan. Þeir leikir sem United gengur illa að skora og skapa sér færi eru leikirnir þegar Mata er slakur. Ef Mata á slakan dag þá á liðið sóknarlega slæman dag. Að mínu mati.
Að því sögðu þá hefur Martial komið mér gífurlega á óvart eins og ég minntist á í Podcastinu nú á dögunum og svo fór Gary Neville ágætlega yfir þetta í MNF. Neville talaði sérstaklega um líkamlegan styrk og hversu auðveldlega Martial getur „snúið“ með varnarmann í bakinu. Það var eitthvað sem hvorugur okkur félaganna bjóst við af Martial svona snemma á ferlinum (hversu oft sér maður t.d. Walcott bakka inn í varnarmann, fá boltann, snúa og skilja varnarmanninn eftir í rykinu?).
Einnig verð ég að verja Memphis – hann er að gjalda fyrir það hversu mikið hann spilar ef þið spyrjið mig. Ég persónulega hefði viljað halda Adnan Januzaj hjá liðinu og rótera spiltíma Memphis þar af leiðandi meira. Það er erfitt að vera stöðugur á þessum aldri og það koma hæðir og lægðir. Mig grunar þó að Van Gaal hafi gefið honum það frelsi sem hann sýnir í leikjum – hann er með fyrirmæli að hann megi fara á menn, hann má reyna trikk, hann má reyna að sóla og hann má missa boltann. Þetta gerir Mata sjaldan hinum megin – hann er minna flashy en obv. mun meira effective. Hins vegar, þegar Memphis dettur í gír reglulega þá verður hann óþolandi fyrir andstæðingana. Eina sem ég hræðist er að honum verði ofspilað á fyrsta season-i því liðið er að spila óhemju mikið magn af leikjum.
-RTÞ
Keane says
Valdi Martial, sérstaklega í ljósi þess að Mata er að sýna akkúrat það sem leikmaður með þessa hæfileika og reynslu á að sýna, þ.e hann stenst væntingar. Martial hefur komið mér gríðarlega á óvart með og án bolta, hann fer langt fram úr væntingum. Smalling og Blind einnig verið solid.
Elmar says
Smaldini, Martial og Mata allir búnir að vera frábærir í þessum mánuði. Hugsaði til þess í dag að það er aðeins ár síðan, að það var í umræðunni að skipta á Vermaelen og Smalling. Ég er guðslifandi fegin að ekkert hafi orðið af þeim viðskiptum. Því í alvöru hvaða varnarmaður í PL er betri en Smalling? Það vildu allir fá nýjan miðvörð inn í sumar en við fótboltaaðdáendur ættum kannski að læra að treysta þjálfaraliðinu