Manchester United hefur verið á góðu skriðu undanfarið, svo góðu að liðið situr á toppnum í fyrsta sinn í alltof alltof langan tíma. Á næstu vikum munum við þó fyrst sjá hvað er spunnið í liðið og hvort að LvG & co geti gert alvöru atlögu að titlinum eða ekki. Október er nefnilega ansi strembinn:
Landsleikjahléið sker mánuðinn auðvitað í sundur en það er þétt leikið frá og með 17. október þegar United fer til Everton. Eins og sjá má eru spilar United þrjá af erfiðustu útileikjum tímabilsins í óktóber, gegn Arsenal, Everton og Crystal Palace. Þar að auki er heimaleikur gegn City og inn í þetta blandast Meistaradeildin og Deildarbikarinn.
Dagskráin eftir þessa törn eru öllu þægilegri þar sem við tökum við nokkrum af nýliðum deildarinnar fram að jólum þannig að nú er okkar menn í dauðafæri á að sýna öllum þeim sem telja þetta United-lið vera í krísu hvað það er mikið kjaftæði. Þetta hefst allt gegn Arsenal sem er auðvitað einn stærsti leikur ársins. Þarna fæst ansi gott tækifæri til þess að herða gripið á toppsætinu. Sigur gegn Arsenal er svo auðvitað alltaf sálfræðilega mjög sterkur.
Það smá segja að í þessari viðureign á síðasta ári hafi heppnin ofurlítið verið með United. United vann svokallaðan ‘smash and grab’ sigur á Emirates með sjálfsmarki frá Gibbs og ágæti marki frá Rooney. David de Gea var í fantaformi það kvöld og tryggði okkur sigurinn þar eins og svo oft á síðasta tímabili. Arsenal-hefndi sín svo reyndar með að slá okkur út úr FA-bikarnum með álíka ‘smash and grab’ sigri þar sem Antonio Valencia gaf Danny Welbeck sigurmarkið á silfurfati.
Áður en ég dembi mér í að fjalla aðeins um Arsenal er ekki úr vegi að rifja upp næstskemmtilegasta leik United á Emirates þegar Robin van Persie labbaði inn á sinn gamla heimavöll sem Englandsmeistari, í gegnum heiðursvörð sinna gömlu liðsfélaga.
Arsenal
Arsenal…sama lið, sami stjóri, sama vesen. Það er vesen í Meistaradeildinni eins og svo oft áður. Í deildinni er liðið í ágætum málum, án þess þó að vera í toppmálum, þið vitið nefnilega alveg í hvaða sæti liðið er án þess að horfa á töfluna. Liðið situr á fleiri hundruð milljónum en samt fjárfesti liðið bara í einum leikmanni, ágætis leikmanni reyndar. Það er eiginlega alveg magnað að þetta lið skuli bara vera toppframherja og toppmiðjumanni frá því að vera alveg frábært. En nei, Wenger er að því leytinu til eins og Ferguson. Þetta snýst allt um value.
Liðið byrjaðu illa í deildinni og tapaði fyrir West Ham. Síðan hefur liðinu gengið ágætlega, að undanskildu slæmu tapi gegn Chelsea þar sem andlegir veikleikar liðsins komi bersýnilega í ljós þegar Gabriel lét fiska sig út af. Í Meistaradeildinni hefur liðið gjörsamlega verið úti á túni og tapað gegn Dynamo Zagreb og Olympiakos. Fimmtudagsvöld í Evrópu hjá Arsenal eftir áramót.
Liðið er brothætt þegar það fær á sig mótlæti og það sést hvergi betur á stjóra liðsins. Hann hótaði að labba út af blaðamannafundi þegar fjölmiðlamenn spurðu hann um þá ákvörðun að spila hinum heimsklassamarkverði David Ospina í markinu gegn Olympiakos. Mótlætið fer illa í Arsenal og þessvegna var svo létt fyrir Sir Alex Ferguson að sigra þetta lið á seinni árum.
Leikmannalega séð er það ágætlega mannað. Peter Cech er frábær viðbót í markið. Bellerin og Koscielny eru virkilega góðir leikmenn og Ozil og Sanchez eru ekkert annað en stórkostlegir þegar þeir eru í stuði. Það vantar þó afgerandi framherja og afgerandi miðjumann þrátt fyrir að Giroud og Coquelin séu að mörgu leyti ágætir leikmenn.
Alexis Sanchez hrökk heldur betur í gang gegn Leicester um síðustu helgi þegar hann setti þrennu og það mun mæða á þeim bakverði sem þarf að glíma við hann. Hann mun án efa vera helsta hætta Arsenal og gæti reynst okkur óþægur ljár í þurfu, sérstaklega þar sem að hrókeringar í bakvarðastöðunni hjá okkur eftir meiðsli Shaw hafa ekki alveg verið að virka.
Koscielny, Arteta og Flamini eru þó meiddir og það er tvísýnt með Coquelin. Þetta er eitthvað sem mun hiklaust nýtast okkur, sérstaklega er gott að vera laus við Koscielny sem er þeirra sterkasti varnamaður. Martial vs Mertesacker…?Veisla.
Arsenal stillir eflaust upp á þessa leið:
Eitthvað segir mér að Ozil eigi eftir að vera hljóðlátur og að United muni vinna miðjubaráttuna í þessum leik. Það er þó Sanchez sem ég hef mestar áhyggjur af. Hann mun fá pláss á köntunum og gæti farið illa með okkur. Arsenal-liðið tapaði illa gegn Olympiakos og gætu því mætt eins og öskrandi ljón til leiks en einnig gætu þeir mætt svekktir og sárir. Það eru stór göt í liðinu vegna meiðsla og verulega gott tækifæri fyrir United til að sækja á þetta lið. Ef United skorar snemma leiks gætu Arsenal-menn brotnað niður. Við skulum vona að það gerist.
United
United er á fínni siglingu í deildinni og hefur liðið spilað afskaplega vel síðan Martial sprengdi sjálfan sig upp á sjónarsviðið. Það sem helst gæti þó hrjáð liðið á morgun er þreyta. Louis van Gaal talaði um eftir sigurinn gegn Wolfsburg að menn væru þreyttir. Sá leikur var erfiður auk þess sem að Arsenal, sem spilaði einnig erfiðan leik, fékk auka dag til að hvíla sig og þurfa ekki að ferðast. Louis van Gaal getur þó sjálfum sér um kennt eftir að skorið hópinn duglega niður ásamt því að spila sínu sterkasta liði í óþarfa leik gegn Ipswich.
Van Gaal sagði á blaðamannafundi að hann myndi meta ástand leikmanna fyrir leikinn og því gætum við séð einhverjar breytingar á liðin frá Wolfsburg-leiknum. Michael Carrick kemur ferskur inn og er klár í slaginn. Leikmenn fengu frí á æfingum í gær til þess að jafna sig og því ljóst að þetta er ofarlega í huga hjá þjálfarateyminu.
Séu allir heilir er liðið farið að velja sig sjálft. Darmian fer væntanlega aftur í hægri bakvörðinn eftir slappa frammistöðu Valencia gegn Wolfsburg. Það kæmi mér ekki á óvart ef Young tæki þá vinstri bakvörðinn. Memphis, Mata, Rooney og Martia sjá um framlínunna og ætli Carrick kom ekki inn fyrst að hann er heill og spilaði ekki gegn Wolfsburg. Ég spái liðinu svona
Leikurinn er á morgun kl. 15.00
Ingvar Björn says
Stórstórleikur. Séu engin meiðsli á þeim tveimur þegar þá ber að garði í vetur reikna ég með að Carrick og Schweinsteiger starti þá alla! Að öðru leyti nokkuð sammála.
Runólfur Trausti says
Er venjulega ekki stressaður fyrir Arsenal leikjum en ég hef slæma tilfinningu fyrir leiknum á sunnudeginum. Get ekki útskýrt það nánar.
Held að frammistaða Darmian, og það að hann spili þeim megin sem Sanchez er, gæti skipt sköpum í leiknum. Ef Valencia byrjar í hægri bakverði … megi guð hjálpa okkur.
Runar says
Sammála síðasta ræðumanni.. Guð hjálpi okkur ef Valencia byrjar! :(
Karl Garðars says
Darmian gæti tekið Sanchez. Ég hef meiri áhyggjur af Theo sem gæti alveg dottið í hug að brillera gegn okkur
Bjarni Ellertsson says
Arsenal gæti slökkt á okkur hvort sem Valencia byrjar eða ekki, þ.e ef þeir nýta sín færi, þeir hafa á öflugu liði að skipa og spila skemmtilegan bolti þó ekki alltaf árangursríkan Vona að svo verði ekki á morgun. Síðasti leikur milli þessara liða sýndi að fótboltinn er stundum vægðarlaus en um leið skemmtilegur. Okkur hefur liðið oft vel að spila á móti Arsenal í gegnum tíðina, verið skemmtilegir og tilþrifaþrungnir leikir. Bæði liðin hafa einhverja veikleika sem ég veit að þjálfararnir eru búnir að þaul rannsaka, þetta er bara spurning um dagsformið. Á von á skemmtilegum leik þar sem markmenn verða í aðalhlutverki, spjöld á lofti, kannski rautt, LVG að skrifa ævisöguna og AW í tómu basli með úlpuna. Hvað er hægt að hafa það betra? jú líklega að sjá Viera/Keane og Keown/Nistelroj í settinu að commenta á leikinn.
Runólfur Trausti says
Stundum er ekki gaman að hafa rétt fyrir sér.
Hjörtur says
Guð hjálpaði okkur ekki, þó Valenchia væri ekki í byrjunarliðinu. Þvílík hörmung og skömm á byrjun leiksins, 3-0 eftir 20 mín. Og alltaf hangir Rooney inná, sama hversu andskoti lélegur hann er.