Arsenal hreinlega valtaði yfir Manchster United í dag á Emirates vellinum í London. Þeir mættu til leiks miklu grimmari og gerðu út um leikinn á fyrstu 20 mínútunum með þremur mörkum. Þeir voru mættir í alla bolta, pressuðu hátt, voru hreyfanlegir og blússandi hraðir fram á við. Varnarlína Man Utd, og miðja, var hreinlega í panic mode og réði ekki neitt við neitt. Skoðum þetta aðeins.
Van Gaal ákvað að stilla upp liðinu svona:
Varamenn: Romero, Jones, McNair, Schneiderlin, Valencia, Fellaini, Wilson.
Lið Arsenal var svona skiptað:
Þarna voru strax nokkrar spurningar, sérstaklega um stöðu Young í vinstri bakverði. Hann hefur alveg sýnt í gegnum tíðina að hann geti spilað þessa stöðu, hann hefur hinsvegar mest megnis verið að spila á vængnum undanfarið. Held að margir hafi viljað sjá Darmian færðan yfir í vinstri bakvörð og nota frekar McNair/Jones/Valencia í hægri bakverði. Valencia var reyndar hroðalega slakur í vikunni gegn Wolfsburg þannig að ég get ekki dæmt Van Gaal fyrir að vilja nota Young og Darmian sem bakverði, en kannski að Valencia hefði átt auðveldara að eiga við þann hraða sem Sánchez bauð upp á í fyrri hálfleik.
Sú ákvörðun reyndist hinsvegar helsti veikleiki United í leiknum, sérstaklega í byrjun. Sánchez keyrði Darmian gjörsamlega á kaf með hraða sínum og Young réði afskaplega illa við vel smurt samspil Ramsey/Bellerin/Özil á vinstri kantinum. Smalling og Blind voru stanslaust að droppa niður til að hjálpa, sem er stórhættulegt gegn liðum eins og Arsenal sem geta togaði allt í sundur og keyrt í gegn með eldsnöggum reitabolta. Sérstaklega var erfitt fyrir vörnina að eiga við hraða Arsenal þegar miðjan var á sama tíma að pressa full hátt og voru oftar en ekki „röngu megin“ við boltann, það er að segja að horfa á eftir Arsenal liðinu upp völlinn.
Theo Walcott sagði eftir leik að þetta væri einn besti fótbolti sem hann hafi séð Arsenal spila. Það eru stór orð frá manni sem er búinn að vera hjá klúbbnum í tæp 10 ár. Það til dæmis gekk ALLT upp hjá þeim fyrstu 7 mínúturnar og þeir hreinlega kláruðu leikinn á þeim tíma með tveimur mörkum frá Sánchez og Özil. Á næstu 83 mínútunum voru Arsenal betra liðið, engin spurning, en þeir skoruðu „bara“ 1 mark, sem var óverjandi skot af temmilega löngu færi frá Sánchez. United náði ágætis tökum á leiknum eftir þriðja markið þó svo lítil hafi ógnin verið fram á við. Til dæmis var United með boltann 62% af leiknum (Arsenal var í kringum 80% eftir 10 mín) og bæði lið áttu 5 skot á markið.
Þannig að leikurinn var búinn áður en hann byrjaði og lítið hægt að gera við því annað en að læra hvað fór úrskeiðis og halda baráttunni áfram. Það má alveg setja spurningar við valið hjá Van Gaal, til dæmis að byrja ekki leikinn með menn eins og Schneiderlin og Fellaini og reyna að mæta þessu Arsenal liði af meiri hörku. Maður leiksins í dag er auðvelt val. Anthony Martial var sá eini sem gerði eitthvað af viti inn á vellinum. Hann skapaði mikil vandræði fyrir varnarmenn Arsenal með styrk sínum og var nálægt því að setja mark rétt fyrir hálfleik, mark sem hefði hæglega getað hleypt smá neista í liðið.
Ég ætla síður en svo að staldra of lengi við þennan leik og segja að allt sé í rugli. Við hittum á Arsenal á sínum besta degi, við skulum bara gleyma þessu og hlakka til seinni leiksins á Old Trafford, þar sem allt annað verður upp á teningnum!
Helgi P says
það er góðar fréttir að Valencia byrji ekki þennan leik
Bjarni Ellertsson says
Já er það, ef hann er svona lélegur hversu lélegt er þá byrjunarliðið. Arsenal á það inni að taka okkur í rassgatið einsog staðan er núna:
fannar says
shit hvað þetta er lélegt lið það er ótrúlegt að þetta lið hafi verið í fyrsta sæti þessi leikur fer svona 6 0
Keane says
Hvað er Rooney að gera? Getur einhver svarað því afhverju hann er ennþá í þessu liði?!?! Hann er svo gjörsamlega gjaldþrota að ég man ekki eftir öðru eins… Oflaunaður andskotans fituhlunkur
Valdi says
Rooney? Það er enginn að gera góða hluti akkuratt núna, Memphis vissi ekki einu sinni hvað stöðu hann var að spila fyrstu 30 mínúturnar…
_einar_ says
þvílík hörmung og andleysi. Meira að segja liverpool náði í stig á Emirates fyrr á tímabilinu.
Rooney var slæmur einsog venjulega – ég veit ekki hversu lélegan leik hann þarf að eiga svo LVG droppi honum.. en það er ekki hægt að gera hann að blóraböggli í þessum leik – flest allir leikmenn voru langt frá sínu bestu og mættu ekki til leiks.
Carrick og Schweinsteiger er ekki beint miðjudúóið sem þú vilt stilla upp á móti hröðustu miðju deildarinnar.
Ég vona að þjálfarateymið hafi áttað sig á að blind + smalling hafsentaparið er í besta falli gott á móti sæmilegum liðum – en uppskrift af stórslysi þegar taka þarf á almennilegum framherjum. Guð hjálpi þeim þegar Aguero kemur í heimsókn.
Bjarni Ellertsson says
Sammála flestu hér að ofan, það hlaut fyrr eða síðar að koma sá leikur að við yrðum teknir í ósmurt og fá hálftíma kennslustund hvernig á að spila fótbolta. Það koma svona leikir af og til á hverju ári og er alveg hægt að sjá nokkra slíka detta inn um lúguna í næstu leikjum sérstaklega í ljósi þess að vera leika á tveimur vígstöðvum í einu. Liðið spilaði ekkert öðruvísi bolta en í sumum leikjanna í vetur en þá voru andstæðingarnir ekki eins góðir að slútta sínum færum. Við sköpuðum ekki mörg færi frekar en fyrri daginn en þetta er jú hluti af „learning process“ (Crap)
Farþegalistinn er að verða ansi stór þessa stundina en ég vona að við höfum ekki verið að toppa eftir átta umferðir :) Hef litla trú á að framhaldið verði eitthvað skárra og við munum vera að berjast við 5 lið um fjórða sætið enn og aftur. Við erum bara ekki betri en þetta þessa stundina og það verður bara að sætta sig við það.
Keane says
Já Wayne Rooney Valdi! Hann er fyrirliði liðsins og sá allra oflaunaðasti. frammistaðan það sem af er móti er ekki samboðin því sem ManUtd á að sjá!
Runólfur Trausti says
Jæja.
Ég var mjög jákvæður í Podkastinu núna um daginn, enda liðið búið að vera spila vel. Því miður voru flestir leikmennirnir sem maður hrósaði þar á hælunum í dag. Martial leit ágætlega út og hefði mátt skora í dag (helvítis löngu lappir á Cech) – var einstaklega gaman að sjá hann kjöta Mertesacker.
Hvað varðar leikinn þá fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis, að mínu mati spilast það að stærstum hluta á Louis Van Gaal;
a) Að fara á Emirates og stefna að því að „spila“ yfir Arsenal er fáránlegt. Leikir gegn Arsenal krefjast þess að menn eins og Fellaini, Schneiderlin – jafnvel Jones – séu inn á. Þú þarft aggressífa, líkamlega sterka leikmenn til að brjóta upp Arsenal miðjuna. Það eru Carrick og Schweinsteiger ekki að fara að gera, að spila þeim saman var skelfileg ákvörðun.
Þeir eru frábærir leikmenn en þeir eru ekki að fara sprengja upp leik eða bully-a Arsenal miðjuna. Hvað varðar varnarlínuna þá er sturlað að selja Rafael þegar Valencia og Young eyða öðrum hverjum leik í bakverði – hvað þá Jonny Evans.
b) Það eru augljós þreytu merki komin á suma leikmenn enda meiri hluti leikmanna búinn að spila einhverja sex leiki síðan 12. september. Auðvitað spila meiðsli inn í en þeim þarf að reikna með. Stærðin á leikmannahópnum (og U21 leikmannahópnum) er fáránleg.
c) Þetta skrifast algjörlega á Van Gaal – fáránlega lítill hópur og mikið álag. Á sama tíma fá nýjir leikmenn lítinn tíma til að læra og breyta leik sínum til að aðlagast betur ensku deildinni (Darmian, Memphis t.d.). Það snýst allt um recovery og undirbúning fyrir næsta leik og enginn tími í neitt annað.
d) Svo er það blessaður Wayne Rooney … hvað getur maður sagt?
Hann þarf í rauninni bara frí. Laaaaaaaaaangt og gott frí. Að spila honum leik eftir leik er enn og aftur sturluð ákvörðun. Hann hefur ekkert sýnt í allan vetur og það er í rauninni vont að horfa á hann spila, hann á bara ekki breik. Ég vona innilega að hann fái 100% frí í þessum landsleikjum Englands og í frí í næstu leikjum United – hver ætti að koma inn er reyndar önnur spurning sem stendur vill ég bara sjá eitthvað allt annað nafn en Rooney´s á leikskýrslu.
e) Annað tapið í röð fyrir landsleikjahlé. Sem betur fer er ekkert landsleikjahlé fyrr en í Mars eða e-h eftir þetta :)
-RTÞ
Sigurjón says
Það er svolítið slæmt að Rooney sé á þeim stalli hjá Van Gaal að spilamennska hans hefur engin áhrif á liðsvalið. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina (oft með markmenn) að þeir sem eru í áskrift að byrjunarliðinu eiga það til að missa eldmóðinn sem þarf, og þá er ég ekki að tala um að sýna skap (alls ekki það sama). Það virðist svolítið vera tilfellið með Rooney þessa stundina, hann þarf virkilega að vera bekkjaður svo hann virkilega átti sig á því að hann verði að standa sig betur en þetta. Mér finnst það hinsvegar ansi ólíklegt að sjá það gerast undir Van Gaal.
Karl Garðars says
Góð skýrsla. Arsenal í fantaformi og okkar menn mættu aldrei til leiks. Svona leikir koma, munum bara 8-2 niðurlæginguna þar sem akkúrat andstæðan var í gangi. Að lokum allir með @CARRA23IN!!!!
Auðunn Atli says
Þetta var lélegt en kom manni ekki mikið á óvart, er búinn að bíða eftir þessu allt tímabilið.
þetta með að spila Blind í miðverðinum er/var accident waiting to happen svo ég sletti nú aðeins. Ég vissi að það myndi koma í ljós þegar United myndi mæta heimsklassa sóknarliði.
Hann er ekki miðvörður og á ekki að spila sem slíkur, en því miður þarf Van Gaal að troða sínum mönnum (Þessum Hollendingum) í liðið á kostnað annara og á kostnað styrkleika liðsin.
Að sjálfsögðu er og hefði verið eðilegast að spila Smalling og Jones eða McNair í miðverðinum, Blind í vinstri bakverðinum og Young upp á kannt á kostnað Memphis sem hefur ekkert getað síðan hann kom fyrir utan einn leik. Enn eins og ég sagði þá þarf Van Gaal að troða sínum uppáhalds mönnum í liðið sama hvernig þeir eru búnir að standa sig. Þetta er það eina sem pirrar mig mikið með Van Gaal.
Já ég er auðvita sammála með Rooney, hann þarf að fara að hugsa sinn gang hressilega. Ég myndi ekki hika við að setja hann á bekkinn og lofa öðrum að spreyta sig.
Menn eiga ekki að vera áskrifendur af byrjunarliðssætinu, menn verða að standa sig líka.
Verður fróðlegt að sjá hvernig liðið og Van Gaal bregst við þessum úrslitum, það eru gífurlega erfiðið leikir framundan.
Stefán (Rauðhaus) says
Þetta var átakanlegt, það verður að viðurkennast. Nokkrir punktar:
1. Ég er sammála Runólfi og mörgum spekingum um að uppstillingin á miðjunni í þessum leik hafi komið í bakið á okkur. Vantaði miklu meiri orku og hreyfigetu þar (amk án bolta).
2. Rooney heldur áfram meðalmennskunni. Því miður fyrir hann voru liðsfélagarnir líka slakir í þessum leik og því fór sem fór. Hann má þó eiga það blessaður að hann var einn örfárra sem virtist ekki vera drullusama hver staðan var. Ég ber virðingu fyrir því. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að spilamennska Rooney það sem af er tímabili hefur alls ekki verið góð.
3. Sem betur fer er LvG ekki staurblindur og sagði sjálfur eftir leik að vandamál varnarinnar hafi byrjað á miðjunni. Hann sagði einnig að hann væri sjokkeraður yfir viljaleysinu og kraftleysinu í liðinu og spurði hvort þeir virkilega vildu taka þátt í meistarabaráttu. Ég verð að viðurkenna að þessi ummæli glöddu mig því þetta er nákvæmlega það sem blasti við og hefði verið kjánlegt að grípa til ódýrra afsakana eða e-h slíkt – svoleiðis gera bara loserar (Moyes anyone?). Maður bindur þó allavega vonir til þess að sömu mistökin verði ekki endurtekin.
4. Þunnskipuð varnarlína. Alveg furðulegt að ekki hafi verið reynt meira að fá inn hafsent… þó vissulega megi taka undir að markaðurinn í þessum efnum er ekki stór. Þetta gæti komið alveg rosalega illa í bakið á okkur. Guð hjálpi okkur bara ef Smalling meiðist.
Auðunn Atli says
Auðvita átti að versla miðvörð í sumar, það var´bara fáránlegt að það hafi ekki verið gert.
En Því miður hefur kaupastefna United breyst undanfarin 3 ár eða svo. United eyddi öllu sumrinu í að eltast við Ramos sem var augljóslega frá fyrsta degi aðeins að sækjast eftir betri samning hjá Real.
United á núna að fara á fullt í að finna topp klassa miðvörð og landa honum allra helst í Jan.
Ég myndi vilja sjá United splæsa í John Stones, hann er ungur en samt orðinn einn af betrum miðvörðum í deildinni, einn mest spennandi miðvörður í evrópu.
Held að það sé ekki séns að fá menn eins og Varane né Hummels, reyndar efast ég um að Hummels myndi brillera í þessari deild. Vantar svoldið upp á hraðan hjá honum.
óli says
Enginn minnst á það hér en nú virðist Klopp vera að taka við erkifjendum okkar í Liverpool. Er enginn nema ég sem er alveg hrikalega öfundsjúkur og á sama tíma óttasleginn vegna þessarar ráðningar? Ungur þjálfari sem er ástríðufullur, hefur náð árangri, vill spila skemmtilegan sóknarbolta, er raunverulegur húmoristi og töffari (getur verið skemmtilegur eða beinskeittur á blaðamannafundum án þess að setja sig í eitthvað hlutverk). Ég vona alveg innilega að einhver annar en hann taki við Liverpool.
Auðunn Atli says
Óli afhverju ættum við að vera að ræða næsta stjóra Liverpool hér?
En fyrst þú minnist á það þá vill ég persónulega frekar að Klopp taki við Liverpool en Ancelotti.
Ætli ég sé ekki einn af fáum sem hef ekki mikla trúa á Klopp, var alltaf á móti því að hann tæki við United af Ferguson, hef ekki þessa trú á honum og margir aðrir.
Það er eitt að vera í þýskudeildinni og annað að vera í þeirri Ensku, en þetta kemur í ljós.
óli says
Frekar mikil tíðindi að mínu mati. En jæja, kannski að Klopp verði bara flopp.
Keane says
Af hverju spilum við ekki bara 4-3-3?? Einn sitjandi miðju. Er það ekki uppáhalds kerfi van gaal?
Runólfur Trausti says
Ég held að Van Gaal eigi sér ekkert „uppáhalds“ leikkerfi per say. Hann hefur gefið út að honum finnist best að spila 4-3-3 leikkerfi, með einmitt einn holding miðjumann og kantmenn sem koma inn á völlinn. En hann er alltaf viljugur að breyta til og spila það leikkerfi sem hentar leikmannahópnum best – það sást best á því hvernig hann reyndi að byggja upp lið í fyrra til að spila 3-4-1-2.
Hvað varðar leikkerfið í ár þá er ég svekktur að sjá liðið ekki spila meira 4-1-4-1 leikkerfið sem virkaði svo vel í fyrra með Marouane Fellaini fremstan í fararbroddi. Ég styð það þó að Fellaini sé ekki okkar aðalsóknarvopn en mér finnst undarlegt hvað hann hefur verið nýttur lítið í ár (Held að slíkt leikkerfi hefði svínvirkað gegn Arsenal til dæmis, Fellaini hefði skipst á að bully-a Coquilan og Bellerin).
Annars held ég að það sé borðliggjandi að Van Gaal telji að liðið þurfi að verjast betur og því spilar hann með tvö djúpa / holding miðjumenn í öllum leikjum, hann er augljóslega ekki sáttur með varnarvinnuna í fyrra og telur að þetta hjálpi vörninni.
Ég persónulega skil það vel og í flestum stórleikjum myndi ég vilja sjá tvo djúpa miðjumenn – en annar þeirra verður að vera Morgan Schneiderlin (þess vegna Phil Jones). Hvað þá eftir Arsenal fíaskóið.
Keane says
Flottur póstur runólfur. Mig minnir að bestu og skemmtilegustu leikirnir á síðasta seasoni hafi verið hreinir 433.
Runólfur Trausti says
Mig grunar að þú eigir við 6 leikja sigurhrinuna frá 28. febrúar til 12. apríl þar sem liðið pakkaði saman Tottenham, Manchester City og vann Liverpool.
Ég skildi það leikkerfi alltaf sem meira 4-1-4-1. Fer kannski eftir því hvernig maður horfir á það en Fellaini og Herrera voru í raun það ofarlega að það er erfitt að kalla það 4-3-3 þó svo að hugmyndin á bakvið leikkerfi sé mjög flæðandi.
En eins og ég sagði, mér finnst undarlegt hvað Van Gaal virðist hafa losað sig fljótt við það leikkerfi, sama hvort menn kalli það 4-3-3 eða 4-1-4-1 en það gafst mjög vel gegn einmitt liðum sem vildu koma hátt og pressa þessa stressuðu varnarlínu United.
Ætli maður verði ekki bara að treysta Van Gaal og þessari blessuðu Philosophy :)