Rauðu djöflarnir
- Þið hafið kosið og Juan Mata er leikmaður septembermánaðar..
United
- The Republik Of Mancunia tók skemmtilegt viðtal við Andreas Pereira. Sjá hér, hér og hér.
- Hvar klikkaði Van Gaal gegn Arsenal?
- Þetta voru slæmar 20 mín gegn Arsenal en sem betur fer er þetta enginn heimsendir.
- Anthony Martial er ekki næsti Thierry Henry að eigin sögn.
- Darmian hefur áður átt í basli með Alexis Sanchez;.
- Guillem Balague færir okkur smá innsýn í sorgarsögu Victor Valdes.
- Guardian skrifaði einnig um Victor Valdes og hversu skítt hann hefur það hjá United.
- Talandi um að hafa það skítt, Van Persie er svo sannarlega ekki að njóta lífsins í Tyrklandi.
- Callum Gribbin er fulltrúi United á listayfir efnilegust leikmenn úrvalsdeildarliðana.
- Sagan sýnir að það var rétt ákvörðun ráða ekki Mourinho til United.
- Ravel Morrison ræðir við Telegraph um feril sinn hjá United og sér hann eftir því að hafa ekki farið eftir ráðleggingum Ferguson og Ferdinand.
- Beckham reyndi að sætta Keane og Ferguson á dögunum án árangurs.
- Pierluigi Collina, sem er af flestum talinn besti dómari allra tíma, segir að Hector Moreno hefði átt að fá rautt spjald fyrir brotið á Luke Shaw.
- Krúttin tvö, Juan Mata og Ander Herra ræða um lífið og tilveruna við ManUtd.com.
Bjarni Ellertsson says
Mata á það svo sem skilið en nú þarf liðið og þessir snillingar að girða sig í brók fyrir næsta leik ef ekki á illa að fara. Ég orðinn ansi þreyttur á þessari spilamennsku þó stigin hafi verið að detta í hús, fengum á baukinn í síðasta leik eins og til var sáð, það var vonandi góð lexía. Erfiðir leikir í hrönnum framundan og ef menn drullast ekki til að taka sig á, bæði leikmenn og þjálfarar, þá fer illa, mjög illa. Sumir kalla þetta svartsýnis raus en ég horfi bara á leikina með mínum augum, enginn er sem betur fer eins. Koma svo UTD menn og sýnið að þið séuð starfi ykkar vaxnir. GGMU