Á morgun byrjar enska úrvalsdeildin aftur eftir alltof langt hlé. Það er fátt verra en að þurfa að bíða í tvær vikur eftir tap. Meiðslalistinn hjá United er aftur orðinn eins og hann á að sér að vera. Samkvæmt physioroom eru 8 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir leikinn á morgun. Tæpir en líklegir eru Wayne Rooney, Ander Herrera, Bastian Schweinsteiger, Michael Carrick og Marcus Rojo en meiddir eru Ashley Young, Paddy McNair og Luke Shaw.
Líklegt byrjunarlið United
Hjá Everton er John Stones tæpur en það myndi alls ekki koma á óvart ef hann verður svo með á morgun. Meiddir hjá Everton eru Muhamed Besic, Tom Cleverley, Leighton Baines, Tony Hibbert og Steven Pienaar.
Everton eru á töluvert betra róli en á síðasta tímabili og virðist augljóst að Evrópudeildarþáttakan var ekkert að gera fyrir þá í fyrra.
Líklegt byrjunarlið Everton
Louis van Gaal talaði um það fyrir leikinn að United yrði að bregðast við tapinu gegn Arsenal eins og meistarar. Stórt skref væri að læra af mistökum sem voru gerð í þeim leik. Ég veit fyrir mitt leyti að það er löngu kominn tími á að taka stig á Goodison Park. United hefur átt afleita leiki þarna frá því að Ferguson hætti.
Það væri til dæmis frábært ef að United byrjaði leikinn af sami krafti og þegar þeir fá á sig mörk. Það er töluvert vandamál hversu langan tíma liðið tekur að byrja leikina og alltof oft virðist liðið þurfa mark í andlitið til að byrja spila hraðan og sókndjarfan bolta.
Ég ætla að vera djarfur og spá 0-1 United sigri. Martial skorar eftir sendingu frá Mata. Leikmenn mánaðarins munu redda okkur á morgun.
Keane says
Já gott fólk. Það má enn og aftur búast við súrum fótboltaleik af hálfu okkar manna, svo lengi sem fyrirliðinn spilar. Spái því að við lendum undir og menn reyni hvað þeir geti til að jafna. Búast má við þungum og hægum Wayne Rooney og hans lélegu fyrstu snertingum.. Það er bara spurning hvað Mata og Martial geri.
Á bekkinn með Rooney og Depay væri flott.
fannar says
er sammála með Rooney ekki veit maður afhverju hann fær alla þessa sjénsa aftur og aftur hann er ekki búinn að geta rassgat í mörg ár