Heyrðu, við steingleymdum að tilkynna um leikmann októbermánaðar. Það tilkynnist hér með og valið þarf líklega ekki að koma neinum einasta United-manni á óvart:
CHRIS ‘MIKE’ SMALLING
Að öllum ólöstuðum er algjörlega óhætt að fullyrða að Chris Smalling hefur verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu. Hann á einna stæstan þátt í því að liðið hefur haldið hreinu síðustu 55 þúsund mínútur eða hvað þetta nú er.
Hann spilar hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik og stígur varla feilspor í vörninni. Frá því að LvG tók við hefur maður alltaf búist við því að liðið kaupi einhverja leiðtoga í vörninni. Í dag er staðan þannig að það er algjör óþarfi á því. Chris Smalling er leiðtoginn.
[poll id=“16″]
- Leikmaður ágústmánaðar: Chris Smalling
- Leikmaður septembermánaðar: Juan Mata
Bjarni Sveinbjörn says
Smalling á þetta fyllilega skilið og vel það, hefur ekki stigið feilspor. Er öðrum til eftirbreytni. Mögulegur kandídat sem fyrirliði. Loksins orðinn að alvöru leikmanni.