Fjórar breytingar voru gerðar á liði United frá leiknum gegn Watford um helgina. Jones og Herrera eru meiddir og Young og Mata voru settir á bekkinn, Darmian og Rojo komu í bakvarðastöðurnar og Blind færðist í miðvörðinn, Rooney fór í holuna, og Martial fremstur.
Varamenn: Romero, McNair, Young, Fellaini, Mata, Pereira, Wilson.
Lið PSV:
Ýmsir sáu margt gott í Watford leiknum, meiri tilfærslu leikmanna og meiri hraða en oft áður. Leikurinn byrjaði enda þokkalega, United sótti af krafti frá fyrstu mínútu, PSV lá til baka og leyfði sóknir United. Þá sjaldan PSV fékk boltann leyfði United afskaplega lítið og voru fyrir vikið miklum mun meira með boltan. Ekki er samt hægt að segja að mikið hafi verið um færi fyrstu tuttugu mínúturnar, en þó var boltinn að koma inn á teiginn oftar en verið hefur og á 22. mínútu endaði góð sókn hjá Jesse Lingard sem náði ekki nógu góðri fyrstu snertingu með nóg pláss í teignum. Þetta lofaði sem sé allt góðu, hreyfingin á mönnum var mjög fín og sérstaklega var Lingard út um allt að vinna í boltanum.
Það var samt auðvitað David de Gea sem átti fyrstu alvöru vörslu leiksins í fyrstu alvöru sókn PSV. Hann þurfti að skutla sér lipurlega eftir skoti Hendrix úr teignum og greip boltann örugglega.
Hinu megin varði svo Zoet skot Martial úr þröngu færi, Martial hefði hugsanlega átt að gera betur. Síðasta kortér fyrri hálfleiks var síðan meira eins og fyrsti hluti leiksins, fátt markvert að gerast. Martial átti síðasta skot hálfleiksins en Zoet varði í horn.
Seinni hálfleikur byrjaði svo frekar fjörlega og sóknir United voru þungar, Lingard skallaði framhjá og Memphis átti lúmskt skot sem var varið.
Louis van Gaal var búinn að vera að íhuga skiptingar frá því í hálfleik og á 58. mínútu komu Ashley Young og Marouane Fellaini inná fyrir fyrir Memphis og Schweinsteiger. Beinar skiptingar stöðulega séð og hvorugur þeirra sem útaf fór hafði verið að standa sig sérlega vel.
Leikurinn var nú orðinn síðan til hægur hjá United og PSV færðu sig upp á skaftið í sóknum sínum. Þar skipti mestu máli að þeir breyttu liði sínu með skiptingu á 60.mínútu og fóru í þriggja manna vörn og tvo kantverði. Skot þeirra voru þó ýmist framhjá eða beint á De Gea. Loksins fengu þó United upplagt færi, Young gaf á Lingard sem skaut innanfótar hátt yfir. Slæm brennsla þarna hjá Jesse sem hafði verið einna sprækastur okkar manna en þó ekki í fyrsta skipti sem hann fór frekar illa að ráði sínu með boltann.
Síðasta tilraunin til að koma United áfram kom þegar Van Gaal setti Mata inn á fyrir Darmian. Hún hafði lítil áhrif á leikinn síðustu mínúturnar og leikurinn dó náttúrulegum dauðdaga.
Þetta byrjaði allt þokkalega en endaði í skelfilega dræmum leik. United voru afskaplega slakir stærstan hluta seinni hálfleiks og áttu engin svör við sterkri vörn PSV. Það er ekki hægt að segja að PSV hafi ógnað marki United að ráði en engu að síður voru gagnsóknir þeirra í seinni hálfleik ekki alltaf þægilegar. Sem fyrri daginn var vörnin þétt og De Gea jafn öruggur og alltaf. Eins og kemur fram að ofan var Jesse Lingard einna sprækastur, en á móti kom að hann var ekki nógu yfirvegaður þegar kom að því að klára færin sem hann þó fékk. Við höfum líka séð Martial slútta betur en hann gerði í dag.
Nú þarf United að halda til Þýskalands eftir tvær vikur og gera jafn vel þar og PSV á heimavelli gegn CSKA. Það þýðir væntanlega að United þarf að vinna Wolfsburg og miðað við spilamennskuna undanfarið þá gæti það reynst mjög erfitt. Wolfsburg hefur að auki ekki tapað síðustu 29 leikjum í Bundesligunni.
Næsta verkefni er svo toppslagurinn gegn Leicester. Miðað við spilamennskuna í kvöld má ætla að 0-0 jafntefli þar verði góð úrslit, en þá þarf líka vörnin að eiga topp dag til að halda Jamie Vardy niðri.
Bjarni Ellertsson says
Flott lið, nú verður sótt stíft á alla kanta. Stend við fyrri spá, 3 marka munur. Koma svo
Lurgurinn says
Úff ætla að hætta mér til þess að stelast að kíkja upp úr skólabókunum og horfa á þetta.
Vonandi bara að þetta verði meiri skemmtun en upplýsingatölfræði…krossa putta!
Bjarni Ellertsson says
Ekki eru menn sáttir við þessa stöðu í hálfleik, hrikalegt andleysi upp við markið, erum þó að fá færin en höldum ekki einbeitingu alla leið. Munið samt að brugðið getur til beggja vona þegar staðan er jöfn og við miklu betri.
Helgi P says
djöfull er lítil hreifing hjá boltalausu mönunum okkar
Bjarni Ellertsson says
man utd eru lang bestir
Lurgurinn says
Úff þetta er ekki gott. Burt séð frá því að komast áfram upp úr þessum riðli væri góð reynsla fyrir ungu strákana og jú peningur í veskið, þá eigum við ekkert erindi þangað með svona spilamennsku. :/
Bjarni Ellertsson says
Sammála þér Lurgur, hef svo sem séð þetta áður. Það þyrfti að taka ærlega í lurginn á þeim.
Emil says
Óþolandi úrslit. Þetta byrjaði mjög vel og það leit út fyrir að við myndum bregða útaf vananum og negla inn 1 eða 2 mörkum í fyrrihálfleik. Allt kom hinsvegar fyrir ekki og menn nýttu ekki færin sem þeir fengu.
Gjaldþrotið sem átti sér stað eftir að Schweinsteiger fór útaf og ofvaxni fokking mikrafónninn Fellaini kom inn var algjört! Það var eins og þetta væru löngu fyrirframplanaðar skptingar því Schneiderlin var að eiga einn sinn allra versta leik í dag. Memphis rakaði hæfileikana í burtu með kótilettunum og Smalling var besti miðjumaðurinn okkar í leiknum. Það er bara alls alls alls ekki í lagi.
Menn þurfa að fara að stíga upp og við verðum að fara að setja 2-3 mörk í þessa leiki. Ég veit að við erum í fínni stöðu í deildinni og eigum góðan möguleika (þó við þurfum lífsnauðsynlega sigur í síðasta leik) í CL en það skilar nákvæmlega og akkúrat engu að halda boltanum 80% yfir leiktíðina og skora kannski í öðrum hvorum leik!
MOM: Rikki G
Einar T says
Var að vonast til að stjórinn hefði kjark til að skipta fyrirliðanum út af.
Svakalega hægur leikur. Alltaf leitað til baka með sendingar og sjaldan gefið í.
En þetta lið á alveg að geta gírað sig upp fyrir úrslitaleikinn í þýskalandi. Fulla trú á því
Keane says
Þannig fór það, lítið hægt að segja annað en að PSV lagði leikinn vel upp og sluppu með það. Áttum að klára nokkur færi og fá víti á markmanninn þegar hann barði Schweini í jörðina. Þessar Fellaini skiptingar eru marklausar og leiðinlegar, Young átti dapra innkomu. Rooney fannst mér alveg ágætur heilt yfir, hefði mátt henda Mata inn fyrir hann reyndar. Úrslitaleikur í Þýskalandi hljómar afskaplega illa..
Hannes says
Shit ég er brjálaður. Þetta er búið, við erum á leiðinni í Europa League eftir áramót. Jólin mín ónýt þetta árið. Við erum ekki að fara vinna Wolfsburg úti , ekkert sem bendir til þess og eins og segir hér að ofan þá er Wolfsburg ósigrað 29 heimaleiki í röð, og inn í því eru leikir við Bayern Munchen. Þessi spilamennska hjá van gaal og fáranlegar skiptingar eru að drepa áhorfendur, Old Trafford tómur á 85 min og púið í endann segir allt sem segja þarf. Vörnin er reyndar jákvæð en þetta er allltof hægt framávið, og þegar við vinnum boltann þá eru skyndisóknirnar alltof hægar.
gudmundurhelgi says
3 atriði sem ég tek eftir nánast í öllum leikjum united,vantar allan hraða,hugmyndarflug og svo virðast menn þjást af mikilli ákvörðunarfælni en það drepur leik liðsins nánast áður en hann byrjar.Leikur liðsins er alltof auðveldur fyrir önnur lið,þetta er farið að minna á gömlu hjónin sem vakna alla morgna klukkan 8 fara í sund síðan í bakaríið og svo heim.En hvað það væri nú alveg dæmigert ef united myndi valta yfir Leicester og syna afbragðs leik og svo vinna Wolfsburg örugglega í Þýskalandi,kæmi mér hreint ekki á óvart en við sjáum til.
Pillinn says
Jæja, ég hef nú ekki tjáð mig í nokkurn tíma núna, búið að vera nóg að gera í öðru og svo hefur kannski verið lítið að skrifa um. Man Utd hafa bara ekki verið mjög skemmtilegir í ár, verður að segjast alveg eins og er.
Leikurinn í gær var þó einna versti held ég. Fannst bara ekkert vera í gangi. Auðvitað vörðust PSV mjög vel og þeir eiga það alveg inni að maður hrósi þeim fyrir sinn varnarleik. Hins vegar var ekkert í kortunum hjá Utd sóknarlega. Varnarlega enn og aftur gáfu þeir ekkert of mörgu færi á sér, eru alltaf að spila mjög öruggan og hægan bolta til að koma í veg fyrir að fá á sig hröð upphlaup.
Ég held að Basti hafi verið skipt útaf þar sem hann hafði verið eitthvað tæpur fyrir leikinn, annars var hann töluvert betri á miðjunni en Schneiderlin sem var alveg hræðilega slappur í þessum leik. Rooney var aðeins að reyna í þessum leik, ólíkt öðrum leikjum sem ég hef séð hann spila á þessari leiktíð. Hann er bara hins vegar orðin svo slakur að meira að segja þegar hann reynir að hlaupa og djöflast er hann alveg agalegur.
Ég er ennþá pínu jákvæður og hef trú á að ef að sóknin nær að lagast þá verðum við mjög öflugir. Erum komnir með góðan grunn í vel þjálfuðu liði sem gefur fá færi á sér og ef sóknin kemur þá verðum við góðir. Svo þegar Gaal hættir og nýr þjálfari tekur við þá mun sá taka við vel þjálfuðu búi og getur aukið áhættu liðsins og aftur verður gaman að horfa á Utd :)
Aftur að leiknum En eftir hann hafði ég á orði að maður leiksins hefði verið grasið á Old Trafford. Svo slappt var þetta. Annars bara verðum við að vinna á laugardaginn.
Runólfur Trausti says
Ég sá vissulega ekki allan leikinn í gær en ég horfði á highlights í gærkvöldi.
Ég verð að spurja, voru menn að horfa á sama leik og ég?
Í gær átti United sex skot í fyrri hálfleik einum, það eru fleiri færi en United hefur átt heilu leikina í vetur. Oftar en ekki er fyrsta skotið á markið að koma á 70-80 mínútu.
Leikurinn í gær byrjaði vel og héldu flestir að markið lægi í loftinu. United fækk þó nokkur fín færi (Martial t.d.) og tóku ótrúlegt en satt skot fyrir utan teig.
Upp að vissu marki var margt mjög jákvætt í gær. Það eru þó helst skiptingarnar og að færa Ashley Young í bakvörð sem ég skildi ekki alveg.
Svo ef Lingard minn væri búinn að fínpússa þessi slútt hjá sér þá hefðum við tekið 3 stig í gær. Drengurinn virðist hafa skorað úr erfiðasta færinu sínu en klúðrar svo galopnum dauðafærum (Watford, PSV).
Að þessu sögðu þá er ég orðinn mjög þreyttur á sóknarleiknum og skil ekki hvernig liðið hefur hreinlega efni á því að lána James Wilson þegar það á varla sóknarmann. Svo er auðvitað brilliant þegar Van Gaal segir að besta staða Memphis í dag sé líklega frammi og vinklar honum svo á kantinn í næsta leik.
Ég væri alveg til í að sjá liðið spila hreint 442 við tækifæri. Jafnvel á móti Leicester. Líklegra er þó að ég verði gerður að páfa.
Gagnrýni á leikinn í gær er réttmæt en verður að vera á réttum forsendum.
Lifið heil.
Hjörtur says
Þetta er bara hundleiðinlegt lið á að horfa, vörnin og markvarslan góð framherjarnir vita bitlausir, og fyrirliðinn látin spila hvern einasta leik, þó hann geti ekki rassgat. Það langbesta sem maður gerir, og ég er farinn að gera, er að búast ekki við sigri fyrir hvern leik, þeim mun kátari verður maður drattist liðið til að vinna, en minna svektur tapi liðið.