Liðið var nokkuð breytt frá því sem ég bjóst við. Marcos Rojo var meiddur og Paddy McNair kom inn í liðið. Það þýddi endurkomu hins heittelskaða 3-5-2 kerfis, með Darmian og Young á köntunum. Carrick kom inn fyrir Schneiderlin sem lofaði ekki góðu fyrir hraðann á miðjunni.
Leikurinn byrjaði enda ekki mjög fersklega, Leicester fékk að að halda boltanum sem þeir eru frekar óvanir og það var fátt um fína drætti hjá báðum liðum
United fór að færa sig upp á skaftið en það sem þeir höfðu upp úr því var skyndisókn Leicester. Daley Blind tók horn sem fór beint í lúkurnar á Kasper Schmeichel, hann var fljótur að kasta á Fuchs sem óð upp kantinn og átti frábæra sendingu inn á Vardy sem stakk sér milli Young og Darmian sem voru allt í einu orðnir aftastir. Vardy klárar auðvitað svona færi og staðan var orðin 1-0.
Hálfleikurinn var síðan ein hörmung nær til loka. Það kom ekkert út úr spili United en Leicester var hins vegar tvisvar nálægt því að spila sig í gegnum United vörnina og skapa hættu. Þetta var eiginlega mun slakara en móti PSV. En á síðustu mínútu hálfleiksins fékk United sitt fimmta horn, Daley Blind tók stórfínt horn í þetta skiptið, Leicester varðist ekki nógu vel og bæjarfógetinn Bastian hristi sinn mann af sér og skallaði óverjandi í markið.
United var miklu skárra í seinni hálfleik, fór aftur í kunnuglegan halda-boltanum gír. Þá auðvitað jukust möguleikar Leicester á skyndisóknum og De Gea þurfti að verja vel eftir eina slíka, vildi til að skot Ulloa var nær beint á hann.
Það ótrúlega gerðist síðan, Wayne Rooney var tekinn útaf fyrir Memphis. Rooney hafði fengið slæmt spark í síðuna og var eitthvað eftir sig eftir það, en það var bara afsökun, hann átti skilið að vera tekinn útaf eftir arfaslakan leik.
Það er varla hægt að segja að nokkuð hafi gerst það sem eftir af var leikn. Memphis fékk boltann einu sinni inn á teig en fyrsta snerting hans fór í eigið hné, hann mistti boltann of langt frá sér og skaut yfir.
Lokaniðurstaðan jafntefli í leik þar sem United átti tvö skot á rammann, bæði frá Schweinsteiger.
Sama gamla sagan
Já þetta er sama gamla sagan og nú er það sami gamli söngurinn. United spilar með tvo hæga miðjumenn sem eru nær lausir við sköpunargleði (þó má minnast á að Bastian átti nokkrar góðar sendingar). Síðan er vegn meiðsla hlaðið í þriggja manna vörn og bakvörður sem virðist heillum horfinn og kantmaður sem er ekki að standa sig látnir sjá um vængina. Rooney er alveg týndur og var loksins kippt útaf og Martial er ekki sá leikmaður sem við sáum í fyrstu leikjunum hans.
Á bekknum voru auk Memphis þeir Fellaini, Schneiderlin, Rashford, Borthwick-Jackson og Andreas Pereira. Enginn þeirra fékk tækifæri til að koma inn á en Pereira og Rashford hefðu kannske verið þeir einu sem sett hefðu einhvern kraft í sóknina. Jafnvel Plan Feillaini hefði verið þess virði að prófa miðað við hvað þetta var orðið þreytt.
Mér dettur ekki í hug að heimta að Van Gaal verði rekinn, enda ekki hægt að gera slíkt nema við vitum hver eigi að taka við. Ranieiri gæti verið til í tuskið og svo er jú stutt í að Rafa Benitez verði á lausu. Haha. ég er fyndinn! Nei það eru ekki margir sem ég myndi sjá þarna frekar en Louis van Gaal. Það er hins vegar á tæru að á meðan spilamennskan er svona leiðigjörn þá mun hvert tapað stig hækka í kvörtunarkórnum sem mun bara spilla fyrir. VIð erum farin að sjá að vörnin okkar er bara ansi þétt (svona þegar haffsentarnir eru ekki allir í sókninni eins og í markinu í dag) og það hlýtur að koma að því að liðinu verður stillt upp þannig að minni áhersla verði lögð á að vernda hana og aðeins meiri gleði færð í leik liðsins og aðeins meiri áhætta tekin. Það þarf ekkert að skipta yfir í þriggja manna sókn, heldur bara aðeins að reyna að skerpa á spilinu fram á við.
Það virðist alveg ljóst að maðurinn sem getur gert eitthvað í því er Ander Herrera. Hann sýnir hvað eftir annað að hann þorir að spila boltanum án þess að 100% öruggt sé að liðsfélagi haldi boltanum. Hann þarf að spila og hann þarf að fá leyfi til að spila eins og hann hefur eðli til. Vonum því að hann nái sér af þessum meiðslum sem fyrst.
Hvað um það, þetta verður svona áfram, og það er þó nokkuð langt í að Louis van Gaal missi vinnuna. Það er vika í næsta leik og vonandi nýtist hún vel í að leikmenn jafni sig af meiðslum.
Narfi Jónsson says
Ansi er þetta varnarsinnað, greinilegt að 1-0 sigur er markmiðið. Ætli þetta verði ekki enn ein 0-0 leikurinn.
Roy says
Hversu ömurlegur er þessi andsk. Darmian.
Helgi P says
bara allt liðið er ömurlegt ég skil ekki hvernig Rooney getur verið í þessu liði hann getur ekki gefið boltan lengur á samherja
Bjarni Ellertsson says
Grátlegt að þurfa að horfa uppá leikmenn í engum takti við leikinn, Carrick og þá sérstaklega Rooney. Kína bíður handan við hornið. Í þau fáu skipti sem Leiceister sækir þá sækja þeir hratt og bjóða sig í alla bolta, Við sækjum á jafnmörgum en sóknirnar eru hægar og sendingar slappar á síðast þriðjungi. Enda eru menn að klappa boltanum of mikið og það gefur varnarmönnum tækifæri að stilla sig og halda einbeitingu. Ætla að halda áfram að jólaskreyta.
Bjarni Ellertsson says
Hvur andskotinn, við skoruðum, er Eyjólfur að hressast :)
Karl Garðars says
Bíddu bíddu…. Hvað er að gerast??? Rooney út???? Wtf?
Helgi P says
þeir þurfa nú að fara æfa sig að gefa boltan fyrir markið það er alveg skelfilegt að horfa á þessar fyrirgjafir
Kjartan says
68% með boltan en samt á Leicester tvö bestu færin í leiknum, kunnulegt ekki satt?
Halldór þór says
við rústuðum þeim í possession ætli gaal sé ekki svífandi um a bleiky skyi með það.annars hamingju óskir til vardy ekki annað hægt en að samgleðjast hefðumgetað verið í 1 sæti en 4 sætið niðurstaðan þegar þessi umferð er búin,,
Ingvar says
Van Gaal talar um að Rooney geri svo mikið fyrir liðið. Veit einhver hvað það er? Og hvort að það sem hann gerir sé jákvætt eða neikvætt? Bara get ekki fyrir mitt litla séð að liðið sé að hagnast á því að hafa hann inná. Annars same old same old, leiðinlegt, hægt, fyrirsjáanlegt og lélegt.
Siggi P says
Þetta er ekki að gera sig fyrir mig. Liðið fer í leiki með það að ætla ekki að fá á sig mark og reyna ná einu. Yfirburða staða leiðir ekki að neinu, þetta er allt of hægt og fyrirséð. Eftir 0:0 við Wolfsburg þá munu Glazeranir reyna allt sem þeir geta til að fá Guardiola næsta ár. Ég bara sé ekki hvar leikgleðin og árangurinn á að koma með þessu kerfi.
P.s. Rooney fór út af „meiddur“. Það var eina ástæðan fyrir því að hann myndi ekki spila hverja einustu mínútu. En það er bara ekki allur vandinn.
Karl Garðars says
Ég vætti næstum buxurnar af spenningi þegar Rooney fór út af. Eftir að hafa lesið hvert commentið á fætur öðru hjá sumum spekingum hérna þá bjóst ég við 1-17 sigri okkar manna þar sem þetta var bara Leicester og við höfum samkvæmt minni sumra spekúlanta nánast alltaf valtað yfir svona smálið síðustu 200 ár. Hvað ætli hafi klikkað?? :)